Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 44
SAGA CLASS Fyrir þá sem eru aðeins á undan FLUGLEIDIR FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Lánskjaravísital- an hækkar meira en spáð var: -Dregur úr líkum á lækkun nafiivaxta SEÐLABANKINN hefur reikn- að út lánskjaravísitölu fyrir október og verður hún 2.640 stig, sem er 2,17% hækkun frá núgildandi vísitölu. Þetta jafh- gildir 29,3% hækkun á árs- ^grundvelli, en miðað við hækk- un vísitölunnar síðustu 3 mán- uði er árshækkunin 16,7%. Síðustu 6 mánuði hefur láns- kjaravísitalan hækkað um 21,6% miðað við heilt ár. Hækkun lánskjaravísitölunnar fyrir október er nokkru meiri en spár viðskiptabankanna gerðu ráð fyrir. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins gefur hækkunin ekki tilefni til bjartsýni um að nafnvextir lækki á næstunni. For- vextir víxla hafa verið á bilinu 24-26% og algengustu vextir óverðtryggðra skuldabréfa 27-29%, en ný vaxtaákvörðun tek- ur gildi í dag. Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbankans og formaður Sambands viðskiptabankanna, kvaðst ekki vilja spá fyrir um áhrif hækkunar lánskjaravísitölunnar á vaxtaákvarðanir viðskiptabank- anna. Hann sagði þó hækkunina meiri en vonast hefði verið til, ^Skákþing íslands: Karl Þor- steins er langefstur KARL Þorsteins er með örugga forystu á Skákþingi íslands. Að loknum 8 umferðum hefur hann hlotið 7 'h vinning. Jóhann Hjart- arson gerði jaíhtefli við Agde- stein í íímmtu umferð Interpolis-skákmótsins í Hollandi og er í 3.-4. sæti ásamt Ivantsjúk. í 8. umferð skákþingsins vann Karl Þorsteins Hannes Hlífar Stef- ánsson, Jón L. Árnason vann Sig- urð Daða Sigfússon og Þröstur Ái'nason vann Jón G. Viðarsson. Jafntefli varð í öðrum skákum. Karl er með 714 vinning, eins og fyrr sagði, en næstir koma Jón L. Árnason og Þröstur Þórhallsson með 514 vinning. Björgvin Jónsson hefur 5 vinninga. Níunda umferð hefst klukkan 15 í dag í Útsýnar- húsinu í Mjódd. Kasparov og Kortsnoj deila efsta sæti í Hollandi með fjóra vinninga hvor en Jóhann og ívantsjúk hafa hlotið þijá vinninga. Agdestein og Sax hafa tvo vinninga, Ljubojevic 1 'k og Piket hefur 'Avinning. Auk Jóhanns og Agdesteins gerðu Ljubojevic og Sax jafntefli í gær en Kasparov vann ívantsjúk og Kortsnoj vann Piket. Morgunblaðið/Einar Falur Ásgeir kvaddi með sigri Ásgeir Sigurvinsson lauk glæstum 17 ára lands- I liðinu að nýju eftir tveggja ára hlé, skoraði bæði liðsferli sínum á Laugardalsvelli í gærkvöldi þegar mörk íslenzka liðsins. ísland vann Tyrkland 2:1 í undankeppni Heimsmeist- Sjá nánar um leikinn á íþróttasíðum bls. 42-43. arakeppninnar. Pétur Pétursson, sem lék með lands- | V erðlagsstofiiun: Hámarks- verð á ýsu afiiumið Verðlagsstofnun hefur ákveðið að afnema hámarksverð á ýsu, en upp á síðkastið hefur verð á ýsu á uppboðsmörkuðum hækkað verulega, og að sögn Georgs Ólafs- sonar verðlagsstjóra hafa fisk- heildsalar átt erfitt með að útvega kaupmönnum fisk öðruvísi en að borga með honum. „Það virðist vera eftirspurn eftir ýsu erlendis núna, sem auðvitað er gott fyrir þjóðarbúið, og hafa margir fiskseljendur eingöngu snúið sér að sölu á erlenda markaði. Neytendur hér innanlands vilja að góð ýsa sé á boðstólum, en síðustu daga hafa fisk- heildsalar ekki getað útvegað stærri verslunum fiskinn, og því teljum við að það sé hagkvæmara, og þá ekki síst fyrir neytendur, að afnema hám- arksverðið að minnsta kosti um sinn. Við eigum frekar von á því að verð- ið á ýsunni í hefðbundnum fiskbúðum hækki lítið eða haldist óbrejdt, en heildsöluverð til kjörbúða muni hins- vegar hækka. Verðlagsstofnun mun síðan fylgjast með því hver þróunin verður með verðkönnunum," sagði Georg. Hámarksverð á ýsuflökum hækk- aði síðast í bytjun júlí og var þá 360 kr. kílóið með söluskatti. Verkfall 500 marnia í ál- verinu hófst á miðnætti Gert ráð fyrir samningafundi eitthvað firam efitir nóttu VERKFALL um 500 starfsmanna álversins í Straumsvík kom til framkvæmda á miðnætti í nótt. Þá stóð fundur deiluaðila ennþá í húsnæði ríkissáttasemjara við Borgartún og var óvíst hvenær honum lyki, en fyrir lá ákvörðun um að halda eitthvað áfram. Þá var staðan í viðræðunum mjög tvísýn og gat brugðið til beggja vona hvort samningar tækjust eða upp úr slitnaði. Forsvarsmenn aðila vildu ekkert Iáta hafa efitir sér um stöðu mála á miðnætti. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafa starfsmenn í ál- verinu fengið 12,5% launahækkun það sem af er þessu ári, sem er sambærilegt við það sem samið hefur verið um við flesta laun- þega. Hluti af þessari launahækk- un er ekki bundinn í kjarasamn- ingi aðila frá því vorið 1988, held- ur tókst samkomulag um hana í framhaldi' af kjarasamningum í vor. Vinnuveitendasamband íslands hefur samkvæmt heimildum Morgunblaðsins boðið starfsmönn- um fyrir hönd ÍSAL 4,8% launa- hækkun til ársloka, sem er sam- bærilegt við það sem samist hefur um við aði'a. Fyrir samning fram í mars hefur verið boðin ein- greiðsla, sem er metin til um 2% launahækkunar og 4,5% launa- hækkun til viðbótar er boðin gegn þeim skilyrðum að morgunverðar- kaffitími verði felldur niður og fækkað verði um 22 menn í álver- inu. Þessi síðasttöldu skilyrði feng- ust ekki rædd af starfsmönnum í fyrrinótt og á þvi strönduðu við- ræðurnar. Gærdagurinn fór til finna leiðir út úr þeirri sjálfheldu sem viðræðurnar voru komnar i og tóku þá framangreind atriði einhveijum breytingum. Sláturkostnaðurinn 1.100 þúsund krónur á meðalbú SLÁTUR- og heildsölukostnaður kindakjöts er nú 126,50 kr. á hvert kíló samkvæmt ákvörðun fímmmannanefndar, en við það bætist 12 króna verðjöfnunargjald, og fara 8 krónur af því í úreld- ingarsjóð sláturhúsa. Heildarkostnaðurinn er því 138,50 krónur á kíló, og hefur hann hækkað um 20% frá því í síðustu sláturtíð. Samkvæmt þessu nemur þessi kostnaður nú um 2.000 krónum á meðaldilk, eða um 1.100 þúsund krónum á meðalbú. Grundvallarverð til bænda í sauðfjárframleiðslu er nú 374,67 krónur fyrir hvert kíló af 1. flokks dilkakjöti (2. verðflokkur), en samkvæmt samkomulagi bænda við ríki féllust þeir á að fresta tveim þriðju hlutum af launaieið- réttingu sem þeir áttu rétt á um síðustu mánaðamót. Bændur selja afurðastöðvunum kjötið í sláturtíð og fá það greitt þá, en launaleið- réttinguna fá þeir greidda beint í formi niðurgreiðslna 1. desember og 1. mars. Slátur- of heildsölu- kostnaður er því 37% af verðinu til bænda, og miðað við grundvall- arbú (400 vetrarfóðraðar kindur) er hann um 1.100 þúsund krónur, en laun bóndans eru rúmlega 1.388 þúsund krónur. Samkomulag er milli aðila um tveggja vikna aðlögunartíma að framleiðslustöðvun i álverinu. Tíminn er notaður til að minnka straum á kerum í áföngum og lækka álhæð í þeim til að minnka tjón vegna framleiðslustöðvunar. Ef til hennar kemur nemur tjónið hundruðum milljóna og mánuði tekur að koma verinu í full afköst á ný. Christian Roth, forstjóri ÍSAL, sendi frá sér yfirlýsingu í gær- kveldi, þar sem mótmælt er til- hæfulausum orðrómi um að Alu- suisse stefni starfsmönnum vísvit- andi í verkfall til að fæla frá er- lenda aðila sem hafi sýnt áhuga á að taka þátt i samstarfi um aukna álframleiðslu hér á landi. Sjá ennfremur yfirlýsingu forstjóra ÍSAL á bls. 16. • • Olvaður ók á húsið sitt BÍL var ekið á íbúðarhús í Þing- holtunum um niiðjan dag í gær. Lögreglan var kvödd á staðinn. I ljós kom að ökumaðurinn var ölvaður. Hann hafði verið að leggja bílnum í stæði en ekki tekist betur til en svo að hann ók á eigið hús. Ilann sakaði ekki en bíllinn skemmdist nokkuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.