Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 25
MÖRGUNBLAÐIÐ KIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1089 Austur-Húnavatnssýsla: Plöntuhlífar unnar úr úrgangsplasti Blönduosi. SKOGRÆKT hefur verið mikið í brennidepli að undanfórnu og áhugi almennings á þessu viðfangsefni fer stórum vaxandi. Einn er sá maður í A-Húnavatnssýslu sem töluvert hefur látið þessi mál til sín taka en það er Gísli Pálsson bóndi á Hofi í Vatnsdal. Meðal annars hefúr hann hafið framleiðslu á plöntuhlífum úr harðplasti. Þessi framleiðsla hjá Gísla er nokkurskonar endurvinnsla á úrgangsplasti þar sem langir plasthólkar eru sagaðir niður í hæfilegar lengdir og komið fyrir á þeim jarðvegsfestingum. Hugmyndina að þessum plöntuhlífum sækir Gísli Pálsson til Þorbergs H. Jónssonar sem kom með þessa hugmynd heim frá Skotlandi fyrir um Ijórum árum. Gísli segir Skota nota plöntu- hlífar mikið við uppeldi á skógarplöntum og sé tilgangurinn þrenns konar. í fyrsta lagi aukast lífslíkur plantnanna. í öðru lagi flýta hlífarn- ar fyrir þroska plantna og í þriðja lagi ver hlífin plöntur fyrir beitardýr- um. Á dögunum kynnti Gísli Pálsson fyrir fréttaritara notagildi þessara plöntuhlífa í skógræktarreit á bæn- um Fjósum í Svartárdal. Að sögn Gísla hafa gi’óðurhlífarnar komið að góðu gagni. „í fyrravor voru settar niður eittþúsund blágreniplöntur og voru 23 cm lághlífar settar yfir tvö- hundruð þeirra. Niðurstaðan úr þess- ari athugun varð sú að plöntur sem höfðu hlíf lifðu að langstærstum hluta. Blágreniplöntur sém voru á bersvæði og lentu ekki undir snjó drápust flestar," sagði Gísli Pálsson. Gísli sagði að skógræktarmenn Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Björn Friðriksson umsjónamað- ur skógræktarreitsins á Fjósum í Svartárdal stendur við Qögurra ára lerkiplöntu sem notið hefúr skjóls af heimagerðri plöntuhlif. þyrftu að gera meira af faglegum tilraunum með gróðurhlífar við mis- munandi aðstæður. Til dæmis þolir blágreni ekki mjög háar hlífar fyrstu uppvaxtarárin en aftur á móti þurfa lerki og stafafura hærri hlífar. Gísli sagði að þessi stutta reynsla sem á engan hátt er vísindaleg, renndi stoð- um undir þessa kenningu. Árangur af skógræktarstarfinu á Fjósum frá því skógrækt hófst þar að nýju árið 1985 er ekki nógu góður að sögn Gísla ef undan eru skildar þær plönt- ur sem höfðu gróðurhlífar fyrstu árin. „Guðmundur Tryggvason frá Sölvatungu setti utan um þó nokkrar lerkiplöntur fyrir u.þ.b. fjórum árum gróðurhlífar sem hann útbjó sjálfur og þær plöntur bera langt af öðrum plöntum sem settar voru niður á sama tíma,“ sagði Gísli Pálsson. Ástæður fyrir þessum miklu afföllum á skógarplöntum á Fjósum sagði Gísli vera þær að þetta svæði væri eitt það þurrviðrasamasta á öllu landinu. Ungar plöntur eru með við- kvæmt rótarkerfi og væri þeim því hætt við ofþornun. Afföllin eiga sé helst stað seinni hluta vetra og á vorin. Gísli sagði ennfremur að ung- ar plöntur, sem hafa um sig gróð- urhlíf, þorni ekki eins og sú planta sem stendur á berangri. Gísli Pálsson gat þess að lokum að heldur ætti að planta út eitthvað færri tijám en vetja meiri tíma og íjármunum í aðbúnað og umhirðu tijáplantnanna. Jón Sig. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 20. september. FISKMARKAÐUR hf. í Flafnarflrði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 65,00 65,00 65,00 6,057 393.693 Ýsa 94,00 94,00 94,00 1,605 150.870 Karfi 35,00 33,00 34,26 94,406 3.234.171 Ufsi 37,50 35,00 36,36 50,367 1.831.1.02 Steinbítur 30,00 30,00 30,00 0,018 528 Langa 46,00 46,00 46,00 1,427 65.633 Lúða 325,00 190,00 277,23 0,375 103.960 Koli 40,00 40,00 40,00 0,054 2.156 Keila 15,00 15,00 15,00 0,099 1.483 Skötuselur 135,00 135,00 135,00 0,031 4.185 Samtals 37,48 154,438 5.787.781 í dag verður selt óákveðíð magn af blönduðum afla úr ýmsum bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 69,00 30,00 65,24 4,379 285.697 Þorskur(smár) 15,00 15,00 15,00 0,012 180 Ýsa 119,00 103,00 110,31 7,202 794.419 Karfi 37,00 32,00 32,99 12,246 403.956 Ufsi 33,00 32,00 32,90 9,891 325.462 Steinbítur 69,00 69,00 69,00 0,211 14.559 Langa 43,00 43,00 43,00 0,234 10.062 Skarkoli 59,00 59,00 59,00 0,561 33.099 Samtals 53,76 34,736 1.867.434 Selt var úr Þorláki, Freyju og fleirum. i dag verða meðal annars seld 25 tonn af þorski, 6 tonn af ýsu, 20 tonn af karfa og 30 tonn af ufsa úr Arnari, Asbirni og fleirum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 62,00 48,50 54,30 9,007 489.017 Þorskur(umál) 25,00 25,00 25,00 0,020 500 Ýsa 110,00 90,00 96,87 7,850 760.400 Karfi 34,50 25,00 34,31 15,777 541.350 Ufsi 30,00 28,50 28,85 0,664 19.159 Steinbítur 53,00 42,00 51,32 0,236 12.112 Langa 34,00 30,00 32,17 0,587 18.882 Lúða 200,00 70,00 190,62 0,129 24.590 Solkoli 53,00 53,00 53,00 0,092 4.876 Skarkoli 51,00 35,00 50,82 0,885 44.975 Keila 17,00 7,00 8,07 0,224 1.808 - Skata 72,00 72,00 72,00 0,050 3.600 Skötuselur 295,00 64,00 167,62 0,114 19.042 Samtals 54,45 35,634 1.940.311 í dag verður meðal annars selt óákveðið magn, aðallega af þorski og ýsu, úr Hópsnesi GK og óákveðið magn af blönduðum afla úr dagróðrabátum. James Woods og Sean Young í Tálsýn. Laugarás- bíó sýnir Tálsýn LAUGARÁSBÍÓ hefúr tekið til sýninga . myndina Tálsýn (The Boost). I kynningu á myndinni segir m.a.: „Hjónin Lenny og Linda Brown hafa lifað fremur fábreyttu lífi og Lenny náð litlum árangri sem sölu- maður. Þá kemst hann í kynni við viðskiptajöfur og það 'gerbreytir högum þeirra hjóna. Þau flytja til Los Angeles þar sem Lenny fær stórkostleg atvinnutækifæri sem sölumaður fasteigna. Lænny er mjög fær sölumaður og árangurinn lætur ekki á sér standa. Fyrr en varir lifa þau hjónin í vellystingum og lífið brosir við þeim. Þau eru ung, ástfangin og auðug. En skjótt skipast veður í lofti.“ (Úr fréttatilkynningu) Tvö vöruflutn- ingaskip fengu á sig brotsjó Vöruflutnlngaskipin Dísarfell og Oriolos fengu á sig brotsjói við Færeyjar á laugardag. Eng- inn slasaðist en fjórir gámar með um 50 tonn af ísfiski losnuðu af Dísarfelli og sukku og björgun- arfleki losnaði af Oriolos. Dísar- fell er í eigu Sambandsins en Oriolos er þýskt skip, sem Eim- skip hefúr á leigu. Skipin komu bæði til Bretlands á mánudag. „Dísarfellið fékk á sig þijú brot í 11 til 12 vindstigum suðvestur af Færeyjum á laugardagsmorgun og einn hnúturinn náði að slíta/jóra gáma af dekkinu," sagði Ómar Jóhannsson, framkvæmdastjóri skipadeildar Sambandsins, í sam- tali við Morgunblaðið. „Það var haugasjór þarna og þegar svona hnútar skrúfast upp eru allar keðj- ur og strekkjarar, sem halda gá- munum niðri, eins og tvinni,“ sagði Ómar. Leiðrétting í F'RÉTT um íþróttasvæði ung- mennafélagsins Fjölnis í Grafar- vogi í þriðjudagsblaðinu var for- maður félagsins rangnefndur. Hann heitir Guðmundur Grétar Kristinsson. Beðist er velvirðingar á mistökunum. E1 Puerco og Ennisrakaðir skötuselir á faraldsfæti Vcstmannaeyjum. I ágúst sl. kom út plata sem ber nafnið E1 Puerco og Ennis- rakaðir. Á þcssari plötu flytja nokkrir Eyjamenn undir forystu Elíasar Bjarnhéðinssonar, E1 Puerco, lög og texta sem flest eru saniin af höfúðpaurnum sjálfum. Nú hyggjast þeir félag- ar leggja land undir fót til kynn- ingar á plötu sinni og ætla að hcfja yfirreiðina í veitingahúsinu Casablanca, þar sem haldnir verða tónleikar. Tónleikarnir í Casablanca verða nk. föstudagskvöld. Þar verða flutt lög af plötu félaganna og þau hlutverkum sínum í myndinni kynnt. Nokkur laganna hafa þegar heyrst í útvarpi og hefur lagið Kynskiptingurinn, sem Elías ásamt Andreu Gylfadóttur söngkonu syngur, þegar vakið nokkra eftir- tekt. Kynning á starfsemi ITC LANDSAMTÖK ITC á íslandi - þjálfun í samskiptum hafa tekið til starfa á ný eftir sumarfrí. Á landsþingi sl. vor var kosin ný stjórn. Landsforseti þetta kjör- tímabilið er Halla Gísladóttir. Samtökin eru alþjóðleg og bera heitið „International Train- ing in Communication" og starfa þau víða um heim. Samtökin veita þjálfun í mann- legum samskiptum og örvar for- ystuhæfileika. Þjálfunin sem sam- tökin veita gera einstaklinga hæf- ari til að starfa að samfélagsmálum og gera áhrif þeirra meiri. Samtök- in eru opin bæði konum og körlum. 22 deildir starfa víðs vegar um landið ög er hámarkstala aðila í deild bundin við þijátíu. Hér á ís- landi er aðildartala félaga nú hátt á fimmta hundrað. Laugardaginn 23. september nk. verður kynningarfundur í Félags- miðstöðinni Valaskjálf, Egilsstöð- um og hefst hann kl. 14.00. „Islensk vika“ hjá Útvarpi Rót „Islensk vika“ stendur nú yfir hjá útvarpsstöðinni Rót og er hún haldin í samvinnu við Félag íslenskra tónlistarmanna. Ein- göngu er leikin og kynnt íslensk tónlist á Rót á meðan á vikunni stendur, en hún hófst sl. mánu- dag, 18. september. Islenskri viku lýkur næstkom- andi sunnudag, 24. september, með tónleikum í félagsheimili tónlistar- manna, Vitastíg 3. Tónleikarnir heljast kl. 13.00. Fram kemur fjöldi tónlistarmanna og verður útvaipað beint frá tónleikunum. Formannaráð- steftia í Borg-arnesi Formannaráðstefna Neyten- dasamtakanna verður haldin dagana 22.-23. september í Hótel Borgarnesi. Á laugardaginn 23. september kl. 13.30 verður haldinn opinn fundur sem ber yfirskriftina — hvaða afleiðingar hafa viðskipta- hindranir í landbúnaði haft fyrir neytendur? Frummælendur eru Gunnlaugur Júlíusson hagfræðing- ur Stéttarsambands bænda, Birgir Árnason aðstoðarmaður viðskipta- ráðherra og Jóhannes Gunnarsson form. Neytendasamtakanna. Einn- ig verður kynnt niðurstaða könnun- ar á viðhorfi almennings til land- búnaðar. Á föstudaginn 22. september mun Jón Magnússon lögfræðingur fjalla um íslenska neytendalöggjöf — hvað höfum við, hvað vantar. Jón Gíslason, Hollustuvernd ríkis- ins, mun fjaila um matvælalöggjöf og Sólveig Guðmundsdóttir, Verð- lagsstofnun, mun fjalla um auglýs- ingar — hvað má, hvað má ekki og hvers vegna. (Fréttatilkynnirig) Harpa Björns- dóttir opnar sýningu HARPA Björnsdóttir opnar sýn- ingu á verkum sínum í Gallerí Borg Pósthússtræti 9, fimmtu- daginn 21. september kl. 17.00. Harpa Björnsdóttir fæddist 1955 og lauk námi frá Nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1981. Sýningin sem er sölusýning er opin virka daga frá kl. 10—18 og um helgar frá kl. 14—18. Henni lýkur þriðjudaginn 3. október. Stuðmenn á Hótel Örk STUÐMENN leika fyrir dansi á Hótel Örk föstudagskvöldið 22. september. Hátíðin hefst með borðhaldi klukkan 19.30. Reynir Jónasson leikur á harmonikku fyrir matargesti og mun halda áfram að borðhaldi loknu. Stuðmenn hefja tónleika klukk- an 21.30 og leika síðan fyrir dansi til klukkan 3 um nóttina. Sérlegur gestur Stuðmanna verður Karl Sig- hvatsson, sem leikur á Hammond- orgel. Sýning í minn- ingu Græn- landstrúboða í SAMKOMUSAL Grunnskólans í Borgarfirði verður um helgina opnuð sýning til minningar um 200 ára ártíð séra Egils Þór- hallasonar Grænlandstrúboða. Sr. Kolbeinn Þorleifsson kirkju- sagnfræðingur setur sýninguna upp og flytur hann erindi um sr. Egil og sýnir litskyggnur frá Grænlandi, laugardaginn 23. september kl. 14. Sr. Egill var trúboði í Grænlandi frá 1765 til 1775 og ferðaðist mik- ið um Vestribyggð og var prófastur í Suður-Grænlandi í nokkur ár. Hann skrifaði nokkrar bækur, þar á meðal fyrstu heildarlýsingu á norrænum rústum í Grænlandi. Seinustu ár ævi sinnar var hann prestur í Bogense á Norður-Fjóni, þar sem hann lést árið 1789. HAMí Tunglinu HLJÓMSVEITIN HAM stendur fyrir tónleikum í Tunglinu í kvöld, fimmtudag. Sérstakir gestir að þessu sinni verða Syk- urmolarnir. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni þess að í byijun október lítur dags- ins ljós fyrsta breiðskífa HAM. Platan sem ber nefnið „Buffalo Virgin" verður gefin út af breska útgáfufyrirtækinu One Little Indi- an. Önnur plata Sykurmolanna Here Today Tomorrow, Next We- ek, kemur út um svipað leyti. í október mun HAM síðan fylgja Sykurmolunum í hljómleikaför um Bretlandseyjar. Þetta verða því síðustu tónleikar sveitanna hér á landi um nokkra hríð. Það skal tekið fram að Sykurmolarnir hefja leik sinn stundvíslega kl. 22.30. (Fréttatilkynning) Eldri borgarar kveðja Broadway Dægurlagahátíðin „Komdu kvöld“ verður sýnd sunnudaginn 24. september nk. og er sú sýn- ing sérstaklega ætluð öldruðum og öðrum seni ekki vilja eða geta sótt kvöldskemmtanir. Lögin sem sungin eru í sýning unni spanna finimtíu ára tímabil I textagerð Jóns Sigurðssonar bankamanns. Sýningin hefst kl, 15. Miðaverð er kr. 1.800 og eru kaffiveitingar innifaldar í verði Tekið verður á móti pöntunum og miðar seldir í félgasmiðstöðvum aldraðra á vegum Reykjavíkur- borgar. Einnig verður miðasala við innganginn í Broadway.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.