Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 42
"42 MORGTJNBMÐIÐ' IÞROTTIR FMMrMi)A(]ÍÍ'l{il':l4tlTEMBER 1989 Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Ásgeir Sigurvinsson átti stórleik og kvaddi á toppnum. Skemmtilegra að draga sig í hlé þegar minn- ingarnar eru góðar“ - sagði Asgeir, sem lék sinn síðasta landsleik ÁSGEIR Sigurvinsson var fyrir- liði íslands í kveðjuleik sínum í gærkvöldi. „Þetta var góður endirá landsliðsferlinum. Það hefði verið leiðinlegt að kveðja með tapi eins og á móti Aust- ur-Þjóðverjum.“ Asgeir sagðist vera mjög án- ægður með leikinn. „Sigur er gott veganesti fyrir næsta verkefni landsliðsins. Við höfum nú sannað að við getum sigrað i svona keppni og það er mikilvægt.“ - Er Ásgeir endanlega hættur? „Já, sú ákvörðun er ekki tekin á einni nóttu. Maður verður að þekkja sín takmörk og það er skemmti- legra að draga sig í hlé þegar minn- ingarnar eru góðar. Ég tel að það sé bjart framundan hjá íslenska landsliðinu. Það eru að koma upp margir efnilegir leik- menn, eins og Rúnar Kristinsson, Gunnar Oddsson og Þorvaldur Örl- ygsson sem allir sönnuðu getu sína í þessum leik. Þeir eiga aðeins eftir að laga smáatriði og öðlast meiri leikreynslu." Morgunblaðið/Einar Falur Pétur Pétursson gerði bæði mörk íslands. Það fyrra var glæsilegt, en hér skorar Pétur seinna mark sitt með tilþrifum. Engin íperkoglu, markvörður Tyrklands, átti í hvorugt skiptið möguleika að verja. Pétur sendi Held kveðju! PÉTUR Pétursson kom út úr kuldanum og skoraði tvö mörk gegn Tyrkjúm. Þar með sendi hann Siegfried Held, fyrrum landsliðsþjálf- ara, kveðju til Tyrklands. Held, sem hélt Pétri úti í kuldanum í tvö ár, sat eflaust fyrir framan sjónvarp í Istanbúl í Tyrklandi í gær- kvöldi og horfði á beina útsendingu frá Reykjavík. Held sá einnig annan leikmann, sem hann notaði ekki, Þorvald Örlygsson, eiga þátt í báðum mörkunum. Pétur skoraði einnig í síðasta landsleik sínum fyrir leikinn í gær- kvöldi. Hann og Pétur Ormslev skoruðu mörk Islands, 2:1, gegn Norðmönnum í Reykjavík 1987. „Hefði verið skömm að kveðja Ásgeir með tapi“ - sagði Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari „EG ER að sjálfsögðu mjög ánægður með sigurinn. Við settum dæmið svona upp fyrir leikinn og menn spiluðu eftir því,“ sagði Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari, eftir leikinn. „Ef við spilum af dugnaði og krafti þá getum við unnið hvaða lið sem er,“ sagði Guðni. Þetta var síðasti leikur Ásgeirs og ég sagði við strákana að það hefði verið skömm að kveðja hann með tapi. Hann hefur verið lengi í þessu, lék meira að segja með mér í landsliðinu, og er enn frábær leikmaður. Ég get ekki neitað því að ég var mjög smeykur í lokin enda mátti ekki miklu muna. En ég er ánægð- ur með alla leikmenn liðsins og ég held að framtíðin sé björt,“ sagði Guðni. —Pétur Pétursson lék sinn fyrsta landsleik í tvö ár og gerði tvö mörk. Hefði hann ekki átt að koma fyrr inn í liðið? „Ég vil sem minnst um það segja en auðvitað hefði hann mátt koma fyrr inní hópinn," sagði Guðni Kjartansson. Island-Tyrkland 2 : 1 Laugai-dalsvöllur, heimsmeistarakeppnin í knattspymu, miðvikudaginn 20. september 1989: _ Miirk tslands: Pétur Pétursson (53. og 69.) Mark Tyrklands: Feyyaz Ucar (86.) Gul spjöld: Þorvaldur Örlygsson (29.), Hakan Tecimer (13.), Gökhan Kerskin (82.). Liö íslands: Bjarni Sigurðsson, Þorvaldur Örlygsson, Gunnar Gíslason, Gunnar Odds- son, Guðni Bergsson, Olafur Þórðarson, Rúnar Kristinsson, Ásgeir Sigurvinsson, Arnór Guðjohnsen, Sigurður Grétarsson (Ragnar Margeirsson 71.) Pétur Pétursson. Tyrkland: Engin Iperkoglu, Gökhan Kerskin, Recep Cetin, Cuneyt Tanman, Yusuf Alt- intas (Feyyaz Ucar 64.), Semih Yuvakuran, Hasan Vezir, Ugur Tutuneker (Mustafa Yucedag 46.), Oguz Cetin, Hakan Tecimer, Unal Karaman. Áhorfendur: 3.451. Dómari: J. F. Perez Sanchez frá Spáni var smámunasamur. KNATTSPYRNA / HEIMSMEiSTARAKEPPNIN Hvað sögðu þeir? Ekki hægt að byrja betur - sagði GunnarOddsson „Það er ekki hægt að byija á betri leik. Ég var að vísu tauga- óstyrkur í bytjun en það hvarf er leið á leikinn,“ sagði Gunnar Odds- son sem lék sinn fyrsta landsleik og stóð sig vel. „Það hefur verið ótrúlega góð stemmning í þessum hópi og við höfðum trú á því fyrir leikinn að við gætum unnið. Tyrkir léku eins og við var búist. Við tókum þá fast og gáfum þeim aldrei piáss til að athafna sig.“ „Gefur okkur sjálfstraust" „Þetta var mikilvægur sigur fyr- ir liðið. Þetta var síðasti leikur okk- ar í keppninni og gefur okkur sjálfs- traust fyrir næsta verkefni," sagði Bjarni Sigurðsson, markvörður. „Ég fann mig vel í leiknum og það er gott að spila þegar allir leikmenn liðsins leggja sig alla fram.“ Bjarni varði mjög vel í leiknum, einkum í síðari hálfleik er hann bjargaði með glæsilegu úthlaupi pg varði þrisvar í sömu sókninni. „Ég varð að vera snöggur og ná boltan- um á undan honum, annars hefðu þeir fengið víti. Síðari skiptið hafði ég það á viðbragðinu enda engin tími til að hugsa,“ sagði Bjarni. „Hefnd“ „Við náðum að hefna fyrir „Tyrkjaránið" og það er fyrir öllu,“ sagði Guðni Bergsson. „Sigurinn er enn sætari fyrir þær sakir að nú voru margir leikmenn að spila saman í fyrsta sinn. Það er þó eitt og annað sem þarf að fínpússa, en liðsheildin var góð. Við fórum með því hugarfari í leikinn að bæta fyr- ir tapið gegn Austur-Þjóðveijum og að gaman yrði að kveðja Ásgeir með sigri.“ „Meiriháttar" „Þetta var meiriháttar," sagði Þorvaldur Örlygsson sem kom inn í landsliðið á ný. „Ég var búinn að bíða lengi eftir þessu tækifæri og varð að standa mig. Það var erfitt að leika gegn þessu liði. En við lék- um skynsamlega, bökkuðum og lét- um þá koma því þeir voru óþolin- móðir. Ég tel að dómarinn hafi tek- ið af okkur mark strax í byijun er hann dæmdi brot á mig. Eg braut ekki á Tyrkjanum," sagði Þorvald- ur. „Ótrúleg endurkoma" „Þetta var ótrúleg endurkoma inn í landsliðið," sagði Pétur Péturs- son sem gerði bæði mörk íslands. „Ég fékk góðan tíma í báðum mörk- unum þannig að þetta var tiltölu- lega auðvelt.“ Pétur sagði að það væri erfitt að koma inn í landsliðið aftur eftir tvö ár. „Það er allt öðru- vísi að spila með landsliðinu og í Evrópukeppni en í deildinni. Hrað- inn er meiri. Það er ánægjulegt að kveðja „stórhöfðingjann" með sigri.“ „Held átti að fara fyrr“ „Ég tel að þeir sem komu inn í liðið í þessum leik hefðu átt að leika á móti Austur-Þjóðveijum. Það sannaði sig í þessum leik að við höfum ekki efni á því að vera án leikmanns eins og Péturs Péturs- sonar. Það hefði átt að láta Held fara um leið og hann samdi við tyrkneska liðið,“ sagði Arnór. Arnór er nú að komast í sitt besta form eftir meiðsii og hefur náð að tryggja sér sæti í liði sínu Anderlecht. „Leikurinn í kvöld var mjög erfiður og ég var alveg búinn eftir klukkutíma.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.