Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 2
2 MORCíUNBÍLAÐíÐ- FIMMTUDAGUR il. -SÉPTEMBER 1989 Bæjarstjórn Mosfellsbæjar: Sorpeyðingar höfuð- borgarsvæðisins finni annan urðunarstað Á FUNDI bæjarstjórnar Mosfellsbæjar í gærkvöldi var samþykkt sam- hljóða tiilaga um að skora á stjórn Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðis- ins, að leita að öðrum urðunarstað en Álfsnesi, þar sem komið hefur fram afdráttarlaus andstaða íbúa Mosfeilsbæjar gegn urðun þar. í greinargerð með tillögunni segir: ekki, er alltaf hætta á efnamengun. Morgunblaðið/Einar Falur Larsen tekur „nokkrar léttar“ við landsmenn “ Danski stórmeistarinn Bent Larsen er staddur hér á landi um þessar mundir og teflir meðal annars fjöltefli víða um land. Hér er hann staddur í Reykjavík og etur kappi við ýmsa kunna kappa. Á myndinni má meðal annarra þekkja Gunnar Gunn- arsson fyrrum forseta Skáksambandsins og Magnús Pétursson milliríkjadómara. Larsen mun taka þátt í helgarskákmóti Skáksambandsins, sem fram fer á Egilsstöðum um helgina. „Sorpeyðing eins og að henni mun vera staðið af hálfu Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins er mjög til fyr- irmyndar og væri bylting í þessum málum ef hún væri framkvæmd jafn vel frá upphafi til enda. En þegar komið er að lokastiginu, það er urð- uninni sjálfri, er stigið spor aftur í tímann. Staðurinn er valinn í næsta nágrenni við íbúðabyggð og aðalúti- vistarsvæði Mosfellsbæjar. Ekki verður komið í veg fyrir fok-, lyktar- og sjónmengun. Þetta þrennt ætti að nægja til að útiloka urðun í Álfsnesinu. Auk þess veit enginn með vissu hvað urðað verður þarna, þar til íbúar höfuðborgarsvæðisins verða farnir að flokka sitt sorp heima. Að minnsta kosti mun taka nokkur ár að koma á flokkun sorps í heimahúsum og á meðan svo er Nú liggur fyrir afstaða íbúa Mos- fellsbæjar eftir ítarlegan kynningar- fund bæjarstjórnar þann 19. septem- ber 1989, þar sem fulltrúar Sorpeyð- ingar höfuðborgarsvæðisins mættu og kynntu þessi mál. Þar kom fram eindregin andstaða gegn urðun í Álfsnesi. Það hlýtur að vera skylda kjörinna bæjarfulltrúa að fara að vilja fólksins og leita allra leiða til að koma í veg fyrir þessi umhverfis- spjöll." Sjá frásögn af opnum fundi bls. 18. Samkomulag um meðferð fiillvirðisréttar liggur fyrir: Gert ráð fyrir 1,8% skerð- ingri á heildarfiillvirðisrétti Undirritun frestað á síðustu stundu að ósk eins ráðherra SAMKOMULAG hefur tekist í framkvæmdanefhd um búvöru- samninga um lausn ágreinings- mála varðandi framkvæmd gild- andi búvörusamninga, og stóð til að það yrði undirritað af Stein- grími J. Sigfússyni landbúnaðar- ráðherra og Hauki Halldórssyni, formanni Stéttarsambands bænda, síðdegis í gær. Undirrit- uninni var frestað á síðustu stundu þar sem ósk barst frá ein- um ráðherra um að samkomu- lagsdrögin í endanlegri mynd yrðu lögð fyrir ríkisstjórnarfund í dag til umfjöllunar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er gert ráð fyrir því í samkomulags- drögnnum að skerðing vegna úthlutunar á fullvirðisrétti sam- kvæmt reglugerð sem Jón Helga- son, fyrrverandi landbúnaðar- ráðherra, gaf út árið 1987 verði ekki afturvirk, en 1,8% flöt skerð- ing komi heildarframleiðslurétt það sem eftir lifir samningstí- mans, þ.e. til 1992, og að auki komi viðbótarskerðing á ónýtt- um fullvirðisrétti sem bændur hafa fengið greiðslur fyrir. Fulltrúaráð sjálfctæðisfélaganna í Reykjavík: 163 landsfiindar- fulltrúar kjörnir Fulltrúaráð sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík kaus á fundi sínum í gærkvöldi 163 fulltrúa á Iandsfúnd Sjálfstæðisflokksins. 10 varafulltrúar voru cinnig kjörnir. Landsfúndurinn verður í Laugar- dalshöllinni dagana 5. til 8. sept- ember næstkomandi. Alls eiga úm 350 manns úr Reykjavík rétt á að sækja lands- fundinn. Fulltrúaráðið kýs 155 sam- kvæmt tilnefningum stjórna sjálf- stæðisfélaganna, stjórn fulltrúaráðs- ins tilnefnir 18 sem kosið var um í gærkvöldi, auk tíu varamanna. Þess- ir voru allir kjömir með samhljóða atkvæðum. Að auki kjósa sjálfstæð- isfélögin 91 fulltrúaogfastað hundr- að eru sjálfkjörnir. Sjálfstæðisfélög víða um land velja nú fulltrúa á landsfundinn, en um 1.050 manns eiga rétt á að sækja hann. Á landsfundinum verður bryddað upp á þeirri nýbreytni að þessu sinni að haldnir verða þrír málefnafundir fyrsta kvöld fundarins, og eru þeir ekki eiginlegur hluti landsfundar, heldur hugsaðir til að sjálfstæðis- mönnum gefist þar tækifæri til skoð- anaskipta um málefnin, án þess að vera bundnir af ákveðinni niðurstöðu hvers fundar. Rætt verður um byggðastefnuna, kjördæmamálið og um ísland og Evrópubandalagið. Þessir fundir verða á Hótel Sögu. Ágreiningur hefur verið uppi milli Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra og Steingríms J. Sigfússonar landbúnaðarráherra um hvernig staðið yrði að skerðingu þess fullvirðisréttar sem ekki rúm- ast innan ramma búvörusamnings- ins. Fjármálaráðherra hefur talið að líta ætti á heildarframleiðslu á gildistíma búvörusamningsins sem eina heild, en samkvæmt því ættu bændur að taka á sig að fullu skerð- ingu vegna úthlutunar Jóns Helga- sonar á fullvirðisrétti, sem ríkisend- urskoðun hefur bent á að eigi sér ekki lagastoð og rúmist ekki innan verðábyrgðar ríkisins samkvæmt magntölum búvörusamningsins. Landbúnaðarráðherra hefur hins vegar lýst því yfir að óhjákvæmi- legt sé að gera greinarmun á þeirri framleiðslu sem þegar er til komin eða væntanleg á grundvelli útge- finna reglugerða, og hins vegar þeim árum sem eftir lifa samningst- ímans og ekki hafa verið settar reglugerðir um. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er gert ráð fyrir því í sam- komulagsdrögunum, sem koma eiga sem viðauki við gildandi bú- vörusamning, að 1,8% flöt skerðing komi á heildarfullvirðisrétt síðustu tvö ár samningstímans, en ekki verði um afturvirka skerðingu vegna áðurnefndrar reglugerðar að ræða. Auk þess er gert ráð fyrir að ónýttur fullvirðisréttur sem greitt hefur verið fyrir verði skert- ur, og mæti það þeirri úthlutun sem er umfram ramma búvörusamn- ingsins. Þá er gert ráð fyrir að framleiðsluréttur vegna riðuniður- skurðar verði ekki skertur, en hins vegar verður skert vegna líflamba- töku af völdum riðuniðurskurðarins. Samkomulagsdrögin sem um ræðir voru nýlega kynnt í ríkis- stjórninni og var landbúnaðarráð- herra þá falið að ganga frá samn- ingi við bændur á grundvelli þeirra. Formenn stjórnarflokkanna fengu síðan samkomulagsdrögin til um- sagnar í gærmorgun, og munu þeir ekki hafa gert athugasemdir við þau. Síðdegis í gær barst síðan ósk frá einum ráðherra um að sam- komulagsdrögin í endanlegri mynd yrðu lögð fyrir ríkisstjórnarfund til umfjöllunar, og var undirritun fre- stað af þeim sökum. Matargjöf reyndist vera gabb EIGENDUR Þorbjörns hf. í Grindavík urðu þrumu lostnir þegar tilkynnt var í sjónvarps- þætti áhugafólks um bætta umferðarmenningu og SEM- samtakanna, að fyrirtækið ætlaði að gefa íbúum hússins sem verið var að safna fyrir, fisk í matinn þrisvar í viku um alla ft-amtíð. Einhver óprúttinn náungi hafði tekið að sér að gefa fiskinn fyrir hönd fyrirtækisins. í öðru til- viki hringdi drukkinn maður undir lok þáttarins í nafni annars manns og tilkynnti um 500 þúsund króna gjöf, sem ekki reyndist fótur fyrir. „Já, þetta var grátt gaman, héðan hringdi enginn," sagði Gunnar Tómasson verkstjóri. „Við gátum ekkert gert nema látið vita, strax daginn eftir, að þetta væri ekki frá okkur komið. Við vitum ekki hver þetta var og eigendur fyrirtækisins, sem horfðu á þáttinn komu alveg af fjöllum. Ég veit ekki hvort þetta getur talist spaug, hálf finnst manni það nú aumt að gera grín að svona hlutum. Þetta fólk á allt gott skilið og sjálfsagt kem- ur til álita að gera eitthvað, en það er ekki hægt að standa svona að hlutunum." 1 Egill Stefánsson formaður SEM-samtakanna sagði að alltaf mætti búast við einhverjum af- föllum í stórri söfnun en þetta væru einu dæmin sem komið hefðu upp. Umboðsmaður Alþingis: Breyta þarf reglum um lokun síma vegna vangoldinna gjalda GAUKUR Jörundsson, umboðsmaður Alþingis, segir í áliti sem hann hefur sent frá sér að hann telji þann frest sem Póstur og sími veit- ir Bimnotendum til að greiða símareikninga vera of stuttan, og at- huga beri hvort ekki sé ástæða til að breyta þeim reglum sem nú gilda um lokun síma í tilcfni af því að gjöld séu ekki greidd á ein- daga. Auk þess að lengja gjaldfrestinn leggur hann til að sett verði sérstök fyrirmæli um tilkynningar til símnotenda um væntanlega lokun síma vegna vanskila. í áliti Gauks Jörundssonar kem- ur fram að samkvæmt upplýsing- um símstjórans í Reykjavík erþeirri reglu fylgt af hálfu Póst- og síma- málastofnnnarinnar, að tekið er fram á öllum útsendum símareikn- ingum að eindagi reikninga sé 10. dagur útgáfumánuðar, og búast megi við lokun síma fyrsta virkan dag eftir eindaga hafi reikningur- inn ekki verið greiddur þá. Einnig kemur fram að þegar líður að ein- daga séu símnotendur minntir á ógreidda reikninga með tilkynning- um í hljóðvarpi og sjónvarpi. Sam- kvæmt gildandi reglum sé því ráð- rúm símnotenda til að greiða síma- gjöld sín án þess að eiga á hættu að gripið verði til lokunar 10 dag- ar, þó að í framkvæmd kunni frest- ur fram að lokun síma að vera 15 til 20 dagar frá útgáfudegi reikn- ings. Gaukur telur að þessi frestur sé stuttur miðað við það óhagræði og tjón sem hlotist getur af því að síma sé lokað, og niðurstaða hans sé sú að athuga beri hvort ekki sé ástæða til að breyta þeim reglum sem nú gilda um lokun síma í til- efni af því að gjöld séu ekki greidd á eindaga. Við þá endurskoðun verði hugað að því að lengja um- ræddan frest og setja sérstök fyrir- mæli um tilkynningar til símnot- enda um lokun síma vegna van- skila. Fram kemur í áliti Gauks Jör- undssonar að samkvæmt greinar- gerð símstjórans í Reykjavík er til skrá yfir ákveðna aðila sem hringt er í til viðvörunar áður en til lokun- ar síma kemur, en Gaukur segir að engin ákvæði séu í lögum eða reglum um slíkar undanþágur. Hann telur ástæðu til að kveðið sé á um slíkar undanþágur í reglum um símaþjónustu, þannig að símnotendum sé kunnugt um hvaða reglur gildi um skráningu í slíka skrá og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.