Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 4
MGRGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 21 i QigAjattaaaoM SEPTEMBER 1989 Matthías Bjarnason alþingismaður: íslendingar taki að sér að vinna fleiri störf á Keflavíkurflugvelli „VIÐ EIGUM að vera opnir fyrir breytingum og taka mið af því sem er að gerast í kring um okkur, en ekki líta svo á að varnarliðið eigi að vera hér um aldur og ævi. Einhvern veginn íinnst mér þannig, að þjóð- in sé hætt að hugsa um þetta,“ segir Matthías Bjarnason alþingismað- ur sjálfstæðismanna á Vestfjörðum. Hann vakti máls á þessum hugmynd- um í ræðu á aðalfundi kjördæmisráðs sjálfstæðismanna á Vestijörðum þann 9. september síðastliðinn. Hann segir að Islendingar eigi smám saman að taka að sér störf varnarliðsins. Morgunblaðið ræddi við Matthías af þessu tilefhi. „Ég tók það fram í upphafi þessa kafla ræðu minnar,“ segir Matthías, „að ég væri einlægur talsmaður vest- rænnar samvinnu og þátttöku Is- lands í NATO. Hins vegar teldi ég hafa orðið veruleg umskipti núna á síðustu árum í heiminum á milli þess sem við höfum kallað Austur og Vestur, sérstaklega hvað snertir Austrið. Þar hafa orðið snögg og mikil umskipti með tilkomu Gor- batsjovs í Sovétríkjunum og gjör- breyting á stefnu sumra Austur- Evrópuþjóðanna, eins og til dæmis Ungveija og Pólveija, og margt sem bendir til þess að þetta sé að færast úr hinum þröngu viðjum kommún- VEÐUR isma til meira frelsis, eða nær því sem við hugsum og höfum verið að framkvæma." Matthías segir það ekki fara á milli mála að friðurinn á ákveðnum stöðum í heiminum standi mjög höll- um fæti eins og fyrir botni Miðjarðar- hafsins, í Afríku og víðar. „En það eru fyrst og fremst umskipti sem varða okkur sem þarna eru að ger- ast,“ segir Matthías. „Því tel ég að við eigum að taka mið af þeim og fara að hugsa sem svo: Eigum við að hafa vamarsamninginn óbreyttan árum saman?“ Hann minnti á breyt- ingar eins og við byggingu ratsjár- stöðvanna á Gunnólfsvíkurfjalli og Bolafjalli. „Þá settum við fram kröfu um að þar væru eingöngu íslenskir starfsmenn. Þess vegna finnst mér eðlilegt að við gerum nú kröfu um það að íslendingar taki í sínar hend- ur fleiri störf á Keflavíkurvelli en verið hefur.“ Matthías segir ekki þurfa að gera þetta nú þegar, heldur eigi að ná samningum um að þetta sé gert í áföngum þannig að við tök- um meira að okkur og kostnaðurinn verði eftir sem áður greiddur af þeim aðilum sem hér eru. Matthías segist hafa kynnt þessa skoðun á fundinum til þess að skapa um hana umræðu „... og fá sjálf- stæðisfólk og aðra góða Islendinga til þess að hugleiða hana frekar og halda henni á Iofti.“ Matthías tekur fram að hann íelji heldur ekki tímabært að segja varn- arliðinu að fara í dag eða á morgun. „Fyrst og fremst aðlaga það breytt- um aðstæðum og líka að þjóðin ger- ist sér þess meðvitandi að við þurfum að breyta í sambandi við samskipti VEÐURHORFUR íDAG, 21. SEPTEMBER YFIRLIT í GÆR: Um 400 km suðaustur af Hornafirði er 968 mb lægð á hreyfingu. Hiti breytist lítíð. SPÁ: Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og þurrt að kalla um allt land. Hiti 5-8 stig norðanlands en 8-13 stig syöra. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFURÁFÖSTUDAG: Austan- og suðaustan átt og skýjað um mest allt land. Rigning sunnan- og vestanlands, en þurrt að mestu norð-austanlands. Hiti 6-12 stig. HORFUR Á LAUGARDAG:Breytileg átt og skúrir á víð og dreif um landið Hiti 8-13 stig. TÁKN: Heiðsklrt léttskýjað ■á Hálfskýjaö m Skýjað Alskýjað 2 Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heif fjöður er 2 vindstig. f t t r t r t Rigning r r r * t * r * r * Slydda r * r * * * * # * * Snjókoma * * * 10 Hrtastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir V * — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður okkar við varnarliðið, en ekki gleyma því að varnarlið sé hérna. Ég er ansi hræddur um að þegar fram líða stundir og sagan fer að fjalla um þetta tímabil, að þá verði sagt að bæði íslenskir stjórnmálamenn og íslenska þjóðin hafi verið afskaplega lítið á verði í sambandi við þessar breytingar," sagði Matthías Bjarna- son. Matthías Bjarnason Skoðanakönnun Gallups: Fleiri horfa á Ríkis- sjónvarpið en Stöð 2 FLEIRI horfa á Ríkissjónvarpið en Stöð 2 ef marka má niðurstðður skoðanakönnunar sem Gallup á Islandi gerði 12.-14. september. Þar sem báðar stöðvarnar sjást horfðu 56-63% einhverntíma á Ríkissjón- varpið en 42-47% á Stöð 2. Á heimilum þar sem myndlyklar eru til er að jafnaði meira horft á Stöð 2 en Ríkissjónvarpið. Vinsælastar voru fréttir Ríkissjónvarpsins, þar á eftir 19:19 á Stöð 2. í úrtaki Gallups voru 850 manns, Meðal þeirra sem eiga myndlykla 9-80 ára. Hringt var í þátttakendur. horfðu 35-43% á fréttaþátt Stöðvar 593 svöruðu, eða 70%. 45% þeirra voru karlar, 55% konur. 87% svar- enda ná útsendingum beggja stöðva. 85% horfðu eitthvað á sjónvarp dag- ana þijá sem könnunin tók til. 57% eiga myndlykil. Fréttir Ríkissjónvaipsins voru vin- sælastar alls sjónvarpsefnis. 44-46% þátttakenda á samanburðarsvæðinu horfðu á þær dagana þijá. 27-33% horfðu á fréttir Stöðvar 2. Að frátöld- um fréttum eru vinsældir stöðvanna tveggja jafnari. 28% horfðu á þátt um gyðinga á íslandi á Ríkissjón- varpinu, 24% horfðu á Bjargvættin á Stöð 2, 20% á þáttinn Það kemur í ijós á Stöð 2, 19% á Valkyijur og þátt um árið 2048 hjá Ríkissjón- varpinu; 17% fylgdust með Óvæntum endalokum á Stöð 2. 2, 19:19, en 36-38% á fréttir Rikis- sjónvarpsins. 34% myndlyklaeigenda horfðu á Bjargvættin á Stöð 2, 30% á Það kemur í Ijós á Stöð 2, 26% á Óvænt endalok á Stöð 2 og 21% á Gyðingar á íslandi á Ríkissjónvarp- inu. 11-14% myndlyklaeigenda horfðu á þáttinn Santa Barbara, sem sýndur var alla dagana klukkan 16. Spurt var um starfsstétt og tekjur svarendanna 593. 216 þeirrar' voru heimavinnandi eða atvinnulausir, 73 unnu skrifstofu- eða þjónustustörf, 162 iðnaðarmenn eða verkafóík og 59 voru sérfræðingar eða stjómend- ur. 235 höfðu tekjur undir 49 þúsund krónum á mánuði, 109 höfðu 50-80 þúsund á mánuði, 100 höfðu 81 þús- und eða meira en 72 neituðu að svara spurningunni. Símsmiðir áttu frum- kvæði að úrsögmim w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veftur Akureyrl 5 rigning Reykjavík 8 skýjaö Bergen 15 rigning Helsinki 16 . skýjaö Kaupmannah. 18 léttskýjað Narssarssuaq 1 alskýjað Nuuk +0,- snjókoma Osló 16 skýjað Stokkhólmur 18 léttskýjað Pórshöfn 12 alskýjað Algarve 26 léttskýjað Amsterdam 22 léttskýjað Barcelona vantar Berlín 21 skýjað Chicago 11 þokumóða Feneyjar 24 þokumóða Frankfurt 22 hálfskýjað Glasgow 15 rigning Hamborg vantar Las Palmas 26 léttskýjað London 21 léttskýjað Los Angeles 14 helðskirt Lúxemborg 18 hálfskýjað Madrld 25 léttskýjað Malaga 26 léttskýjað Mallorca 27 skýjað Montreal 17 rlgning New York 24 þokumóða Orlando 22 þokumóða París 22 léttskýjað Róm 26 þokumóða Vín 23 skýjað Washlngton 19 súld Winnlpeg vantar PÁLL Þorkelsson, sem situr í samninganefnd Rafiðnaðarsam- bandsins fyrir hönd símvirkja, segir að það hafi verið að ósk símvirkja sem Rafiðnaðarsam- bandið hóf afskipti af málefnum símvirkja. Þá segir hann að 121 símvirki af um 200 hafi sagt sig úr Félagi íslenskra símamanna og sótt um inngöngu í Rafiðnaðar- sambandið, en ekki 80 eins og sagt var í Morgunblaðinu I gær. Því til viðbótar sé tölvert stór hópur símsmiða birgðaverðir og sé ekki virkur sem símsmiðir. Páll sagði að símsmiðir hefðu safn- að saman um 100 uppsögnum, sem ætti eftir að undirita, og fleiri væru á leiðinni utan af landi. Eflaust neyddust þeir til að grípa til þeirra því ríkið vildi ekki viðurkenna Raf- iðnaðarsambandið sem samningsað- ila fyrir þeirra hönd. Rafiðnaðarsam- bandið var með lausa samninga 1. september, en FÍS er með bundna samninga til 1. desember. „Það er alls ekki rétt að Rafiðnað- arsambandið sé að teyma okkur yfir til sín. Yið erum búnir að vinna að þessu máli í tvö ár og höfum ítrekað haft samband við Rafiðnaðarsam- bandið af fyrra bragði,“ sagði Páll. Hann sagði ástæður þess að símsmiðir vildi skipta um félag væru bæði launalegs eðlis og félagslegs. Þeir teldu sig eiga miklu meira sam- eiginlegt með rafiðnaðarmönnum, en birgðavörðum, vörubílstjórum og skrifstofufólki. Þeir vildu hafa FÍS sem stórt og sterkt starfsmannafé- lag. Launin væru mun betri sam- kvæmt töxtum Rafiðnaðarsam- bandsins og félagslegum réttindum og menntunarmálum símsmiða yrðu miklu betur borgið þar. Til dæmis væru betri möguleikar á að fá lög- gildingu á starfsheitinu. Seiðaleiðangur Haf- rannsóknastofiiunar: Fjöldiþorsk- og ýsuseiða undir meðallagi FJÖLDI þorsk- og ýsuseiða í ár er undir meðaltali áranna 1970 til 1989 en fiöldi karfa- seiða er í meðallagi. Fjöldi loðnusciða hefur aðeins verið meiri á þessum áratug árið 1988. Þetta er niðurstaða seiðaleiðangurs sem skip Haf- rannsóknastofhunar, Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriks- son, fóru í fyrir skömmu. Þetta er fjórða árið í röð sem ljöldi þorskseiða er undir meðal- lagi. Meðallengd þeirra nú er hins- vegar yfir meðaltali áranna 1970 til 1989 og reynsla undanfarinna ára sýnir að um meðalárgang gæti verið að ræða. Dreifing þorsk-, ýsu-, karfa- og loðnuseiða er áþekk því sem hún var ( fyrra. Mest er af þorsk- og loðnuseiðum fyrir Norðurlandi en ýsan heldur (sig að mestu norðvestur af landinu. Karfinn er hins vegar ( mestu magni í norðanverðu Grænlandshafi og við Austur- Grænland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.