Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1989 -------------------------I--------------|— 19 Ráðstefna haldin um jaftia stöðu kynjanna í skólum „UPP úr hjólförunum" er yfirskrift ráðstefiiu sem haklin verður á laugardaginn um jafna stöðu kynjanna í skólum. Þar verður kynnt hvatningarrit til kennara um þetta efiii og myndband sem Fræðslu- varp, Jafiiréttisráð og menntamálaráðuneyti standa saman að. Þá eru að hefjast námskeið fyrir kennara á Reykjanesi, en allt er þetta í fram- haldi af starfi hóps um jafna stöðu stráka og stelpna í skólunum. sitalan í september um 0,2% og er 107 stig, en septembervísitalan mælir launabreytingar milli júli og ágústmánaðar. Samsvarandi launavísitala til greiðslujöfiiunar fasteignaveðlána tekur sömu hækkun og er því 2.342 stig. Hækkun byggingarvísitölunnar frá ágúst til september má að mestu rekja til 6,4% hækkunar á ákvæðis- vinnuöxtum iðnaðarmanna 1. sept- ember vegna nýgerðra kjarasamn- inga og áfangahækkunar á útseldri vinnu verkamanna 1. september. Samtals höfðu þessar launahækkan- ir í för með sér 2,5% hækkun á vísi- tölunni. Að auki höfðu 8,7% hækkun á sementi og 9,6% hækkun á steypu í för með sér um 1% hækkun vísi- tölunnar. Ráðstefnan sem haldin verður á vegum menntamálaráðuneytisins á laugardaginn er ætluð kennurum og öðru áhugafólki um uppeldi. Dansk- ur kennari, Bente Schwarts, flytur aðalerindið um hvað hægt sé að gera til að nemendur af báðum kynj- um-njóti sín sem jafngildir einstakl- ingar. Ráðstefnustaður er Borgartún 6 og tíminn frá níu til fjögur. Menntamálaráðuneytið réði tvo kennara í endurmenntunarverkefni á Reykjanesi og þessa dagana eru þeir að fara af stað með fundi og námskeið í skólum þar. Ætlunin er að vekja kennara til umhugsunar og aðstoða þá við að flétta umfjöllun um stöðu kynjanna inn í kennsluna. Fjallað verður um stelpur í tækni- og iðngreinum á ráðstefnu sem norr- æna verkefnið „Bijótum múrana" efnir til á Akureyri 7. október í sam- vinnu við menntamálaráðuneytið. Tilgangur verkefnisins sem staðið hefur frá 1985 er að þróa aðferðir til að breyta kynskiptingunni á vinnumarkaðnum og auka fjöl- breytni í náms- og starfsvali kvenna. Verkefninu „Bijótum múrana“ lýkur um næstu áramót. Listadansstjóri Þjóðleikhússins: Hlíf hefur ekki endur- nýjað ráðning’arsamning' Dansflokkurinn myndi starfa bet- ur sjálfstætt að sögn Hlífar GACGEHAU MIKIL VERÐLÆKKUN Byggmgarvísitalan hækkar um 4,3% á einum mánuði Islenski sýningarbásinn á bókaþinginu í Gautaborg sem lialdið var fyrir skömmu. Talið frá vinstri: Anna Einarsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Þórdís Þorvaldsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir og Lars-Aake Engblom. Gautaborg: Island kynnt sérstak- lega á bókaþingi 1990 ÍSLAND var kynnt sérstaklega á bóka- og menningarþingi sem haldið var í Gautaborg í Svíþjóð 13.-16. september 1990, segir í fréttatilkynningu frá Norræna húsinu. I Gautaborg hefur verið haldið bókaþing fimm ár í röð og á síðasta þing, sem haldið var fyrir skömmu, komu um 60 þúsund manns. Meðal gesta á síðasta bókaþingi voru Svavar Gestsson mennta- málaráðherra og Ingvar Carlsson forsætisráðherra Svíþjóðar. Á þinginu las Einar Kárason úr verkum sínum og íslendingar voru með eigin sýningarbás í fyrsta skipti. Þá kynnti Bókasamband Islands ísle’nskar bækur og höf- unda og Norræna húsið veitti upplýsingar um íslenska menn- ingu og þjóðfélag. Listvinafélag Hallgrímskirkju: Almut Röftler leik- ur orgeltónlist LISTVINAFÉLAG Hallgrímskirkju gengst fyrir orgéltónleikum í Hallgrímskirkju sunnudaginn 24. september klukkan 17. Átónleikun- um leikur Alniut RöBler orgelleikari frá Diisseldorf í V-Þýskalandi verk eftir Frescobaldi, Kerll, Pachelbel, Bach Alain og de la Motte. Almut RöSler kemur til Islands fyrir tilstilli Musica Nova og Go- ethe-Institut. Hún mun éinntg halda tónleika í Akureyrarkirkju þann 26. séptember og í Kristskirkju þann 29. september, en á báðum þeim tónleikum verður tónlist eftir Olivier Messiaen uppistaða efnisskránna. Almut RöSler þykir einn fremsti túlkandi orgelverka eftir Messiaen, og hefur hún leikið öll orgelverk hans inn á hljómplötur. Almut RöSler gegnir kantors- starfi við Jóhannesarkirkjuna í Dusseldorf og er orgelprófessor við tónlistarháskólann þar í borg. Hún hefur ásamt öðrum staðið fyrir umfangsmiklum Messiaen-hátíðum í Dusseldorf og skrifað bækur og greinar um orgentónlist tónskálds- ins. Hún hefur áður komið til ís- lands, en árið 1979 var hún leið- beinandi á Messiaen-námskeiði á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík og hélt þá þrenna tónleika hér. (Fréttatilkynninpf.) HLÍF Svavarsdóttir listdans- stjóri Þjóðleikhússins hefúr ekki skrifað undir nýjan ráðn- ingarsamning að leikhúsinu og líkur eru á að hún vinni ekki með Islenska dansfiokknum þegar hann kemur saman í byijun október. Hlíf kveðst te\ja að ekki sé lengur grund- völlur fyrir að dansflokkurinn heyri undir Þjóðleikhúsið, hann geti fyllilega starfað sjálfstætt. Engin ákvörðun hefur verið tekin um eftirmann Hlífar. „Það er brýn þörf á að gera skurk í málefnum dansflokksins og ég hef mikinn áhuga á því. En við núverandi aðstæður stend- ur allt í stað og ég hef ekki hug á að vinna við þessi skilyrði næstu tvö árin,“ segir Hlíf Svavarsdóttir. Hún segir að stöðu listdans- stjóra fylgi í raun engin völd, dansflokkurinn heyri beint undir Þjóðleikhússtjóra. Og þegar hann taki ekki af skarið vilji allir stjórna og erfitt sé um ákvarðanir. „Það þarf að biðja um hvert nálarspor Hlíf Svavarsdóttir og engin leið er að gera áætlanir. Auðvitað gengur þetta ekki upp.“ Hlíf segir að íslenski dansflokk- urinn geti fyllilega starfað sjálf- stætt. „Þannig myndu til dæmis opnast leiðir til samstarfs við Leikfélag Reykjavíkur og Sjón- varp,“ segir hún. „Dansflokkurinn gæti þá sjálfur stjórnað í hvað fjárveiting til hans færi, en nú rennur hún gegnum sjóð Þjóðleik- hússins." Launavísitala um 0,2% o g lánskjaravísitalan um 2,2% VÍSITALA byggingarkostnaðar reyndist vera 153,7 stig i septem- ber eða 4,37o hærri en í ágústmán- uði. Þessi vísitala gildir fyrir okt- óbermánuð. Síðastliðna 12 mán- uði hefúr vísitalan hækkað um 23,5% og síðastliðna þrjá mánuði um 6,5%, sem samsvarar 28,7% árshækkun. Þá hækkaði launaví- í fréttatilkynningu frá Hagstof- unni segir að 9% vörugjald af inn- lendri framleiðslu hafi verið fellt nið- ur um síðustu mánaðamót og 11,25% vörugjald af ýmsum aðföngum til hennar. „Að öllu öðru óbreyttu hefði þessi breyting átt að hafa í för með sér 1,0-1,5% lækkun vísitölu. Á móti koma verðhækkanir vegna töl- verðrar hækkunar á erlendum gjald- eyri að undanförnu og því er erfitt að meta raunveruleg lækkunaráhrif þessara aðgerða á vísitölu þessa mánaðar." á GAGGENAU heimilistækjum. Nú er ekkert vit í því að kaupa ekki það besta. J Kringlunni Sími 685440 GAGGENAU Vestur-þýsk hönnun og tækni i heimsklassa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.