Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21.. SEPTEMBER 1989 31 Ingveldur Björns- dóttir - Minning Fædd 4. desember 1904 Dáin 11. september 1989 Enn erum við á það minnt, að „allrar veraldar vegur víkur að sama punkti, fetar þann fús sem tregur, hvort fellur létt eða þungt.“ Tíminn er fugl, sem flýgur hratt. Frændaliði fækkar. Föðuramma mín, Ingveldur Björnsdóttir, andað- ist í Hátúni 10 hinn 11. september síðastliðinn, eftir nokkra sjúkra- legu. Gott var jafnan milli okkar og verður mér amma eftirminnileg. Ingveldui' Jónína Rósamunda Björnsdóttir fæddist í Hagavík í Grafningi hinn 9. desember 1904 og voru foreldrar hennar Elín Björnsdóttir húsfreyja og síðar verkakona í Reykjavík og Björn Rósenkranz, kaupmaður í Reykjavík. Elín, móðir hennat', fæddist á Litla-Hálsi í Grafningi, dóttir Björns Oddssonar, bónda þar Björnssonar, bónda á Þúfu í Olfusi og konu hans, Jórunnar Magnúsdóttur, ljósmóðut', en móðir Elínar var Ingveldur Ein- arsdóttir, bónda á Kotströnd Björnssonar og konu hans, Guðnýj- ar Björnsdóttur bónda í Hlöðunesi á Vatnsleysuströnd Jónssonar. Björn Rósenkranz var sonur Ólafs Rósenkranz, leikfimikennara við Menntaskólann í Reykjavík, biskupsritara og síðat- háskólaritara Ólafssonar Rósenkranz bónda á Miðfelli í Þingvallasveit, og konu hans, Hólmfríðar Björnsdóttur prests Þorvaldssonar í Holti undir Eyjafjöllum prests og sálmaskálds Böðvarssonar í Holti undir Eyja- fjöllum. Kona séra Þorvaldar var Kristín Björnsdóttir prests í Ból- staðarhlíð Jónssonar. Ólafur, afi Björns Rósenkranz, var hálfbróðir Jóns Guðmundssonar, ritstjóra Þjóðólfs. Elín Björnsdóttir, móðir ömmu, gekk síðar að eiga Guðmund Jóns- son, sjómann frá Helgustaðafjalli á Síðu, og eignuðust þau einn son barna, Hjörleif Guðna, en misstu hann í frumbernsku. Guðmundar Jónssonar naut og við helsti skammt, því að hann drukknaði hinn 17. ágúst 1911, aðeins 49 ára að aldri. Elín átti alla tíð eftir það heimili hjá Ingveldi, dóttur sinni. Hún andaðist hinn 30. ágúst 1936 í Reykjavík, 64 ára að aldri. Amma ólst upp hjá móður sinni hér í Reykjavík. Hún gekk í Mið- bæjarbarnaskólann og minntist með ánægju kennara síns, Helga Hjörv- ars. Vorið 1918 fermdist hún í Fríkirkjunni í Reykjavík hjá síra Ólafi Ólafssyni fríkirkjupresti. Hún var snemma áhugasöm um alla handavinnu, enda léku hann- yrðir og kvenlegar menntii' í hönd- um hennar alla stund. Hinn 11. maí 1923 gekk hún að eiga afa minn, Einar Jórmann Jóns- son, hárskerameistara, son Ólafar Benjamínsdóttur og Jóns Jónsson- ar, bónda í Hraunkoti í Grindavtk. Þau eignuðust þtjú börn. Elstur er faðir minn, Björn Rózenkranz Ein- arsson, hljóðfæraleikari, kvæntui' móður rninni, Ingibjörgu Gunnars- dóttur læknabílstjóra í Reykjavík Ólafssonar. I miðið var Elín Ilulda Rósenkranz Einarsdóttir, hún átti fyrst William Murry, hermann í Bandatíkjaher, þá Noel Bates, skrifstofumann í New York og síðast Helga Loftsson, skipstjóra í New Yot'k Gestssonar bónda á Húsatóftum á Skeiðum. Elín Hulda (Lóló) lést af slysförum í New York hinn 13. ágúst 1963. Yngstur er Guðntundur Rósenkranz Einarsson, hljóðfæraleikari, kvæntur Höllu Kristinsdóttur húsasmiðs í Reykjavík Elíassonar. Þá ól amma upp dótturdóttur sína,’ Ingveldi Rósenkranz Björns- dóttur, sent búsett er í Omaha í Bandaríkjunum. Amma var prýðilega músíkölsk og vildi fyrir alla muni láta drengi sína læra á hljóðfæri. Festi hún í því skyni kaup á vönduðu píanói og hóf sjálf að læra að spila til þess að geta leiðbeint þeim. Hún vissi sannarlega sínu viti og var rík af hyggindum, sem í hag mega koma. Og væri það svo, að fólk yrði ríkt af mikilli vinnu, ráð- deild og sparsemi, hefði amma líklega vet'ið auðkýfingut', því að henni féll aldrei verk úr hendi, sá sér og börnunum farborða með saumaskap. Hún hafði fyrirtaks verksvit og var útsjónarsöm, sömu- leiðis nýtin á efnið; afklippingar og afgangar voru notaðir til þess að búa til margan glaðninginn til tæki- færisgjafa. Eg á enn ábreiðu, sem hún saumaði úr renningum, sem hún klippti neðan af dömukápum, sem hún hafði tekið að sér að stytta fyrir viðskiptavini kjólaverslunar í bænum. Og hún var af þeim garnla, góða skóla, sem við mættum mörg gera sigursælan á nýjaleik og er í því fólginn að fyrirlíta gálauslega meðferð verðmæta og mundi fyrr hátta niðut' í rúm og breiða upp fyrir höfuð en láta úti peninga fyr- ir einhvetjum ekkisens óþarfa. Hún vissi, að efnahagur manna er frem- ur kominn undir sparnaði en tekj- urn, meira um vert, hversu farið er með efnin en hve rnikils er aflað. Þess vegna búnaðist henni vel í litlu íbúðinni í húsinu nr. 1 við Fisch- ersund og enn stendur á bak við Morgunblaðshöllina, átti fallegar og vandaðar mublur og eitthvert hljómfegursta píanó, sem sögur fara af í Reykjavík. Hún var skemmtileg í viðræðu, en yfirleitt fullkomlega laus við að vera há- stemmd í tali, sparsöm á stóru orð- in eins og fleira; sá stíll tekur ekki djúpt í árinni, kennir óbeint og seg- ir heldur minna en meira og maður verður að þekkja inn á hann til þess að misskilja hann ekki. „Eitt lag á garminn", sagði hún, þegar hún var að mælast til þess að ég settist við píanóið. Hún var feintin í gerðinni og gat verkað á fólk eins og jökulbunga í fjölmennari sam- kvæmum, þótt undir niðri slægi hlýtt hjarta og höfðingslund, þegar því var að skipta. Hún bjó yfir ríku- legri kímnigáfu og var mjög skyggn á hinar skoplegu hliðar lífsins. Hún naut sonartryggðar til hins síðasta og umhyggju tengdadætra sinna og fyrir það erurn við, ástvin- ir hennar, þakklát við þessi um- skipti. Fyrir nokkrum árum flutti amma úr íbúðinni við Fischersund og bjó urn hríð á Furugerði 1. Síðast dvaldi hún í Hátúni 10, þar sem hún naut hinnar bestu aðhlynning- ar._ Eg kveð ömmu með söknuði og sendi ættingjum hennar og vinum samúðarkveðjur. Gunnar Björnsson Þegar komið er að skilnaðar- stund við tengdamóður mína, leitar hugurinn ósjálfrátt 42 ár aftur í tímann, þegar ég kom mjög ung á heimili hennar og leit hana fyrst augum. Þá kom hún mér fyrir sjón- ir, sem mjög falleg kona og heill- andi persóna, sem áhugavert væri að kynnast og njóta samvista við. Mjög vel tók hún mér og þess naut ég öll þessi ár. Alla tíð var hún tilbú- LAUSBLAÐA- MÖPPUR frá Múlalundi... j| > ■=> Q Z o: 2 . þær duga sem besta bók. 451 Múlalundur in að veita aðstoð við ýmsa hluti, sem hún kunni góð skil á. Skemmtileg og fróðleg samtöl, ýmist í síma eða yfir kaffibolla, eftir því sem okkur hentaði hverju sinni. Ævinlega gat hún sagt frá ein- hvetju skemmtilegu, sem hún hafði séð eða heyrt þann daginn, því stutt var í glensið hjá henni. Það er nú svo, þegar komið er að kveðjustund og hugurinn reikar til liðinna ára, þá kemst maður að því, að minningarnar vill maður helst eiga fyrir sig. Ég et’ þakklát fyrir að hafa átt þessa stórbrotnu konu fyrir tengda- móðut' og vin og hafa notið sam- fylgdar hennar. Fyrir það þakka ég af heilurn hug og bið henni guðs blessunar í nýjum heimkynnum. Halla Tengdamóðir mín, Ingveldur Björnsdóttir, lést 11. september síðastliðinn og verður útför hennar gerð frá Dómkirkjunni í dag. Hún fæddist í Reykjavík 9. desember 1904 og voru foreldrat' hennat' Elín Björnsdóttir og Björn Rosenkranz, stórkaupmaður. Hún giftist ung Einari Jónssyni hárskerameistara og eignuðust þau þtjú börn, Björn, Elínu Huldu sem er látin og Guð- mund. Einar og tengdamamma slitu samvistir. Ingveldur var falleg kona, hár- prúð og sérstaklega vel eygð. Hún var stórbrotin, skapmikil, skemmti- leg og flest til lista lagt. Hún spil- aði á píanó og söng vel, bróderaði og ekki voru ófáar frúrnar í Reykjavík se.m skörtuðu kjólum sem hún hafði saumað eða yngismeyj- arnar sem gengu inn kirkjugólfið í brúðarkjólum gerðum af hennar meistarahöndum. Enga vinkonu hefi ég eignast betri um ævina en tengdamömmu. Hún var svo góð við mig og hjálp- söm og man ég ekki eftir að þar brygði skugga á í nær hálfa öld sem við þekktumst. Góðan vin eignaðist tengda- mamma, Odd Bjarnason skósmið, og held ég að hann hafi komið eins og sólargeisli inn í líf hennar. Oddur var slíkt prúðmenni að þeir sem einu sinni kynntust honum gleyma honum ekki. Að endingu vil ég þakka fyrir að hafa fengið að vera tengdadóttir Ingveldar Björnsdóttui'. Ingibjörg Gunnarsdóttir KARLMANNAFOT Kr. 5.500,- til 9.990,- Terylenebuxur kr. 1.395,- til 2.195,- Gallabuxur kr. 1.195,- og 1.420,- Flauelsbuxur kr. 1.220,- og 1.900,- Regngallar nýkomnir kr. 2.650,- Skyrtur, nærföt, sokkar o.fl. ódýrt. ANDRES, Skóiavörðustíg 22, sími 18250. Libresse dömubindi við allar aðstæður, allt tímabilið. m % 3 Mi Libresse bindið er lagað að línum líkamans, er þægilegra og öruggara auk þess að vera eingöngu framleitt úr náttúrulegum efnum. I KaUPSEt I HF. Laugavegur 25 - Box 595 - 121 Reykjavík Sími27770 PlanPerfect 25.-27. sept. kl. 9—13 Töflureiknir fyrir byrjendur. Fariö verður í uppbyggingu kerfisins og helstu skipanir kenndar ásamt valmyndum. Æfingar í töflum og reiknilíkönum og tenging viö WordPerfect. Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Ásrúnu Matthíasdóttur Einari J. Skúlasyni hf. Grensásvegi 10, sími 686933. ATH: VR og fleiri stéttarféiög styrkja félaga sina til þátttöku Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf. augljós

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.