Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 12
12________Mchlctf'NBM*TÍífjAGljr' 21. 'SEPTÉMBÉR1 1!989j- Onothæf sýnisbók ís- lenskra ljóða á 20. öld eftir Halldór Blöndal „Gegnum ljóðmúrinn, — safn íslenskra ljóða á 20. öld“ er gefið út af „Máli og menning_u“ árið 1987 og ber það með sér. Á bókarkápu stendur m.a.: „Safninu er ætlað að sýna framhaldsskólanemum þær víðáttur sem blöstu við þegar íslensk ljóðskáld höfðu endanlega brotist gegnum ljóðmúrinn um miðja þessa öld. Ljóðin hafa verið valin með tilliti til þess að þau sýni þróun nútímaljóðlistar, bæði hvað varðar form og inntak, eins glöggt og unnt er.“ Islenskukennararnir Ingi Bogi Bogason, Sigurður Svav- arsson og Vigdís Grímsdóttir völdu ljóðin og önnuðust útgáfuna. Ljóðin eru 200 og skáldin 86. Eg skil ekki orðið „ljóðmúr" og hef ekki fundið í orðabókum. Þaðan af síður skil ég, hvað íslenskukenn- ararnir eiga við, þegar þeir skrifa í formála, að íslensk skáld hafi end- anlega brotist í gegnum ljóðmúrinn. Getur eitthvað verið" endanlegt í skáldskap? spyr ég sjáían mig, um leið og ég les þessi orð. Og kemst óðar að þeirri niðurstöðu, að hugsun íslenskukennaranna sé hvorki skýr né skáldleg. En óneitanlega rímar hún við hljóðfráu þotuna hans Pompidous, sem skaust „gegnum hljóðmúrinn", en ekki endanlega sem betur fór, þegar hann sótti okkur heim forðum, íslendinga. I orðabók Menningarsjóðs er „hljóðmúr“ skilgreindur svo: „Þau takmörk í hraðaaukningu farartæk- is þegar það tekur að fara hraðar en hljóðið og lendir við það á sam- þjöppuðum hljóðbylgjum frá sjálfu sér.“ Með skírskotun til sumra þeirra verka, sem eru birt í „Gegn- um ljóðmúrinn" má notast við sömu skilgreiningu að slepptu h-inu og með því að taka tillit til þess eðlis- munar, sem er á milli ljóðs og hljóðs, höfundar skrifaðs máls og hljóð- frárrar þotu. Það er a.m.k. ekki verri skýring en hver önnur, að sumur samsetningurinn í bókinni hafi farið hraðar en Ijóðið og lent við það á samþjöppuðum ljóðbylgj- um frá sjálfu sér. Eftir að ég hafði flett „Gegnum ljóðmúrinn", varð mér ljóst, að íslenskukennararnir höfðu ekki gert upp við sig, hvernig þeir skilgreindu orðið „nútímaljóð". Þeir segja, að Bikarinn eftir Jóhann Siguijónsson sé nútímaljóð, en það var ort 1910 og skáldið dó 1919 eða sama ár og „Svartar fjaðrir" komu út. „Hafi nokkru sinni leiftrað af eldtungu í íslenskri ljóðlist, þá var það þegar Davíð Stefánsson hóf þar flugið á sínum „svörtu fjöðrum“,“ sagði Jó- hannes úr Kötlum. Sestu héma hjá mér, systir mín góð. í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. Það kveður við nýjan og hreinan tón hjá hinu unga skáldi strax í fyrsta ljóðinu. Árið áður höfðu Söngvar föru- mannsins komið út: Heyr mitt ljúfasta lag, þennan lífsglaða eld, um hinn dýrlega dag og hið draumfagra kveld. Rauðu skarlati skrýðst hefur skógarins flos. Varir deyjandi dags sveipa dýrlingabros. „Þögnin hefur verið allkaldrana- leg um nafn Stefáns skálds Sigurðs- sonar frá Hvítadal síðan hann and- aðist nú fyrir rúmu ári,“ skrifar Halldór Laxness og rifjaðist upp við lestur formála að Gegnum ljóðmúrinn: „Þegar á fyrsta fjórð- ungi aldarinnar hófu einstök skáld að brydda upp á nýjungum í ljóðlist- inrii, t.d. Jóhann Siguijónsson, Jón Thoroddsen yngri, Hulda, Johann Jónsson, Halldór Laxness, Sigurður Nordal og fleiri,“ stendur þar og á öðrum stað segir í formála: „Þess vegna höfum við litið framhjá skáld- um sem framlengdu í raun ríkjandi hefð, þ.e. nýrómantíkina, þótt þau hafi rækilega sett mark sitt á fyrri- hluta þessarar aldar, t.d. Davíð Stefánsson og Stefán frá Hvítadal, enda eru þessi skáld rækilega kynnt í öðrum sýnisbókum." Þetta er af- sökun íslenskukennaranna fremur en skýring á því, að þeir töldu hvor- ugt þessara skálda verðugt í þann hóp, sem á verk í því safni ljóða á 20. öld, sem sérstaklega er ætlað nemum í framhaldsskólum. Kenn- ararnir virðast finna að þeim er ekki stætt á því að sniðganga ljóð Davíðs og Stefáns, eins og ljóða- safnið er skilgreint í formála, og líður hálfilla, sem von er. Guðmund- ur Böðvarsson á ljóð í safninu. I þessu samhengi rifja ég upp, að flest ljóð Einars Benediktssonar eru 20. aldar ljóð. Sögur og kvæði komu að vísu út 1897, en Hafblik 1906, Hrannir 1913, Vogar 1921 og Hvammar 1930. Það er vissu- lega umhugsunarefni, hvaða ljóð það eru, sem sameina þetta tvennt, að vera ort á 20. öld og vera þó þeirrar gerðar, að íslenskukennarar telji, að þau eigi erindi við nemend- ur í framhaldsskólum. Það kann að vera gott markmið að kenna „nútímabókmenntir" í framhaldsskólum. En fyrst er að reyna að skilja, hvað sé nútími og hvað bókmenntir. Eitt okkar bestu skálda á þessari öld sagði við mig oftar en einu sinni, að mjög hæpið væri að kenna ljóð eða sögur í skól- um, fyrr en einhveijum áratugum eftir að þau væru skrifuð. Þá fyrst kæmi í ljós, hvers virði þau væru — hvort þau gætu risið undir því að mega kallast skáldskapur eða bókmenntir eða hvort þau væru dægurfluga, tískuverk. Það væri skaðlegt að troða vondum samsetn- ingi ofan í börn og unglinga. Þau hefðu tilhneigingu til að forðast skáldskap fyrst á eftir og jafnvel eftirleiðis. Góðvinur minn, Stefán Þorláks- son frá Svalbarði, hefur sagt mér frá læknisráði, sem var vinsælt eft- ir 1950: Maður er settur í meg- runarkúr með því að bera fyrir hann nógu mikið úrval af vondum mat, útskýrii' Stefán. Hann bragðar á öllum réttunum, einum á fætur öðrum, en missir lystinajafnharðan, hversu svangur sem hann var, þeg- ar hann settist til snæðings. Nú er ég vitaskuld ekki þeirrar skoðunar, að öll ljóð_ í Gegnum ljóðmúrinn séu vond. í vorþeynum eftir Jón Helgason er í senn gott og gamaldags og er sömu ættar og Ávarp til fóstuijarðarinnar úr framandi landi eftir Grím Thomsen. Og ég get talið upp mörg önnur ljóð eftir önnur skáld„sem íslensku- kennararnir hafa valið og sóma sér Viðskiptatækni 128 klst. Markaðstækni 60 klst. Fjármálatækni 60 klst. Sölutækni 36 klst. Hringdu í síma 62 66 55 og fáðu sendan bækling Viðskiptaskólinn Borgartúni 24, sími 6 2 6 6 5 5 Þú svalar lestrarþörf dagsins á^um Moggans^, Halldór Blöndal „Það kann að vera gott markmið að kenna „nútímabókmenntir“ í framhaldsskólum. En fyrst er að reyna að skilja, hvað sé nútími og hvað bókmenntir.“ vel í safni, úrvali, íslenskra ljóða á 20. öld, þótt þau séu ekki öll nútí- maljóð í þröngum skilningi þess orðs. Á hinn bóginn er augljóst af fjölda höfundanna, að ljóðasafnið er misjafnt að gæðum og margt innan um, sem ekkert erindi á inn í framhaldsskóla landsins. Fyrir íslenskukennurunum hefur ekki vakið að velja ljóðin þannig, að nemendur framhaldsskóla fengju í hendui' bók, sem kallast mætti úrval ljóða á 20. öld. Gegnum ljóð- múrinn er ekki góð bók í þeim skiln- ingi. I sumum tilvikum er meira að segja hæpið að kalla verkið ljóð, sem valið er. Gott dæmi er Kven- maður eftir Jón Thoroddsen: Hún var formáli að ástarævisögum manna. Hún var innskotskafli. Hún var kapítulaskipti. Og nú er hún ástarævisaga mín. En það hefur gleymst að prenta orðin: Öll réttindi áskilin. Eg hafði gaman af Flugum í menntaskóla og kunni þær meira og minna utan að, m.a. þær, sem teknar eru upp í Gegnum ljóðmúr- inn. Kvenmaður er skemmtileg fluga og fyndin, en ég kann ekki þá skilgreiningu á ljóði, sem tekur til hennar. Enda ónauðsynlegt með öllu. Skilgreining, sem tæki til flugu þessarar og Þjóðvísu Tómasar Guð- mundssonar og segði, að hvort tveggja væri ljóð, yrði svo laus í reipunum, að hún yrði óðar lögð til hliðar sem óbrúkleg: Eg hélt ég væri smámey og hugðist vera til eins og hitt fólkið um bæinn. Og vorið kom og glóði um glugga mína og þil allan guðslangan daginn. Á Tjörnesi er eyðikot gamalt, Bangastaðir, og þótti hafa það helst til síns ágætis, að hestgegnt var í Bangastaðahöfn. En örnefni sýna, að þar hafa búið skáldmæltir menn og heita Víðáttur fyrir ofan kotið og upp á heiðina. Islenskukennur- unum verður tíðrætt um þær víðátt- ur, „sem blöstu við þegar íslensk ljóðaskáld höfðu endanlega brotist gegnum ljóðmúrinn um miðja þessa öld.“ Á hinn bóginn tekst þeim ekki að vísa lesaranum til var upp á víðátturnar, heldur stendur hann í þessum skilningi á sömu flatneskj- unni og áður eftir lestur bókarinn- ar. í safninu eru mörg góð ljóð réttu megin við ljóðmúrinn, eins og höf- undarnöfnin sýna. En hitt er vissu- lega, rétt, að maður fær hellu fyrir eyrun, ef hann er of nærri hljóðfráu þotunni, þegar hún fer gegnum múrinn. Eins fer fyrir mér, þegar ég les sum Ijóðin í bókinni. Eg fæ hellu fyrir eyrun, löngu áður en ég hef lesið þau til enda. Höfnndur er þingmaihir Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi eystra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.