Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 27
MORGllNBUAiÖIE)' FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1989 '27 Til greinahöfimda Aldrei hefur meira aðsent efni borizt Morgunblaðinu en nú og því eru það eindregin tilmæli ritstjóra blaðsins til þeirra, sem óska birt- ingar á greinum, að þeir stytti mál sitt mjög. Æskilegt er, að greinar verði að jafnaði ekki lengri en 2-3 blöð að stærð A4 í aðra hverja línu. Þeir, sem óska birtingar á lengri greinum, verða beðnir um’að stytta þær. Ef greinahöfundar telja það ekki hægt, geta þeir búizt við veru- legum töfum á birtingu. Minning'ar- og afmælisgreinar Af sömu ástæðum eru það ein- dregin tilmæli ritstjóra Morgun- blaðsins til þeirra, sem rita minn- ingar- og afmælisgreinar í blaðið, að reynt verði að forðast endur- tekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifað- ar um sama einstakling. Þá verða aðeins leyfðar stuttar tilvitnanir í áður birt ljóð inni í textanum. Al- mennt verður ekki birtur lengri texti en sem svarar einni blaðsíðu eða fimm dálkum í blaðinu ásamt mynd um hvern einstakling. Ef meira mál berst verður það látið bíða næsta eða næstu daga. Ræður Töluvert er um það, að Morgun- blaðið sé beðið um að birta ræður, sem haldnar eru á fundum, ráð- stefnum eða öðrum mannamótum. Morgunblaðið mun ekki geta orðið við slíkum óskum nema í undan- tekningartilvikum. Ritstj. Miklaholtshreppur: Vegir byggðir upp Borg. Nú er verið að byggja upp vegakaflana frá Svínhól við hreppa- mörk Eyjahrepps og Miklaholtshrepps að Stóru-Þúfú. Þessi vegur hefur oft verið snjóþungur og sást það best sl. vetur. Þá er lokið við uppbyggingu veg- ar frá Dalsmynni í Eyjahreppi að Skógarnesvegamótum. Snyrting vegakanta og sléttun á landi sem tekið hefur verið til vegafram- kvæmda, er nú lokið á þessum kafla. Frágangur á þessu verki er til fyrirmyndar hjá þeim sem unnu þetta verk. Fyrstu lömbin héðan vestan varnargirðingar á Snæfellsnesi voru sótt þann 14. september til slátrun- ar í Borgarnesi. Ekki er gott að spá í vænleika þeirra. Vorið kom seint og var kalt, gróður kom ekki fyrr en komið varfram íjúní. Júlímánuð- ur rigningarsamur og sólarlítill, stöðug væta undanfarið. Hætt er við að nokkuð af kindum hafi farið afvelta og þegar hafa nokkrar kind- ur fundist. Skóiastarf í Laugagerðisskóla hófst 11. september. Þar verða um 80 nemendur við nám í vetur. Þetta er 24. starfsár skólans. Nú eru þar 11 kennarar þó ekki allir í fullu starfi. 37 nemendur eru í heimavist, hinir nemendur er ekið daglega úr þremur hreppum. - Páll. hqtel kynnir cot j STVÐMENN föstudagskvöldió 22. september nk. Verð með mat kr. 3.800,- Á dansleik kr. 1.200,- Borðapantanir í síma 34-700 Gisting í tveggja manna herbergi kr. 2.475,- pr. mann Kvöldid hefst meö bordhaldi kl. 19.30 /r/iátdtísn. dtsyy,zernz Tónleikamir hefjast kl. 21.30. Dansleikur til kl. 03.00 Reynir Jónasson leikur fyrir matargesti. Aldurstakmark 20 ár HÓTEL y3> odk HVERAGERÐI <• Nýjar vörur á góðu verði hjá Nokkur dæmi um úrvalið: Ellingsen Hlýjar enskar nylonúlpur með loðkantl < skærgulum öryggislit. Henta þeim sem þurfa að sjást öryggislns vegna. Stroff á ermum og hægt að þrengja f mittlð, margir vasar og þæglleg hetta. Kr. 4.650,- Hlýjar enskar nylonúlpur, dökkbláar með loðkanti. Stroff á ermum og hægt að þrengja ( mittið, margir vas- ar og þægileg hetta. Kr, 4.650,- Loðfóðraðar Frlstads úlpur, dökkbláar með þægilegu sniði. Kr. 12.642,- Stórir norskir kopar pottar til margra nota. Tíu gerðlr á lager. Dæmi: 40 sm ( þvermá) og 30 sm á hæð, kr. 4.900,-. Elnstaklega hagstætt verð. Norsku Stil ullarnærfötin eru nú fáanleg tvöföld, þ.e. fóðruð með mjúku 100% Dacron efni. Dæmi um verð: Dömubuxur kr. 1.630,-, herrabuxur kr. 1.960,- og bollr kr. 2.159,-. Barnastærðir eru væntan- legar. SENDUM UM ALLT LAND Grandagarði 2, Reykjavík, sími 28855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.