Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1989 Kynningarrit menntamálaráðuneytisins á ensku um íslenskar bókmenntir: Tveggja heiðurslauna- höfiinda hvergi getið í dagblaðinu Tímanum á laugardaginn kom fram að í nýju riti menntamálaráðuneyt- isins á ensku, til kynningar á íslenskum bókmenntum, sé hlutur borgaralegra rithöf- unda fyrir borð borinn og meira gert úr hlut vinstrisinn- aðra rithöfunda. Til dæmis sé hvergi getið í ritinu tveggja höfunda, sem eru í heiðurs- launaflokki Alþingis, Guð- mundar Daníelssonar og Ind- riða G. Þorsteinssonar, og að- eins lítillega minnst á látna öndvegishöíunda eins og Tóm- as Guðmundsson, Guðmund G. Hagalín og Gunnar Gunnars- son. Einnig hefur komið fram að allir fjórir höfundar ritins eru þekktir alþýðubandalags- A R T S WIH l I II Kl IN ÍCELAND L i \ c r n t u r c Forsíða kynningarrits mennta- málaráðuneytisins. menn. Tveir aðilar af þremur í útgáfustjórn eru þekktir al- þýðubandalagsmenn og a.m.k. annar þýðendanna. í fréttatilkynningu frá menntamálaráðuneytinu kemur fram að þetta sé fyrsta ritið í ritröð um íslenska list. í næstu ritum verði fjallað um myndlist og hönnun en í það rit skrifa Aðalsteinn Ingólfsson og Örn D. Jónsson. .Umsjón með riti um tónlist hafa þau Bergljót Jóns- dóttir, Karólína Eiríksdóttir og Hjálmar Ragnarsson. Aðalhöf- undur verður Þorkell Sigur- björnsson. Um húsagerðarlist skrifar Guðrún Jónsdóttir, um leiklist Sveinn Einarsson, um -danslist Árni Ibsen og um kvik- myndagerðarlist skrifar Kristín Guðmundur Daníelsson. einhveijar glæður af þessari kenningu lifi enn þann dag í dag,“ sagði Guðmundur Daníels- son. Jóhannesdóttir. Segir ennfremur í fréttatil- kynningunni að höfundum sé í sjálfsvald sett um hvaða lista- menn þeir Ijalli í greinum sínum. Á sama hátt velji höfundar sjálf- ir þær myndir sem birtast í köfl- um þeirra. Bera Nordal, forstöðu- maður Listasafns íslands, muni þó taka þátt í vali á myndum í myndlistarkaflann ásamt Aðal- steini Ingólfssyni. í samráði við höfunda hefur verið ákveðið að aðaláherslan yrði á umfjöllun um það helsta sem nú væri að ger- ast í íslenskri list. I fréttatilkynningunni segir „ÉG VIL taka það fyrst fram að ég er í fríl og hef því ekki fylgst eins grannt með þessu og ég ætti að gera. Mér sýnist þó á þessum bæklingi að mennta- málaráðuneytið sé þarna í naftii ríkisins að gefa út stefnu Al- þýðubandalagsins i listum," sagði Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur, en hann er annar þeirra tveggja heiðurslaunahöf- unda sem hvergi er getið i kynn- ingarriti inenntamálaráðuneyt- isins. „Þessi stefna Alþýðubandalagsins í listum kemur víða fram. Til dæm- is voru yfir þijátíu höfundar svipt- ir höfundarétti á einu bretti fyrir atbeina þeirra manna, er þar sitja í húsum, í sambandi við fjölföldun á efni í skólum. Ekkert hefði verið athugavert við þessa afgreiðslu málsins og maður er henni raunar vanur ef um útgáfufyrirtæki eða einstakl- ing hefði verið að ræða sem gaf þetta út. Öðru máli gegnir þegar um menntamálaráðuneytið er að ræða, sem maður verður að telja hluta af opinberri stofnun, að minnsta kosti alla jafna. Hins veg- ar er ljóst að þeir sem þar ráða húsum núna hafa talið sér til tekna orðrétt: „Bókmenntaritið verður þar undantekning, þar sem ekki þótti fært að sleppa umfjöllun um okkar merka bókmenntaarf. Höfundar urðu sammála um að í riti sem ætlað er til kyninngar á úslenskri list erlendis mætti ekki leggja aðaláherslu á upp- talningu á nöfnum listamanna heldur kæmu nöfn þeirra fram í yfirlitsskrá, eins og þeirri sem birtist í bókmenntakynningarrit- inu.“ í frétt ráðuneytisins segir loks að kynningarritið hafi mælst vel fyrir og sé það afar eftirsótt víðs vegar um heim. Indriði G. Þorsteinsson. að vera utan við þjóðfélagið í flest- um greinum og hafa nú gert það að stefnu ríkisstjórnarinnar hvað þetta snertir. Þetta kemur þeim mun undar- legar fyrir sjónir þegar ljóst er, að alls staðar í þessum vesæla kommúnistaheimi, þar sem fólk stritar til fátæktar, er verið að létta oki einsýni og einræðis af fólki, skuli listamenn á Islandi þurfa að sæta þessum aðförum." Guðmundur Daníelsson: Væntanlega keraur bók um okkur Indriða eina Guðmundur Daníelsson, annar tveggja heiðurslaunarithöf- unda sem ekki er getið í ritinu, sagðist í samtali við Morgun- blaðið giska á að ástæðan fyrir þessu væri að þeir Indriði væru of stórir fyrir svo lítið rit og gæfi ráðuneytið væntanlega út bók um þá eina. „Eg giska á að þetta sé heldur lítið kver og að við Indriði höfum verið orðnir of stórir bitar til að kyngja,“ sagði Guðmundur Dan- íelsson, rithöfundur. „Það stend- ur svo væntanlega til að gefa út sérstaka bók með okkur tveimur einum. Þetta ætla ég að giska á án þess að geta sann- að það.“ Guðmundur sagði að hann hefði annars lengi orðið var við þessa tilhneigingu vissra manna og rithöfunda að láta eins og hann væri ekki til. Jafnvel menn sem gerðu kennslubækur hefðu viljað hlaupa yfir hann. „Á mínum unglingsárum var Krist- inn E. Andrésson aðal bók- menntalærimeistarinn. Hann sagði eitt sinn að sá sem ekki væri kommúnisti hann gæti aldr- ei orðið skáld. Annað hvort gerð- ist maður kommúnisti og væri gott skáld eða þá væri maður hvorugt. Það lítur út fyrir að Indriði G. Þorsteinsson; Listastefiia Alþýðu- bandalagsins gefin út í nafiii ríkisins Borgarafundur í Mosfellsbæ: Urðun sorps í Alfsnesi mótmælt BORGARAFUNDUR sem haldinn var í Mosfellsbæ á þriðjudagskvöld mótmælti harðlega þeirri ákvörðun Kjalarneshrepps og Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins að urða sorp í Álfsnesi. í ályktun fundarins seg- ir: „Við teljum að lífríki Leiruvogs og næsta nágrennis sé í hættu ef af urðun verður og teljum að stjórnvöld ættu frekar að kanna nánar önnur svæði fjær þéttbýli þar sem minni hætta yrði á sjón- og um- hverfismengun." Kom á fundinum fram ótti meðal íbúa um að vond lykt myndi stafa af haugunum, að hætta væri á rottugangi og að fok yrði af urðunarsvæðinu. Sérfræðingar frá Sorpeyðingu höfuðborgar- svæðisins töldu þennann ótta ástæðulausan. Borgarafundurinn á þriðjudags- kvöld var haldinn í framhaldi af beiðni þijú hundruð íbúa um upplýs- ingafund um fyrirhugaða soipurðun. Mættu á fundinn þeir Þórður Þor- bjarnarson, stjómarformaður Sor- peyðingar höfuðborgarsvæðisins, Ögmundur Einarsson, framkvæmda- stjóri Sorpeyðingar höfuðborgar- svæðisins, og tveir ráðgjafar fyrir- tækisins þeir Björn Jóhann Bjöms- son, verkfræðingur, og Ásbjörn Ein- arsson, efnaverkfræðingur. Kynntu þeir fyrirhugaða starfsemi sorp- böggunarstöðvar í Gufunesi og hvernig fyrirkomulagi sorpurðunar á Álfsnesi yrði háttað. Þá svöruðu þeir spumingum bæjarbúa. í máli þeirra kom m.a. fram að áætlað er að lokaðir flutningabílar muni daglega fara sextán ferðir á milli böggunarstöðvarinnar og urð- unarstaðarins, en sú leið liggur í gegnum Mosfellsbæ. Til samanburð- ar var þess getið að dagieg umferð á Vesturlandsvegi milli Höfðabakka og Korpu næmi 11.600 bifreiðum á dag. Reynt yrði að hafa urðunar- svæðið á Álfsnesí eins vestarlega og unnt væri og yrði um að ræða 40 hektara svæði í mýrarkvos á nesinu sem girt yrði af með varnargirðing- um. Björn Jóhann Björnsson, verk- fræðingur, sagði hönnunarvinnu ekki enn vera hafna, en nú væri m.a. verið að kortleggja berggrunninn og laus jarðlög. Verið væri að finna út ýmsar grundvallarstaðreyndir til að geta gert nákvæma áætlun um hve mikið yrði hægt að urða, hvar ætti að staðsetja drenlagnir o.s.frv. Þá þyrfti að gera ráðstafanir til að draga úr sigvatni úr urðunarstað eins og unnt væri. Yrði það gert með því að hafa töluverðan vatnshalia á haugn- um og þykkt yfirborðslag. Það vatn sem samt færi í gegnum hauginn yrði leitt burt í vesturátt og yrði þar aðstaða fyrir meðhöndlun, eftirlit og hreinsun á því. Ásbjörn Einarsson, efnaverkfræð- MorgunblaOið/Þorkell Húsfyllir var á fundinum um fyrirhugaða sorpurðun í Álfsnesi sem haldinn var í Hlégarði í Mosfellsbæ á þriðjudagskvöld. ingur, sagði að eitt af þeim vanda- málum sem koma myndu upp væri gasmyndun sú sem yrði við geijun á sorpi. Mynduðust þá tvær gasteg- undir, metan og kolsýra, alls um fjór- ir rúmmetrar af gasi á tonn af sorpi á ári. Hvorug þessara gastegunda væri hættuieg en af þeim væri vond lykt. Úr þessu mætti draga með hönnun haugsins eða að safna saman því gasi sem kæmi upp og brenna það. Ögmundur Einarsson, sagði að fystu áætlanir bentu til að það gjald sem tekið yrði af óflokkuðu sorpi yrði 2000 krónur á tonn. Ef hins vegar tækist að fiokka sorpið mætti lækka eyðingarkostnað um helming. Það væri því stórmál fyrir sveitarfé- lögin að stuðla að flokkun á sorpi. Að lokinni framsögu fulltrúa Sor- peyðingar höfuðborgarsvæðisins tóku nokkrir íbúar til máls. Ævar Sigdórsson, sagðist telja að sóða- skapurinn á svæðinu yrði meiri en haldið hefði verið fram. Þama yrði t.d. vargur, sem væri raunar þegar orðinn plága í bænum. Salan á þessu svæði hefði verið mikil mistök og myndi sorpurðunin hafa slæmar af- leiðingar á lífríki svæðisins. Spurði hann m.a. af hvetju Arnarholt hefði ekki frekar orðið fyrir valinu. Kristbjörn Árnason taldi hættu á að fok yrði af svæðinu. Spurði hann af hveiju þessu væri ekki komið fyr- ir f Reykjavík fyrst þetta væri allt svona snyrtilegt. Þá spurði Ingólfur Árnason um hættuna á meindýrum. Ögmundur Einarsson sagði Sorp- eyðingu höfuðborgarasvæðisins hafa beðið um skýrslu frá meindýraeyði Reykjavíkurborgar og kæmi þar fram að ótti um rottugang væri ástæðulaus. Ætti það sama við um mýs. Þórður Þorbjarnarson sagði að Náttúruverndarráð hefði mælt með Álfsnesi m.a. fram yfir Arnarholt. Varðandi ótta um vonda lykt sagði Þórður að þeir íbúar sem ættu heima næst sorphaugunum í Gufunesi, þ.e. íbúar við Kleppsveg í Reykjavík, hefðu aldrei kvart.að yfir lykt og ætti það sama við íbúa í Grafarvogi. Sagði hann að ekki ætti að búa til drauga af þessu tagi heldur líta á staðreyndir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.