Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SFPTEMBUR 1989 7 Miss International: Guðrún komst í undanúrslit GUÐRÚN Eyjólfsdóttir komst í undanúrslit í fegurðarsam- keppninni „Miss International“, sem fram fór í Japan síðastlið- Hælbrotinn þjófur með hangilæri LÖGREGLAN handtók snemma í gærmorgun mann, sem brotist hafði inn í mat- vöruverslun í Kópavogi. Þegar maðurinn var gripinn hafði hann stolið hangilæri úr versluninni. Hann hafði hins vegar slasað sig við innbrotið og var hælbrotinn. inn sunnudag. Keppendur voru alls 48. Úr þeim hópi voru fimmtán stúlkur valdar í undan- úrslit, en sigurvegari varð vest- ur-þýsk stúlka. I öðru sæti hafh- aði ftilltrúi Póllands og í þriðja sæti varð stúlka frá Venúzuela. „Ég var í Japan í átján daga. í Tókýó vorum við í viku og þaðan flugum við til borgarinnar Kanazawa, þar sem keppnin fór fram. Undirbúningur var mikill og erfiður, en góð reynsla. Við þurft- um alltaf að vera vel klæddar, málaðar og síbrosandi.Ég vissi reyndar ekkert hvað ég var að fara út í. Hinsvegar held ég að þessi keppni sé ekki í eins háum gæða- flokki og Miss World-keppnin, því engin dómaranna var til dæmis frá Evrópulandi. Þeir voru allir frá Asíu, Ástralíu og Nýja-Sjálandi,“ sagði Guðrún í samtali við Morgunblaðið. Guð- rún stundar nám á tungumála- braut við Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi. Hún sagði að skólinn tæki nú við að aflokinni Japansferðinni. Þess má að lokum geta að ein íslensk stúlka, Guðrún Bjarnadótt- ir, sigraði í Miss International- keppninni árið 1964. Háfermi eyði- leggur skilta- brú Um helgina ók bifreið með háfermi á skiltabrú yfir Reykjanesbraut a gatnamótunum við Breiðholtsbraut og eyði- lagði skiltið. Að sögn Inga Ú. Magnússonar gatnamálastjóra, er tjó- nið metið á um 200 þús- und krónur og biður hann ökumann eða sjón- arvotta að gefa sig fram við gatnadeild eða lög- reglu. „Leyfilegt hámark á svona flutningi er 4,20 m en brúin er 5,20 m þannig að ökumaðurinn hefur verið með ólögleg- an flutning," sagði Ingi. Eskiflörður og ReyðarQörður: Tillaga um að Byggðastofn- un kanni kosti og galla sameiningar Sveitarstjórnir Eskifjarðar og Reyðarfjarðar hafa mótað tillögu um að Byggðastofhun verði falið að gera úttekt á kostum og göllum sameiningar þessara sveitarfélaga eða nánari samvinnu. Tillagan var samþykkt á fundi sveitarstjórnar Reyðarfjarðarhrepps nú í vikunni en verður væntanlega lögð fyrir bæjarstjórn Eskifjarðar til af- greiðslu um mánaðamótin. Hrafnkell A. Jónsson forseti bæj- arstjórnar Eskifjarðar sagði í sam- tali við Morgunblaðið að menn hefðu áhuga á að fá hlutlausan aðila til að leggja mat á kosti og galla hugs- anlegrar sameiningar Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Uppi hafa verið bolla- leggingar af og til um að þetta kunni að vera hagkvæmt. Hann sagði að þessi tvö sveitarfé- lög hefðu haft samvinnu á ýmsum sviðum til dæmis reka þau saman heilsugæslustöð og tónlistarskóla og hefur samvinnan undantekninga- laust gengið vel. Almenn skoðun manna væri sú að slíka samvinnu væri hægt að hafa á fleiri sviðum. „Persónulega tel ég að allar líkur séu á því að það verði hagkvæmara fyrir þessi sveitarfélög að sameinast því þau stæðu þá betur í sambandi við ýmis hagsmunamál sem þau nú vinna að gagnvart ríkisvaldinu," sagði Hrafnkell. Hörður Þórhallsson sveitarstjóri Reyðarfjarðarhrepps sagðist vilja taka það fram að með því að sam- þykkja þessa tillögu hefði enginn skuldbundið sig til að samþykkja að sveitarfélögin verði sameinuð. Farið verður fram á að athugaðir verði kostir þess og gallar svo menn hafi einhver rök til þess að hefja umræð- ur um málið. Bíll í veg fyr- ir reiðhjól BÍL var ekið í veg fyrir ungan mann á reiðhjóli á Skúlagötu í gærmorgun. Maðurinn féll í göt- una og slasaðist nokkuð, einkum í andliti. Slysið varð um klukkan 9.30, á Skúlagötu austan Rauðarárstígs. Bil var bakkað út úr stæði og í veg fyr- ir reiðhjólamanninn. Þetta er sjötta slysið, sem reið- hjólamenn verða fyrir í Reykjavík í þessum mánuði. Oftast eru börn á ferð og vill lögreglan beina þeim til- mælum til ökumanna, að þeir sýni varúð. ÞAÐ ER Andi HÚSSINS SEM FULJ.KOMNAR ATLÆTIÐI FjÖRUNNI Fjaran er athvarf fyrír athafnamenn. Ljúfur andi þessa gamla húss hrífurþig strax í aðra veröld, óralangt frá erli dagsins. Þú lætur þreytuna líða úrþérog nýtur veitinganna til fullnustu meðan lipurt þjónustufólkið leggur metnað sinn í vellíðan þína. VEITINGAHÚSIÐ FJARAN. ATHVARF FRÁ ERLI DAGSINS. FTARAN VEITINGAHÚS STRANDGÖTU 55 HAFNARFIRÐI SlMI 65 18 90 BORÐAPANTANIR SlMI 65 12 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.