Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 16
4 16 • MGRGUNÓLAÐÍ& FIMiitTUDÁGUR 21. SÉPTÉm6éR 1989 ASTIN SIGRAR! Pierre Carlet de Chamblain de Marivaux, (1688 -1763) og „Le Théátre du Campagnol“ Franska skáldið Marivaux. eftir Hólmfríði S. Svavarsdóttur Franski leikflokkurinn vThéátre du Campagnol" kemur til Islands í næstu viku í boði Allianee Frangise. Undanfarið hefur flokkurinn verið á leikferðalagi í Bandaríkjunum og Kanada á vegum samtaka sem sjá um að styrkja og útbreiða franska list (AFAA Assoeiation Frangaise de 1’ Action artistique) og sýnt verk eftir franska skáldið Marivaux. 25. og 26. september flytur leikflokkur- inn nokkur leikrit eftir hann í Iðnó. Fyrri daginn Þrælaeyjuna, „L’Ile des Esciaves" og Sveitakonuna, „La Pro- vinciale". Daginn eftir verður ráð- stefna með leikurunum, og s'íðdegis verður einþáttungurinn Arfurinn, „Le Legs“ lesinn upp (mánudaginn 25. kl. 20.30 — þriðjudaginn 26. september kl. 17.30). Heimsóknin tengist á vissan hátt 200 ára afmæli frönsku byltingarinn- ar. Annars vegar vegna þess að eitt verkanna, „Þrælaeyjan“, gefur til kynna viðhorf höfundar til stétta- skiptingar, viðhorf sem reyndar var algengt meðal menntamanna á átj- ándu öld, og hins vegar vegna þess að þrátt fyrir að Marivaux hafi verið allur er byltingin hófst, endurspeglar stíllinn sem við hann er kenndur á afar persónulegan hátt talsmáta og framkomu fólks í því umhverfi sem hann lifði og hrærðist í. Marivaux var tíður og sjálfsagður gestur í sam- kvæmissölum hefðarfrúa svo sem Mme de Lambert og arftaka hennar Mme de Tencin. Samkvæmi þeirra voru eftirsótt og í kringum þær sveimaði jafnan hirð andríkra og menntaðra listamanna. Stíll Mariv- aux, „le marivaudage“, en átt er við tilgerðarlegt og hástemmt orðalag til að tjá tilfinningar, fór í taugarnar á sumum samtímamönnum hans og fer reyndar enn fyrir bijóstið á mörg- um nútímamanninum. Voltaire á að hafa komist svo að orði um Mariv- aux, að hann eyddi lífi sínu í að „vikta flugnaegg í vog úr köngulóar- vef“. Félagi í frönsku Akademíunni Marivaux, sem var af fremur efn- uðu fólki kominn, fæddist í París 1688 og bjó þar fyrstu 10 árin, en þá fluttist fjölskyldan til Riom, í miðhálendi Frakklands, þar sem hann dvaldist til ársins 1917, er hann sneri aftur til Parísar til að lesa lög- fræði. Lítið varð úr náminu, þar sem samkvæmissalirnir höfðu meira að- dráttarafl á hann en lögfræðin. Þar kynntist hann ýmsum helstu rithöf- undum og áhrifafólki síns tíma. Hann tók til við að semja leikrit og skáld- sögur sér til gamans en þau verk þykja fremur lítilfjörleg. Marivaux varð gjaldþrota í kjölfar verðbréfa- hruns árið 1720, sem kennt er við skoska peningamiðlarann John Law, og uppfrá því neyddist hann til að framfleyta sér á ritstörfum. Hann stofnaði tímaritið „Le Spectateur francais" að fyrirmynd enska tíma- ritsins „Spectator" og í kjölfarið fylgdu fleiri, svo sem „L’Indigent philosophe" og „le Cabinet du Philo- sophe“. En það er fyrir leikrit sín sem Marivaux er þekktastur. Þau voru flest flutt af ítalska leikhúsinu sem svo var nefnt (le Théétre-Itali- en) og samin með ákveðna leikara í huga eins og Gianettu Benozzi sem kallaði sig Silviu og var þekkt leik- kona í París í tíð Marivaux. Þau eru í óbundnu máli og urðu alls 27, þar af 18 í einum til þremur þáttum. Einnig samdi hann á efri árum tvær skáldsögur Ævi Mariönnu, „la Vie de Marianne" og Nýríki bóndinn „Le Paysan parvenu". Árið 1742 var Marivaux kosinn félagi í frönsku Akademíunni fyrir tilstilli Mme de Tencin. Aðalkeppinautur hans um þá vegsemd var enginn annar en Voltaire. Leikrit Marivaux Meginviðfangsefnið í leikritum Marivaux er ástin, eða öllu heldur sálarástand þeirra sem eru ástfangn- ir, og óvæntar uppákomur í sam- bandi við ástina. Hann lýsti hinum ýmsu blæbrigðum ástartilfinningar- innar sem er rauði þráðurinn í at- burðarásinni. Bein skírskotun til raunveruleikans er mjög óljós. í leiknum skemmtir höfundur sér við að búa til ýmiskonar hindranir og draga þannig sigur ástarinnar á langinn. Margir samtímamenn Marivaux, með Voltaire í broddi fylk- ingar, gagnrýndu hann fyrir þennan óraunveruleika sem í dag veldur því að verk hans höfða til okkar. Þessi aðferð auðveldar honum að tjá sál- fræðilegt ástand persónanna, því hindranimar sem þær verða fyrir eru hvorki ytri aðstæður eins og hjá Moliére né eru þær óyfirstíganlegar af siðferðilegum eða öðrum ástæðum eins og hjá Racine. Þær eru sjálf- skaparvíti til komnar vegna særðs stolts viðkomandi eða vegna mistúlk- unar eða misskilnings persónunnar á einhveiju atviki, orðum eða gerðum þess sem ástin beinist að. Þannig skiljast söguhetjurnar að vegna óvissu um sanna ást og tryggð hvorr- ar annarrar. Sú aðferð sem Marivaux notar mest er að láta persónurnar bregða sér í dulargervi sem breytir þjóðfélagslegri stöðu þeirra. Á þann hátt kemst sá ástfangni að raun um hvort ást þeirra_ sem hann elskar er sönn eða ekki. Áhorfandinn er samt aldrei í vafa um hver endalokin verða. Öll leikritin enda vel og oft með brúð- kaupi. Einna þekktustu þessara verka eru Tvöfaldur óstöðugleiki, „La Double Inconstance“ (1723), Ást og tilviljun, „Le Jeu de l’Amour et du Hasard" (1730), Arfurinn, „Les Legs“ (1736), Falskar játningar, „Les Fausses Confidences" (1737), og Prófraunin, „L’Epreuve" (1740). í sumum verka Marivaux verður vart þjóðfélagsádeilu. Þau tjá þá skoðun að allir menn séu jafnir hvort sem þeir eru húsbændur eða hjú, höfðingjar eða bændur. Þrælaeyjan, „L’Ile des Esclaves" (1729) fjallar til dæmis um hlutverkaskipti hús- bænda og hjúa. Eftir skipsreka á eyju sem er stjómað af frelsingjum neyðast hefðarhjón til að skipta um hlutverk við þjónustufólk sitt. Áður en þau endurheimta fyrri stöðu sína verða þau að kynnast hlutskipti und- irsátanna. Sem rithöfundur reyndi og vildi Marivaux vera frumlegur. Hann á til dæmis að hafa sagt: „Ég vil frek- ar sitja auðmjúkur á aftasta bekk í litlum hópi frumlegra höfunda en í fremstu röð fjölmargra rithöfunda- bjálfa.“ Frumleiki Marivaux felst í því að aðalpersónur hans skemmta okkur án þess að verá fáránlegar og þær eru lausar við þá meinlegu galla og lesti, sem einkenna persónur Molier- es. Leikrit hans eru ekki farsar, þó svo að persónur í aukahlutverkum séu oft ærslafullar. Það eru ekki persónurnar sem skipta sköpum heldur ástin, hvernig hún birtist í ýmsum myndum og hvaða áhrif hún hefur á sálarlíf þeirra sem verða fyr- ir henni. Að þessu leiti á hann meira sameiginlegt með Racine. Hins vegar er hann ólíkur Racine í því að ást- inni er ekki ógnað af óyfirstíganleg- um hindrunum, og hún er aldrei harmþrungin. Eftir dauða Marivaux áttu leikrit hans lítilli hylli að fagna. Það var ekki fyrr en á seinni hluta 19. aldar sem hann var enduruppgötvaður. Og í dag nýtur hann mikilla vinsælda vegna þess hve nútímalegur hann þykir. Tilfinningar manna í ástarmál- um eru líkast til svipaðar á hvaða tíma sem er og þeim tilfinningum nær Marivaux að lýsa á nokkuð raun- sannan hátt. Le Théáter du Campagnol og Jean-Claude Penchenat Leikhópurinn „Theátre du Campagnol" undir stjórn Jean- Claude Penchenat, kemur frá Chát- enay-Malabry þar sem hann hefur séð um leikhússmiðstöð á vegum hins opinbera (Centre dramatique natio- nal) fyrir suðurúthverfi Parísar frá 1983. Ferill hópsins er all sérstakur. Það var árið 1977 að nokkrir leikar- ar úr leikhópi Ariane Mnouchkine: „Théatre du Soleil“ ásamt leikurum annars staðar að, tóku sig til og settu upp leikrit byggt á skáldsögunni „David Copperfield", eftir Charles Dickens. Leikritið fékk dágóðar við- tökur og varð til þess að nokkrir kennarar í menntaskólanum í Chát- ney-Malabry höfðu samband við Penchenat, sem hafði verið félagi í „Théátre du Soleil“ frá 1964, og báðu hann um að setja upp leikrit með nemendum skólans. Eftir það leiddi eitt af öðru. Bæjarstjórnin í Chátenay-Malabry bauð leikhópnum gamla sundlaug til afnota. Fyrst í stað var hún aðallega notuð fyrir æfingar og sem búningsgeymsla, en 1985 var ákveðið að endurbyggja sundlaugina með leiksýningar í huga. Frá 1977-79 setti Penchenat upp fleiri leikrit, ásamt leikurum sínum sem nú störfuðu undir nafninu „Théátre du Campagnol" bæði í Chátney-Malabry og fieiri útborgum Parísar. Ettore Scola og „Le Bal“ Það er hins vegar með verkin Bær segir frá, „Une Ville se raconte" sem hróður leikhópsins fór að breiðast út. Leikritið byggist á samvinnu bæjarbúa í Chátney-Malabry og leik- aranna. Leikararnir gengu hús úr húsi og báðu fólk um að segja frá einhveiju mikilvægu sem á daga þess hefði drifið eða á hvaða hátt það hefði upplifað vissa sögulega atburði. Til að byija með var fólk feimið við að sjá sig en smám saman kom í ljós að hversdagslegasta fólk hafði frá ýmsu að segja og einnig að mjög hæfir áhugaleikarar ieynd- ust víða. „Bær segir frá“ var sýnt í heilt leikár, 1979-80. Skömmu síðar var annað verk samið eftir sömu formúlu og var megininntak þess dansleikur, byggður á endurminning- um fólks um dansleiki frá 1930-60. Þetta verk var sýnt í tvö leikár, 1980-82 og varð geysivinsælt. Sýn- ' ingar urðu samtals 235 og 145.000 manns sáu leikritið. Þess má geta að leikritið og kvikmyndin Dansleik- urinn, „Le Bal“, eftir Ettore Scola er byggt á þessu leikriti. Scola notar meira að segja sömu leikara og sömu sviðsetningu. Frá 1982-88 hefur hóp- urinn haft ýmis verk á dagskrá, þeirra á meðal Shakespeare í menntaskóia, „Shakespeare au Lycée“ sem einnig er samið í hóp- vinnu, Yfirráðasvæði páfa „L’Enc- lave des papes“, eftir Vincenzo Cer- ami, Stígvélaða köttinn, „Le Chat Bottó“, eftir Ludwig'Tieck í útfærslu Jean-Claude Grumberg, svo fáein verk séu nefnd. Síðastliðið ár í tilefni 300 ára fæðingarafmælis Marivaux tók Le Campagnol svo til sýninga alla einþáttunga Marivaux 21 að tölu. Fimm þeirra voru leiknir og 17 lesnir upp. Eitt þessara verka, Sveitakonan, „La provinciale" var í fyrra sýnt í fyrsta sinn síðan 1761. Reyndar er deilt um hvort Marivaux sé höfundur verksins. í uppfærslu Penchenat verður Marivaux mjög nútímalegur. Aðeins hárkollur leikar- anna og andlitsförðun minnir á 18. öldina. Búningarnir eru kvöldklæðn- aður og bera merki á borð við Gir- baud, Kenzo eða Yves Saint-Laurent og leikmynd er öll mjög einföld. Penchenat hefur alllanga reynslu af því að setja upp verk eftir Marivaux. Árið 1975 setti hann upp fyrsta leik- rit sitt eftir Marivaux Ástin sigrar, „Le Triomphe de l’Amour" og síðan aftur 1978 Prófraunina, „L’Epreuve" og Arfinn „Le Legs“. Sjálfur lét hann hafa eftir sér í „Le quotidien de Paris“ 13. október 1988: „Ég reyni að nálgast verk Mairvaux á sama hátt og tónlistarmaður sem leikur endalaust tilbrigði við sama stef. Með þetta í huga gef ég leikurunum fijáls- ar hendur, það er að segja fijálsar til að túlka verk Marivaux án þess að þvinga þá, en til þess er nauðsyn- legt að sviðsetningin sé einföld." Þessi aðferð er einmitt í anda Mariv- aux, sem gerði ástina að meginvið- fangsefni sínu, þannig að leikrit hans eru endurtekin tilbrigði við hana. Alltaf sú sama en aldrei eins. Þann- ig er einmitt ástin. Höfundur er forseti Alliance FranQaise og bóka vörður á Iíáskólabókasafni. Leið- rétting í dag, 21. september, er 95 ára frú Hólm- fríður Guðjóns- dóttir frá Ár- múla í Önund- arfirði. Hún á heima í Frostafold 57 í Grafarvogs- hverfi hér í Reykjavík. Heimilisfang hennar misritaðist hér í blaðinu í gær. Hún tekur á móti gestum í Sóknarsalnum við Skipholt í dag, afmælisdaginn, milli kl. 18 og 22. ÍSAL mótmælir „tilhæílilausum kviksögnm“ Morgunblaðinu barst í gærkvöldi yfirlýsing frá íslenska álfélaginu hf.: Að undanförnu hafa sögusagnir verið á kreiki þess efnis, að Alusuisse hafi þau annarlegu sjónarmið varðandi kjaradeilu ÍSAL og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga að vilja stefna starfsmönnum vísvitandi í verkfall. Látið er að því liggja, að þetta sé gert í því skyni að fæla frá þá erlendu aðila, sem um hríð hafa sýnt því áhuga að taka þátt í samstarfi um aukna álfram- leiðslu hér á landi. Þessar kviksögur eru nú komnar í ijölmiðla. Orðrómurinn er með öllu tilhæfulaus. Alusuisse hefur marglýst því yfir, að fyrirtækið sé því aðeins tilbúið að standa að stækkun í Straumsvík, að önnur stórfyrirtæki fáist þar til samstarfs. Þessi afstaða Alusuisse á sér meðal annars rót í breyttri stefnu fyrirtækisins í hráefna- og markaðsmálum. Sú stefnubreyting hefur leitt til þess, að á nokkrum árum hefur fyrirtækið breyst úr seljanda óunnins hrááls í kaupanda, það er dregið úr eigin álframleiðslu en keypt eftir þörfum ál á almennum markaði til frekari úrvinnslu. í samræmi við þessa breyttu afstöðu hefur áhugi- Alusuisse á aukinni álfram- leiðslu takmarkast við fyrirsjáanlegar þarfir fyrirtækisins sjálfs fyrir ál til eigin úrvinnslu. Þær þarfir em miklu minni en svo, að þær réttlæti nýjan áfanga í upp- byggingu áliðnaðar hér á landi án þátttöku annarra aðila. Þær viðræður sem átt hafa sér stað í ATLANTAL-hópnum svonefnda miða að íjórðungs aðild Alusuisse, eða minna, að verksmiðju sem framleitt gæti 120 þúsund tonn. Áform um samnýtingu á aðstöðu ÍSAL í Straumsvík gefa færi á bættri nýtingu þar og því er ávinningur Alusuisse af hugsanlegri byggingu nýrrar álverk- smiðju augljós. Kvittur um að Alusuisse vinni gegn eig- in stefnu og hagsmunum er ótrúverðugur tilbúningur. íslenska álfélagið hf., Christian Roth, forstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.