Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBIAÐIÐ IÞROI IIR FIMMTODAGÍ/RíIÍ.^IfePTEMBER 198» 43 KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Pétur afgreiddi Tyrki Frábær leikurÁsgeirs og Bjarna í sterkri, samstæðri og sigurviljugri liðsheild BARÁTTA. Hugur. Kraftur. Leikgieði. Samvinna. Samstaða. Markvarsla. Sigurvilji. Spil. Glæsileg mörk. Strákarnir sýndu þetta allt. Þeir höfðu trú á sjálfum sér. Þeir vissu hvað þeir gátu — og framkvæmdu hlutina á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. 2:1 sigur gegn Tyrkjum var ekki tilviljun. íslenska liðið var einfald- lega mun betra og Tyrkirnir máttu þakka fyrir að tapa aðeins með eins marks mun. Sætur sigur, en víst er að margir naga sig í handarbakið vegna mistaka utan vallarfyrr í sumar, sem nær örugglega koma í veg fyrir að liðið færist upp um styrkleikaflokk og hugsanlega gerðu drauminn um sæti í lokakeppninni að engu. Steinþór Guðbjartsson skrífar Þegar á fyrstu mínútu var ljóst hvert stefndi. „Ég hef ann“ var komið inn í langtímaminni íslensku ieikmannanna og Tyrkir fundu fyr- ir því eftir 20 sek- úndur, er Ólafur Þórðarson vann fyrsta samstuðið. íslensku miðvallar- leikmennirnir tóku stráx völdin og sóttu til sigurs. Sigurður Grétarsson gerði gott mark af stuttu færi á 6. mínútu eftir sendingu frá Þor- valdi Örlygssyni, en flestum á óvart var dæmd aukaspyrna á íslands- meistarann frekar en mark. Þetta sló strákana ekki út af laginu, held- ur gaf þeim tóninn og lagið fylgdi á eftir. Gífurlegur kraftur og barátta einkenndi leik heimamanna fyrsta stundarfjórðunginn og Tyrkirnir, sem léku undan vindi, vissu samt ekki hvaðan á sig stóð veðrið, en gestirnir komust meira inn í leik- inn, er líða tók á hálfleikinn. íslend- ingar stjómuðu samt yfirleitt ferð- inni, samvinna þeirra var góð og spilið til fyrirmyndar; bæði lið sköp- uðu sér sæmileg marktækifæri, en ekki tókst að setja punktinn yfir i-ið. Glæsileg mörk Þegar þijár mínútur voru liðnar af seinni hálfleik fór Þorvaldur illa að ráði sínu, þar sem hann var í opnu færi við markteigshorn eftir sendingu frá Sigurði Grétarssyni. í stað þess að skjóta, gaf hann út á Ásgeir Sigurvinsson, en hann var aðþrengdur og færið rann út í sandinn. Tyrkirnir sluppu með skrekkinn, en Adam var ekki lengi í Paradís. Fimm mínútum síðar sendi Þorvaldur út á kantinn á Ásgeir, hann gaf hárnákvæmt fyrir markið á Pétur Pétursson, sem tók við boltanum með vinstri, lék yfir- vegað áfram inn í teiginn og skaut hnitmiðað með hægri fæti í hornið niðri, vinstra megin við markvörð- inn. Glæsilegt mark og vel að því staðið á allan hátt. Seinna mark Péturs og íslands var enn glæsilegra og aftur sáu sömu menn um undirbúninginn á vinstri vængnum. Ásgeir skallaði upp í homið á Þorvald, hann sendi viðstöðulaust fyrir markið, Pétur KARFA IMjarðvík- ingar ráku Mike Clarke Njarðvíkingar hafa látið Bandaríkjamanninn Mike Clarke, þjálfara liðsins, fara. Hann var leystur frá störfum í gær. „Þetta var happdrætti sem við unnum ekki í. Clarke féll ekki inn í hópinn hjá okkur og leik- menn liðsins voru óánægðir með æfingar hjá honum og frammi- stöðu hans sem leikmanns,“ sagði Gunnar Garðarsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvík- ur, í gærkvöldi. tók boltann á bijóstkassann, lyfti sér upp á ferðinni og skoraði örugg- lega með vinstri fæti af stuttu færi. Bjarni Eftir fyrra mark Péturs tvíefld- ust Tyrkirnir. Recep Cetin skaut í stöng beint úr aukaspyrnu langt utan af velli og Hasan Vezir komst tvisvar inn fyrir Guðna Bergsson. I fyrra skiptið bjargaði Bjarni Sig- urðsson vel með úthlaupi og í það seinna skaut hinn snöggi miðheiji framhjá opnu marki. Bjarni var enn réttur maður á réttum stað skömmu eftir seinna markið, er hann á ótrú- legan hátt bjargaði þrisvar í sömu sókn og fimm mínútum fyrir leiks- lok varði hann meistaralega frá Feyyaz Ucar, sem var settur í sókn- ina fyrir varnarmann um miðjan hálfleikinn. Ucar bætti um betur í næstu sókn og skoraði stöngin inn og á síðustu mínútu átti Mustafa Yucedag skot í slá. Sterk liðsheild íslenska liðið átti góðan og eftir- minnilegan dag. Ásgeir Sigurvins- faém FOLK ■ ÞORVALDUR Örlygssn held- ur utan á sunnudag til Nottingham Forest. Hann taldi jafnar líkur á því að hann kæmist á samning hjá félaginu. „Það ætti að auka líkur mínar að hafa leikið hér gegn Tyrkjum," sagði hann. H BJARNI Sigurðsson, mark- vörður íslenska landsliðsins, varði oft glæsilega í gær. Það mátti því vel nota gömlu tugguna „að Bjarni hafi verið betri en enginn“ því markvörður tyrkneska liðsins heit- ir því skemmtilega nafni Engin Iperkoglu! ■ ARNÓR Guðjohnsen lék sinn þrítugasta landsleik í gærkvöldi og það vildi svo skemmtilega til að leikurinn gegn Tyrkjum var fyrsti sigurlandsleikurinn sem hann hefur tekið þátt í. Morgunblaðiö/Bjarni Eiríksson Pétur Pétursson og Arnór Guðjohnsen höfðu æma ástæðu til að fagna. KNATTSPYRNA / 1. DEILD Ásgeir áfram með Fram? Framarar hafa farið fram á það við Ásgeir Elíasson að hann verði I áfram þjálfari félagsins. Ásgeir sagði í samtali við Morgunbiaðið í gærkvöldi að hann teldi það alveg eins líklegt að hann yrði áfram. I „Eg á þó eftir að taka endanlega ákvörðun og geri það væntanlega eftir Evrópuleikinn í næstu viku. Ég er búinn að vera hjá Fram í fimm [ ár og það er alltaf spurning hvenær sé kominn tfmi til að hætta,“ j sagði Ásgeir. HANDKNATTLEIKUR / HM 21 ASPANI Svíagrýlan á ferðinni son var að öðrum ólöstuðum pottur- inn og pannan í sóknarleiknum. Aldursforsetinn og fyrirliðinn var hreinlega úti um allan völl, vann boltann, dreifði spilinu, skapaði ávallt hættu. — Pétur Pétursson sýndi enn einu sinni að íslenska landsliðið getur ekki án hans verið. Þorvaldur Ör- lygsson gaf hvergi eftir og var ör- yggið uppmálað. Gunnar Oddson var taugaóstyrkur til að byija með, en vann á og stóð sig vel í sínum fyrsta iandsleik. Arnór Guðjohnsen gerði góða hluti og áður er minnst á þátt Bjarna Sigurðssonar. Aðrir leikmenn léku almennt vel, en Guðni tók stundum of mikla áhættu sem aftasti maður. Liðsheildin var sterk og lofar góðu um framtíðina, en skarð Ásgeirs verður erfit.t að fylla. Héðinn Gilsson fékk rauða spjaldið í upphafi seinni hálfleiksins ir við sænska markvörðinn. Ekki ný saga í viðureign íslendinga og ÞUNGBÆR reynsla íslenska landsliðsins í upphafi seinni hálfleik gegn Svíum dró mátt úr leikmönnum liðsins. Héðinn Gilsson, sem hefur farið á kost- um á heimsmeistarakeppni 21 árs landsliða, fékk að sjá rei- supassann þegar staðan var, 12:14. „Þetta var áfall. Slakir tékkneskir dómarar vísuðu Héðni af leikvelli þegar hann hélt utan um leikmann Svía. Dómurinn var strangur og kom hann á örlagaríku augnabliki,*1 sagði Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ. Garnla Svíagrýlan var hér á fullri ferð,“ sagði Hilmar Björnsson, þjálfari íslenska liðsins. „Strákarnir voru oft og mörgu sinn- um einir gegn markverði Svía, Thomas Svenson, sem er einnig aðalmarkvörður sænska landsliðs- ins. Hann fór á kostum og varði tuttugu og sjö skot í leiknum. Þar af ein þrjú vítaköst," sagði Hilmar. íslenska liðið byrjaði vel og skor- aði fyrstu þrjú mörk leiksins. Eftir það fóru leikmenn íslenska liðsins illa með mörg góð marktækifæri og smátt og smátt urðu þeir smeyk- SOVÉTRÍKIN 6 3 3 0 8: 2 9 AUSTURRÍKI 6 2 3 1 6: 6 7 l'SLAND 8 1 4 3 6: 11 6 TYRKLAND 6 2 1 .3 9: 8 5 A-ÞÝSKAL. 6 2 1 3 7: 9 5 URSLIT Spánn 4 4 4 4 4 PólTand Svía. Svíar voru yfir í leikhléi, 9:11, en þegar íslendingar voru að jafna leikinn í upphafi fyrri hálfleiks fékk Héðinn að sjá rauða spjaldið. Þá var staðan, 12:14. Eftir það náðu Svíar fimm marka forskoti, 14:19, sem þeir héldu til leiksloka, 18:23. Mörk íslands: Þoreteinn Guöjónsson 4, Konráð Olavson 4, Héðinn Gilsson 2, Einar Sigurðsson 2, Haraldur lngólfsson 2, Ámi Friðleifsson 1, Davíð Gíslason 1, Sigurður Bjamason 1. HM 21 í handknattleik: A-RIÐILL: ísland - Ungveijaland............30:21 Spánn - Pólland..................30:23 V-Þýskaland- Sviþjóð....:........19:11 ísland - Sviþjóð.................18:23 V-Þýskaiand - Pólland............19:15 Spánn - Ungverjaland.............21:15 Staðan - leikir, stig og markamunur: 6 +16 6 +12 6+7 4 + 1 2 -17 0 -19 lEf lið verða jöfn að stigum þá raðast í sæti eftir markatölu. B-RIÐILL: S-Kórea - Rúmenía................27:29 Júgóslavia - Austurriki..........22:18 Frakkland - Sovétríkin...........18:26 Frakkland - Austumki.............26:22 Júgóslavía - Rúmenia.............22:17 Sovétríkin - S-Kórea.............35:32 Staðan - stig og markamunur: 1. Sovétríkin 8 +26, 2. Júgóslavía 8 +23^^ 3. Rúmenía 4 -6, Frakkland 4 -13, S-Kórea 0 -10, Austurríki 0 -20. Enska deildarbikarkeppnin: Önnur umferð - fyrri leikir: Aston Villa - Wolves...............2:1 D. Platt, S. Gray - Andy Mutch. 27.500. Charlton - Hereford................3:1 Exeter - Blackburn.................3:0 Middlesbrough - Halifax............4:0 Norwieh - Rotherham................1:1 Nott. Forest - Huddersfield........1:1 Gary Crosby - Ken O’Docherty. Portsmouth - Man. United...........2:3 Kenny Black, Martin Kuhl - Paul Ince 2, Dabby Wallace. 18.000. QPR - Stockport....................2:1 Nigel Spackman, Colin Clarke - . Sheff. Wed. - Aldershot............0:0 Tottenham - Southend...............1:0 WBA - Bradford................. ...1:3 York - Soúthampton.................n-i-y - Rodney Wallace. V-Þýskaland: Hamborg - Weixier Bremen...........4:0 Stuttgart - Bayern Múnchen.........2:1 Basvaldo, Fritz Walter - Wohlfarth. Bochum - Bayer Leverkusen..........0:2 Köln - Núrnberg....................2:1 Mannheim - Dortmund................2:1 Homburg - Dússeldorf..............l :0 Uei-dingen - Kaiserslautern........3:2 Karlsruhe - Mönchengladbach........0:1 Frankfurt - St. Pauli..............4:1 HM-keppnin: Sviss - Portúgal...................1:2 Turkyilmaz (28., vsp.) - Futre (74., vsp.), Rui Aguas (77.). Áhorfendur: 15.000 ■Tvö efstu lið riðilsins fara tii ítaliu. Vináttulandsleikir: Júgóslavía - Grikkland.............3:0 Drago(jub Brnovic (8.), Robert I'rosinecki (16.), Darko Pancev (82.). Italia - Búlgaria..................4:0 Roberto Baggio (18. vsp. og 34.), Andrea Carnevale (46.), Nikolai Iliev (53., sjálfsm.) Spánn - Pólland....................1:(T Michel Gonzalez (19.) 21.000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.