Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1989 15 mikla áherslu á tæknilega aðstoð við þróunarlönd, þannig að þau gætu sem best tekið þátt í alþjóð- legu starfi stofnunarinnar og stað- fest samþykktir hennar. í þessu sambandi má nefna stofnun Alþjóða siglingaskólans í Malmö 1983, sem rekinn er fyrst og fremst fyrir nem- endur frá þróunarlöndunum og IMO átti stóran þátt í að koma á fót, ráðgjöf við stjórnvöld, ýmis nám- skeið o.fl. Þátttaka íslands í störfum IMO Augljóst má vera að starfsemi IMO snertir hagsmuni íslands með hliðsjón af mikilvægi siglinga, fisk- veiða og varna gegn mengun sjávar fyrir þjóðarbúskapinn. Sem fámenn þjóð er hinsvegar erfitt að taka þátt í störfum stofnunar eins og IMO á sama hátt og gerist hjá stærri þjóðum. Þvi höfum við Is- lendingar orðið að takmarka þátt- töku nokkuð og skipa málum í for- gang eftir efnum og aðstæðum hveiju sinni. A síðustu árum hefur sú jákvæða þróun orðið að fulltrúar íslenskra hagsmunasamtaka, þ.e. a.s. kaupskipaeigenda, fiskiskipa- eigenda og yfirmanna á skipum hafa tekið vaxandi þátt í störfum IMO. Á vegum IMO hafa verið gerðar samtals 28 alþjóðasamþykktir um öryggi sjófarenda og mengunar^ varnir og hefur 21 þeirra öðlast gildi. ísland hefur staðfest og kom- ið til framkvæmda ákvæðum 11 samþykkta. Meðal samþykkta sem ísland hefur ekki enn staðfest verð- ur að telja tvær samþykktir öðrum mikilvægari fyrir okkur, þ.e. Al- þjóðasamþykktin um menntun, þjálfun, skilríki og vaktstöðu sjó- manna og alþjóðasamþykktin um leit og björgun á sjó. Nú er verið að undirbúa staðfestingu á alþjóða- samþykktinni um menntun, þjálfun, skilríki og vaktstöðu sjómanna, og er þess vænst að unnt verði að ganga frá því á næstunni. Stað- festing samþykktarinnar hefur m.a. í för með sér að undirmenn á kaup- skipum verða að ljúka tilteknu námi og þjálfun áður en þeir hefja störf. Þessi undirbúningur hefur óhjá- kvæmilega tekið nokkuð lengri tíma en búist var við. Hvað varðar stað- festingu Alþjóðasamþykktar um leit og björgun á sjó, hefur það hamlað að ekki hefur enn verið gengið frá heildarskipulagi leitar og björgun- armála á sjó og samstarfi björgun- araðila hér á landi í því sambandi. Er afgreiðsla þessa ináls fyrir löngu orðin tímabær og vissulega okkur til nokkurs vansa í samstarfi þjóða á þessu sviði.' Lokaorð Þegar litið er yfir störf IMO sl. 30 ár blandast engum hugur um að stofnunin hafi með starfi sínu haft veruleg áhrif til að auka ör- yggi sjófarenda og draga úr meng- un sjávar, þó menn kunni e.t.v. að greina á um einstakar ákvarðanir svo og hitt hvort ekki hefði mátt ná enn betri árangri. Reynslan hefur einnig sýnt að þörfin fyrir virkt alþjóðlegt sam- starf á þessum sviðum hefur vaxið með hveiju árinu sem líður og að stofnun IMO var skynsamleg ákvörðun á sínum tíma. Mörg þeirra vandamála sem menn hafa orðið sammála um að þurfi að leysa kreljast alþjóðlegra lausna. í öðrum tilvikum þarf að leita tæknilegra úrlausna þar sem alþjóðleg samvinna mun leiða til skjótari og hagkvæmari niðurstöðu. Fyrir okkur Islendinga hefur samstarfið innan IMO verið afar gagnlegt þó vissulega hafi það vald- ið nokkrum vonbrigðum að tak- markaður áhugi hefur verið þar á öryggismálum fiskimanna. Þess vegna m.a. hefur Island ákveðið með stuðningi hinna Norðurland- anna að leggja fram á næsta alls- herjarþingi IMO (okt. 1989) tillögu að ályktun um frekari samvinnu um öryggi fiskiskipa. Siglingamálastofnun ríkisins sendir sjómönnum öllum og eigend- um skipa árnaðaróskir á alþjóða- siglingamáladaginn. Höfuncliir er siglingamálastjóri. Rafn Geirdal leiðbeinir nemenduin skólans. Morgunblaðið/Svemr Nuddskóli byrjar starfsemi: Fyrsti skóli sinnar tegundar hér á landi Nuddskóli var settur á stofn þann 4. september síðastliðmn, hinn fyrsti sinnar tegundar liérlendis. Skólastjóri er Rafn Geirdal, lögg- iltur sjúkranuddari en hann rak áður Nuddmiðstöðina, þar sem einnig var boðið upp á námskeið og heilsufræðslu. Skólinn er snið- inn að. bandarískri fyrirmynd. Nudd er tveggja ára nám, kennt er um kvöld og helgar, og skráðir nemendur eru 48 talsins. Kennslustundir í sjúkranuddskó- lanum eru 1252 alls, en þær eru fleiri en í nokkrum nuddskóla í Bandaríkjunum. Kennt er slökun- arnudd, heildrænt nudd og parta- nudd. „Sameiginlegt gildi þessara aðferða er að draga úr vöðva- spennu, örva blóðrás og slaka á taugakerfi“ sagði Rafn Geirdal. „Þetta er forvarnarstarf, til þess að menn öðlist líkamlega, hugræna og andlega heilsu. Það er ótrúlegt hve íslendingar þjást af alls kyns kvillum og streitu sem er einn helsti orsakavaldur vöðvabólgu. Þessar aðferðir eru frábrugðnar þessu sígilda sænska nuddi, þar sem tæknin skiptir mestu máli, strokurnar í þessum aðferðum eru mýkri. Djúpslökun gerir það að verkum að tilfinningar róast og hugurinn verður skýrari. Nudd er ein öflugasta aðferðin til þess að halda heilbrigði og erlendis er far- ið að leggja æ meiri áherslu á nudd til almennrar heilsugæslu.“ Einnig er kennd heilsuráðgjöf fyrir alhliða ræktun heilsunnar, meðal annars leiðbeint um fæðuval þar sem áhersla er lögð á „hreint“ fæði. Bóklegar greinar eru líffæra- og lífeðlisfræði, heilbrigðisfræði, vöðvafræði, sjúkdómafræði, nær- ingarfræði og skyndihjálp. Tónaflóð í Hljóð- færahúsinu eftir Erik Júlíus Mogensen Efnisskrá: Fimm prelúdíur, H. Villa-Lobos Hommage a Tarrega, Joaquin Tunina Asturias, Cordoba, Mallorca og Sevilla, Isaac Albeniz Það var haust í lofti, þegar ég at'kaði af stað til hlusta á gítarleik Kristins H. Árnasonar í Hljóðfæra- húsi Reykjavíkur við Laugaveg. ■ Tilefni tónleikanna var, að vekja athygli á nýrri og endurbættri versl- un, sem nú hefur úrval af hljóð- færum, hljómplötum og geisladisk- um og flestu því sem til þarf við tónlistarhlustun eða tónlistarleik. Það var ekki laust við óróleika undirritaðs, þar eð ég átti að gagn- rýna gítarleik Kristins og flutning hans á verkum þriggja valinkunnra manna, sem ég hef ávallt borið ómælda virðingu fyrir, og geri enn. Kristinn er feikna gítaristi, eins og við höfum flest fengið að heyra, Mér eru ofarlega í huga tónleikar Kristins í Langholtskirkju, sem haldnir voru nú í febrúar. Hann hefur spilað á gítar frá blautu barns- beini og hefur komið víða við á ferli sínum, af kennurum hans má nefna Segovia, Barrueco og José Tomas. Tónleikarnir hófust á fimm prelúdíum eftir Villa-Lobos. Þetta eru viðkvæm stykki, einföld og skýr, en krefjast þeim mun meira að flytjandinn gefi ímyndunarafli og ástríðu lausan tauminn. Kristni tókst ágætlega upp, og er mér minn- isstætt í fyrstu prelúdíu, þar sem hann notaði vibrato mjög fallega, og laglínan flaut áfram í bassa- strengjum hljóðfærisins. Jafnfram fannst mér flutningur hans á fjórðu og fimmtu prelúdíu mjög góður. „Hommage a Terrega" eftir Jo- aquin Turina, flaut ágætlega í gegn, en vantaði þó þann eldmóð og neista sem tilheyrir þessari tegund tónlist- ar sem á rætur sínar að rekja til flamengo. Hápunktur tónleikanna var vafa- lítið flutningur Kristins á fjórum píanó-stykkjum eftir Isaac Albeniz, umskrifuðum fyrir gítar. Þar naut leikur Kristins sín rnjög vel. Sér- staklega fannst mér flutningur hans á „Mallorca" og „Sevilla" bera af. Og það er ekki á hvers manns færi áð flytja þessi verk, svona hvert á fætur öðru, svo vel sé. Kristinn H. Árnason hefur enn einu sinni sýnt og sannað, að hann er einn besti gítaristi okkar í dag. Höfundur er gítarleikari. Löng hrísgrjón með ristuðu heilhveitiklíði, núðlumog bragðgóðu grænmeti. Ljúf- fengur fjölskylduréttur. Fyrir 4 - suðutími 8 mín. Heildsölubirgðir: KARL K. KARLSSON&CO. Skúlatúni 4, Rcykjavík, sími 62 32 32 Öll hreinsiefni, bón, sápur, hand- þvottakrem og sérefni til hreinsunar. Jani-Jack Moppuvagnar. Ræstivagnar og séráhöld. Handþurrku- og WC pappír. Teppahreinsivélar, vatnssugur og ryksugur. Einnig snúningsburstavélar. Haka gólfþvottavélar, vélsópar. IBESTAl Nýbýlavegi 18, Kóp. Sími 91-641988 opið 9-18. ÍSÍSTA) Hafnarbraut 61, Keílavík, sími 92-14313 opið 13-18. HVAÐ? BESTA serhæfir hreinlætisvorum sem sig er hreinlætis ahöld íil byöur oll efni ræstmga IBESTAI ÞJONUSTAN lEIII BESTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.