Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 38
m? 38 ‘ MyRGUNBLAÍlÓ ÍÞRÓTTIR m SÉPTÉMBÉR Ið89 Héðinn Gilsson er næst mark- hæstur með 36 mörk. Héðinn fer ekki í bann Héðinn Gilsson, stórskytta íslenska 21 árs landsliðsins, mun ekki fara í ieikbann fyrir að hafa fengið að sjá rautt spjald í leiknum gegn Svíum. Menn voru hræddir um það. Héðinn getur því leikið með íslenska liðinu gegn Pól- veijum í dag. Sá leikur getur skipt miklu máli. Islenska liðið á möguleika á að tryggja sér farseðilinn í næstu heimsmeistarakeppni 21 árs liða. Til þess verður liðið að leggja Pól- land að velli - vinna með góðum mun, en síðan verða Spánverjar að vinna Svía. Svíþjóð er með sex stig og sjö mörk í plús, en íslenska liðið er með fjögur stig og eitt mark í piús. Markatalan getur því ráðið til um það hvort það verða íslensingar eða Svíar sem leika um fimmta sætið. Sex efstu þjóðirnar á Spáni fara beint í næstu HM 21. Mm FOLK ■ FORRÁÐAMENN íslands- meistara KA í knattspyrnu hafa ekki við að taka á móti jgjöfum og áheitum þessa dagana. I gær kom einn af eldri bæjarbúum Akur- eyrar með 50.000 kr., en hann var búin að heita því að ef KA fengi fleiri en 30 stig, myndi hann færa félaginu þessa peningaupphæð að gjöf. ■ ELDRI konu á Akureyri færði félaginu einnig 50 þúsund kr. Hún var búinn að heita 500 kr. á Strand- arkirkju ef KA myndi vinna í Keflavík í lokaumferðinni. Þegar hún sá að það myndi kannski ekki duga sínu féiagi, hét hún einnig 500 kr. á.Strandarkirkju ef FH tapaði. Eftir að ljóst var að KA yrði meistkri, ákvað hún að gefá félaginu 50 þúsund kr. MCOLIN Foster var í gær seldur frá Notthingham Forest til West Ham fyrir '700.000 pund. Foster, sem er 25 ára varnarmaður, mun leika sinn fyrsta leik með West Ham gegn Watford á laugardag- inn. KNATTSPYRNA / 1. DEILD mm Rúnar bestur Rúnar Kristinsson LANDSLIÐSMAÐURINN ungi í KR, Rúnar Kristinsson, fékk fleiri M íeinkunnagjöf Morgun- blaðsins ísumar en nokkur annar leikmaður 1. deildar. Hann fékk alls 14 M, en næstur honum kom markakóngur ís- landsmótsins, Hörður Magn- ússon FH-ingur, með ellefu M. M orgunblaðið gaf þeim leik- mönnum, sem náðu að skara fram úr í leikjum 1. deildarinnar í sumar, M fyrir frammistöðu sína. Eitt M var gefið ef ValurB. leikmaður lék vel, lónatansson tvö M ef hann hafði tóksaman leikið mjög vel og þijú Meí hann hafði leikið frábærlega. Enginn náði því að hljóta þijú M fyrir frammistöðu sína í einum leik í sumar. Rúnar með yfirburði Það ætti að koma fáum á óvart, sem fylgst hafa með 1. deildinni í sumar, að Rúnar Kristinsson hafa fengið felst M. Hann hefur leikið mjög vel á miðjunni hjá KR i sum- ar og verið jafnbesti leikmaður liðs- ins - útsjónasamur og mjög leikinn með knöttinn. Hann hefur fengið M í 13 leikjum af 18 og þar af tvö M einu sinni og verður það að teljast frábær árangur. Hann hefur verið oftast allra í liði vikunnar, eða átta sinnum alls. Rúnar, sem er nýorðinn tvítugur, hefur sýnt að hann er leik- maður framtíðarinnar með íslenska landsliðinu og hefur reyndar náð að tryggja sér fast sæti í landsliðs- hópnum. Fæddur: 5. sept. 1969 Hæð: 175 sm. Þyngd: 65 kg. Arangur: Leikið 51 leik með meist- araflokki KR, 10 landsleiki, 5 U-21 árs, 12 U-18 og 18 drengjalands- leiki. íslandsmeistari með KR í 2. 3. og 4. flokki. Hörður Magnússon úr FH, sem er markakóngur íslandsmótsins, hlaut samtais 11 M í 10 leikjum af 18. Hann náði einu sinni að fá 2 M og var það í leik Fylkis og FH er hann skoraði þrennu. Þrír leik- menn fengu samtals 10 M. Antony Karl Gregory, KA, Guðbjörn Tryggvason, IA og Luka Kostic, Þór. Antony Karl og Luka Kostic fengu báðir einu sinni 2 M. Þorvaldur hlaut þrisvar 2 M Þorvaldur Orlygsson, leikmaður- inn snjalli úr KA, var. eini leikmað- ur 1. deildar sem hlut þrisvar sinn- um 2 M. Birkir Kristinsson, mark- vörður Fram, var sá eini sem fékk tvívegis 2 M Samtals hlutu 27 leikmenn sex M eða fleiri. Þeir eru þessir: 14 M Rúnar Kristinsson, KR 11 M Hörður Magnússon, FH Rún: „Gerði mér vonir um að verða efstur“ - sagði Rúnar Kristinsson sem fékk alls 14 M áð kom Rúnari Kristinssyni ekki á óvart er blaðamaður Morgunblaðsins tiikynnti honum í gær að hann hafi fengið flest M eftir sumarið I einkunnagjöf blaðsins. „Ég vissi að ég var efst- ur eftir fyrri umferðina og gerði mér því vonir um að verða efstur. Ég hugsaði þó aðailega um að spila vel fyrir KR,“ sagði Rúnar. „íslandsmótið var mjög jafnt og skemmtilegt. Liðin skiptust á um að hafa forystu og fyrir loka- umferðina gátu fjögur lið orðið íslandsmeistarar. Við KR-ingar erum ánægðir með uppskeruna. Stefnt var á 4. sætið fyrir tímabi- lið og það náðist. Við lékum til úrslita í bikarkeppninni og urðum Reykjavíkurmeistarar. Ég er bjartsýnn á næsta keppnistímabil og þá ætlum við okkur stærri hluti." Rúnar sagðist stefna á að kom- ast að sem atvinnumaður erlendis í framtíðinni. „Ég ætla þó ekki að ana að neinu og get beðið í eitt til tvö ár eftir góðu tækifæri. Þetta tekur sinn tíma og tækifæ- rið kemur að sjálfum sér ef það kemur.“ -Á Rúnar einhverja fyrir- mynd í knattspyrnunni? „Nei, ég get varla sagt það. En ég hreifst mjög af frönsku leikmönnunum Platini og Tigana er þeir voru upp á sitt besta.“ Keppnistíinabili Rúnars er ekki lokið því hann á eflir spila tvo leiki með U-21 árs liðinu í októb- er. „Síðan ætla ég að taka rriér mánaðar frí frá fótboltanum áður en ég byija að undirbúa næsta keppnistímabil með KR,“ sagði Rúnar. 10 M Antony Karl Gregory, KA Guðbjörn Tryggvason, ÍA Luka Kostic, Þór 9 M Erlingur Kristjánsson, KA Ólafur Gottskálksson, ÍA Sævar Jónsson, Val Pétur Ormslev, Fram Þorvaldur Örlygsson, KA 8 M Baldur Bjarnason, Fylki Birkir Kristinsson, Fram Haukur Bragason, KA Pétur Pétursson, KR 1M Alexander Högnason, IA Andri Marteinsson, Víkingi Halldór H alldórsson, FH Haraldur Ingólfsson, ÍA Jón Sveinsson, Fram Ormarr Örlygsson, KA 6 M Atli Einarsson, Víkingi Bjarni Jónsson, KA Gunnar Oddsson, KR Guðmundur Valur Sigurðsson, FH Hilmar Sighvatsson, Fylki Ólafur Kristjánsson, FH Þorsteinn Halldórsson, KR Námskeið í íþróttasálfneði verður haldið 29. sept. til 1. okt. nk. í íþróttamið- stöð ÍSÍ í Laugardal. Námskeiðið hefst föstudag- inn 29. sept. kl. 17.00. Kennari verður Dr. A. Morgan Olsen, prófessor við íþróttaháskóla Noregs. Sér- og héraðssambönd ÍSÍ hafa fengið allar upplýsingar. Skráning og upplýsingar hjá ÍSÍ, sími 83377. 1 Fræðslunefnd ÍSÍ. GOLF Úlfar með í Evrópukeppninni Ulfar Jónsson, íslandsmeistari í golfi 1989, mun leika með sveit Keilis í Evrópukeppni félags- liða í golfi sem fram fer á Alotia- -vellinum á Spáni í nóvember. Ulf- ar, sem stundar nám í Bandaríkjun- um, hefur fengið frí í skólanum en útlit var fyrir að hann gæti ekki verið með í mótinu. Þess má geta að Ulfar sigraði í einstaklings- keppni á mótinu í fyrra. Ulfari hefur gengið vel að und- anförnu og er í hópi efstu manna í skólaliðinu en skóli Ulfars er fræg- ur fyrir góða kylfinga. Keilismenn hafa haldið þrjú Aloha-mót til að fjármagna ferðina. Næsta mót fer fram á morgun. Mótin verða fimm og eru öllum opin. Sigurvegarar í kepptii með og án forgjafar fara á mót áhuga- manna í Portúgal í nóvember en besti árangur úr þremur mótum gildir. Björgvin Sigurbergsson, GK, er efstur í keppni án forgjafar með 151 högg, Jón Pétursson, GG, er með 153 högg og Guðbjörn Ólafs- son, GK, er með 155 högg. Kristján Einarsson, GR, er efstur í keppni með forgjöf með 127 högg, Jón Pétursson, GG, er með 130 högg og Baldvin Jóhannsson, GG, með 136 högg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.