Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 11
I i < MORGUNBLAÐIÐ FÓSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1989 11 TiT Erum við ein- ir í heiminum? eftir Halldór Jónsson Þegar þetta er ritað að kvöldi 20. september eru 6 klukkustundir þar til að verkfall skellur á í Straumsvík. Skyldu menn þar .ætla að þessi aðgerð verði til þess að laða þá aðila til landsins, sem hyggja á fjárfestingu í orkufrekri stóriðju? Mér finnst umræðan um stóriðju af okkar hálfu líkt og þar tali hin fegursta brúður í heimi. Biðlarnir standi í röðum við dyrnar. Brúðurin getur hins vegar ekki ákveðið sig hvaða skilyrði hún setur. Þeir verði því að bíða eins lengi og henni hent- ar. En það er bara svo um margar fríðar konur, að þær hafa piprað vegna þess að enginn biðillinn upp- fyllti allar kröfurnar. Biómi þeirra fölnaði meðan þær hugsuðu sig um. Mér barst í hendur úrklippa úr blaðinu Forum frá 18. september sl., en það er gefið út í Montreal. í þeirri borg stendur nú yfir Al- þjóðlega Orkuþingið 1989. John Ciaccia er orkumálaráð- herra Kanada. Hann segir í viðtali við blaðið: „Allur þungi orkustefnu okkar beinist að því að gera hana að burð- arási efnahagsþróunar landsins." Þetta sést af því, að á síðustu mánuðum hefur verið tilkynnt um fjárfestingu, sem nemur þremur billjónum kanadadollara í nýjum álverksmiðjum sem byggja á vatns- „Er allt óumbreytan- legt á íslandi? Hags- munir Sturlunga skuli ávallt fremri öllu öðru. Hvern varðar um þjóð- arhag?“ orkuvirkjunum, segir blaðið til áréttingar orðum ráðherrans. „Við hyggjumst einnig styrkja orkuöflun okkar frá vesturhéruðum Kanada til þess að endurbyggja olíuiðnað okkar,“ segir ráðherrann ennfremur. Blaðið heldur áfram: „Fyrr í mánuðinum tilkynnti Ciaccia að fjármögnun gasleiðslu til iðnaðarins í Montreal væri tryggð. Quebec er einnig að leita nýrra leiða í orkumál- um. Fylkið er í samstarfi við EBE við rannsóknir á fljótandi vetni, sem getur leitt til verksmiðjuiðnaðar í Quebec. Ciaccia vonar að Alþjóða Orku- þingið í Montreal muni kynna möguleika orkuiðnaðar Quebec. Ekki aðeins á sviði vatnsorku, held- ur einnig á verkfræðiþjónustu og tækjaiðnaði, sem slíku fylgir, nýjum sjónarmiðum í olíuiðnaði og rann- sóknum á nýjum orkugjöfum. Á meðan verkfallsmenn í Straumsvík standa vörð um hinn heilaga samningsrétt íslensks verkafólks getur biðillinn fríði verið að taka saman pjönkur sínar og sem tekur svo málið að sér. Þessi skipan hefur gefist vel. Mér finnst rangt í umræðu um þessi mál að útmála það svo að sá sem lendir í að vera misnotaður sé nánast glatað- ur einstaklingur. Miklu frekar ætti að leggja áherslu á að það er hægt að komast yfir öll áföll með góðri hjálp og staðföstum vilja, auðvitað eiga sér allir viðreisnar von þó illa sé farið með þá um tíma. Það er brýnt að tala vel við börn sem lenda í svona málum og hlusta á og virða þeirra skoðanir. „Vissi ekki betur en foreldr- amir mættu beija hann“ Oft er hægt að hjálpa börnum að lifa við erfiðar ástæður sem illmögu- legt er að breyta. Andlegt ofbeldi t.d birtist oft í mynd afskiptaleysis eða niðurlægingar. Mörg börn búa við mikið afskiptaleysi. Sum börn eru látin sjá um sig sjálf þó ekki séu þau gömul. Sum hafa lykla en önnur mega jafnvel ekki fara inn til sín. Þau verða að bíða úti þar til foreldr- ar þeirra koma heim úr vinnu. Mað- ur spyr sig af hveiju fólki geri þetta. Til þess liggja vafalaust marg- ar ástæður. En þetta ástand hefur oft hræðilegar afleiðingar. Böm hafa hvorki þrek né þroska til þess að þola þetta. Þegar fram í sækir lenda þau oft í óreglu og vondum félagskap vegna einstæðingsskapar og leiðinda. Ef þjóðfélagið þarf á foreldrum að halda í vinnu verður það að sjá til þess að börnin líði ekki fyrir það. Það hefnir sín að hugsa ekki um börn og unglinga. Því miður eru börn yfirleitt ekki ofarlega á for- gangslistanum í umhugsun og í sum- um tilvikum eru þau þar alls ekki. Foreldrar gera oft miklar kröfur til barna sinna, þau eiga að sýna mik- ;nn árangur í námi, vera ofboðslega klár og þau eiga að vera í góðum félagsskap. Hvað býður heimilið þeim á móti svo þetta geti orðið? Alltof oft skortir börn bæði hlýju, öryggi og umhugsun og án þessa verður árangur þeirra sjaldnast mik- ill. Þeir sem fara illa með börn koma úr öllum stéttum þjóðfélagsins en betur stæða fólkið getur oft falið betur hve illa er komið fyrir barninu. Mér finnst of lítið gert af því í skólum og á sumum heimilum að innræta börnum jákvæð viðhorf til náungans. í skólunum er nánast öll áherslan lögð á námið sjálft en minna hugað að því hvernig börnun- um liður. Það e’r alltaf eitthvað um að börnum sé strítt svo þau líði veru- lega fyrir það. Sum börn hafa eitt- hvað við sig sem býður þessu heim. Stundum er um að kenna van- rækslu, svo sem skorti á hreinlæti. Ég hef séð hér börn sem nánst eru grómtekin af óhreinindum og lykta því illa. Ég hef reynt að fá foreldra viðkomandi barns til þess að laga þetta en árangurinn er oft sorgiega lítill. Svo mega þessi börn sitja áfram samanhnipruð úti í horni meðan hin börnin spotta þau og hæðast að þeim fyrir ólyktina. Svona getur vanræksla af ýmsu tagi valdið litlu barni mikilli óhamingju. Hin börnin sem stríða eiga líka um sárt að binda. Þeim hefur oft ekki verið kennt að bera virðingu fyrir náung- anum. Sum þeirra hljóta þau örlög að verða með aldrinum illa þokkuð fyrir ógeðfellda framkomu. Það þyrfti að leggja meiri áherslu á hinar mannlegu hliðar kennslunar þegar verið er að mennta kennara. Alltof fáir kennarar ræða við börn um hvers vænst sé af þeim sem manneskjum og hvers þau geti vænst af öðrum. Mér þótti sárt að fá hingað til mín ungling sem vildi ræða það hvort foreldrar hans mættu betja hann með herðatijám eða beltum. Hann vissi ekki betur en foreldrarnir mættu beija hann. Hann kveinkaði sér aðeins undan aðferðum þeirra. Ekkert barn ætti að vita svo lítið um rétt sinn, það ætti skólinn að sjá um. Magnús R. Jónasson heilsugæslu- læknir í Fossvogi gerir á námsstefnu Hjúkrunarfélagsins grein fyrir könn- un sem skólalæknir og skólahjúk- runarfræðingur í Fossvogsskóla gerðu á aðstæðum níu ára barna 1986 til 1987. í ljós kom í þessari könnun að 34 prósent níu ára barna í skólanum voru ein allan daginn eða hluta úr degi eftir að skóla lauk. Fjögur prósent þessara barna þurftu að auki að sjá um yngri systkini sín þennan tíma. Að sögn Magnúsar kom í ljós í sömu könnun að 40 prósent af níu ára börnum tilreiddu sjálf morgunmat sinn og 6 prósent barnanna sáu sjálf um hádegismat sinn. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Steinkassi - elliheimili eftir Gísla Sigurbjömsson Halldór Jónsson leita bónorðs annars staðar. Eftir situr Fjallkonan og piprar. Höfum við ráð á að láta 400 verkalýðsfélög, öll með stöðvunar- vald í þjóðfélaginu, stunda kjara- baráttu á hinum örlitla íslenzka vinnumarkaði? Var þetta ekki nógu erfitt fyrir? Er allt óumbreytanlegt á íslandi? Hagsmunir Sturlunga skuli ávallt fremri öllu öðru. Hvern varðar um þjóðarhag? HöRindur er annar afforstjórum Steypustöðvarinnar hf. Gísli Sigurbjörnsson K Ármúla 29 símar 38640 - 686100 £ ÞORGRÍMSSON & C0 Armstrong LOFTAPLÖTUR KORKQPIA5T GÓLFFLÍSAR r^iRMAPLAST EINANGRUN GLERULL STEINULL Sökum lasleika um nokkurt skeið hef ég ekki skrifað í blöðin um elli- málin, enda þótt af mörgu sé að taka. Nýlega barst mér bréf erlendis frá. „Ætlarðu ekki að svara þeim um steinkassana," spurði íslending- ur, sem þar dvaldist. „Jú, ég mun ræða um steinkassa og annað, þegar þar að kemur.“ í steinkassanum hjá okkur á Grund dveljast nálægt_300 manns og fyrir austan, í Ási/Ásbyrgi, um 130. Hrafnista hefur nálægt 560 manns í sínum steinkössúm og nokkrir fleiri steinkassar eru víðs vegar um landið. Við erum mörg talin úr leik — en svo mun ekki reynast. Höfundur er forstjóri Elliheimilisins Grundar. ^Aúglýsinga- síminn er 2 24 80 Við komum fljúgandi Við lyftum okkur til flugs frá Reykjavíkurflugvelli og hefj- um sérstakt kynningarátak utan borgar á starfseminni og ferðum þeim sem við höfum að bjóða. Við komum á Dornier-vélinni okkar sem jafnframt verður til sýnis að utan og innan á meðan á hverri heimsókn stendur. Vetraráætlun okkar Við ætlum að kynna fyrir- tækið, vetraráætlun okkar, borgirnar sem við fljúgum til og ferðamöguleika út frá þeim. Auk sölufólks verða á staðnum tveir flugmenn og ein flugfreyja sem ætla að kynna störf sín. Frúin f llamborg Sú ágæta frú verður með í för og mun hefja upp raust sína og syngja fyrir við- stadda og eflaust gera eitthvað fleira óvænt og skemmtilegt. Henni til að- stoðar verður stúlka afyngri kynslóðinni. Ferðatilboð - ferðagetraun Við gerum ykkur líka sér- stakt ferðatilboð sem gildir aðeins þann dag sem kynn- ingin stendur. Þar að auki efnum við einnig til ferða- getraunar á öllum sjö stöðunum með farmiðum tit Amsterdam í vinning. Við komum í heimsókn Flugvellinum 24. september Kl. 11:00-12:00 Ferðamiðstöð Austurlands 24. september Kl. 15:30-18:30 Spnte ARNARFLUG Spnte Lágmúla 7, simi 84477

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.