Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNSLAÐIÐ iPÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1989 Ást er. . . liTmnnrn "“Ttlf . . . að koma fram við hana eins og forsetafrú. TM Reg. U.S. Pat Off — all rights reserved ® 1989 Los Angeles Times Syndicate Ég heimta að fá félags- fræðing, til að tala við ... HÖGNI HREKKVÍSI Meira popp á lang- bylgjuna Til Velvakanda. Laugardaginn 9. september birt- ist bréf frá Oddi, sem óskaði eftir minna poppi á Rás 1. Þessu vil ég fyrir hönd sjómanna mótmæla alveg harðlega. Við þurfum meira og minna að reiða okkur á langbylgju- sendingar Rásar 1 og heyrum varla FM, hvorki Rás 1 né Rás 2, nema helst á grunnslóð. Þegar komið er lengra út heyrum við ekkert nema Rás 1 og við þurfum okkar popp eins og annað ungt fólk. Væri ekki hreinlega hægt að færa meira efni af Rás 2 yfír á langbylgju. Rásin er með bestu þættina. Ég ætla ekki að nöldra en vil biðja ráðamenn hjá RÚV að at- huga þetta. Svo ætla ég að þakka þeim fyrir næturútvarpið á lang- bylgjunni og mjög fjölbreytt efni sem þar er flutt nú orðið. Við sjó- menn kunnum vel að meta þessa góðu þjónustu. Sjómaður Skelfíleg áform um skattahækkanir Til Velvakanda. Kæri vinur minn, Ólafur Ragnar. Mikið varð ég undrandi og sár þegar þau tíðindi spurðust út að enn ætti að hækka skatta, en að- eins á þeim hópi einum sem ætti börn og hefði ráðstöfunartekjur 200 þús á mánuði. Þannig væri tryggt með niðurfellingu barnabóta hjá þessum hópi að byrðum þjóðfélags- ins væri enn óréttlátar dreift en áður hefur verið. Þú hefur bersýnilega ekki gert þér grein fyrir því að þetta myndi koma langhai’ðast niður á þeim hópi fólks sem er á aldrinum 20-40 ára. Einmitt sama hópi og stendur oftast í því að koma yfir sig hús- næði, og sætir verulegri skerðingu á vaxtafrádrætti með upptöku vaxtabóta. Barnabætur eru hluti af skatt- kerfinu, eins og sjómannaafsláttur, húsnæðisbætur og vaxtafrádráttur. Með því að skerða barnabætur til þessa hóps eins er hreinlega verið að hækka skattprósentu þessa hóps. Undrandi hef ég áður verið, en aldrei eins og nú. Gerir fólk sér grein fyrir að hjá foreldrum þriggja barna er þetta skattahækkun upp í 150 þús. á ári, e.t.v. hjá ungum hjónum, þar sem annað hjóna er með 140 þús. á mánuði og hitt með 70 þús. á mánuði. Laun að frá- dregnum sköttum og lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgjöldum eru 160 þús. á mánuði, bamagæsla er 42 þús. húsnæðiskostn. er 40 þús. Þá standa eftir 78 þús. á mánuði í all- an mat, rekstur bifreiðar, trygging- ar, fatnað og annað. Barnabæturn- ar hafa í reynd verið geysilegur styrkur, en t.d. fjarri því að greiða dagmömmum og leikskólapláss. Nú eru hins vegar áform uppi um að taka barnabæturnar af þessum hópi. Grein þesi er ákall til forsætis- og ijármálaráðherra um að hætta við þau skelfilegu áform að fella niður barnabætur. Væri ekki nær að snúa sér að skattsvikurunum í stað þess að elta uppi barnafólk. Er þess óskað að forráðamenn þjóð- arinnar hverfi frá þessum áformum, séu raunverulega uppi áform um þetta. Einn undrandi Víkverji skrifar Islandsmót það í knattspymu, sem lauk síðastliðinn sunnudag, var sérstaklega spennandi og úrslit réð- ust ekki fym en í síðustu umferð. Þau voru í takt við annað í þessu móti; óvænt og jafnvel ótrúleg. Menn hafa leikið sér að því í allt sumar að spá um úrslit leikja og lokastöðu í deildinni, en vægast sagt með mis- jöfnum árangri. Marga spádóma hafði Víkveiji heyrt áður en loka- staðan lá fyrir, í rauninni svo marga að einhveijir hljóta að hafa rætzt. Spjall á miðju sumri við séra Pálma Matthíasson, fyrrum sóknarprest á Akureyri, nú í Bústaðasókn, er sér- staklega eftirminnilegt þegar hugsað er til liðins íslandsmóts. Séra Pálmi sagði þá við skrifaraj að KA-menn ynnu deildina og yrðu Islandsmeistar- ar í fyrsta skipti. Hann hafði dreymt fyrir úrslitum mótsins á táknrænan hátt og hvernig sem allt veltist í baráttunni inni á vellinum var draum- urinn ávallt í huga þessa fyrrum blak- og handboltaleikmanns með KA. Fáum sagði Pálmi frá draumnum, en lét þó Guðjón Þórðarson vita af honum og það þegar um síðustu ára- mót. xxx Knattspyrnumenn halda sína uppskeruhátíð í kvöld og án efa verður mikið um dýrðir. Leikmenn- imir velja þá beztu úr sínum hópi og margvíslegar viðurkenningar verða veittar. Af þjálfurum 1. deildar- liðanna í sumat' vekur það athygli að tveir yngstu þjálfaramir tróna með lið sín á toppi deildarinnar, Guð- jón Þórðarson þjálfari KA og Olafur Jóhannesson þjálfari FH. Frammi- staða þessara ungu manna er sér- staklega athyglisverð, Guðjón tryggði Akureyringum íslandsbikarinn í knattspyrnu í fyrsta skipti og Olafur kom liði FH í Evrópukeppni, en slíkum árangri hefur Hafnarfjarðar- liðið ekki náð áður. xxx Ríkissjónvarpið sýnir um helgina frá Ryder-keppninni í golfi og mun þetta vera í fyrsta skipti, sem sýnt er beint frá golfkeppni í sjón- varpi hérlendis. Á þriðjudag sýndi sjónvarpið þátt þar sem keppnin var kynnt og greint frá helstu úrslitum í keppninni þá áratugi, sem hún hef- ur farið fram. Hroðvirkni við þýðingu eða textun myndarinnar vakti sér- staka athygli og óánægju Víkvetja. Svo dæmi séu nefnd þá var Faldo bæði kallaður Feldo og Fowlder og Stadler vat'ð Stagler. Er enski þulur- inn sagði frá því að allt væri jafnt kom íslenzki textinn og greindi frá því að brautin væri þráðbein! Sem betur fer verða áhugamenn um golf í sjónvatpssal á morgun og sunnudag og fylgjast með framvindunni í Ryd- er-keppninni. xxx Vakthafandi Víkverja hefurborizt bréf frá einum af skipuleggjend- um styrktamannaketfis Sjálfstæðis- flokksins vegna skrifa um það síðast- liðinn laugardag. í bréfinu segit' meðal annars: „Víkvetji sagði að það væri ljóður á viðhorfskönnuninni að hún byðist aðeins styrktarmönnum. Þetta er ekki alveg rétt. Viðhorfskönnunin stendur styrktarmönnunum til boða, en aðrir sjálfstæðismenn geta einnig gerst áskrifendur að henni. Þetta hefur komið fram í Flokksfréttum miðstjórnar .Sjálfstæðisflokksins, en kemur ekki fram í kynningarbækl- ingi um styrktarmannakerfið, og kann misskilningur Víkvetja að stafa af því. Styrktarmenn þurfa ekki að greiða sérstaklega fyrir að taka þátt í við- horfskönnuninni, en aðrir sjálfstæðis- menn sem óska eftir áskrift greiða 500 krónur á ári fyrir beinan kostnað við 2 til 3 viðhorfskannanir. Þar er um að ræða vinnu við að sernja kann- anirnar, ijölrita og senda út, og vinna úr þeim. Þátttakendur greiða fyrir áskrift af þeirri einföldu ástæðu að ekki þykir rétt að láta aðra greiða kostn- aðinn. Viðhorfskönnunin stendur öll- um áhugasömum sjálfstæðismönnum til boða, og er ný og athyglisverð leið fyrir flokksmenn til að láta heyra í sér, og gagnleg forystu flokksins til að hlusta á sjónarmið. Þessi könn- un er á engan hátt bindandi fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins. Hægt | er að gerast styrktarmaður og/eða áskt'ifandi að viðhorfskönnun á skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins." Víkvetji, sem ekki er reglulegur lesandi Flokksfrétta miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins, þakkar upplýs- ingamar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.