Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 30
3ft M,QRPljNPI/LÐJÐ1 FQgTUDAGIyR,. 22, gEPTEMBER 1989 ffclK í fréttum Bókasýning var í innri sal Nýhafn- ar. A myndinni eru frá vinstri Val- gerður Kristjónsdóttir, Bjarnfríður Guðmundsdóttir og Arnfríður Jón- asdóttir. MENNING BÓKRÚN 5ÁRA M Utgáfufélagið Bókrún stóð fyrir 3 daga bókakynningu í listasalnum Nýhöfn fyrir skömmu í tilefni af fimm ára afmæli félagsins sem var í sumar. Þijár Ijóðabækur voru gefnar út í til- efni hátíðarinnar og voru þær kynntar við þetta tækifæri og flutt tónlist. Tónlist var flutt á afmæli Bókrúnar. Hér sjást þær Bryndís Halla Gylfadóttir leika á selló og Hlíf Sigurjónsdóttir á fiðlu. SKAPOFSI Höfðu gleraugun brotið af sér? Mikið var rætt um hjónaband þeirra Madonnu og Seans Penns á sínum tíma en það leið und- ir lok og var skapstirðleika leikarans Penns kennt um að mestu. Haft er fyrir satt að þótt margir mánuðir séu liðnir síðan að þau Madonna gengu frá hjúskaparmálum sínum sé Penn enn langt frá því að vera sáttur við orðinn hlut og hefur hann til þessa þurft minna tilefni til þess að skeyta skapi sínu á nærstöddu(m). Fyrir nokkru var til dæmis haldið uppboð vestur í Hollywood og átti allur ágóði af því að renna til líknar- mála. Gripirnir á uppboðinu voru hitt og þetta glingur úr fórum frægs fólks. Sean Penn mætti manna fyrst- ur og bauð stíft í sólgleraugu sem fyrrum kona hans Madonna hafði borið er hún lék annað aðalhlutverk- ið í kvikmyndinni Desperatly Seeking Susan. Töldu nærstaddir að Penn vildi eignast eitthvað úr eigu Ma- donnu sökum viðkvæmni. Það var nú eitthvað annað. Eftir að gleraug- Madonna með gleraugun sem Penn braut. un voru slegin Penn fyrir 500 doll- ara, stormaði hann fram á næsta baðherbergi, fleygði þeim í gólfið og hoppaði ofan á þeim. Linnti hann ekki látum fyrr en gleraugun voru mölbrotin. Agatlia Christie TIMAMOT Haldið upp á aldar- aftnæli Agöthu Christie St Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgun- blaðsins. Anæsta ári eru liðin 100 ár frá því leynilögreglusagna- höfundurinn Agatha Christie fæddist. Af því tilefni verður efnt til veglegra hátíðarhalda. í síðustu viku voru 99 ár liðin frá því að Christie fæddist. Þá efndi barnabarn hennar, Mathew Pritchard sem er stjómarformað- ur fyrirtækisins Agatha Christie hf. ti! blaðamannafundar og kynnti áætlanir um að efna til viðamikilla hátíðarhalda á næsta ári í tiiefni aldarafmælisins. Agatha Christie varð fyrst þekkt þegar skáldsaga eftir hana kom út árið 1926. Þekktasta per- sóna hennar er belgíski leynilög- reglumaðurinn Hercule Poirot. Aðeins Biblían og verk Shakespe- are hafa selst í fleiri eintökum en verk AgöthuChristie. Bækur hennar hafa selst í tveimur mill- jörðum eintaka á 45 tungumálum. Leikrit hennar Músagildran er enn leikið fyrir fullu húsi í Lundúnum 37 ámm eftir að það var sýnt fyrst. í sjónvarpi verða sýndir þættir og myndir gerðar eftir sögum hennar á komandi vetri. Ymis verk hennar verða á fjölunum víða um iand. Á næsta ári ber rós nafn hennar á árlegri blómasýn- ingu í Chelsea í Lundúnum. í fæðingarstað Christie, Tor- quay, verður mikið um dýrðir. Sett verða á svið 3 leikrit og sýnd- ar fjórtán myndir eftir verkum hennar og ársfundur glæpasagna- höfunda verður haldinn í bænum. ÚTLITSBREYTING Brooke Shields breytir til Það er ótrúlegt hvað ný hárgreiðsla og öðruvísi andlitsmálning getur breytt konum mikið. Þær sem vilja breyta til ættu bara að líta á leikkonuna Brooke Shields. Bandarískt kvennablað fékk hana til liðs við sig til að sýna lesendum fram á að þeir gætu gjörbreytt útliti sínu með því að leita til hárgreiðslu- og förðunarmeistara. Breytingin á Brooke er vissu- lega athyglisverð, hún er eins og ný kona. COSPEK SUMARFRÍ KÓNGAFÓLK í SIGLINGU Breska konungsfjölskyldan fór saman í sumarleyfí í ágúst. Elísabet Bretadrottn- ing og eiginmaður hennar Filip prins fóru í siglingu með skipinu Britannia og í för með þeim voru Karl Bretaprins og Díana og Andr- és hertogi af Jórvík með eiginkonu sinni og dóttur. Litla Beatrice prinsessa er ekki nema eins árs gömul en hún er þegar farin að fylgja foreldrum sínum í alls konar ævintýra- ferðum. Nú hefur verið tilkynnt að hún eigi von á litlu systkini í mars nk. Andrés er í breska flotanum og svo virtist sem dóttir hans kynni jafn vel við sig á sjónum og hann. Sara, hertogaynja af Jórvík, stígur með litlu dóttur sína uin borð í skipið Brítanniu. Skðmmu eflir að myndiu var tckin var skýrt formlega frá því, að Sara gengi með annað barn undir belti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.