Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 24
ox.o' jTtteKirma ss í-iiffé jhttquom MORGUNBLAÐIÐ -FOSTUDAGUR 22. -SEPTEMBER 1989- - Lífeyrissjóður trésmiða: Óskar eftir að Lífeyrissjóðurinn Sameining taki við rekstrinum LÍFEYRISSJÓÐUR Trésmiða hcfur sent Lífeyrissjóðnum Sameiningu erindi þar sem óskað er eftir því að Lífeyrissjóðurinn Sameining taki að sér rekstur sjóðsins. Margrét Einarsdóttir umsjónarmaður Lífeyris- sjóðs trésmiða sagði að erindinu hefði verið vel tekið innan stjórnar Sameiningar og átti hún fastlega von á að Lífeyrissjóður Sameiningar tæki að sér reksturinn. Margrét sagði skýringuna á beiðni Lífeyrissjóðs trésmiða fyrst og fremst þá að sjóðurinn væri lítil ein- ing og hlutfallslega dýrari í rekstri en stórir sjóðir. Á síðasta ári var rekstrarkostnaður sjóðsins um 17% og árið þar á undan 22%. Margrét sagði að það væri of hátt hlutfall og stefnt væri að því að koma rekstri sjóðsins niður í um 6-7%. „Við náum því ekki á meðan sjóð- urinn er svona lítill og við erum ein. En með því að sameinast öðrum sjóð í rekstri þá námum við rekstrar- i,_" jaafó íd — kostnaði verulega niður og að því er vitanlega stefnt,“ sagði Margrét. „Við lítum einnig á þessa ósk okk- ar sem fyrsta skref í þá átt að við eignumst einn öflugan lífeyrissjóð fyrir allt Norðurland. Þá erum við að tala um stóra einingu sem hag- kvæm yrði í rekstri, en ekki síst er það ávinningur að Norðlendingar myndu stjórna því hvar peningarnir yrðu ávaxtaðir. Hins vegar megum við ekki gleyma því hver er tilgang- ur lífeyrissjóða, þ.e. að greiða líf- eyri, en sú umræða finnst mér hafa gleymst að undanförnu," sagði Margrét. Morgunblaðið/Rúnar Þór. Baldvin Björnsson, Jóhannes Páll Héðinsson og Bogi Pétursson við smíðarnar. Drensjaheimilið Astjörn: Svefiisalir panelklæddir og kojur smíðaðar Laugardapr: Dansleikur Hljómsveit Ingimars Eydal leikur íyrir dansi. Hótel KEA ÁSTIRNINGAR hafa unnið að gagngerum endurbótum á svefnsöl- um heimilisins, en hafist var handa um viðgerðir og endurbætur strax að loknu starfí í ágúst. Á Ástjörn í Kelduhverfí rekur Sjónar- hæðarsöfiiuðurinn á Akureyri drengjaheimili og gekk starfið í sumar sérlega vel, en aldrei áður hefúr verið önnur eins ásókn í að komast þar að og í sumar. Á stundum voru allt upp í 90 drengír á heimilinu, en boðið er upp á sumardvöl i tvær, Qórar og átta vikur og nokkrir drengjanna dvöldu í tíu vikur að Ástjörn í sum- ar. Ymislegt er í boði fyrir drengina, en vinsælast þykir að sigla. I sumar voru keyptir fimm hjólabátar, en að auki eru til reiðu margir ára- og seglbátar. með vinnu og fjárframlög," sagði Bogi. „En það er líka gleðilegt hversu mikið sjálfboðaliðastarf Islending- ar hafa innt af hendi, margir hveijir. Við sem vinnum að þessu og berum ábyrgð á því erum að sjálfsögðu afar þakklát fyrir allt sem gert hefur verið fyrir okkur, en mest af öllu þökkum við Guði, sem hefur verið svo góður við okkur og blessað starfið ríkulega í þau 43 ár sem við höfum starf- að,“ sagði Bogi. . Bogi Pétursson forstöðumaður Ástjarnar sagði unnið væri að gagngerum endurbótum á svefn- skálunum tveimur, m.a. er sett ný einangrun og panelklæðning á veggi. Þegar er búið að klæða stærri salinn. Þá verða smíðaðar nýjar kojur í báða salina, því þær sem fyrir voru þóttu gamlar og lúnar; þær elstu voru jafngamlar starfinu, eða 43 ára. „Þessar endurbætur kosta stórfé, en við Ástirningar erum bjartsýnir og höfum trú að takast muni að koma þessu í höfn,“ sagði Bogi. „Við erum þakklátir öllum þeim sem hafa hjálpað okk- ur, en í sumar hafa unnið hjá okkur um 40 Færeyingar í sjálf- boðaliðastarfi og um 30 íslending- ar.“ Samskiptin við Færeyinga hófust eftir að Jogvan Purkhus fluttist frá Færeyjum til íslands og hóf að starfa þar, hann kynnti itarfið bræðrasöfnuðum þar í ndi, en Bogi sagði að mikið og blómlegt kristilegt starf væri í Færeyjum. „Færeyingar hafa með mikilli gleði hjálpað okkur bæði st; la: Lyfjakostnaður við hjúkrunardeild: Unnt að spara verulega ef lyf yrðu keypt í heildsölu UNNT er að spara allt að hálfri milljón króna á ári í lyfjakostnað á rekstri hjúkrunardeildar Hlíðar ef lyf yrðu keypt í heildsölu frá lyfjafyrirtækjum í stað þess að kaupa þau af apótekum. Ráða þarf lyfjafræðing að þeim stofnunum sem kaupa lyf beint frá heildsölufyr- irtækjum. Lyíjakostiiaður er verulega stór liður í rekstri hjúkruna- rdeilda og voru upplýsingar þar um lagðar fram í öldfunarráði lyrir skömmu. TÓNLISTARSKÓLINN Á AKUREYRI Hafnarstræti 81, simi 21460 - 21788. Tónlistarskólinn verður settur í Akureyrarkirkju laugardaginn 23. september kl. 17.00. 2 lítrar Coca Cola kr. 99,- IV2 líter kr. 91,- Verslunin Þorpið, Móasíðu 1. Bjarni Kristjánsson forstöðumaður öldrunarþjónustu Akureyrarbæjar sagði að lyf væru keypt af apótek- um með ákveðnum afslætti, en heimild væri til þess í lögum að ráða lyfjafræðing til starfa til þeirra heilbrigðisstofnana sem fengið hafa starfsleyfi heilbrigðisráðherra sem sjúkrastofnanir. Þær stofnanir hefðu þá heimild til að kaupa lyf í heildsölu. Gert er ráð fyrir að lyljakostnað- ur geti lækkað verulega frá þvi sem nú er, ef lyf væru öll keypt á heild- söluverði. Öldrunarráð hefur sótt um heimild til að ráða lyfjafræðing svo hægt verði að kaupa lyf á heild- söluverði. „Við teljum að þrátt fyrir verulegan afslátt á lyfjum getum við sparað nokkur hundruð þúsund króna eða allt upp í hálfa milljón króna,“ sagði Bjarni. Bæjarráð hefur frestaði af- greiðslu málsins. Athugasemd Haust/vetur ’S9 eftir Leó Ingólfsson, rafeinda virkja Ekki nenni ég að eltast við allan vaðalinn úr Ragnhildi Guðmunds- dóttur, formanni Félags íslenskra símamanna, eða ruglið um umslög, eyðublöð og frímerki, sem hún virð- ist hafa fengið á heilann, en snerta auðvitað ekkert kjarna málsins. Hins vegar er það alltaf til leiðinda þegar farið er rangt með einfaldar tölur og mikilvægar staðreyndir dregnar undan. Ég tel því rétt að eftirfarandi komi fram. Fyrir það fyrsta eru símsmiðirn- ir, sem gengið hafa í Rafiðnaðar- samband íslands, ekki 80 talsins heldur 120. í öðru lagi er það alls ekki upp- haf þessa 'máls, að símsmiðirnir fengu bréf á liðnu sumri eins og Ragnhildur Guðmundsdóttir vill láta fólk halda þótt hún sjálf viti miklu betur. Það rétt er að í júlí í fyrra höfðu nær fjórir tugir símsmiða skrifað Pósti og síma bréf og óskað flutnings yfir á ráningar- kjör skv. kjarasamningi Rafiðnað- arsambands íslands. Þessi bréf urðu svo rúmlega hundrað áður en lauk. 1 framhaldi af þessu var um miðjan ágúst í fyrra haldinn fjöl- mennur fundur símsmiða í FÍS þar sem kosin var fimm manna nefnd til þess að vinna að framgangi málsins. Um þennan fund var Ragnhildi Guðmundsdóttur full- kunnugt þótt hún vilji bersýnilega helst gleyma honum núna. Að endingu er rétt að rifja það upp, að þegar rafeindavirkjar hjá ríkinu stóðu í sínu striði hér um árið, þá mættu þeir fullum skiln- ingi, velvilja og jafnvel stuðningi hjá starfsmannafélögum útvarps og sjónvarps. Félag íslenskra síma- manna með Ragnhildi Guðmunds- dóttur í broddi fylkingar beitti sér hins vegar af alefli gegn yfirlýstum vilja og hagsmunum rafeindavirkja og gekk þar í lið með samninga- nefnd ríkisins og forsvarsmönnum Pósts og síma. Þann leik á greini- lega að endurtaka núna við símsmiðina. Virðandi fyrir sér Ragnhildi Guð- mundsdóttur uppstillta öðru sinni þétt við hlið samninganefndar ríkis- ins og forráðamanna Pósts og síma, er ekki að furða þótt símsmiðir og aðrir rafiðnaðarmenn spyiji í for- undran: „Hverra hagsmuna er kon- an að gæta???“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.