Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1989 27 atiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Veikleikar Fisksins í dag lýkur umfjöllun um veikleika merkjanna á Fiska- merkinu (20. feb. - 19. mars). Eins og áður er hér fyrst og femst verið að fjalla úm mögulega veikleika hins dæmigerða merkis. I fyrsta lagi þurfum við að hafa í huga að hver maður á sér nokkur stjörnumerki og í öðru lagi að við getum unnið með veikleika okkar og því er ekki víst að eftirfarandi eigi við um alla Fiska. Fer krókaleiðir Eitt af því sem stundum háir Fiskum er að þeim er illa við deilur eða það að særa annað fólk. Þeir eiga því stundum erfitt með að ganga hreint til verks þegar um óþægileg mál er að ræða og eiga til að fara krókaleiðir sem síðar leiða til enn meiri erfiðleika. Utan við sig Þar sem Fiskurinn hefur sterkt ímyndunarafl á hann til að gleyma sér í eigin heimi og er því oft utan við sig. Hann gleymir því til dæmis hvar hann lagði bílnum eða á erfitt með að muna hvort fundurinn hafi verið klukkan hálf átta eða hálf níu. Það að taka ekki alltof vel eftir er því meðal veikleika Fisk- anna. Flókið val Fiskar eru oft hæfileikaríkir og hafa áhuga á mörgu. Það getur leitt' til þess að þeir eiga erfitt með að finna sig eða vita hvað þá langar til að gera. Það getur leitt til rótleysis. Órói Nátengt framangreindu er þörf fyrir Ijölbreytni og litríkt líf. Fiskinum leiðist grár og venjulegur veruleiki og fyllist leiða og óróa, ef líf hans er ekki spennandi. Fyrir vikið á hann tii að vera órólegur og oft óútreiknanlegur. Draumlyndi Fiskurinn liefur sterkt ímyndunarafl. í einstaka til- vikum leiðir það til draum- lyndis og þess að margt er hugsað en minna fram- kvæmt. Þá er lifað í eigin draumaheimi, horft út um gluggann og gerðar áætlanir sem síðan gufa upp. ímyndun Þessu sama ímyndunarafli getur fylgt önnur hætta, eða sú að hugsað er fram í tímann og atburðir sviðsettir og oft á þann veg að það dregur úr framkvæmdasem- inni. Sterkt ímyndunarafl getur því leitt til kvíðatilfinn- inga ef ekki er að gáð. Ólgandi tiljinning- ar Þar sem Fiskurinn er mikið tilfinningamerki á hann í ein- staka tilvikum erfitt með að ráða við tilfinningar sínar. Hann á til að taka of mikið inn á sig og missa stjórn á sér, eða láta tilfinningar lita viðhorf sín og skoðanir um of. Óljóst sjálf Að lokum má geta þess að umburðarlyndi og skilningur á högum annarra getur leitt til þess að Fiskurinn gleymir stundum sjálfum sél’. Ég hans er því stundum óijóst. Það má einnig segja að þó Fiskurinn sé endanlega sjálf- stæður þá á hann til að láta aðra ráðskast of mikið með sig á thnabilum eða fórnar sér um of fyrir þá sem eiga bágt. Skilningur hans og að- lögunarhæfni hans getur gengið út í öfgar og orðið að áhrifagirni og þess að aðrir misnota góðmennsku hans. GARPUR GRETTIR j?n\ m fe 10-11 ERO/Vt VIÐ DALITIE? VIÐ- kVÆ/Mie Fveil? VIGTIMNI? * AIÍN VI&V /mitt a<Ai_ , T-n. _ BRENDA STARR FERDINAND SMÁFÓLK Ég hefi pakkað saman niatnum og öllu herra. En þú? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Vestur spilar út laufáttu gegn sex tíglum suðurs. Suður hafði opnað á sterku grandi og norðut' yfirfæit í tígul. Norður ♦ Á7 ¥ 10432 ♦ Á108754 ♦ 2 Austur ♦ KG842 ¥ KG8 ♦ D ♦ G1096 Suður ♦ 10965 ¥ Á97 ♦ KG3 ^ÁKD Slemman er auðvitað fyrir neðan allar hellur. Jafnvel þótt trompdrottningin skili sér fyrir- hafnarlaust, eru 11 slagir há- markið með bestu vörn. En reyndur sagnhafi reiknar ekki alltaf með bestu vörn. Hann sér vissa möguleika á kastþröng í hálitunum takist honum að ein- angra hjartavaldið með spaða- lengdinni. Hann tekur tígulkóng og fer inn á borð á tromp. Spil- ar svo hjarta á níuna heima. Vestur drepur á drottninguna, og er svo „heppinn" að eiga tromp til að spila. Og nú er allt klárt. Laufslag- irnir eru teknir og spaði tromp- aður. Síðan er trompi spilað í botn og austur þvingast í spaða og hjarta. . Kannski er ekki hægt að ætl- ast til að vestur brjóti upp sam- ganginn fyrir þvingunina með því að spila hjarta til baka. Vill- an liggur frekar hjá austri. Út- spilið segir honum að sagnhafi eigi ÁKD í laufi. Hann horfir á 6 tígulslagi í borðinu og spaðaás- inn. Sagnhafi á örugglega hjaitaásinn, og ef hann er líka með drottninguna fær hann 12 slagi með svíningu. Því getur aldrei kostað neitt að stinga upp kóng eða gosa og taka völdin af makker. Vestur ♦ D3 ¥ D65 ♦ 962 + 87543 SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opnu alþjóðlegu móti í Varsjá í Póllandi í vot- kom þessi staða upp í skák alþjóðlega meistarans Hans Ulrich Grunberg, 2.475), A-Þýzkalandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Pólvetjans Bozek (2.375). Svartur lék síðast 25. - Hc8-d8. 26. Bxg7! - Hxd2, 27. Be5+ - KU, 28. Dh5+ - Kg8 (Eða 28. - Ke7, 29. Dxh7+ - Kd8, 30. Dc7 mát) 29. Dg5+ og svartur gafst upp, því eftir 29. - Kf7, 30. Df6+ - Kg8, 31. Dh8+ - Kf7, 32. Dxh7+ er hann mát í næsta leik. Grúnberg sigraði á mótinu. Á meðal þátttakenda á því voru þeir Karl Þorsteins og Hannes Hlífar Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.