Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 13
MORG.UNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUH .22, SEKIKMBEJÍ 3,9^9 , 13 f og háðu þar 2 kappleiki, annan við Burnmeister & Wain skipasmíða- stöðina, sem þeir unnu (3-1), og einn við skipasmiði á Helsingjaeyri sem þeir töpuðu (1-2). í fjölda ára (fyrir daga sjónvarpsins) stóð SVH fyrir kvikmyndasýningum handa starfsmönnum eftir vinnutíma. Reglulega voru haldin taflmót og bridsmót. Félagsvist var einnig hátt skrifuð hjá starfsmönnum. Á hveiju ári hefur verið farið í ferðalög hér innanlands á vegum félagsins, stundum var farið tvisvar á sumri. Frá því að félagið var stofnað hefur það staðið fyrir dansleikjahaldi fyr- ir starfsmenn. Vorfagnaðir, haust- fagnaðir og árshátíð voru regluleg- ir dagskrárliðir, þótt í dag sé ein- ungis um árshátíð að ræða. Við dansleikjahald kom sú aðstaða, sem fyrirtækið bauð félaginu upp á að kostnaðarlausu, sér vel. Ekki eru börn félagsmanna heldur gleymd því á hverju ári er þeim haldin jóla- trésskemmtun. Alltaf hafa söng- glaðir Héðinsmenn skotið upp koll- inum með reglulegu millibili innan fyrirtækisins, og hafa því í gegnum tíðina verið starfræktir sönghópar, sumir lengur aðrir skemur. Hefur þetta verið allt frá tríói upp í stóra kóra. Karlakór Héðins, sem fyrst var undir stjórn Guðmundar Jó- hannssonar, var t.d. í fjölda ára óijúfanlegur hluti sem skemmti- atriði á árshátíðum félagsins, þar sem bæði mátti heyra sungin þjóð- leg lög og skemmtivísur um fyrir- tækið og/eða einstaka starfsmenn innan þess. SVH hefur einnig stað- ið fyrir útgáfustarfsemi innan fyrir- tækisins, gefið var út blað sem nefndist „Deiglan". Var þetta upp- lýsinga og skemmtirit fyrir félags- menn, þar höfðu þeir betra tæki- færi til að fylgjast með því sem var að gerast innan félagsins. Þessi útgáfustarfsemi stóð því miður ekki lengi yfir, fyrsta tölublað kom út 1956 og það síðasta ári seinna. Við stofnun félagsins varð að sækja sérstaklega um inngöngu í félagið en það varði ekki lengi því gífurlegur áhugi manna á að ganga í félagið varð til þess að fljótlega varð hver sá sem starfaði hjá Héðni hf., sjálfkrafa félagi í SVH. Eftir að Járnsteypan hf., varð hluti af Héðni h.f., þá gilti það sama um þá. í tilefni af 50 ára afmæli SVH ætlar félagið á halda félagsmönn- um sínum smá. teiti að Seljavegi 2, laugardaginn 23. september 1989, milli kl. 17-19. (Húsnæði verslunarinnar). Allir eldri félagar SVH eru boðn- ir hjartanlega velkomnir. (Frá stjórn SVH.) Starfsmannafélag Vél- smiðjunnar Héðins 50 ára Starfsmannafélag Vélsmiðjunnar Héðins hf. varð 50 ára þann 11. september síðastliðinn. Þó að SVH sé ekki stofnað fyrr en 1939, var blómlegt félagslíf fyr- ir hendi hjá starfsmönnum fyrir- tækisins, sem þá hafði verið starf- andi í 17 ár eða allt frá árinu 1922. Reyndar var það áhugi starfsmanna á knattspyrnu og knattspyrnukeppni sem varð til þess að starfsmannafélagið var stofnað. Stofnfundur félagsins var haldinn þann 11. september 1939, í kaffi- stofu fyrirtækisins. Nefnd undir stjórn Hilmar Friðrikssonar sá um undirbúningsstarfið fyrir stofnun félagsins, en hann var síðan kosinn fyrsti formaður félagsins. Þegar í upphafi var félagið stofn- að til eflingar á félagslífi og kynn- ingar meðal starfsmanna og ein- skorðuðust lög félagsins við íþrótta- og skemmtanalíf ásamt fræðslu- starfsemi. Alveg frá upphafi félagsins hefur Héðinn hf. stutt dyggilega við bak- ið á félaginu. Sem dæmi má nefna að í desember 1943, afhenti þáver- andi forstjóri, Sveinn Guðmunds- son, SVH efstu hæð skrifstofu- byggingarinnar (4. hæð) til umráða sem samkomusal og félagsheimili fyrir félagið og bað um að húsa- kynnin hlytu nafnið „Naustið“. Þessi húsakynni komu sér mjög vel fyrir starfsmenn og voru þar haldn- ir almennir dansleikir í fjáröflunar- skyni, spilakvöld og fundir. Aldrei hefuf heldur vafist fyrir fyrirtækinu að vera starfsmannafélaginu innan handar hvort heldu'r sem er í formi beinna styrkja eða í afnotum af húsnæði og tækjum. Þegar litið er til baka, er margt sem SVH hefur tekist á hendur á þessu 50 ára tímabili, og verður hér tæpt á nokkrum atriðum. Fyrst ber að nefna það sem viðkemur knattspyrnuleikjum. Sem áður sagði að þá var það þessi brenn- andi áhugi fyrir knattspyrnuíþrótt- inni sem varð vakningin að stofnun SVH. Allt frá stofnun hafa verið árleg knattspyrnumót milli starfs- manna Héðins og annarra smiðja og stórfyrirtækja jafnt á Reykjavík- ursvæðinu sem og utanbæjar. Frá upphafi hafa Héðinsmenn staðið sig með sóma í þessum firmakeppnum og því til sönnunar eru bikarar sem SVH hefur unnið til eignar.á mótun- um. Áhuginn fyrir knattspyrnunni var svo gífurlegur að árið 1940 var farið að ræða um að breyta nafni félagsins, ef með þyrfti, og sækja um inngöngu í ÍSÍ. Árið 1952 varð mjög viðburðarríkt ár fyrir knatt- spyrnudeild félagsins því það ár fóru Héðinsmenn undir fararstjórn Torfa Þorsteinssonar til Danmerkur Hinar tvær myndirnar med „Indy“, Ránið á týndu örkinni og Indiana Joncs og musteri hinna dæmdu, voru stórkostlegar cn þcssi cr cnn bctri. Harrison Ford sem „Indy“ cr óborganlegur. Scan Conncry scm pabbinn bregst ekki frckar cn fyrri daginn. Alvöru ævintýramynd sem veldur þér örugglega ekki vonbrigöum SIMI 2 21 40 MORATEMP AUÐSTILLT MORATEMP blöndunar- tækin eru með auðveldri einnar handar stillingu á hitastigi og vatnsmagni. MORA sænsk gæðavara fyrir íslenskar aðstæður. Fást i byggingavöruverslunum. meiri ánægja FRUMSÝNUM í DAG ÆVINTÝRAMYND ALLRA TÍMA SÍDASTA KROSSFERDIN Hún er komin nýjasta ævintýramyndin med Indiana Jones. Verkamannafélagið Hlíf: Niðurskurði verkamannabú staða í Haftiarfirði mótmælt Verkamannafélagið Hlíf samþykkti einróma, á stjórnarfundi fimmtudaginn 24. ágúst, ályktun þar sem niðurskurði á byggingu verkamannabústaða á þessu ári í Hafnarfirði er mótmælt. í ályktuninni segir: „Stjórn Verk- amannafélagsins Hlífar mótmælir harðlega niðurskurði stjórnvalda á áætluðum íbúðarbyggingum verka- mannabústaða í Hafnarfirði fyrir árið 1989. í stað 110 íbúða sem bygginganefnd í Hafnarfirði telur brýna þörf fyrir, gefa stjórnvöld aðeins leyfi fyrir 40 íbúðum. Ljóst er að þessi mikli niður- skurður á byggingu félagslegra íbúða mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir hundruð húsnæðislausra fjöl- skyldna í Hafnarfirði, en sumar þeirra hafa beðið eftir húsnæði árum saman og sjá nú fram á enn- þá lengri bið. Stjórn Hlífar bendir á að yfirlýst markmið stjórnvalda síðan 1974 er að þriðjungur alls nýs íbúðarhús- næðis skuli vera í félagslega kerf- inu, en vanefndirnar eru slíkar að þar eru aðeins 13,5%. Vilji stjórn- völd teljast marktæk verða þau að standa við gefin loforð og stefnulýs- ingar. Því skorar stjórn Hlífar á þau að veita nú þegar meira fé til bygg- ingar verkamannabústaða og standa þar með við loforð sem þau marg ítrekað hafa gefið láglauna- fólki.“ T-Jöfóar til JTl fólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.