Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C 214. tbl. 77. árg. FOSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Flak Boeing 737-400 þotu bandaríska flugfélagsins USAir i Aust- urá við La Guardia-flugvöllinn í New York. Hafiiaði þotan þar á undirstöðum aðflugsljósa og stendur því að verulegu leyti upp úr ánni. Á kortinu má sjá að flugvöllurinn er staðsettur í miðri byggð í New York-borg. Boeing-þota ferst í New York: Hreyfilbilun or- sök flugslyssins? „Á ÞESSARI stundu vitum við ekki livað fór úrskeiðis og olli slysinu á La Guardia-flugvellinum. Að svo komnu máli gerum við heldur ekki ráð fyrir að slysið eigi eftir að hafa áhrif á rekstur flugfélaga sem reka samskonar þotur,“ sagði Don Wlieeler, blaðafulltrúi hjá Boeing-verksmiðjunum, er Morgunblaðið spurði hann um orsakir flugslyss á La Guardia-flugvelli í New York. ▲ o N - EKj Bronx Boeing 737-400 : lenriir í ánni eftir mis- heppnað flugtak frá La Guardia-flugvelli Klukkan 3.30 að ísl. tíma í fyrri- nótt hlekktist Boeing 737-400-þotu bandaríska flugfélagsins USAir þar á í flugtaki. Um borð voru 63 menn og björguðust allir nema tvær konur. í fréttum Reuters- fréttastofunnar sagði að óstaðfest- ar fregnir hermdu að hreyfilbilun hefði orðið í þotunni. Rannsókn á slysinu hófst í New York klukkan 17 að ísl. tíma í gær. Var flugriti þotunnar þá kom- inn í leitirnar, en hann geymir upp- lýsingar um starfsemi hreyfla og ýmissa stjórnkerfa flugvélarinnar. Flugvélin var á leið til Charlotte í Norður-Karólínufylki í flug 5050. Úrhellisrigning var og svartaþoka er flugtak var reynt klukkan 23.30 að staðartíma. Að sögn farþega var flugvélin tekin að lyfta sér þegar flugmennirnir hættu skyndilega við KRTN/Morgunblaðið/AM flugtak. Dugði brautin ekki til að stöðva brun þotunnar. Fór hún fram af brautinni og stöðvaðist út í Austurá þar sem hún brotnaði í þrennt. Sjá „Engin tilmæli.“ á bls. 3. Fellibylurinn Húgó: Hundrað þúsund Bandaríkjamenn flýja heimili sín Miami. Reuter. RUMLEGA þúsund bandarískir hermenn hafa verið sendir til ferða- mannaeyjunnar St. Croix í Karíbahafi. Upplausn ríkti á eyjunni eft- ir að fellibylurinn Húgó gekk þar yfir á mánudag. Sjónarvottar segja að ræningjar hafi látið greipar sópa um verslanir og bófaflokkar farið um götur vopnaðir vélbyssum. St. Croix er ein Jómfrúreyja og lýtur bandarískri stjórn. Fellibylurinn stefiiir nú á suðaustur- strönd Bandaríkjanna og hafa 100.000 manns yfirgefið híbýli sín á ströndinni af þeim sökum. Önnur 100.000 manna eru i viðbragðsstöðu. Úr lofti virðist svo sem 90 af hundraði mannvirkja á St. Croix séu í rúst. Á flugvelli eyjunnar, sem er vinsæll ferðamannastaður, biðu skelfingu lostnir ferðamenn og eyj- 'arskeggjar eftir flugi til megin- landsins þegar fréttamann Reut- ers-fréttastofunnar bar þar að í gærmorgun. Þeir sögðu að fellibyl- urinn hefði lagt eyjuna í rúst á mánudag. En ekki hefði tekið betra við þegar upphófst mikil drykkja í höfuðstaðnum, slagsmál og skot- bardagar bófaflokka. Ekki hefði heldur bætt úr skák að 300-500 fangar sluppu út úr fangelsum eyj- arinnar. „Þeir fara um götur vopn- aðir vélbyssum og skjóta á fólk,“ sagði Channel Weaver, sem var í þann mund að yfirgefa eyjuna eftir átta ára búsetu. íbúar St. Croix eru 50.000. í>eir hafa verið án rafmagns og vatns síðan á mánudag er fellibylurinn gekk yfir. Orðrómur er einnig á kreiki um að ein stærsta olíuhreins- unarstöð heims sem starfrækt er á St. Croix hafi orðið illa úti í óveðr- inu. Hefur þessi kvittur leitt til þess að hlutabréf í olíufyrirtækjum ann- ars staðar hafa snarhækkað. Herlögregla hefur verið send til eyjarinnar að beiðni landstjórans Ný lota hafin í viðræðum fíilltrúa risaveldanna: Líkur á árangri í viðræð- um um afvopnun í Evrópu Washington, Vínarborg. Reuter, dpa. EDÚARD Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, átti í gær- kvöldi iund með George Bush, forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í Washington. Shevardnadze er kominn til Bandaríkjanna til að ræða við hinn bandaríska starfsbróður sinn, James Baker og hefst fundur þeirra í dag, fóstudag. Sovéski utanríkisráðherrann hefur boðað að hann hygg- ist kynna mikilvægar tillögur á þessum vettvangi, einkum Iivað varðar hugsanlegan sáttmála um niðurskurð á sviði hefðbundins vígbúnaðar í Evrópu. Vestrænir embættismenn kváðust í gær telja góðar líkur á því að unnt yrði að ganga frá slíkum samningi á næsta ári. Shevardnadze fæi'ði Bush Banda- ríkjaforseta bréf frá Míkhaíl S. Gorb- atsjov, aðalritara sovéska kommún- istaflokksins. Eftir fundinn kvaðst sovéski utanríkisráðherrann telja áð iíkur á því að leiðtogar risaveidanna kæmu saman til fundar hefðu aukist og sagði niðurstöðu viðræðnanna hafa orðið þá að slíkur fundur væri nauðsynlegur. í fréttum breska út- varpsins, BBC sagði að líkur væru á því að þeir Bush og Gorbatsjov rædd- ust við á næsta ári. Sovéski utanrík- isráðherrann sagði við komu sína til Bandaríkjanna á miðvikudagskvöld að bréf Gorbatsjovs hefði að geyma tillögur er gætu orðið til þess að greiða verulega fyrir viðræðum um niðurskurð á sviði hefðbundins her- afla frá Atlantshafi til Úralfjalla. Aðildarríki Atlantshafsbandalags- ins (NATO) hafa lokið við gerð til- lagna um niðurskurð á sviði hefð- bundins vígbúnaðar í Evrópu og voru þær kynntar blaðamönnum í Vínat'- borg í gær. Ráðgert hafði verið að Reuter George Bush (t.v.) og James Bak- er (t.h.) bjóða Shevardnadze, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, velkominn í Ilvíta húsið. leggja þæt' frant fyrir tveimur vikunt en það reyndist ekki unnt vegna ágreinings milli Grikkja og Tyrkja. Þær eru fyrst og fremst nánari út- færsla á eldri hugmyndum sem Bush þar. Er það í fyrsta skipti frá árinu 1968 sem bandarískir hermenn eru látnir kveða niður óeirðir almennra batidarískra borgara. Því er spáð að Húgó geri strand- högg í Suður-Karólínuríki í Banda- ríkjunum um klukkan 10.00 í dag, föstudag. Mesta hættan er talin stafa af flóðbylgjum s_em búist er við að gangi á land. Á þriðja tug manna hefur farist af völdum óveð- ursins og tjón á mannvirkjum er gríðarlegt. I gær fórst frönsk þyrla undan ströndum eyjarinnar Guad- eloupe þegar verið var að bjarga fórnarlömbum óveðursins. Fimm manns fórust og fjögurra er saknað. Bandaríkjaforseti kynnti fyrr á þessu ári en nýju tillögurnar kveða m.a. á unt hvernig staðið skuli að frant- kvæntd eftirlits og gagnkvæma upp- lýsingaskyldu. Formaður sendi- nefndar Kanada í Vínarviðræðunum kvaðst telja „einstaklega góðar líkur“ á því að ríkin 23 sem taka þátt í fundahöldunum gætu undirritað sáttmála unt fækkun vígtóla og her- manna í Evrópu á næsta ári. Hátt- settur fulltrúi eins aðildarríkis Var- sjárbandalagsins sagði að svo virtist sem tillögur NATO-ríkjanna gætu reynst gagnlegar. Fundur þeirra Bakers og Shev- ardnadze fer fram í Jackson Ilole, litlum landnentabæ í Wyoming-ríki. Ráðherrarnir munu ræðast við í bjálkakofa einum í bænum en fundi þeirra lýkur á laugardag. Noregur: Vilja semja um upplýs- ingaskyldu Ósló. Reuter. NORSK stjórnvöld, sem hafa miklar áhyggjur af tíðum slys- um um borð í sovéskum kjarn- orkukafbátum undan Noregs- ströndum, kváðust í gær vilja ná samningum við sovét- stjórnina utn atvik af þessu tagi. Thorvald Stoltenberg, utanríkisráð- herra Noregs, sagðist hafa boðið sovésk- um embættis- mönnum til Oslóar þar sem ræddur yrði Thorvald samningur, Stoltenberg. sem skyldaði stjórnvöld beggja ríkja til að veita strax upplýsingar um slys utan lögsögunnar. Sagði hann á fréttamannafundi í gær, að einu gilti hvort urn væri að ræða flug- slys eða sjóslys, hernaðarleg yfirvöld eða borgaraleg. Norðmenn eru mjög óánægðir tneð seinlæti Sovétmanna við að skýra frá slysum í Norðurhöfum og vitna meðal annars til elds- voðans um borð í sovéskum'kaf- bát af gerðinni Echo-2 í júní sl. Sega Sovétmenn, að þá hafi enginn týnt lífi en í apríl létust 42 ménn þegar kafbátur af Mike-gerð sökk við Norður- Noreg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.