Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐll) FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1989 Pólitík Steingríms er að þvo hendur sínar - segir Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins „PÖLITÍK Steingríms Hermannssonar hefur gengið út á það að þvo hendur sínar. Hann ræðst á Seðlabankann í gær út af misheppnaði fjármálastjórn ríkisstjórnarinnar og verkalýðshreyfinguna í dag af því að ríkisstjórnin stendur sig ekki í atvinnumálum. Hans hlaup út og suður af þessu tagi hafa aidrei verið í þeim tilgangi að ná fram breyt- ingum eða setja fram tillögur, heldur alltaf til að þvo hendur sínar af einhverju öðru,“ sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisfiokks- ins, er hann var spurður um hugmyndir forsætisráðherra um breyting- ar á vinnulöggjöfinni og hvort Sjálfstæðisfiokkurinn væri tilbúinn til að standa að breytingum með Framsóknarflokknum. Haft var eftir Steingrími Her- ingár á vinnulöggjöfinni," sagði Þor- alvariega. Ég vil taka fram, að Sjálf- stæðisflokkurinn er ekki í neinu st'ríði við verkalýðshreyfinguna og á sínum tíma var Morgunblaðið það ekki held- ur. Þama er verið, með almennum orðum, að ráðast á verkalýðsfélögin og hversu svo sem Morgunblaðið kallar á það, þá mun Sjálfstæðis- flokkurinn ekki gerast ábyrgðaraðili að þeim vinnubrögðum Framsóknar- flokksins." Morgunblaðið/Svenir Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna í álverinu, og Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Islands, takast í hendur að lokinni undirritun samninga. I baksýn er Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari. mannssyni að vinnulöggjöfin væri algjörlega úrelt og ekki væri lengur hægt að líða að fámennir hagsmuna- hópar gætu gengið yfir fjöldann. „Ég hef ekki séð neinar hugmyndir frá Steingrími Hermannssyni um breyt- steinn. „Hins vegar sá ég leiðara Morgunblaðsins, þar sem Sjálfstæð- isflokkurinn var beðinn um að taka ábyrgð á árásum Steingríms á verka- lýðsfélögin. Það kemur mér á óvart að Morgunblaðið skuli taka þetta Kjarasamningar tókust í álverinu í Straumsvík í gærmorgun eftir sólarhringslangan firnd: Samningurinn felur í sér 40-50 þúsund króna eingreiðslur Meiri launabreytingar en almennt gerast, segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastj óri VSÍ KJARASAMNINGAR milli starfs- manna Islenska álversins í Straumsvík og Vinnuveitendasam- bands íslands fyrir hönd ÍSAL voru undirritaðir á tíunda tíman- um í gærmorgun eftir rúmlega sólarhringslangan samningafund og hefur verkfalli starfsmanna, sem boðað var frá miðnætti í fyrri- nótt, verið frestað til miðnættis á laugardag. Þá á að liggja fyrir niðurstaða úr atkvæðagreiðslu starfsmanna um samninginn, en starfsmenn eiga aðild að tíu verka- sagði að báðir aðilar ættu að geta unað vel við samninginn. „Þetta er búin að vera dálítið erf- ið törn,“ sagði Guðlaugur Þorvalds- son, ríkissáttasemjari. „Ég fór að verða bjartsýnn eftir hádegið í gær (fyrradag). Það hafði eiginlega ekk- ert gengið fyrr en þá, en það hefur verið unnið mjög vel síðasta sólar- hringinn og miðað jafnt og þétt áfram. Það voru miklir hagsmunir í húfi og vafalítið hafa menn lagt sig betur fram en ella. Ég er sjálfur afar ánægður að þetta skyldi takast," sagði Guðlaugur ennfremur. „Við drögum enga dul á það að þessi samningur felur í sér meiri launabreytingar en almennt gerast," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ. „Hann er gerður í Ijósi þess að afkoma Islenska álfé- lagsins og rekstur hefur gengið með eindæmum vel á þessu ári. Það er margt sem veldur en eitt er auðvitað það að starfsfólk hefur lagt sig fram með ágætum á þessu ári. Þess sjást merki í samningnum og það er eðli- legt og æskilegt," sagði Þórarinn einnig. Morgunblaðið/Sverrir Fyrrum alheims- fegurðardrottn- ing eignast son Hólmfríður Karlsdóttir, fyrr- um alheimsfegurðardrottn- ing, ól manni sinum, Elvari Rúnarssyni, son á lostudag- inn siðastliðinn. Drengurinn fæddist um mánuði fyrir tímann og fyrir vikið var hann aðeins 8 merkur. Móður og syni heilsast báðum hið besta. Borgarsljórn Reykjavíkur: lýðsfélögum og eru atkvæði um samninginn greidd í hveijum starfshópi fyrir sig. Verkamanna- félagið Hlíf í Hafnarfirði, en flest- ir starfsmenn tilheyra því, hefur boðað til funda um samninginn í dag klukkan 13.30 og 16.30. Funda þarf í tvennu lagi vegna vakta- vinnu í álverinu. Tillögu minnihlutans um sorp- brennslustöð vísað til borgarráðs Samningurinn, sem er til sex mán- aða og gildir frá 1. september til loka febrúar á næsta ári, felur í sér 4,75% hækkun á launatöxtum frá 1. september. Til viðbótar geta starfsmenn fengið allt að 2,5% launa- hækkun gegn því að niður verði felld- ur kaffitími að morgni dags. Að mati fyrirtækisins næst með þessu fram hagræðing í rekstrinum sem ekki hefur launakostnaðarauka í för með sér. Að auki felur samningurinn í sér eingreiðslur í tvennu lagi, sem getji numið 40 til 50 þúsund krónum til hvers starfsmanns. Annar hlutinn er föst krónutala, en hinn hlutfalls- legur og þvi ekki hægt að tilgreina upphæðina nákvæmlega. „Við höfum lokið hérna mjögerfið- um samningí. Það var samið á síðustu stundu áður en verkfallið kom til framkvæmda," sagði Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL eftir að samning- ar höfðu verið undirritaðir. Hann sagði að í samningnum væru atriði sem nýlunda væri að, en ekki yrði látið uppskátt um efnisatriði fyrr en að loknum fundum með starfsmönn- um. Búið væri að ákveða þá í dag og seinnipartinn ættu niðurstöður úr atkvæðagreiðslum að liggja fyrir. „Við samþykktum öll í samninga- nefndinni að mæla eindregið með því að samningurinn yrði samþykktur og munurn að sjálfsögðu beijast fyr- ir því. Það er okkar mat að í þessari stöðu hefðum við ekki komist lengra án harðvítugra átaka,“ sagði Gylfi ennfremur. „Það er gleðiefni að það hafi tek- ist að ná þessum samningi. Það tókst á síðustu stundu og það tókst að ná samningi, sem er mjög mikilsvert fyrir okkur og samstarfið á vinnu- staðnum," sagði Jakob Möller, starfsmannastjóri ISALS. Hann FULLTRCAR minnihlutans lögðu á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi fram tillögu um að borgarverkfræðingi verði falið að athuga hag- kvæmni sorpbrennslu með orkunýtingu fyrir höfuðborgarsvæðið. Var ákveðið að vísa tillögu minnihlutans til borgarráðs. Davíð Oddsson borgarstjori sagði í umræðum um tillöguna að sorpbrennsla hefði ver- ið mikið reifúð og skoðuð í borgarkerfinu þegar verið var að huga að framtíð sorpmála. Ilefði niðurstaðan orðið sú að sorpböggun væri hent- ugri kostur. Bjarni P. Magnússon, borgarfull- trúi Alþýðuflokksíns kynnti tillög- una. Tók hann í upphafi fram að Alþýðuflokkurinn væri samþykkur því samkomulagi sem gert hefði ver- ið um kaup borgarinnar á Álfsnesi með sorpurðun í huga. í máli Bjarna kom fram að tillaga minnihlutans ætti rætur að rekja til heimsóknar nokkurra borgarfulltrúa til Kaup- mannahafnar í sumar þar sem þeir heimsóttu meðal annars sorp- brennslustöð. Að þeirri heimsókn lok- inni sagðist hann vera þess fullviss að sorpbrennsla væri umhverfislega betri kostur en böggun. Einnig taldi borgarfulitrúinn rök fyrir því að sorp- brennslustöð væri hugsanlega hag- kvæmari lausn, þar sem hægt væri að nota þá orku sem myndaðist við sorpbrennsluna. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði að hugsanleg sorpbrennsla hefði ver- ið mikið skoðuð en böggun væri tal- in hentugri kostur. Aðrar aðstæður væm í landleysinu í Danmörku þar sem nýta þyrfti hvern landsnefil. Útreikningar sýndu líka að þó sorp væri brennt þyrfti að koma til um- talsverð urðun og flokkun. Urðunar- svæðið á Álfsnesi sagði hann geta nýst í allt að 70 ár þó engin sorp- brennsla kæmi til. Kristín Ólafsdóttir Alþýðubanda- lagi sagðist ávallt hafa talið sorp- brennslu mikinn mengunarvald. Eftir heimsóknina í Kaupmannahöfn hefði hún hins vegar sannfærst um að hún væri ekki hættuleg umhverfi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Sjálf- stæðisflokki sagði ekkert í þessari heimsókn hafa gefið tilefni til þessar- ar ályktunar minnihlutans. Á borgarafundi í Mosfellsbæ á þriðjudagskvöld var samþykkt álykt- un þar sem fyrirhugaðri sorpurðun í Álfsnesi var mótmælt. Þegar Morg- unblaðið spurði Davíð Oddsson álits á þessum viðbrögðum Mosfellinga sagði hann það vera tilfinngar sem þarna kæmu upp. Þessi mál yrði aftur á móti að ræða í rólegheitum. Ótta íbúa taldi hann á misskilningi byggðan. Það væri auðvelt að hræra upp tilfinningar. Sagði borgarstjóri að þetta yrði lagt fyrir í stjórn Sor- peyðingar höfuðborgarsvæðisins í byijun október. Ný íslensk bókmenntaverðlaun - verðlaunin ein milljón króna I TILEFNI af aldaraftnæli Félags íslenskra bókaútgefenda, sem er á þessu ári, hefur verið ákveðið að stofna til íslenskra bókmenntaverð- launa. Þau bera heitið „íslensku bókmenntaverðlaunin sem forseti ís- lands alhendir" og helúr verðlaunafé verið ákveðið ein milljón króna, þegar verðlaunin verða veitt í fyrsta skipti i janúar 1990. Tilgangur íslensku bókmennta- verðlaunanna er að styrkja stöðu frumsaminna íslenskra bóka, efla vandaða bókaútgáfu, auka umfjöllun um bókmenntir í fjölmiðlum og hvetja almenna lesendur til umræðna um bókmenntir. Hver sá sem gefur út bækur á þess kost að tilnefna þær af útgáfubókum sínum sem hann óskar að komi til álita og éru frum- samdar á íslensku. Fyrir 1. sept- ember ár hvert skal skipuð tíu manna dómnefnd og tilnefna eftirtaldir aðil- ar einn fulltrúa hver: Félag íslenskra bókaútgefenda, Rithöfundasamband íslands, Hagþenkir, Alþýðusamband íslands, Bandalag háskólamanna, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Sjómannasamband íslands, Búnað- arfélag íslands, Vinnuveitendasam- band Islands og embætti forseta ís- lands. Fulltrúi Félags íslenskra bóka- útgefenda er formaður nefndarinnar. Nefndinni er ætlað, á hveiju ári, að velja tíu athyglisverðustu bækur árs- ins og ljúka störfum fyrir 5. desem- ber, en fyrir þann tíma er ætlunin að skipa aðra dómnefnd og tilnefna eftirtaldir aðilar einn fulltrúa hver: Félag íslenskra bókaútgefenda, Rit- höfundasamband íslands, Alþýðu- samband íslands, Bandalag atarfs- manna ríkis og bæja og embætti forseta íslands. Ætlunin er að fimm manna nefndin ljúki störfum fyrir 15. janúar. Nefndir þessar verða þó ekki ein- ráðar um veitingu verðlauna, því al- mennir lesendur fá tækifæri til að hafa áhrif á úthlutun verðlaunanna. í bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda verður atkvæðaseðli dreift og mun vægi almennra at- kvæða vera tvö á móti fimm atkvæð- um dómnefndarmanna. Á fundi, sem Félag íslenskra bókaútgefenda hélt í gær til að kynna þessi nýju verðlaun, sagði Heimir Pálsson að hingað til hefði reynst erfitt að halda úti bókmenntaverð- launum á íslandi og að menn hefðu ekki verið ánægðir með fyrirkomulag þar um. Við þessi nýju verðlaun væri tekið mið af Finlandia- verð- laununum finnsku, sem að mati þar- lendra hafa gefið mjög góða raun. Forsvarsmenn félagsins lýstu ánægju sinni með að hafa fengið launþegasamtökin til samstarfs við sig, sem yrði til þess að líklega yrði ekki litið á þessi verðlaun sem val örfárra manna sem tilheyra bók- menntastofnuninni, heldur endur- spegluðu þau .mat og smekk hins almenna lesanda á íslandi. Mennta- málaráðherra, Svavar Gestsson, sem sat fundinn, tók undir þetta og sagð- ist fagna því hversu margir aðilar væru kallaðir til. Það skipti máli til að hin menningarlega umræða næði til alls þorra almennings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.