Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 10
Ný kristniboðsstöð í Voito-dalnum eftir sr. Kjartan Jónsson Það ríkti mikil gleði á aðalfundi íslenskra kristniboðsfélaga, þegar það var einróma samþykkt, að út- víkka kristniboðs- og þróunarstarf- ið í Konsó í S-Eþíópíu og byggja nýja kristniboðsstöð í Voito-dalnum, landi Tsemai-þjóð- flokksins. Eins og kunnugt er hefur kristni- boð verið rekið frá íslandi á meðal Konsó-manna í 35 ár. Þar hefur verið starfrækt sjúkraskýli, skóli og margvíslegt þróunar- og hjálpar- starf. Nú hefur starfinu vaxið svo fiskur um hrygg, að innfæddir menn geta séð um það að miklu leyti. Það hefur gefið svigrúm til að huga að nýjum svæðum, þar sem fólk bíður enn þá eftir hinum kristna boðskap, sem íslendingar hafa verið aðnjótandi í 1000 ár. Reyndar er starf hafið í Voito- dalnum fyrir nokkru, en enn á eftir að byggja upp alla aðstöðu. Norsk hjúkrunarkona og íslensk hjón, Guðlaugur Gunnarsson og Valgerð- ur Gísladóttir, hafa unnið að könn- un á aðstæðum fólksins, þörfum þeirra og óskum um aðstoð. Þetta var 31. þing Sambands ís- lenskra kristniboðsfélaga, haldið 31. ágúst til 3. september í Reykja- vík. Um þessar mundir er þess minnst að samtökin eru 60 ára. „í tileftii þeirra tíma- móta var hjónunum sr. Felix Olafssyni o g frú Kristínu Guðleifsdótt- ur, sem búa í Dan- mörku, boðið til Islands til að taka þátt í há- tíðarhöldum. Þau hjón- in voru fyrstu sendiboð- ar Sambands íslenskra kristniboðsfélaga í Eþí- ópíu og hófú starf við mjög erfiðar og frum- stæðar aðstæður í Konsó-héraði.“ Verður þess betur minnst síðar í mánuðinum. Nýtt húsnæði var vígt í upphafi þingsins. Það er í fyrsta skipti, sem kristniboðshreyfingin eignast hús. I tilefni þeirra tíma- móta var hjónunum sr. Felix Olafs- syni og frú Kristínu Guðleifsdótt- ur, sem búa í Danmörku, boðið til íslands til að taka þátt í hátíðar- höldum. Þau hjónin voru fyrstu sendiboðar Sambands íslenskra kristniboðsfélaga í Eþíópíu og hófu starf við mjög erfiðar og frumstæð- ar aðstæður í Konsó-héraði. I þá daga tók viku eða jafnvel meira að komast þangað frá höfuðborginni Addis Abeba, en nú er þessi leið ekin á einum degi. Sr. Felix prédik- aði við guðsþjónustu í þéttsetinni Grensáskirkju sl. sunnudag og á kvöldsamkomu á laugardagskvöld- ið. Sr. Helgi Hróbjartsson, kristni- boði, sem starfar á meðal múha- meðstrúarmanna í Senegal í V-Afríku, tók einnig þátt í hátíðar- höldunum. Hann var ræðumaður á samkomu á sunnudagskvöldið. Samband íslenskra kristniboðs- félaga eru samtök hópa víða af um íslandi, innan íslensku þjóðkirkj- unnar, sem vilja snúa bökum saman um að efla trúarlíf á íslandi og boða kristna trú að meðal heiðinna þjóða. Það hefur rekið starf á með- al Pókot-manna í N-V-Kenýju í einn áratug. Fimm söfnuðir hafa verið stofnaðir og fimm grunnskólar byggðir með um 750 nemendum. Þar starfa nú íslensk hjón, Ragnar Gunnarsson og Hrönn Sigurðar- dóttir. Á næstu dögum kemur út veg- iegt afmælisrit á vegum samtak- anna, þar sem sögu þeirra á ís- landi, í Eþíópíu og Kenýju eru gerð ítarleg skii. Nú eru tvenn hjón starfandi á vegum SIK á afrískri grund auk fjögurra starfsmanna á Islandi. Höfundur er kristniboði. Ljósmynd/Kjartan Jónsson Söguleg stund. Þingheimur samþykkir samhljóða, að byggð verði ný kristniboðsstöð í Voito-dalnum á meðal Tsemai-manna. Ljósmynd/Kjartan Jónsson Allt þetta fólk hefur starfað í Eþíópíu og Kenýu á vegum Sam- bands íslenskra kristniboðsfélaga. Á myndinni eru frá vinstri: Bene- dikt Arnkelsson, Gísli Friðgeirsson, Jónas Þórisson, Ingibjörg Ing- varsdóttir, Kjellrún Langdal, Skúli Svavarsson, Katrín Guðlaugsdótt- ir, Gísli Arnkelsson, Bpnedikt Jasonarson, Abebech Shamebo (gest- ur, dóttir gamals samstarfsmanns í Eþíópiu), Margrét Hróbjartsdótt- ir, Kristín Guðleifsdóttir, Felix Ólafsson, Helgi Hróbjartsson og Kjart- an Jónsson. I nútímanum er umönn- un bama æ meira hjáverk Ný könnun sýnir að 34 prósent níu ára barna í Foss- vogsskóla sjá um sig sjálf töluverðan hluta dagsins 111 meðferð á bömum er viðfangs- efni námsstefnu sem Hjúkrunarfé- lag íslands gengst fyrir í í Borgart- úni 6 í Reykjavík. Námsstefnan hófst í gær og lýkur í dag. Dr. Kar- en Killen Heap félagsráðgjafi og Peer Skjælaaen yfírlæknir frá Nor- egi flytja erindi á námsstefnunni og fjórtán Islendingar eru auk þess með stutt innlegg. Halldór Hansen læknir á Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur er einn úr hópi fyrirlesara sem blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við í sam- bandi við fyrrgreinda námsstefnu. Halldór hefur um langt árabil skoðað hvítvoðunga og smábörn sem komið hafa til eftirlits á Heilsuverndarstöð- inni og veit því margt um aðbúnað barna á þeim aldri og hefur velt fyrir sér af hveiju sumt fólk fari illa með börn. Hann sagði í samtali við blaðamann að honum fyndist gæta tilhneigingar til þess að einfalda hlutina þegar rætt væri um mis- þyrmingar _og kynferðislegt ofbeldi á börnum. Ástæður fyrir slíku fram- ferði fólks væru margslungnar. „Fólk sem hefur rannsakað þetta hvað mest hefur komist að þeirri niðurstöðu að þeir sem verulega misþyrma börnum séu manngerð sem farið hefur snemma út af hinni góðu braut í persónuleikaþroska. Þetta fólk hafi þar af leiðandi haft fá tækifæri til þess að eignast innri mann sem eitthvert hald sé í,“ sagði Halldór. „Það á ekki þann innri mann sem hægt er að treysta á þegar illa gengur í lífinu og missir því auðveldlega algerlega stjórn á sér. Þeir sem til þekkja gera hins vegar fremur lítið úr áhrifamætti alls kyns áfalla sem komið geta fyr- ir fólk síðar á lífsleiðinni og telja að orsakanna sé sjaldnast þar að leita. En áföll geta leitt í ljós gamlan skaða. Þessi niðurstaða bendir til að mikil hætta sé á að þarna mynd- ist vítahringur. Ef einn einstakling- ur fer út af sporinu í æsku og per- sónuleiki hans verður verulega bren- glaður er mikil hætta á að hann endurtaki það sem gert var við hann á sínum börnum og þau verði því einnig verulega brengluð. Þannig flyst þessi persónuleikabrenglun áfram kynslóð fram af kynslóð og í kjölfarið sigla hvers kyns hörmung- ar sem ekki linnir fyrr en vítahring- urinn er rofinn. Ef að fyrirbyggja á að brenglaðir einstaklingar nái að skemma aðra þá verður að grípa fljótt inn í. Það eru því börnin sem hugsa þarf um fyrst og fremst og það er mikilvægt að aðstoðin berist strax. Oft er hægt að sjá strax í mæðraskoðun hvaða konur það eru sem hætta er á að fari illa með böm sín. Þeir sem skoða konur reyna að vera vel á verði í þessum efnum og láta svo vitneskju sína eða grunsemdir ganga áfram til ungbarnaeftirlitsins.“ Hallveig Finnbogadóttir hjúkrun- arfræðingur annast ásamt fleirum ungbarnaeftirlit á vegum Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur. Hún fer heim til kvenna með nýfædd börn fljótlega eftir að þær koma heim með börn sín. Hún sagði í sam- tali við blaðamann að ef talin væri hætta á að konur gætu ekki sinnt barni sínu sem skyldi þá væri þeim veittur aukinn stuðningur af hálfu ungbarnaverndar. Þær konur væru heimsóttar mun oftar en aðrar kon- ur. Grannt væri fylgst með því hvort barnið þyngdist eins og vera bæri og ef það þyngdist ekki nóg væri reynt að grafast fyrir um orsak- ■ ir þess og mæðrunum sagt til eins og unnt væri. Einnig væri barnið skoðað og þá sæist m.a. hvort ei nhverjir áverkar væru á því. Það væri oft erfitt að greina hvort um illa meðferð væri að ræða. Á heilsugæslustöðvum fer fram mæðraskoðun auk ungbarnavernd- ar. „Hér er ekki slíku til að dreifa," sagði Hallveig. „Við fáum hins veg- ar oft að vita ef talin er hætta á að konur ráði ekki við að annast barn sitt vel. í áhættuhópi eru t.d. konur sem búa við slæmar félagsleg- ar aðstæður svo sem fátækt eða húsnæðisleysi eða eru einstæðar með lítinn eða engan stuðning frá fjölskyldu sinni. í þessum hópi er líka óreglufólk og mjög greindar- skertir einstaklingar. Einnig er það hættumerki ef ekki virðist myndast eðlilegt samband milli móður og barns á fæðingardeild. Reynt er að styðja vel við konur sem eiga við eitthvað af þessu að stríða. Þarna er með öðrum orðum verið að vinna forvarnarstarf. í ársskýrslu síðustu fjögurra ára eru að meðaltali 59 konur sem óttast er að muni eiga erfitt með að annast börn sín svo vel fari.“ Fólk réttlætir sig Halldór Hansen sagði að flest af því fólki sem færi illa með börn rétt- lætti það eftirá með tveimur frum- stæðum varnarþáttum. Annars veg- ar með afneitun og hins vegar með frávarpi^ Það ýmist neitar stað- reyndum eða hamrar á að barnið hafi til þessa unnið. Snýr málinu þannig að barnið verði- árásaraðilinn en hinn fullorðni hafi að vissu leyti orðið að veija hendur sínar. „í New York, þar sem ég vann í mörg ár sá ég oft börn sem höfðu verið limlest. Sá sem framið hafði verknaðinn reyndi oft að fela gjörðir sínar eða afneita þeim en innst inni vissi fólk vel hvað það hafði gert," sagði Halldór ennfremur. „Samkvæmt minni reynslu er ekki hefðbundið að betja börn á Ís- landi eins og gerist með ýmsum öðrum þjóðum. Þá eru venjulega vissar refsingar eftir afbrotum og fara stigversnandi eftir því sem af- brotin teljast meiri. Hins vegar er hér kannski of algengt að fólk beiji börn í ofsabræði eða fylliríi og slíkar barsmíðar eru að vissu leyti vcrri og hættulegri en hefðbundnar refs- ingar. Fólk á að geta haldið aga á börnum án þess að beita þau líkam- legum refsingum. Því betra samband sem fólk hefur við börn sín því betra á það með að láta þau hlýða sér með sæmilegu móti. Á síðari áium hefur töluvert verið rætt um kynferðislega misnotkun á börnun. Ég óttast að umræðan um það efni sé einfölduð um of. ísland var einangrað land og stijálbýlt og ég held að slíkir hlutir hafi verið hér til þess að gera algengir. Það er hins vegar farið að fletta ofan af þessu núna og það er af hinu góða. Mestu skiptir að mínu viti hvernig farið er með þessi mál eftir á. Fyrir börn eru erfiðastar og flóknastar þær kringumstæður þegar misnot- andi er nátengdur barninu. Það er hins vegar slæmt ef fóik þorir ekki Iengur að sýna börnum sínum blíðu vegna þessarar umræðu. Oft er mjótt á munum milli blíðutilfinninga og kynferðislegs áreitis. Þeir sem eru eðlilegir vita hvar þeir eiga að setja bremsurnar á. Vanræksla á börnum er algeng- ust í því sem nefnt er ill meðferð á börnum. Fyrir henni geta verið ótelj- andi ástæður, tímabundnar og við- varandi. Mér hefur fundist áhyggju- efni í nútímanum að umönnun barna er alltaf að verða meiri og meiri hjáverk. Á sama tíma sýnist mér að heimur barnsins og heimur hins fullorðna séu alltaf að gliðna sund- ur. Heimur fullorðinna er alltaf að verða flóknari og barnið þarf því að brúa æ stærra bil á unglingsárunum til þess að komast inn í þennan heim. Mér sýnist að það geti orðið erfitt fyir börn í framtíðinni að ná þarna fótfestu þó þau séu heilbrigð og foreldrar þeirra líka. Ef barnið og foreldrarnir ná ekki saman skap- ar það vissa hættu.“ Sum koma aftur og aftur Börn sem sæta slæmri meðferð leita oft til hjúkrunarfræðinga í skól- um sínum. Vilborg Guðnadóttir er húkrunarfræðingur í Austurbæjar- skólanum. Vilborg lagði áherslu á að í sínum huga væri ill meðferð á börnum líkamleg, andleg og félags- leg og hún sagðist' verða vör við allt þetta í sínu starfi. „Ég verð vör við að börn eru barin," sagði Vil- borg. „Ég verð einnig vör við að það er hægt að beija börn þannig að lít- ið sem ekkert sjái á þeim, en það krefst vissrar tækni. Ég verð einnig vör við sifjaspell. Það kemur hins vegar ekkert barn hingað og segir, „ég hef verið lamin heirna," eða „ég bý við svo erfið félagsleg skilyrði." Þau koma og kvarta um ýmiss kon- ar hluti, sum æ ofan í æ, og þá er að reyna að finna út hvað er raun- verulega að. Mér finnst unglingarnir einna verst settir. Skóla- og hjálpar- kerfið vii'ðist hafa brugðist þeim. Skólarnii' hafa of litla aðstoð frá Sálfræðideild. í þessum skóla höfum við Nem- endaverndarráð. Leiki grunur á að barn t.d. sæti barsmíð er það rætt á fundi hjá ráðinu og þar ákveðið hvernig málinu verði fylgt eftir og af hveijum. Siljaspellsmál eru ekki rædd á slíkum fundum. Þegar slíkt kemur uppá leita ég aðstoðar hjá Unglingadeild Félagsmálastofnunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.