Morgunblaðið - 27.09.1989, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.09.1989, Qupperneq 1
48 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 219. tbl. 77. árg. MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Slóvenar taka sér vald til að segja sig úr ríkjasambandinu: Mesta ögrun gegn r í kj asambandinu frá stofiiun þess Belgrað. Reuter. LEIÐTOGAR kommúnistaflokksins í júgóslavneska lýðveldinu Slóveníu sögðust í gær mundu breyta stjórnaskrá lýðveldisins í dag. Ætla þeir að taka sér vald til þess að segja lýðveldið úr júgóslavneska ríkjasam- bandinu. Ciril Ribieic, sem sæti á í stjórn- málaráði Slóveníu, sagði að fyrir- huguð breyting á stjórnarskrá lýð- veldisins, yrði fólgin í þvi að.leið- togar þess öðluðust rétt til að segja það úr ríkjasambandinu ef tiilaga þar um hlyti samþykki í allsheijarat- kvæðagreiðslu. Æðsta stjórn Júgóslavíu er í hönd- um átta manna sambandsstjórnar, 24 iðnríki: Efiiahagsaðstoð við Ungverja ogPólverja Brussel, Wpshiiigröií. Reuter. Framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins hefur lagt fram áætlun um að bandalagið verji 300 miljónum bandaríkjadala, um 18,6 miljörðum ísl. kr., til efiiahagsaðstoðar við ungversk og pólsk stjórnvöld á næsta ári. Aætlun bandalagsins kom fram á fundi sérfræðinga frá 24 iðnríkj- um, þar á meðal Islandi, sem hafa það verk með höndum að skipu- leggja stuðning iðnríkja heims við efnahagsumbætur í þessum lönd- um. Framkvæmdastjórnin leggur ennfremur til að þjóðir utan Evr- ópubandalagsins leggi fram svipaða upphæð þannig að aðstoðin nemi alls 650 miljónum bandaríkjadala, um 40 miljörðum ísl. kr. sem stjórnar sameiginlegum her og getui' lýst yfir neyðarástandi í ein- stökum lýðveldum. Sambandsstjórnin ieggst gegn .stjórnarskrárbreytingum í Slóveníu er skerða völd hennar. Komu leið- togar -|ftgós!avneska kommúnista- flokksmS'’Saman til sérstaks neyðar- fundar í Belgrað í gær. Þar stóð til að ákveða viðbrögð við hótunum Slóvena sem eru mesta ögrun gegn lýðveldasambandinu frá stofnun þess 1945. Þá kom stjórnarskrárnefnd júgó- slavneska þingsins saman til fundar í gær til þess að fjalla um þá kreppu, sem upp er komin í samskiptum lýð- veldanna. Fulltrúar Slóveníu í nefnd- inni mættu ekki til fundarins. Fyrir- hugaður var fundur júgóslavneska þingsins síðdegis í gær. Reuter Víetnamski herinn yfírgefúr Kambódíu Víetnamar fluttu hersveitir sínar frá Kambódíu í gær og á mynd- inni er síðasta víetnamska herbílnum ekið yfir landamærin. Ell- efu ár eru frá því víetnamski herinn réðst inn í Kambódíu og hrakti Rauðu khmerana frá völdum. Fregnir hafa borist af bardög- um milli stjórnarhersins og Rauðu khmeranna nærri bænum Peillin um 10 km frá landamærum Tælands. Yfirmaður í herliði Rauðu khmeranna hefur lýst því yfir að markmið þeirra sé að ná næststærstu borg landsins, Battambang, innan tíðar á sitt vald. Reuter Alison Davis Missti meðvit- und og lifði af gífurlegt fall London. Reuter. ALISON Da- vis, 24 ára gamall fall- hlífastökkv- ari, lifði af 1.100 metra fall til jarðar á mánudag. Fallhlíf henn- ar opnaðist ekki og segja lækn- ar að hún sé í tölu lifenda af því að hún féll í yfirlið áður en hún skall til jarðar. Læknar sögðu Alison að við yfirliðið hefði slaknað á vöðvum hennar. Hefði líkami hennar verið stífur hefði hún samstundis beðið bana er hún snerti jörðu. Alison mjaðmagrindarbrotnaði auk þess sem hún brotnaði á kjálka og öxl. Hún kvaðst hafa fyllst ofsahræðslu þegar hún leit upp og sá að strengirnir í fallhlífinni höfðu flækst saman. „Ég missti meðvitund og man ekki þá stund er ég skall á jörðinni," sagði hún í viðtali við breska dagblaðið Daily Mail. Sovétmenn leggja til að eftiavopnum verði algerlega útrýmt: Bandaríkjamenn fagna tillögnm Shevardnadze Sameinuðu þjódunum. Reuter. EDÚARD Shevardnadze, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, lagði til í gær á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York Beirút-búar snúa aftur: Vonir um varanlegan frið Beirút. Daily Telegraph. Reuter. ÞÚSUNDIR manna hafa undanfarna daga yfirgefið sveitir og Qaliahéruð Líbanons og snúið aftur til heimkynna sinna í Beir- út, höfuðborg landsins. Margra mánaða sprengjuregni linnti neíhilega í borginni um helgina þegar vopnahlé komst á fyrir tilstilli Arababandalagsins. Flugvöllurinn í Beirút var opn- aður um helgina en hann hefur verið lokaður í sex mánuði eða síðan Michel Aoun, yfirmaður hers kristinna manna, ákvað að reyna til þrautar að hrekja her Sýrlendinga úr landinu. Flestir íbúar Líbanons líta á opnun flug- vallarins ■ sem mikilsverðustu vísbendinguna um að vopnahléð nú eigi eftir að endast. Það gerð- ist einnig á mánudag að fyrsta flutningaskipið lagði að bryggju í kristilega hluta Beirút síðan Sýi'lendingar lokuðu höfninni 21. mars síðastliðinn þegar sókn Ao- uns hófst. Fimm vegir milli austur- og vesturhluta Beirút hafa nú verið opnaðir og hei'menn hafa unnið að því að fjarlægja jarðsprengjur og vegatálma þaðan. Líbanskir þingmenn hafa verið kvaddir til óformlegs fundar í Saudi-Arabíu nk. laugai'dag til að ræða leiðir til að reisa stjórnkerfi landsins úr rústum. I fyrra þegar þingmenn funduðu síðast mis- tókst þeim að koma sér saman um eftirmann Amins Gemayels forseta landsins og ýttu þannig undir stjórnleysi. I friðaráætlun Arababandalagsins er gert ráð fyrir fundarstað utan Líbanons til að firra þingheim þrýstingi frá stríðandi aðiljum í landinu. Reuter Ali Haidar, tíu ára gamall líbanskur drengur, lék sér í gær að sprengjubrotum í Beir- út en þar er lífið nú að færast í eðlilegt horf. að Sovétmenn og Bandaríkja- menn eyddu öllum efhavopna- birgðum sínum. Hann lagði enn- fremur til að ríkin hættu fram- leiðslu efiiavopna jaftivel áður en alþjóðlegt bann um slíka fram- leiðslu yrði undirritað. A mánu- dag lýsti George Bush Banda- ríkjaforseti því yfir að Banda- ríkjamenn væru reiðubúnir að eyða strax 80% af efhavopnum sínum að því tilskildu að Sovét- menn gerðu slíkt hið sama. Auk þess lagði Bush fram áætlun um algera útrýmingu eftiavopna á tíu árum. Marlin Fitzwater, tals- maður Bandaríkjaforseta, sagði að tillögur sovéska utanríkisráð- herrans undirstrikuðu að stjórn- völd í Moskvu og Washington stefndu að sömu markmiðum. „Viðbrögð Sovétmanna voru afar uppbyggileg,11 sagði Fitzwater. í ávarpi sínu sagði Shevardnad- ze að Sovétmenn fögnuðu tillögum George Bush Bandaríkjaforseta um takmörkun efnavopna og að þær væru til marks um sameigin- lega ósk risaveldanna um útrým- ingu slíkra vopna. „Sovésk stjórn- völd eru reiðubúin tii að stíga enn lengra skref, í samvinnu við bandarísk stjórnvöld." I tillögum Shevardnadze er gert ráð fyrir að framleiðslu efnavopna verði hætt, þar á meðal hættu- lausra efna sem eru banvæn þegar búið er að setja þau saman og framleidd hafa verið í Banda- ríkjunum um nokkurt skeið. Einn- ig að bandarískum og sovéskum efnavopnum verði fækkað veru- lega eða með öllu útrýmt og verði það áfangi í alþjóðlegu banni um notkun efnavopna. Að fallið verði skilyrðislaust frá beitingu efna- vopna og að komið verði á ströngu eftirliti með framleiðslu og útrým- ingu þeirra. Shevardnadze sagði að þrátt fyrir að höfundar kenningarinnar um kjarnorkufælingu teldu útilok- að að útrýma kjarnorkuvopnum í fyrirsjáanlegri framtíð þá væri það ekki í þágu hagsmuna nokkurrar þjóðar að treysta á kjarnorkuvopn. Hann sagði að hugmynd þeirra um svonefnda lágmarks kjarn- orkufælingu „væri skref fram á við, þótt lítilvægt væri“, en að fyrst yrði að skilgreina hugtakið. „Sovésk stjórnvöld leggja til að þessar hugmyndir verði ræddar á fundi fulltrúa kjarnorkuveldanna og þeirra ríkja sem hafa kjarn- órkuvopn innan sinna landa- mæra.“ Shevardnadze sagði að sovésk stjórnvöld væru hlynnt tillögu Bandaríkjaforseta um réttindi til að fljúga yfir landssvæði annarra þjóða (Open Skies).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.