Morgunblaðið - 05.10.1989, Page 18

Morgunblaðið - 05.10.1989, Page 18
ei 18 68ei aaaö'Dio .0 auoAauTMMia GUGA.iav.;joaoi/= MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1989-----------1-------------------=------------- ---------------------------------------------------------------------------------------------------- Villibráðakvöld Veröur haldið í félagsheimili Fáks föstudaginn 6. okt. og hefst meö borðhaldi kl. 20:00. Húsiö opnað kl. 19:00. Fjölbreytt dagskrá og skemmtiatriði. Miðasala og upplýsingar á skrifstofu Fáks i sima 672166. LITAÐ JARN A ÞÖK OG VEGGI Stuttur afgreiðslufrestur Gott verð Söluaðili: MÁLMIÐJAN HF. fJTr CQSSuSSj sími 91-680640 Þjónustuaðili: BLIKKSMIÐJAN FUNI sími 91-78733 Nv rtámskelð GARÐAR OG RÆKTUN Allt sem þú þarft að vita um garðinn þinn og aðra ræktun. Sérstök námskeið um haustlauka og pottaplöntur fyrir veturinn. Hafsteinn Hafliðason leiðbeinir. TUNGUMÁL SUÐURSINS Gríska, spænska, ítalska. Áhersla á að tala málið. ítölskukennsla í takt við sjónvarpið. GULLÖLD GLÆPAMYNDANNA Með þessu námskeiði hefjum við kvikmynda- umfjöllun og byrjum á athyglisverðustu sakamálamyndunum. Viðar Víkingsson klippirsaman, sýnirog segirfrá. HOLLUSTA, HREYFING OG HEILBRIGÐI Lifið heilbrigðara lífi án allra öfga. íþróttakennari, næringarfræðingur og læknirfræða um rétt mataræði, streitu og slökun og gildi þess að hreyfa sig. Skokkað saman úti. TÓM5TUNDA SKOUNN Skólavöröustíg 28 Sími 621488 HUGLÆGT MAT eftir Þorstein Gylfason í grein í Morgunblaðinu hinn 15da marz 1989 lét Helgi Hálfdanarson í ljósi áhyggjur sínar, og margra annarra sagði hann, af gálausri meðferð orða í íslenzku. Ég er alveg sama sinnis og Helgi í þessu efni, eins og hann veit, og af þeim sökum hnaut ég um orðalag hans á einum stað í þessari grein. Þar var hann að tala um dóm sem maður hafði fellt um annan, og sagði að dómur- inn hafi eðli sínu samkvæmt ekki verið annað en „huglægt mat“. Svo skrifar Helgi greinina „Bókaskatt- ur“ í Morgunblaðið þriðjudaginn 26ta september 1989, og fjallar þar meðal annars um bókmenntaverð- laun sem mér skilst að einhveijir bókaútgefendur ætli að veita hver öðrum í framtíðinni. Þar segir Helgi á einum stað: „Verðlaun samkvæmt huglægu mati eru aldrei annað en tandurhreint siðleysi." Hafi hann sæll sagt það. Það er bara eitt sem er að. Hvað er „huglægt mat“? Auðvitað get ég svarað þessari spumingu strax og sagt að það sé andstæðan við „hlutlægt mat“. En ég uni ekki þessu svari. Ekki er „hugstæður" andstæðan við „hlutstæður" frekar en „hugdrægur" er andstæðan við „hlutdrægur", og hvers vegna skyldi þá „huglægur" vera andstæðan við „hlutlægur", til að mynda þegar tal- að er um mat eða eðli mats? Það er vissulega til hlutlægt mat og þar með óhlutlægt mat. Hlutlægt mat er mat sem ræðst af hlutnum sem metinn er en ekki einhveijum öðrum hlutum, til dæmis hagsmun- um eða geðþótta þess sem metur. Þessa skilgreiningu er hæpið að orða svo að hlutlægt mat ráðist af hlutn- um sem metinn er en ekki af hugan- um (og þar með væntanlega að hug- lægt mat ráðist af huganum en ekki af hlutnum) því að í nærtækasta skilningi orðanna ræðst allt mat af huganum. Það er ekkert mat til nema hugur meti; sem einnig má orða svo að það sé eðli mats, bæði hlutlægs mats og óhlutlægs, að vera,r huglægt. Nú er ekki gott að segja nákvæm- lega hvað Helgi hefur í huga þar sem hann talar um „huglægt mat“. Á hann við að skoðunin sem um er að ræða sé að sjálfsögðu umdeilan- leg? Eða að hún sé eðli málsins sam- kvæmt einkaskoðun? Eða að hún sé augljóslega hlutdræg? Eða að hún sé eðlilega ekki hlutlæg? Eða að hún sé geðþóttaefni eða duttlungamál? Ég kann ekki að geta mér til um það. Hið eina sem ég er nokkurn veginn viss um er að Helgi hefur haft í huga útlenda orðið „súbjektív- ur“ því að það er oft þýtt með „hug- lægur“ og getur svo merkt margt annað líka, þar á meðal „óhlutlæg- Úrskurður í fánamáli eftir Sigurð H. Þorsteinsson Tuttugasta og fyrsta júní féll úrskurður hæstaréttar Banda- ríkjanna í svonefndu fánamáli. Gregory Lee Johnson hafði árið 1984 brennt fána lands síns í mót- mælaskyni fyrir utan svæði þar sem landsþing repúblikana var haldið, í Dallas í Texasríki. Ríkið höfðaði mál gegn honum fyrir vanhelgun fánans og var hann dæmdur þar, en áfrýjaði málinu til hæstaréttar Bandaríkjanna og var loks sýknaður af hæstarétti þann 21. júní síðastliðinn með tilvitnun í stjómarskrána þar sem kveðið er á um málfrelsi. Var það túlkað sem tjáningarfrelsi, sem einnig heimilaði þá tjáningu sem felst í að brenna fána lands síns, sem mótmæli við stjómmálaskoðun ríkjandi stjómar. Þegar dómurinn í hæstarétti Bandaríkjanna var kveðinn upp um daginn, sem réttlætti það að ein- staklingur hafði brennt fána lands síns í mótmælaskyni með því að þetta væri réttur hans til tjáningar samkvæmt 1. grein stjórnarskrár- innar, minntist ég fslenska ljóðsins: Hvert eitt landsins fley sem flýtur, fáni vor þig beri hátt. Hvert þess bam sem ljósið lítur, lífgar vonir sem þú átt. Hvert þess líf sem þver og þrýtur, þínum hjúp þú veQa mátt. Gat það átt sér stað, að tilfinning þjóðar gagnvart fána landsins væri svo allt önnur hér í Bandaríkjunum Norður-Ameríku, en heima á Fróni að fánabrennur hér væm verndaðar af hæstarétti? Þessarar og fleiri spuminga spurði ég mig, er ég las um þennan hæstaréttardóm. Viðbrögðin voru margskonar. Ef dæma skal eftir þeim greinum sem ég hefi lesið í blöðum hér er banda- ríska þjóðin alls ekki sammála nið- urstöðu hæstaréttar. í augum henn- ar er fáninn heilagt tákn þjóðarinn- ar, en ekki stjómmálalegt tákn þeirrar ríkisstjómar er situr á hveij- um tíma. Þetta eru þau viðbrögð sem almenningur sýnir. Leiðarar og skrif ýmissa lærðra manna leita aftur á móti að rökum fyrir dómin- um, eða réttara sagt, úrskurði hæstaréttar. Öll þau skrif virðast mér fyrst og fremst skapa fleiri spurningar en þau svara. Það er löngu þekkt fyrirbæri að ýmsir andstæðingar bandarískrar Sigurður H. Þorsteinsson ! stjórnmálastefnu brenni bandaríska fánann við ýms tækifæri til að mótmæla henni. Var hæstiréttur Bandaríkjanna að samþykkja gerðir þessa fólks með úrskurði sínum? Allt frá dögum Marshallaðstoðar til þessa dags hefir aldrei verið slegið eins oft á framrétta hjálparhönd neinnar þjóðar og þeirrar banda- rísku. Er ef til vill hæstiréttur þess- arar sömu þjóðar reiðubúinn að réttlæta þau högg? Allt þetta og fleira hefir komið upp í hugann vegna úrskurðarins. Sú hin sama grein, sem tryggir öll- um málfrelsi, en samkvæmt henni var úrskurðurinn, tiyggir líka al- menningi möglunarrétt við stjóm- völd. Það að hæstiréttur túlkar „málfrelsi = freedom of speach“ í víðasta skilningi, sem tjáningar- frelsi og undir því, það að brenna fánann sem tjáningu um andstöðu við stjómmálastefnu, er nokkuð sem almenningur er ekki sammála. Því er komið að því að þessi sami almenningur hefir ákveðið að nota möglunarrétt sinn og mótmæla úr- skurðinum við stjómvöld. Þannig hafa orðið hörð viðbrögð, allt ofan úr Hvíta húsinu til litla mannsins á götunni. Hvað sem lærðir menn skrifa með og móti virðist vilji al- mennings ljós. Fyrir mér, sem tilheyri þjóð sem á fánalög og er hreykin af fána sínum sem heilögu tákni með merki krossins og ber hann hátt, er það sérstök upplifun að vera mitt í þess- um umræðum. Ljóðlínurnar hér að framan túika virðingu íslendingsins fyrir fána sínum. Á undanfömum vikum hefir það því verið mér hugg- un að komast að því að þær túlka í raun sömu tilfinningar meðal bandarísks almennings. Það er notalegt að vera fullviss um að þeir afkomendur mínir sem eiga eftir að alast upp með þessari þjóð munu nú og í framtíðinni bera sömu virðingu fyrir fána þjóðar sinnar og við heima fyrir fánanum okkar. Ilöfundur er s kólastjórí Klúkuskóla í Bjarnarfírði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.