Morgunblaðið - 05.10.1989, Page 34
MQRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTOBER 1989
34P.
Frændurnir
Jón o g séra Jón
Enn um dúkbyggingar
eftir Þorstein
Eggertsson
Leikarinn Haraidur Björnsson
heitinn kvartaði stundum yfir því,
meðan hann var á lífi, að leikhús-
fólk væri ekki metið að verðleikum
þegar ábyrgðarstöður væru annars
vegar. Nú er öldin hins vegar önnur
Tj^>g ieikhúsfólk er að verða æ meira
áberandi í hæstu virðingarstöðum.
Kvikmyndaleikari hefur orðið for-
seti Bandaríkjanna og Frú Vigdís
Finnbogadóttir, fyrsta konan í
heiminum sem var kosin forseti í
almennum kosningum, var leik-
hússtjóri um skeið. Gríska leikkon-
an Melina Mercouri, sem varð
heimsfræg fyrir að leika gleðikonu
í kvikmyndinni „Aldrei á sunnudög-
um“, var menntamálaráðherra
Grikklands á sínum tíma og nú sit-
ur leikstjórinn Þórhildur Þorleifs-
dóttir á Alþingi íslendinga. Svona
mætti lengi teija.
Á íslandi ber að nefna forseta
lýðveldisins og biskupa með ávarps-
"heitinu Herra nema ef þeir eru dokt-
orar en þá skal rita dr. fyrir framan
nafn þeirra. Það vafðist því fyrir
mörgum, þegar Vigdís Finnboga-
dóttir tók fyrst við forsetaembætt-
inu, hvernig bæri að ávarpa hana
þar sem hún var ógift kona og
hafði ekki doktorsgráðu. Svo kom-
ust mehn að raun um að titillinn
Frú (með stórum staf þegar forseti
vor á í hlut) er fornt tignarheiti.
Ekki má heldur gleyma því að Frú
Vigdís er heiðursdoktor í lögum við
kanadískan háskóla svo að titillinn
dr. Vigdís á fyllilega rétt á sér.
Breski prestssonurinnn Laurence
Olivier, sem varð einn af frægustu
leikurum heimsins og lést fyrir
skömmu, var aðlaður árið 1947 og
fékk við það titilinn Sir. Hann var
seinna gerður að lávarði (Lord Olivi-
er) og tók sæti í lávarðadeild breska
þingsins árið 1971 enþarhafði leik-
ari aldrei setið áður. Nokkrir aðrir
bretar hafa verið slegnir til riddara,
ss. Sir Alec Guinness, Sir Ralph
Richardsson, Sir John Gielgud, Sir
Stanley Baker og Sir John Mills.
Breska leikkonan Peggy Ashcroft
(sem fékk Óskarsverðlaun fyrir leik
sinn í myndinni „A Passage to
India“) var öðluð árið 1956 — en
hún er aldrei kölluð Sir. Samsvar-
andi tignarheiti fyrir breskar konur
er Dame; Dame Peggy Ashcroft.
Prestar á íslandi bera tignar-
heitið séra sem er skylt enska orð-
inu Sir. Eiginkonur presta voru
kallaðar maddömur fyrr á tímum,
á sama hátt og eiginkonur konunga
hafa alltaf fengic tignarheitið
drottning. Orðið maddama er auð-
vitað skylt orðunum dama og Dame.
Aftur á móti fá eiginmenn drottn-
inga ekki tignarheitið kóngur eða
konungur nema þeir séu beinlínis
fæddir inn í embættið. Út frá þessu
sjónarmiði er því rökrétt að álykta
að íslenskar konur, sem hafa hlotið
prestvígslu, noti ávarpsheitið madd-
ama í staðinn fyrir séra, t.d. madd-
Þorsteinn Eggertsson
„Út frá þessu sjónar-
miði er því rökrétt að
álykta að íslenskar kon-
ur, sem hafa hlotið
prestvígslu, noti
ávarpsheitið maddama
í staðinn fyrir séra.“
ama Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Með
sömu rökum er þó engin ástæða til
að kalla eiginmenn kvenpresta séra,
nema þeir séu vígðir til embættisins.
Eða hvað finnst ykkur?
Höfundur er blaðamndur og
textahöfundur.
eftir Einar Þorstein
*
Asgeirsson
Það er vonandi ekki að bera í
bakkafullan lækinn, að minna
landsmenn enn og aftur á ýmsa
möguleika í gerð bygginga, af því
tagi sem hér má sjá á myndinni?
Nýjungar í gerð dúka gera það
nú mögulegt að tjalda til einnar
nætur. Gerviefni sem sett eru inn-
an í venjulegt PVC-plast gera það
að verkum að dúkurinn teygist
nánast ekkert og, flaksar því ekki
í íslenskum vindum, ef rétt er stað-
ið að stífingu hans (sjá þrýstitoppa
í miðju hver þríhyrnings).
Það sem meira er, þetta bygg-
ingarlag er unnt að framleiða hér
á landi að ekki sé minnst á hugvi-
tið sem er að grunni íslenskt.
Einhvern veginn er það grunur
undirritaðs, að hagkvæmt muni
að nota byggingar af þessu tagi
til sjávar og sveita, þar sem nota-
gildi bygginga á að felast í færan-
leika, einföldu skjóli og ekki síst
lágu verði.
Það er vitaskuld gott og gilt,
að reisa vegleg stórhýsi, við þau
tækifæri sem slíkt á rétt á sér,
enda er þá meiningin að sýna það
sem kallar er „stórhug“, eftirkom-
endunum til aðdáunar. En það er
nú svo í nútímanum að atvinnu-
tæknin breytist ört. Það sem var
byggt fyrir hana í dag er úrelt á
morgun. Offjárfesting er vinsælt
orð um þessar mundir, og leyfist
vonandi að nota það orð í þessu
samhengi.
Þeir sem um sveitir landsins aka
nú, sjá hvíta bagga liggjandi vítt
og breitt um túnin, afleiðing af
nýrri heyjunartækni. Vonandi
hlaupa menn nú ekki upp til handa
og fóta og reisa myndarlegar hlöð-
ur upp á nýtt, þar sem gömlu hlöð-
urnar eru mjög oft illnýtanlegar
fyrir hvítu baggana. Væri nú ekki
nær að huga að nýjum lausnum:
Byggingarlagi, sem fullnægir ná-
kvæmlega þeirri þörf sem fyrir
hendi er og sparar þjóðarbúinu um
leið íjárútlát? Mér datt þetta svona
í hug, þegar ég leit augum 200
fermetra dúkbyggingu Bindindis-
samtakanna að Galtalæk.
Höfundur er hönnuður.
200 fermetra dúkbygging Bindindissamtakanna að Galtalæk. Byggt
1989.
SIEMENS
Góður og ódýr þurrkari!
• Stórt lúguop og stór lósía.
• Öryggislæsing og kæling i lok þurrkunar til að
foróast krumpur.
• Tekur 4,5 kg. aó þvotti.
Sérlega hagkvæmur og sparneytinn þurrkari.
Verð:kr. 35.800,-
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 • SlMI 28300
Létt og sterkt álskaft
Handfang
Ruslapokagrind
Vinda úr ryðfríu stáli
Festiplata sem
fer vel inn í horn
Rykmoppa
Ætmmmtmmam
NOKKRAR NÝJAR TILLÖGUR!
Skaftfesting á vagn
- Fata fyrlr afþurrkun ofl.
,— Sorppokagrind (má brjóta saman í geymslu)
Bakki fyrir hreinsiefni ofl.
\ Öskubakki 2 - 4 fötur fyrir afþurrkun ofl.
t— Skaftfesting a vagn
Grunnvagn
Liðamót sem gera hreyfinguna
létta og auðveldar að koma moppunni undir húsgögn
Moppa úr gerviefni (þolir suðuþvott)
Nú fást vagnar med nýrri vindu þar sem moppan
er undin meö einu handtaki án þess að taka þurfi
hana afskaftinu. Moppan fer alveg inn í horn og
auðveldlega undir húsgögn. Einnig er hún tilvalin í
veggjahreingerningar. Þetta þýðir auðveldari og
betri þrif.
Auðveldara, fljótlegra og hagkvæmara!
M oppuvagnarnir eru allir einn og sami
grunnvagninn en með aukahlutum eru óteljandi
möguleikar á samsetningum. Þannig geta fyrirtæki
og stofnanir sett saman vagn sem fullnægir
nákvæmlega þeirra þörfum.
IBESTAI
Nýbýlavegi 18, Kópavogi, sími 641988
Hafnargata 61, Keflavík, sími 92-14313