Morgunblaðið - 05.10.1989, Síða 35

Morgunblaðið - 05.10.1989, Síða 35
í okkar augum felagæði í sérgotthráefni, vandaða smíði, fallegt útlit og viðráðanlegt verð. Allt þetta má finna í Junckers parketinu sem fengist hefur á íslandi í yfir 50 ár. Það hefur ávallt verið stefnan hjá Junckers að verða fremst- ir á meðal jafninga í framleiðslu á gegnheilu parketi. Vegna reynslu sinnar í viðargólfum, burðargrind- um oglagningarraðferðum er Junckersnú stærsti framleiðandi ágegnheilu parketi í Evrópu. Síðast en ekki síst hafa Junckersmenn þróað eigin lökk og olíur fyrir parketið undir nafninu Blitsa. Fag- menn jafnt sem leikmenn þekkja Blitsa-vörurn- ar af góðri raun. JUNCKERS tílX'.MH'JlX PARKPI Bæklingurinn er hér. Komid og fáid ókeypis eintak - póstsendum um allt land. EaiH Arnason ÁRMÚIA 8,108 REYKJAVÍK, SÍMI 82111 'HfiOTþO .’. '!' ' t:" -n k-.j.i-’i MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTOBER 1989 ‘ Helgarskákmótið á Egilsstöðum: Fyrsti nuddskólinn á íslandi eftirRaíh Geirdal Þau leiðu mistök áttu sér stað að nuddskóli sá sem ég hef sett á fót, var nefndur sjúkranuddskóli, í einum stað í fréttatilkynningu um skólann, fimmtudaginn 21. september sl. Ég hafði sjálfur beð- ið um leiðréttingu á þessu og taldi það nægja. Af einhveijum ástæð- um vildi Sjúkranuddarafélag ís- lands einnig koma þessari leiðrétt- ingu á framfæri, sem hafði í för með óæskilegar spurningar um gæði nuddskólans. Því finn ég mig knúinn til að svara fyrir nuddskól- ann og hvers eðlis hann er. Þessi skóli er fyrsti nuddskólinn hér á íslandi. Hann er alls 1.252 kennslustundir, og fer fram um kvöld og helgar i tvö ár. Þetta samsvarar einu námsári og fjórð- ungi betur í dagskóla. Kennsla skólans skiptist í þrennt: Nudd- kennsla er 320 kennslustundir, heilsuráðgjöf er 160 kennslu- stundir og bókleg fög eru 572 kennsiustundir. Verklegir tímar í nuddi eru alls 200, eða 20% náms- ins. Kennslugreinar í nuddi eru eft- irfarandi: slökunarnudd, heildrænt nudd og partanudd. Hver þeirra er byggð á ákveðnum hefðum í nuddi, sem er nánar llyst í námsv- ísi skólans. Kennsla í heilsuráðgjöf er byggð á nýju heilsulíkani, sem er heildræn heilsa (holistic he- alth). Það gengur út á að einstakl- ingurinn beri ábyrgð á eigin heilsuvemd og læri aðferðir til að lifa hollum lífsstíl og fyrirbyggja sjúkdóma sem skapast af röngum lífsstíl. í því skyni er kenndur fjöldi æfinga sem samhæfa líkam- legt og andlegt jafnvægi. Bókleg kennsla fer fram í fjöl- brautaskólum landsins. Slíkt fyrir- komulag er algengt á Norðurlönd- um og styrkir sérskóla sem þenn- an. Þannig getur viðkomandi sér- skóli kennt þau fög sem hann hefur fulla þekkingu á, en sent nemendur sína í bókleg fög sem samræmast fyllilega opinbem menntakerfi. Auk þess er þetta ódýrari leið fyrir þjóðina, heldur en kenna nákvæm sérfög innan skólakerfisins. Bókleg fög eru eft- irfarandi: líffæra- og lífeðlisfræði, vöðvafræði, sjúkdómafræði, heil- brigðisfræði, næringarfræði og skyndihjálp. Verklegir tímar fara fam innan skólans, og felast í æfmgurn á því sem kennt er. Kennari er ávallt Rafn Geirdal til staðar í föstum tímum. Samanborið við önnur lönd er þessi skóli með sterkari nuddskól- um á Vesturlöndum. Hann sam- ræmist einnig fyllilega þeim kröf- um sem eru gerðir til sjúkranudd- skóla í Bandaríkjunum. Því hefur nuddskólinn sótt um leyfi til að vera sjúkranuddskóli hjá heilbrigð- isráðuneyti. Svar verður gefið síðar. Þangað til má aðeins kynna skólann sem nuddskóla, því störf okkar sjúkranuddara eru lögvern- duð af ráðuneytinu. Þetta er einmitt ástæðan fyrir að það slæddist óvart með, að þetta væri sjúkranuddskóli nú þeg- ar. Ég biðst velvirðingar á þessum mistökum. Það sem stendur er að þetta er fyrsti nuddskólinn á ís- landi og stendur ákaflega vel und- ir því nafni. Höfímdur er skálastjóri og lögg. sjúkramiddnri. Helgi sigurvegari eft- ir stigaútreikning Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag kvenna Sl. mánudag var spilaður eins kvölds tvímenningur, 16 pör mættu til leiks og urðu úrslit þannig: Óskar Karlsson - Júlíus Snorrason 261 Hrafnhildur Skúladóttir - Kristín ísfeld 251 Sigríður Möller - Freyja Sveinsdóttir '248 Fríða Sigurjónsdóttir - Brynhildur Matthíasdóttir 244 Aldís Schram - Júlíana ísebam 225 Nína Hjaltadóttir - Lilja Petersen 224 Næstkomandi mánudag hefst baró- meter-tvímenningur og verður hann 4-6 kvöld. Þær konur sem ætla að vera með geta skráð sig í síma 32968^ (Ólína Kjartansdóttir). Hreyfíll — Bæjarleiðir Hafinn er fimm kvölda hausttvímenningur með þátttöku 20 para. Spilað er í tveimur riðlum og er lokið tveimur umferðum. Staðan: Ámi Halldórss. — Þorsteinn Sigurðss. 251 Helgi Pálsson — Kristján Jóhanness. 250 Jón Sigtryggss. — Skafti Bjömss. 232 Rúnar Guðmundss. — Tómas Sigurðss. 228 Bernhaið Linn — Gísli Sigurtryggvas. 226 Meðalskor 216. Þriðja umferð verður spiluð mánudaginn 9. október kl. 19.30 í Hreyfilshúsinu. Bridsdeild Skagfírðinga Reykjavík Sl. þriðjudag hófst 5 kvölda haust- barometer hjá deildinni, með þátttöku á6 para. Spiluð eru 5 spil milli para, allir v/alla. Eftir fyrsta kvöldið er staða efstu para þessi: Hannes R. Jónsson — Sveinn Sigurgeirsson 75 Eyjólfur Magnússon — Hólmsteinn Arason 65 Helgi Samúelsson — Jón Þorsteinsson 36 Eyjólfur Sigurðsson — Starri Heiðmarsson 33 Spilamennsku verður framhaldið næsta þriðjudag. Helgi Ólafsson Bent Larsen ___________Skák______________ Karl Þorsteins Hróður Helgarmóta Tímarits- ins Skákar hefur víða borist. Þau hafa verið haldin víða um land og reynst skákmönnum haldgóð æfing og um leið kærkomið tæki- færi fyrir landsbyggðarmenn að etja kappi við landsins snjöllustu skákmenn. 38. Helgarmótið var haldið á Egilsstöðum 22.-24. september sl. Keppendur voru 28 og í fyrsta sinn var mættur til leiks erlendur stórmeistari. Nefni- lega Bent Larsen sem dvalið hefur hér á landi í fáeina daga áður en keppni hans við Margeir Péturs- son og Yijola frá Finnlandi hefst í Danmörku um þátttökurétt á millisvæðamóti á næsta ári. Helgi Ólafsson tók snemma forystu á mótinu nú og var með fullt hús vinninga að afloknum fimm umferðum. i sjöttu umferð var sigurganga hans stöðvuð af Larsen. Larsen tefldi stílhreint og af lipurð með svörtu taflmönnun- um og bar sigurorð af Helga eftir snarpa baráttu. Með sigri gegn Dan Hanssyni í síðustu umferð tókst Helga að skjótast upp að hlið Larsen sem glutraði niður á sama tíma hálfum vinningi í æsi- spennandi skák sinni gegn Guð- mundi Halldórssyni. Þegar kom til kasta stigaútreiknings reyndist Helgi fengsælli og því réttborinn sigurvegari mótsins. 1.—2. Helgi Ólafsson 6 v. (25,0) 1.—2. Bent Larsen 6 v. (23,5) 3.-4. Guðm. Halldórsson 5/2 v. 3.-4. Ásgeir Þór Árnason Sé v. 5. Egill Þorsteins 5 v. Margvísleg verðlaun voru í boði á mótinu eins 0g endranær. Öld- ungarverðlaun hlaut Óli Valdi- marsson sem þótti tefla af eld- móði unga mannsins í mótinu. Unglingaverðlaun hlaut Sigfús Víkingsson. Hann fékk 314 vinning og verðlaun fyrir bestan árangur heimamanna á mótinu kom í hlut Sverris Gestssonar. Hann hlaut 414 vinning. Viðgjömingur var með ágætum og aðstaðan til skákiðk- unar til fyrirmyndar í Fellaskóla þar sem teflt var. Eiga bæjar- stjórnir Egilsstaða og Fellabæjar þökk skilið fyrir framtakið og ein- ungis vonandi að heimamenn verði betur í stakk búnir næst að etja kappi við aðkomumenn. Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Bent Larsen Ben-Oni vörn I. Rf3 - g6, 2. d4 - Bg7, 3. c4 - c5, 4. d5 - d6, 5. Rc3 - RIB, 6. e4 - 0-0, 7. Bf4 - a6, 8. a4 - Bg4, 9. Be2 - Rbd7, 10. 0-0 - b6 Larsen hefur gjarnan þennan hátt á og hlítir hvergi hleypidóm- um byijunarsérfræðinga sem telja byijunarleiki svarts lítt vænlega. II. h3 - Bxf3, 12. Bxf3 - Re8, 13. Be2 - Bd4, 14. a5? - Vanhugsaður leikur. Það tekur hvítan marga leiki í framhaldinu að öðlast peðið til baka á meðan Larsen bætir stöðu manna sinna á miðborðinu. 14. - bxað!, 15. Bd2 - e5, 16. dxe6?! - fxe6, 17. Dc2 - Re5, 18. Rdl - Rc6, 19. Da4 - Dc8, 20. Bxa5 — Rxa5, 21. Dxa5 — Rf6, 20. Bf3 - Rd7 • Það er gaman að fylgjast með liðsfærslum Larsens. Með einkar stílhreinum leikjum hefur hann öðlast yfirburða stöðu og lætur kné fylgja kviði í áframhaldinu. 23. Dd2 - db7, 24. Bg4 - Hf6, 25. h4 - Dxe4!, 26. Bf3 - Hxf3, 27. gxf3 - Dxf3,28. Ha3 - Re5! Svona einfalt er það. Hvítur verður einfaldlega liðsmanni undir ef hann drepur nú svörtu drottn- inguna og við hótuninni 29. — Dg4+, 30. Khl - Rf3 og 29 - Dxa3! finnst engin vörn. Hvítur gafst upp. GÆÐI Junckers Gegnheilt parket - varanleg fjárfesting

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.