Morgunblaðið - 05.10.1989, Side 38

Morgunblaðið - 05.10.1989, Side 38
38 MOjiGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR (>. OKTÓBER j989 • NEYTENDAMAL Blýlaust bensín og kraftbensín í ág'ústmánuði óku 47% öku- manna úm á blýlausu bensíni en 53% á kraftbensíni sam- kvæmt upplýsingum frá Olíufé- lagi íslands. Bjarni Bjarnason hjá Olís sagði í samtali að áður hefðu hlutföllin verið 40% af blýlausu bensíni á móti 60% af kraftbensíni. En eftir breyt- ingar sem gerðar voru á bensínverði í júni sl. hefði aukning orðið á sölu á blýlausu bensíni. Aðspurður sagðist hann ekki vita til að blýlaust kraftbensin væri á leið á mark- að hér á landi. Það hefði að vísu komið til umræðu, en slíkt bensín yrði mjög dýrt. M. Þorv. Heilablóðfall og of lítið kólesteról Nýjar rannsóknir í Japan benda til að í ákveðnum tilfellum geti of lítið kólesteról í blóði orsakað heila- bióðfall, segir í grein sem birtist í aprílblaði „New Scientist". Mataræði virðist vera mikilvæg- ur þáttur í tíðni heilablóðfalla, það kemur fram í rannsóknum sem framkvæmdar voru á 20 ára tíma- bili, frá árunum 1963-1983, á íbú- um Ikewa-þorps sem liggur 250 mílur fyrir norðan Tókýó. Á þessu tímabili urðu miklar breytingar á lífsháttum þorpsbúa er þeir hurfu frá hinum einföldu lífsháttum strjál- býlisins að lífsstíl þéttbýlisins. Hrísgjónabændur vélvæddust og geymsluaðferðir matvæla breytt- ust. í stað þess að nota salt sem geymsluaðferð varð kæling almenn. Mataræðið sem hafði að uppistöðu aðallega verið fitusnauður matur, hrísgijón og fiskur, var á þessu tímabili látið víkja fyrir vestrænum málsverðum sem voru auðugir af dýrafitu eins og rauðu kjöti, mjólk- urvörum og eggjum. Þessi fituríki matur leiddi tii hækkunar kólesteróls í blóði, viður- kennds orsakavalds hjartaáfalla og blóðtappa í heila. Hjá íbúum Ikewa hafði þetta breytta mataræði þau áhrif, að fækkun varð á öllum teg- undum heilablóðfalla á þessu tíma- bili, eða um 61 prósent hjá körlum 40-69 ára og um 61 prósent hjá konum á sama aldri. Heilblæðingum Nýbreytni í brytjun á kjöti í Morgunblaðinu 9. júni sl. var viðtal við sérfræðinga í sauð- fjárrækt við Rannsóknastolnun landbúnaðarins, þá Sigurgeir Þorgeirsson og Stefán Sch. Thorsteinsson, m.a um kjöt- gæði og slátrun. Þar kom fram, að röng meðferð við kælingu á kjötinu í sláturhúsum getur valdið kæliherpingu eða þíðu- herpingu í kjötinu sem bæði skerðir bragðgæðin og gerir kjötið seigt. í viðtalinu kom einnig fram að mikið hefur vantað á að brytjun á lambakjöti væri neytendum hag- stæð. Á þessu verður breyting í haust, í þrem sláturhúsum, Bor- garnesi, Sauðárkróki og á Hvol- svelli verður kjötið biytjað niður eftir bandarískri brytjunaraðferð sem Gunnar Páll Ingólfsson kynnti hér fyrir nokkrum árum. Aðferð þessi býður upp á betri nýtingu á kjötinu. Guðjón Þorkelsson matvæla- fræðingur hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins hefur umsjón með þessari nýju vinnslu. Hann sagði í samtali, að kjötið væri látið hanga í kjötsai yfir nótt áður en það væri fryst. Eftir frystingu er það hlutað niður í hin hefðbundnu læri og hrygg. Nýbreytnin er fólg- in í því, að kjötið er ekki bóg- bundið eins og áður og á fram- parturinn að nýtast neytendum betur. Skankar eru skornir af og framparturinn að öðru leyti hafð- ur heill og eiga fleiri sneiðar að fást úr framparti en með eldri brytjunaraðferð. Afskurður, háls, bringa og slög, sem eru um 20% af kjötinu, verða seld í fóður. Aðspurður sagði Guðjón að þetta sérbrytjaða kjöt væri ekki enn komið á markað, en þarna yrði um talsvert magn að ræða eða 100-150 tonn af frampörtum, snyrtum og fituhreinsuðum og væri þar farið að óskum neytenda. (Cerebral hemorrage) fækkaði á sama tíma um 60 prósent hjá kon- um en 94 prósent hjá körlum. Japanskir vísindamenn segja að meðhöndlun til lækkunar á blóð- þrýstingi hjá þorpsbúum á þessu tímabili samfara breyttu mataræði og minni saltmetisneyslu, vegna breyttra geymsluaðferða, hafi haft mest áhrif þar á. En hár blóðþrýst- ingur einn og sér virðist ekki vera valdur að heilablóðfalli. Við rann- sókn á yfir 2.200 einstaklingum í Ikewa-þorpi á árunum 1963-73 voru einnig andstæð tengsl kólest- eróls í blóði og hættu á heilablæð- ingu. Fleiri tilfelli heilablæðinga voru hjá körlum og konum sem höfðu lægsta kólesterólmagnið. Seinni könnunin sem gerð var á 2.700 þorpsbúum sýndi engin tengsl á milli lítils kólesterólmagns og heilablóðtappa (strokes) á þess- um tíma. Vísindamenn hafa komið fram með skýringu á því hvernig lágt kólesterólmagn í blóði getur valdið heilabióðfalli (cerebral hemorrage). Kólesterólið á mikinn þátt í viðhaldi frumuhimnunnar, skortur á því get- ur því veikt frumuveggina sem aft- ur getur leitt til þess að æðaveggir í heila geta rifnað, sérstaklega und- ir háum þrýstingi. Rannsóknum þessum var lengi vel mætt með efasemdum af vest- rænum vísindamönnum. En þeir eru að endurskoða afstöðu sína síðan rannsóknir^sem gerðar hafa verið í Bandarlkjunum og rannsóknir framkvæmdar í Honolulu á 19 ára tímabili á bandar'iskum karlmönn- um af japönskum uppruna, stað- festa þær í aðalatriðum (New Eng- land Journal of Medicine, 1989). í greininni kemur fram, að þetta samspil kólesteróls og heilablóðfalls sé mörgum vísindamönnum ráð- gáta. Mjög veikt fólk eins og krabbameinssjúklingar hafa oft mjög lágt kólesterólmagn í blóði, af sömu ástæðu telja sumir eðlileg- ar skýringar vera á þessu lága kól- esterólmagni hjá heilablóðfalls- sjúklingum. Aðrir vísindamenn telja mögulegt að lágt kólesterólmagn sé vísbending þess að einhver ákveðinn þáttur í mataræðinu geti orsakað heilablóðfall. En þeim ber saman um að áhætta sé aðeins þar sem saman fari mjög lágt kólester- ólmagn í blóði og hár blóðþrýsting- ur. SKÓLAXITVELINIAS TA Gabriele 100 Vel útbúinn vinnuhestur fyrir námsmanninn sem velur gæöi og gott verö. VERÐ AÐEINS KR. 17.900,- staagr Komdu við hjá okkur eða hringdu og fáðu frekari upplýsingar, það borgarsig örugglega. Einar J. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 686933 UMBOÐSMENN TJM LAND ALLT Reykjavik: Penninn st„ Skolavörubuð Námsgagnastofnunar, Tölvuvórur hf„ Boka- og ritfangaverslunin Griffill sf„ Aco ht„ Hans Arnason, Sameind hf„ Tölvuland. Garðabær: Bókabuðin Grima. Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins. Keflavik: Bokabúð Keflavikur. Porlákshöfn: Rás sf. Selfoss: Ösp. Vestmannaeyjar: Bókabúðin Heiðarvegi. Höfn Hornafirði: Kaupfélag A-Skaftfellinga. Egilsstaðir: Traust. Akureyri: Bókaverslunin Edda, Jón Bjarnason úrsmíðavinnustofa. Sauðárkrókur: Stuðuil. Hvammstangi: Gifs-mynd sf. ísafjörður: Bókabúð Jónasar Tómassonar. Akranes: PC-tölvan. Námskeið tilaðyfir- vinna flug- hræðslu FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að efiia til námskeiðs fyrir farþega sem vilja yfirvinna flughræðslu. Ymis erlend flugfélög hafa boðið upp á þessa þjónustu með góðum árangri. Námskeiðið er und- irbúið af Eiríki Erni Arnar- syni sálfræðingi, en auk hans verður Gunnar H. Guðjóns- son, flugstjóri hjá Flugleið- um, leiðbeinandi á námskeið- unum. Fyrsta námskeiðið hefst 10. október nk. og verður haldið á þriðjudagskvöldum og auk þess einn laugardag. Námskeiðið stendur samtals í 20 klukku- stundir og þátttökugjald er 15.000 krónur. Innifalið í verð- inu er flugferð til einhvers áætlunarstaðar félagsins er- lendis. Kannanir benda til þess að flughræðsla þjái um 18% lands- manna, hjá litlum hópi kveður svo rammt að þessu að fólk hefur leitað til sérfræðinga eft- ir hjálp. Flugfélög viða um heim hafa brugððist við þessu með því að skipuleggja nám- skeið af þeim toga sem Flug- leiðir hleypa nú af stokkunum. Eiríkur Orn Arnarson, sál- fræðingur, er sérfræðingur í meðferð hverskyns fælni, þar á meðal flughræðslu. Hann hefur gert kannanir á fælni meðal íslendinga og hefur kynnt sér meðferð flughræðslu meðal annarra þjóða. Gunnar H. Guðjónsson er einn af reyndari flugstjórum Flugleiða með mikla reynslu í flugi á litl- um og stórum flugvélum í inn- anlandsflugi og millilandaflugi. (Fréttatilkynning) Hvammstangi: Mótmæla áliti mjólk- uriðnaðar- neftidar Á FUNDI hreppsneftidar Hvammstangahrepps nýlega var m.a. rætt um nefiidarálit um hagræðingu í rekstri inn- an mjólkuriðnaðarins og eft- irfarandi ályktun samþykkt. „Hreppsnefnd Hvamm- stangahrepps mótmælir harð- lega niðurstöðum nefndarálits um hagræðingu í mjólkuriðn- aði, sem nýlega hefur verið birt, en þar er komist að þeirri niðurstöðu að leggja beri niður mjólkurstöðina á Hvamms- tanga. Hreppsnefndin telur að sú niðurstaða hefði í för með sér mjög alvarlega hættu fyrir byggð í Vestur-Húnavatns- sýslu, þar sem mjólkurstöðin og mjólkurframleiðsla er einn af máttarstólpum byggðarinn- ar. Auk þess er fráleitt að leggja niður fyrirtæki sem skil- ar hagnaði, ekki hefur þurft greiðslur úr verðjöfnunarsjóði mjólkur og hefur náð góðum árangri í framleiðslu og mark- aðsmálum. Við endurskipulagningu mjólkuriðnaðarins væri hins- vegar mun eðlilegra að endur- skoða rekstur og fjárfestingu mjólkurstöðvarinnar f Reykjavík og færa þaðan full- vinnsluna til mjólkurbúanna, sem starfrækt eru í fram- leiðsluhéruðunum.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.