Morgunblaðið - 05.10.1989, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUUAGUR 5. OKTÓBER 1989
39
Success
OUARANTííD S%S — —
PSRKCTiN B#|iríO
t5 MINU7ÍS IIIVV
Brown&WildRice
■ f knrt.’i Bfyn* v Wfd P;<e iritié MíwíéMw.
Bráðskemmtilegur hnetu-
keimurersérkenni þessa
hrísgrjónaréttar. Blanda af
villi- og brúnum hrísgrjónum
meðekta sveppabitumog
ferskri kryddblöndu. Bragð-
gott meðlæti með öllum mat.
Fyrir 4 - suðutimi 1 5 min.
Heildsölubirgðir:
karl k. karlssonnco.
SJtúlatúm 4, Reykjavík, sími 62 32 32
Eftirtalin fyrirtæki Félagsstofnunar
stúdenta hafa fengið ný símanúmer.
Telefaxnúmer fyrir öll fyrirtækin er 19113.
FELAGSSTOFNUN STUDENTA
aðalskrifstofa
SKRJFSTOFA
STUDENTA
61 56 56
bók/KlK
/túdervtðú
61 59 61
FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA
v/Hringbraut
Gleðileg tíðindi
- leiðsögumenn
Menntunarmál
Samgönguráðuneytið fer með
ferðamál á Islandi. Frammistaða
eftir Borgþór S.
Kjærnested
Það fór óþarflega lítið fyrir
ánægjulegustu fréttaklausunni um
langan tíma í þessu dagblaði allra
landsmanna sl. laugardag (16. sept-
ember sl.: „Velta í ferðaþjónustu
um 10 milljarðar króna.“ Með hlið-
sjón af niðurstöðu síðustu kjara-
samninga við okkur leiðsögumenn
var ég fullviss um að hér væri um
prentvillu að ræða. En sunnudagur-
inn rann upp og svo þriðjudagur-
inn, og engin leiðrétting birtist. Ég
hélt að þarna hefði átt að standa:
„Tapið á ferðaþjónustu um 10 millj-
arðar króna.“ Það hefði verið í sam-
ræmi við samningaviðræðurnar sl.
vor. Niðurstaðan þá var m.a. sú,
að fyrir 10 tíma leiðsögn, 10
klukkustunda fræðilegan fyrirlest-
ur um jarðsögu, sögu og lífsskilyrði
lands og þjóðar, greiðast heilar
6.052 krónur með orlofi og öllu
inniföldu í hæsta launaflokki. Hvað
ætli laun leiðsögumanna sé mikill
hluti 10 milljarða veltunnar? Það
væri fróðlegt að vita.
Að framtíð skal hyg-gja
Nýlega var gerð skoðanakönnun
meðal erlendra ferðamanna sem
komu til landsins. M.a. var spurt
hvar og hvernig menn hefðu fengið
hugmyndina að íslandsferðinni. Það
hefur ekki farið mikið fyrir niður-
stöðum þessarar könnunar í fjöl-
miðlum. Fjórði hver ferðamaður
hafði kynnst landinu í gegnum
kunningja og vini sem hér höfðu
komið á undan viðkomandi ferða-
manni. Um 4% munu hafa farið
eftir auglýsingu. Telja menn það
góðan afrakstur auglýsingaherferð-
anna?
Hve margir þessara ferðamanna
höfðu fengið góða og málefnalega
leiðsögn um landið af leiðsögu-
mönnum? Var nokkuð spurt um
það? Hvað ætli það sé stór hluti
ferðamanna sem komast í samband
við leiðsögumenn á ferðum sínum
um landið? Það væri fróðlegt að
vita.
Nýlega hafa forustumenn at-
vinnumála, t.d. Jón Sigurðsson iðn-
aðarráðherra, lýst því að ferðaþjón-
ustan væri í hópi þeirra atvinnu-
greina þar sem helst væri að vænta
vaxandi tekna í þjóðarbúið á kom-
andi árum. Hvað svo?
Ekki fást peningar í menntun
leiðsögumanna. Laun leiðsögu-
manna fara lækkandi, hæfir menn
flýja greinina, með þeim afleiðing-
um sem það hefur fyrir starfsgrein-
ina. Nú á að fara að flytja Japani
og aðra austurlandabúa hingað í
miklum mæli. Hvernig á að bregð-
ast við því? A bara að plokka af
þeim aurana án þess að nokkuð
komi á móti? Það er ekki nóg að
brosa bara. Það þarf að veita þjón-
ustu, gera fólk ánægt, svo að það
geti sagt vinum og kunningjum
góðar fréttir af landinu. Það verður
enginn plataður lengur með auglýs-
ingum ef ekkert kemur á móti.
Ekki alls fyrir löngu sat ég í
nefnd á vegum Norrænu ráðherra-
nefndarinnar þar sem fjallað var
um japanska ferðamenn og mögu-
leika á að efla hlut Norðurlanda í
ferðum Japana. Þar kom fram að
japanskir ferðamenn eru kröfuharð-
ir, en þeii' eru líka mjög þægilegir
ferðamenn. Þeir ferðast í stórum
hópum, þeir vilja allir borða sama
matinn á veitingastöðum, þeir vilja
hópferðir og skoðunarferðir með
japanskri leiðsögn og þeir vilja fá
þjónustu og gott viðmót fyrir pen-
ingana sína. Hafa menn hugað að
þessum málum hér?
Er óregla á (smá)hlutunum
hjá þér?
Litskrúbugu smáhirslurnar
frá CURVER eru heppileg
lausn—og falleg.
f yy:\,,
aa4AT/MIKUG4RDUR
þessa ráðuneytis til þessa hefur
verið með þvílíkum eindæmum, að
engu tali tekur. Ég ætla hvorki að
ergja mig né aðra á langri upptaln-
ingu í þeim efnum. Nú væri vitur-
legast að leggja gömul mál til hlið-
ar, bretta upp ermarnar og koma
á laggirnar starfshópi leiðsögu-
manna, ferðaþjónustufyrirtækja og
ráðuneytisins til að byija á þessum
málum upp á nýtt. Ég á von á því
að núverandi samgönguráðherra
hafi til að bera þann skilning á
þessum málum sem til þarf. Annað
verður þá a_ð koma i ljós.
Forseti íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir, er heiðursfélagi í Félagi
leiðsögumanna. Við leiðsögumenn
erum stoltir af því. Ekki vegna þess
að forseti vor er enn meðal okkar
fremstu leiðsögumanna, heldur
vegna þess að hún hafði mikla for-
göngu um skipulag fræðslumála og
menntunar leiðsögumanna. Hún
gerði sér snemma grein fyrir mikil-
vægi leiðsagnarinnar fyrir útflutn-
ingsmarkaði íslenskra afurða, fyrir
menningarlífi landsmanna og svo
mætti lengi telja. Hins vegar munu
fræðslumál leiðsögumanna vera
mjög lítill partur af 10 milljarða
veltunni. Ætli Ferðamálaráð sjái
sér nú ekki fært að styrkja þau
mál ögn betur, það skilar sér innan
tíðar.
Lítil saga
Það var eitt sinn Dani sem tók
á móti japönskum ferðamönnum í
Kaupmannahöfn. Hann var allur
af vilja gei'ður og vildi bjóða uppá
sem besta þjónustu. En hann var
ekki með japönskumælandi leið-
sögumann. Til að bæta mönnum
upp þennan skort, bauð hann ferða-
mönnunum ókeypis framköllun á
þeim myndum sem þeir höfðu tekið
í Höfn. En hann tók tvö eintök af
hverri mynd, og hélt annarri eftir
fyrir sjálfan sig. Og svo skoðaði
hann gaumgæfilega af hveiju Jap-
anir tóku myndir, til að geta þjónað
þeim enn betur næst. Það tilheyrir
að sjálfsögðu sögunni að það leið
ekki á löngu áður en hann sendi
Dana, sem hafði búið nokkur ár í
Japan, á danskt leiðsögumanna-
námskeið.
Höfundur er leiðsögumaður m.m.
Borgþór S. Kjærnested
„Það þarf að veita þjón-
ustu, gera fólk ánægt,
svo að það geti sagt vin-
um og kunningjum góð-
ar fréttir af landinu.
Það verður enginn plat-
aður lengur með aug-
lýsingum ef ekkert
kemur á móti.“
m. .