Morgunblaðið - 05.10.1989, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTOBER 1989
Lent í mikilli listaveislu
Viðtal við Hrefinu Lárusdóttur
Hrefna Lárusdóttir í Mokkakaffi. Á veggnum er ein mynda hennar.
„Að búa í Luxemborg er
hreinasta listaveisla að því leyti
að svo stutt er að aka í allar
áttir til að skoða það sem hæst
ber í listum og hefiir borið á
undanfornum öldum. Fárra
klukkustunda akstur til Köln
og Dusseldorf í Þýskalandi með
söfn sín og sýningar, til Metz í
Frakklandi með fögru steindu
kirkjugluggunum, allt ft-á 12.
öld og 7 gluggum eftir Cha-
gall, aðeins lengra til Amsterd-
am og Parísar eða Bruxelles í
Belgíu, að ekki sé talað um
Brugge, sem er öll eitt lista-
verk,“ sagði Hrefiia Lárusdótt-
ir, sem við vorum sestar yfir
expressókaffi og jólaköku á
Mokkakaffi. Og á veggjunum
allt í kring um okkur málverk-
in hennar 27, sem hún var að
hengja þar upp til sýnis. Þar
má m.a. sjá íslenskar landslags-
stemmningar, myndefiii frá
uppáhaldsbænum hennar
Brugge, myllan hans Alfonse
Daudet í Provence-héraði í
Frakklandi, mynd frá Claerv-
auxklaustri í Luxemburg og
biðröð fyrir utan Grand Palais
í París vegna Gauguin-sýning-
ar. Fjölbreytt verkefiiaval gef-
ur til kynna að hún fari víða
og nýti sér áhrifin af því sem
hún sér. Og að hún kemur heim
til Islands þrisvar sinnum á
ári, enda bætir hún við:„Ekkert
jafnast i mínum huga á við
landslagið og litina á íslandi."
Hrefna er Reykvíkingur, fædd
í Þingholtsstræti 11, þar sem föður-
fjölskylda hennar, afkomendur
Lárusar G. Lúðvíkssonar, bjuggu
í fleiri ættliði. Hún var ekki nema
18 ára gömul Reykjavíkurmær
þegar hún giftist Ragnari Kvaran,
flugstjóra, og sneri sér að því að
eiga og ala upp böm. Þau bjuggu
fyrst í Reykjavík, enda var Ragn-
ar flugmaður hjá Loftleiðum í 16
ár. Flugið er í fjölskyldunni eða
öllu heldur að Ijölskyldan fylgir
fluginu, því Ragnar er nú flug-
stjóri hjá Cargolux, synir þeirra
Ragnar og Lárus em þar líka flug-
menn og dóttirin Anna Ragnhild-
ur er gift í Luxemborg manni sem
tengdur er flugmálum og bama-
bömin níu em því öll í nánd við
hana.
Eftir að fjölskyldan flutti frá
íslandi bjó hún í Belgíu.„Það var
æfintýri líkast að vera þar“, segir
Hrefna. „Belgía er svo mikið lista-
land, að þessi þijú ár sem ég var
svo mikið ein þar meðan Ragnar
var að fljúga, hélt ég bókstaflega
til í söfnum og kirkjum. Kirkjulist-
in og allur arkitektúr er þar svo
yfirþyrmandi. Bmgge er hreinasti
gimsteinn með allri sinni miðalda-
list, enda var hún fram til 1492
aðal kaupskipahöfnin og gríðar-
legur auður þar. Borgin hefur
verið kölluð Feneyjar norðursins,
enda er hún öll í sýkjum. Sagt
er að Flæmingjar hafí fundið upp
notkun olíulitanna um leið og þeir
uppgötvuðu hvemig mætti geyma
síldina."
Var það undir þessum áhrifum
að Hrefna fór sjálf að skapa?
„Nei, ekki beinlínis“, segir hún.
„Sem krakki hafði ég verið
síteiknandi og málandi. Svo féll
það niður þegar ég fór að eignast
börn, hafði nóg annað að sýsla.
En þama var ég nú komin í þessa
miklu listaveislu, og var vissulega
undir áhrifum af öllum þessum
listasöfnum, þótt mér dytti ekki
í hug að mála sjálf. Það gerðist
með þeim hætti að ég fór að
mála á kymur og kistur handa
barnabömum og vinum, og
tengdadóttir mín hafði orð á því
að ég hlyti þá að geta málað fyr-
ir sig mynd af ákveðnu útsýni úr
glugganum hjá henni. Ég keypti
mér liti og hefí ekki hætt síðan.
Lært? Nei, og þó! Ég var svo lán-
söm að hafa á æskuárunum frá-
bæran teiknjkennara í Æfinga-
skóla Kennarskólans, Björn
Björnsson, föðurbróður Bjöms Th.
Bjömssonar, og svo í Menntaskó-
lanum í Reykjavík, Finn Jónsson,
listmálara. Bjöm var yndislegur
maður og varð mér ógleymanleg-
ur. Hann gaf mér meira að segja
mynd eftir sig. Tilsögn þessara
manna var mér minnisstæð og
blundaði í mér. Seinna fór ég svo
í tíma í Kúnstakademíunni í Tri-
er, en fann að sú kennsla hentaði
mér ekki. Kennarinn var franskur
og sagði m.a. að það ætti að banna
vatnsliti, sem ég hefi alltaf notað
mikið ásamt akrýllitum."
Síðan hefur Hrefna málað og
sýnt, þrisvar sinnum í Trier og
einu sinni í Luxemborg. Og mynd-
ir eftir hana hanga alltaf uppi í
íslendingahótelinu Le roi Dago-
bert í Grevennacher í Luxemborg.
Á Islandi sýndi hún á Mokka fyr-
ir fimm ámm og aftur núna.„Mér
finnst þessi staður svo notalegur.
Ég hefí komið hingað síðan hann
opnaði fyrir 32 ámm. Hér hefur
aldrei verið slakað á klónni. Þessi
tegund af veitingastað held ég að
sé einsdæmi, engar vínveitingar
og veggir aldrei verið myndalaus-
ir frá upphafí.“
„Það er mjög gott að búa í
Luxemborg. Það er svo miðsvæð-
is. Og ég er svo heppin að Ragn-
ar, maðurinn minn, hefur ekki
síður en ég áhuga á að skoða
góða list, teiknar jafnvel svolítið
sjálfur. Og því notum við hvert
tækifæri til að fara og skoða list-
sýningar og söfn í Evrópu, eftir
því sem tími vinnst til. Tvær stór-
kostlegar og ógleymanlegar sýn-
ingar sáum við á þessu ári, sem
við hefðum ekki viljað missa af,
minningarsýninguna um Gauguin
í Grand Palais í París og yfírlits-
sýningu á verkum Salvadors Dali
í Stuttgart í sumar. Það er stóri
kosturinn við að búa þarna úti.
Og svo er það okkar stóra lán að
hafa fjölskylduna alla svona ná-
lægt okkur.“
- E.Pá.
NYTT ÞRAÐLAUST
MULTI-MIX ALLTAF TILBÚIÐ
TIL NOTKUNAR
Black & Decker auðveldar núna lífið í eld-
húsinu með hinu þráðlausa Multi-Mix. Ef þú þarft
að þeyta, hræra eða hnoða eitthvað fljótt, þá gríp-
urðu að sjálfsögðu til þráðlausa Multi-Mix tækis-
ins frá Black & Decker. Eftir hleðslu er hægt að
nota tækið í 25 mínútur stanslaust. Eftir hverja
notkun þá seturðu tækið
í hengið þar sem það
hleður sig. Hraðvirkt,
létt og meðfærilegt.
Tvær hraðastillingar
og fjórir mismun-
andi aukahlutir.
Það er ekki hægt
að hugsa sér það
auðveldara.
Það er leikur einn með HBIACK&DECKER
SKEIFUNNI 8 SlMI 82660
ÚTSÖLUSTAÐIR: Akranes, Ratþjónusta Sigurdórs / Akureyri, Radióvinnustofan og Hagkaup
hf. / Blönduós, Verslunin Ósbær / Bolungarvik, Rafsjá hf. / Búðardalur, Einar Stefánsson /
Egilsstaðir, Sveinn Guðmundsson / Grundarfjörður, Rafbúð Guðna / Hafnarfjörður, Ljós og
raftæki / Húsavík, Grímúr og Árni / Hvammstangi, K.V.H. / Keflavik, R.Ó. rafbúð / Laugarvatn,
KÁ Laugarvatni / Njarðvik, Hagkaup hf. / Reykjavik, Peran hf., Ármúla 3, Rafvörur hf.,
Langholtsvegi 130, Hagkaup hf., Borgarijóssbúðirnar/Selfoss, Ánrirkinn hf. / Stykkishólmur,
Húsið hf. / Vopnafjörður, Kaupf. Vopnfirðinga / Þorlákshöfn, Rás hf.
Umhverfisvandinn ekki
leystur án alþjóðasamvinnu
Alþjóðasamtök græningja stoftiuð:
- segir Metúsalem Þórisson
ÞRJÁTÍU og fjögurra manna
hópur fi-á Samtökum græningja
á Islandi sótti stofnþing Alþjóða-
samtaka græningja sem haldið
var í Rio de Janeiro í Brasilíu í
júlímánuði. Alls sóttu á þriðja
þúsund manns frá græningja-
samtökum 35 landa stofnþingið.
„Á stofnþinginu var lögð áhersla
á að ekki er hægt að leysa um-
hverfísvandann án alþjóðasam-
vinnu,“ sagði Metúsalem Þórisson,
talsmaður græningja á íslandi. „Því
voru þessi alþjóðasamtök stofnuð
til að samhæfa aðgerðir og upplýs-
ingar. Þetta er gert þrátt fyrir að
innan ýmissa græningjahópa hafí
gætt nokkurrar fælni varðandi
stofnun slíkra samtaka.“
Metúsalem sagði að til að leysa
þann vanda sem við væri að etja
þyrfti að breyta efnahagskerfínu.
Umhverfísvandamálin væru í raun
ein af afurðum þeirra hagkerfa sem
væru ríkjandi um allan heim. „Fjár-
magninu þarf að dreifa í stað þess
að safna því á fáar hendur og hag-
vöxturinn getur ekki verið hið eina
sem menn hafa að leiðarljósi. Þá
umhverfísverndarflokka sem ekki
taka þetta til greina er ekki hægt
að taka alvarlega. Þá er verið að
lappa upp á ríkjandi kerfí og þá,
sem það vilja gera, getum við ekki
kallað annað en kerfískalla. Það
getur líka átt við um hina einu
sönnu vestur-þýsku græningja."
Metúsalem sagði einnnig að Al-
þjóðasamtök græningja vildu
vemda umhverfíð manneskjunnar
vegna en ekki náttúrunnar vegna.
Ýmsir umhverfisverndarhópar,
þ.á.m. Greenpeace hefðu gengið svo
langt í sinni náttúmvemd að þeir
vildu vemda náttúruna og dýrateg-
undir á kostnað manneskjunnar og
fórna henni. „Slík sjónarmið hæfa
aðeins fáráðlingum," sagði Metú-
salem.
Það sem samtök græningja ættu
þó ekki síður í höggi við væri henti-
stefnan sem ríkjandi væri í heimin-
um og birtist t.d. í umræðum og
aðgerðum varðandi umhverfismál.
„Allir stjómmálaflokkar og samtök
lýsa yfír væntumþykju sinni á um-
hverfinu en þegar að hagsmunir
þeirra eru í hættu þá hverfur þessi
væntumþykja.“
KARLMANNAFÖT
frá kr. 5.500,- til 9.990,-
Terylenebuxur kr. 1.395,- til 2.195,-
Gallabuxur kr. 1.420,- og 1.620,-
Flauelsbuxur kr. 1.420,- og 1.900,-
Regngallar nýkomnir kr. 2.650,-
Skyrtur, nærföt, sokkar o.fl. ódýrt.
ANDRES, Skólavörðustíg 22, sími 18250.
NÝTT SÍMANÚMER LANDAKOTSSPÍTALA:
604300
St. Jósefsspítali, Landakoti.