Morgunblaðið - 05.10.1989, Qupperneq 42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1989
42.
Asgeir Ingvars■
soii - Minning
Fæddur 29.janúar 1919
Dáinn 27. september 1989
Það var einhvern tímann á árinu
1978 sem ég var staddur í vinnu
og hafði mikið að gera. Þá hringdi
síminn og maður að nafni Ásgeir
Ingvarsson kynnti sig og fór svo
að segja mér með miklum fjálgleik
frá írskri þjóðlagahátíð sem hann
var nýlega kominn frá. Frásagnar-
gleðin var svo mikil að ég gleymdi
vinnunni og bara hiustaði og fékk
öran hjartslátt af hrifningu og gleði.
Nú er hann Ásgeir farinn héðan, í
rauninni allt of fljótt, mikið vildi
ég að hann hefði fengið að lifa leng-
ur, en við ráðstöfunum almættisins
verður víst ekkert gert.
Ásgeir Ingvarsson var fæddur á
Hamri í Nauteyrarhreppi 29. janúar
1919. Hann starfaði um árabil við
múrverk, vann síðan hjá atvinnu-
deild Háskóla Islands og um þijátíu
ára skeið starfaði hann fyrir Kópa-
vogskaupstað.
Ásgeiri kynntist ég fyrir tæpum
tólf árum, en hann tók að venja
komur sínar á vísnakvöldin sem
tónlistarfélagið Vísnavinir hélt á
Hótel Borg og í Þjóðleikhússkjallar-
anum. Asgeir hafði brennandi
áhuga á félagsmálum, tók á tíma-
bili mikinn þátt í starfsemi Vísna-
vina og var kjörinn heiðursfélagi
þess féiags árið 1984. Hann var
óspar á að miðla hugmyndum til
annarra, svo var hann gott skáld,
samdi lög og þýddi ljóð úr erlendum
tungum. Ásgeir lék á nokkur hljóð-
færi og var sjálfmenntaður á því
sviði. Hann var frekar hlédrægur
að eðlisfari en skemmtilegri mann
í góðum hóp var varla hægt að
finna. Síðustu árin starfaði hann
með sönghópi sem kallar sig Sam-
stilling og naut sín þar vel og var
þar dáður og virtur.
Ásgeir var ákaflega mikill aðdá-
andi fagurra lista og mikill þjóðern-
issinni. Hann átti auðvelt með að
sjá skoplegu hliðarnar á tilverunni,
en samt sló undir niðri viðkvæmur
og blíður strengur sem menn fundu
vel er kynntust honum. í ljóðum
sínum skopaðist hann að græðgi
mannanna og hvernig þeir vildu
notfæra sér almættið. Ásgeir var
ekki í þjóðkirkjunni, en ég efast þó
um að hann hafi verið trúlaus. Einn
þekktasti texti hans, Palli Hall,
bendir til hins gagnstæða. Þar yrk-
ir hann um vegavinnuverkstjóra
sem sendi fólkið heim af því að það
heimtaði meiri laun en ríkið
skammtaði þeim. Hann fór að
ganga í störf undirmanna sinna,
sagaði í löppina á sér og barði fing-
urinn og endaði á að hrapa í ána.
Texti þessi lýsir á gamansaman
hátt baráttu láglaunamannsins og
hvernig þeim sem níðast á öðrum
hefnist fyrir. Einnig gat Ásgeir ort
fagurlega um ástina, það var svo
ljúfsár tregi í ljóðum hans. Ásgeir
gerði ekki mikið af því að koma
ljóðum og lögum sínum á fram-
færi, hann gaukaði þeim að fólki
sem hann þekkti og skeytti lítið um
hvað um þau varð. Þess vegna
gæti svo farið að eftir nokkur ár
yrði sumt af því sem hann orti ta-
lið til þjóðlaga og þjóðkvæða.
Ásgeir átti ákaflega gott með að
umgangast sér yngra fólk og var
jafnan einn af hópnum. Ég man
einu sinni eftir því að hann bauð
nokkrum í partí heim til sín. Við
mættum kátir og hressir, settumst
fyrst inn í stofu og drógum upp
söngvatn. Þá skellir Ásgeir fullri
vodkaflösku á borðið og sagði:
„Gjörið þið svo vel og fáið ykkur.“
lést 4. október. + EGGERT G. GÍSLASON framkvæmdastjóri, Rauðalæk 26,
Þráinn Eggertsson.
t
JÓRUNN ODDSDÓTTIR
fyrrum símstjóri á Eyrarbakka,
verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 7. október
kl. 14.00.
Systkinabörn.
t
SVEINN JÓNSSON
frá Langholtsparti,
sem lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 30. september, verður jarð-
setturfrá Hraungerðiskirkju laugardaginn 7. október nk-. kl. 13.30.
Fyrir hönd vina og vandamanna,
Helga Guðjónsdóttir.
t
LOVÍSA JÓNSDÓTTIR
frá Drangsnesi,
Engihjalla 11,
Kópavogi,
lést að kvöldi 3. október.
Atli Viðar Jónsson, Hildur Þorkelsdóttir,
Ari Elfar Jónsson, Hólmfríður Edvardsdóttir,
Jón Pétur Jónsson, Guðlaug Maggý Hannesdóttir
og barnabörn.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN STEFÁNSSON,
framkvæmdastjóri
frá Siglufirði,
Kleppsvegi 124,
andaðist 25. september á Landakotsspítala.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hins látna. Þeim sem
vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Ásta Júli'a Guðmundsdóttir,
Camilla Jónsdóttir, Hreinn Jónsson,
Jóhanna Sigriður Jónsdóttir, Guðjón Herjólfsson,
Ásta Júlfa Jónsdóttir, Jón H. Sigurmundsson,
Guðmundur Stefán Jónsson, Elsa Ingimarsdóttir,
og barnabörn.
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR SIGURBJÖRNSSON,
Hvassaleiti 16,
‘ verður jarðsunginn föstudaginn 6. október kl. 13.30 frá Bústaða-
kirkju.
Marfa Finnbogadóttir,
Hákon Sigurðsson, Katrfn Hlff Guðjónsdóttir,
Björg Sigurðardóttir,
Sigrfður Sigurðardóttir, Haukur Viggósson
og barnabörn.
+
Jarðarför
SKÚLA VALTÝSSONAR
frá Geirlandi,
fer fram frá Prestbakkakirkju á Síðu, laugardaginn 7. október kl.
14.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Laufey Pálsdóttir.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
BJARGEY GUÐJÓNSDÓTTIR,
Langholtsvegi 71,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu, föstudaginn 6 október
kl.15.00.
Magnús Guðjónsson,
Margrét Magnúsdóttir, Guðmundur Sigurþórsson,
Guðjón V. Magnússon, Kolbrún Þorkelsdóttir,
Marfa Ó. Magnúsdóttir, Karl A. Ágústsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
• ÖGMUNDUR JÓNSSON,
Hringbraut 32,
Hafnarfirði,
frá Vorsabæ, Ölfusi,
verður jarðsunginn frá Kotstrandarkirkju, Ölfusi, laugardaginn 7.
október kl. 15.00.
Guðbjörg Ögmundsdóttir,
Jón Finnur Ögmundsson, Kristín Valsdóttir
og barnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
BERGÞÓRA EINARSDÓTTIR
frá Garðhúsum f Grindavík,
búsett að Hagamel 45,
veröur jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 6. október kl.
13.30.
Ólafur Gaukur Þórhallsson, Svanhildur Jakobsdóttir,
Dóra Gfgja Þórhallsdóttir, Andrés Reynir Kristjánsson,
Ólaffa Guðlaug Þórhallsdóttirlpálmi Steinar Sigurbjörnsson,
Einar Garðar Þórhallsson,
barnabörn hinnar látnu.
Ég .spurði hvort hann ætlaði ekki
að fá sér einn með okkur. Hann
sagði: „Nei, ég er búinn að vera
þurr í tuttugu og fimm ár og er
að halda upp á það með ykkur með
því að drekka mysu, hún er svo
andskoti holl og á litinn eins og
kampavín."
Ásgeir átti sér ákaflega notalegt
afdrep heima hjá sér, uppi á lofti.
Þangað safnaði hann að sér mörg-
um hljóðfærum og dundaði sér einn
við yrkingar ljóða og laga. Það var
sérstakur andi hlýju, góðvildar og
glaðværðar sem þar ríkti.
Fyrir nokkrum árum þurfti að
taka annan fótinn af honum vegna
æðaþrengsla. Ásgeir lét þó ekki
deigan síga en hafði orð á því að
nú myndi hann enn frekar líkjast
vinum sínum og frændum á ír-
landi, sérstaklega ef hann fengi sér
nú lepp fyrir annað augað og gæti
notað tréfótinn til að slá taktinn.
Svona tók hann örlögunum. Hann
hafði þrautir í hinum fætinum og
lyktir urðu þær að þann sjöunda
september sl. var sá einnig tekinn
af honum.
Ásgeir var á nokkrum batavegi
og var ákveðinn á að byija upp á
nýtt þegar hann fékk tvö hjarta-
áföll sem leiddu hann til dauða
þann 27. september síðastliðinn.
Með honum er horfinn mjög sér-
stæður, viðkvæmur og skemmtileg-
ur listamaður sem mikil eftirsjá er
að.
Ásgeir var hafsjór af skemmti-
legum sögum og kunni margar af
Irum. Einn íri sem hann hafði dá-
læti á var gamall fiðluleikari sem
hét Rosin the Bow McKenna. Sá
fór um þrítugt að hafa áhyggjur
af því að hann mundi gleymast
þegar hann félli frá. Því orti hann
erfiljóð um sjálfan sig og kallaði
það Rosin the Bow. í því segir frá
láti fiðlarans og hvernig drottinn
fagnaði honum á himnum með því
að bjóða öllum englaherskaranum
á fyllirí þar sem hver og einn fékk
gallon af viskíi. Jarðsetningu sögu-
hetjunnar er lýst og eins því þegar
" menn keyptu tvær kollur af viskíi
til þess að leggja á leiðið eins og
legstein. Ég er viss um að þegar
við kveðjum Ásgeir í dag, 5. októ-
ber, hinstu kveðju, heldur drottinn
allsherjar honum dýrlega veislu á
himnum þar sem boðið verður upp
á himneskt vín sem allir er neyta
munu einungis verða sælir af.
Hafði Ásgeir heila þökk fyrir allt
það góða og skemmtilega sem hann
miðlaðir mér. Vonandi heldur hann
áfram að yrkja skemmtilega texta
sem ég fæ að heyra þegar við hitt-
umst einhvern tímann aftur.
Eftirlifandi eiginkonu hans og
bömum sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Gísli Helgason
Kveðja frá
starfsfélögum
í dag, fimmtudaginn 5. október,
kveðjum við góðan félaga og starfs-
bróður hinstu kveðju. Hann verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju kl.
15.00.
Ásgeir Guðjón Ingvarsson, en svo
hét hann fullu nafni, var ættaður
af Snæfjallaströnd. Hann ólst upp
í nálægð jökulsins, þar sem fegurð-
in ríkir ein. Má vera að sú fegurð
og vetrarveðrin norður þar hafi í
sameiningu mótað þennan góða
dreng, sem var margt til lista lagt
og átti til að bera allt í senn, skop-
skyn, blíðu og baráttuhug.
Ásgeir var ágætlega hagmæltur
og má segja að ljóðið hafi leikið
honum á tungu þegar hann vildi
. það við hafa. Hann var einnig
hneigður til tónlistar og lék á fleiri
en eitt hljóðfæri. Ófáir eru þeir
bragir, sem hann hefur ort og sung-
ið við gítarleik, mönnum til
skemmtunar, þegar fólk gerði sér
dagamun. Ásgeir var einnig sögu-
maður góður og var jafnan fróðlegt
að hlýða á frásagnir hans.
Við samstarfsmenn hans á bæj-
arskrifstofum Kópavogs minnumst
með þakklæti margra góðra stunda
þegar við sátum með honum og
sungum eða hlýddum á frásagnir
af því, sem á daga hans hafði drifið.
Á yngri árum stundaði Ásgeir
sjóinn og ýmis störf, sem til féllu,