Morgunblaðið - 05.10.1989, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐIÐ, EIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER IÖSÖ
4k
Með
morgnnkaffinu
Gleymdu ekki peningunum
til að borga bílinn ...!
Um illa meðferð á börnum
Til Velvakanda.
Tveim lagabálkum, barnalögum
nr. 9/1981 og barnaverndarlögum
nr. 53/1966 er í orði kveðnu ætlað
að tryggja æskufólki mannréttindi
og velferð hérlendis á sviði brýn-
ustu einkamála, þegar á reynir.
Umrædd trygging hefur því mið-
ur reynst haldlítil fyrir fjölmörg
börn, enda gera þessir lagabálkar
ráð fyrir að börn og unglingar séu
ofurseld alræðisvaldi handhafa
umboðs- og embættisvalda mis-
munandi stofnana og því sérfræð-
ingageri sem þeim tengjast.
Hvorugur þessara lagabálka ger-
ir ráð fyrir því að ungir þegnar eigi
að njóta mannréttindavörslu á vett-
vangi óháðra dómstóla eða að þeir
njóti almennra réttarfarsskilyrða
réttarríkisins.
Barnalögin og barnaverndarlögin
einkennast af þeirri vanvirðandi
afstöðu til æskufólks, að mistæku
umboðsvaldi er falið allt í senn,
Mynd í
kaffibolla
Til Velvakanda.
Óðinn dó að uppsölum í Svíþjóð
og díar allir. Hann skar sig geirs-
oddi og merkti sér alla vopnbitna
menn. Þessa mynd sá ég í kaffi-
bolla og gerði pennaþeikningu eftir
henni. Hún sýnir Óðinn dáinn í
brekkunni að Uppsölum í Svíþjóð
og stein ofar í brekkunni sem gæti
verið ofanjarðar enn í dag. Vopn
sá ég ekki né aðra menn. Óðinn
hefur kastað geirnum (spjótinu)
eftir að hafa merkt sér vopnbitna
menn og dáið síðan.
Valdimar Bjarnferðsson
íhlutunarvald, rannsóknarréttur,
einhliða málsreifun og endanlegt
dómsvald á mannréttindasviði
barna og ungmenna.
Viðmið umboðsvaldsins eru illa
skilgreind í lögum, sama gildir um
starfsaðferðir. Því er falið geðþótta-
vald varðandi tíma málsmeðferðar
enda er óskilvirknin víðfræg. Börn
í alvarlegum vanda verða því oft
að bíða niðurstöðu úrlausnaraðila
árum saman, en verða á sama tíma
að þola margvíslega áníðslu frá
umræddum fulltrúum rannsóknar-
réttarfarsins, sem aldrei hafa þurft
að sæta ábyrgð gerða sinna, eða
eftirlits samfélagsins með störfum
og viðhórfum.
Þetta gildir bæði um barna-
verndaraðila og dómsmálaráðu-
neytið, en þessum aðilum er báðum
falið dómsvald á tilteknum réttinda-
sviðum barna og ungmenna, sem
fyrir bragðið koma aldrei til efnis-
legrar úrlausnar óháðra dómstóla.
Er þetta alvarlegt mál, þar sem
mistök við málsmeðferð og lokanið-
urstöðu máls valda börnum og ungl-
ingum augljóslega oft varanlegu
tjóni. Slík mistök er ekki hægt að
leiðrétta, enda gera umrædd lög ráð
fyrir óskeikulleik embættismanna
þegar mannréttindi æskufólks ber
á góma.
111 er sú meðferð á börnum, sem
lýsir sér í vanrækslu uppalenda eða
vanvirðu þeirra í garð barna á
heimaslóðum.
111 er sú meðferð á börnum að
embættismönnum og umboðsvaldi
skuli haldast uppi að skammta
börnum mannréttindi úr hnefa á
vettvangi sínum, þegar á reynir.
0909-5276
Horfin sumarblíða
Til Velvakandi.
Nú er dag merkjanlega farið að
stytta því sólstöðutíminn er fyrir
nokkru liðinn með sínu margvíslega
árlega fjöri, gróanda og flugi
árstíðasvala í bláskýjum sumars.
Enn er haustmyndin fremur ung
með sín leikandi stef í sál og hug
sérhvers er ann máttúrumyndinni
eins og hún kemur fyrir á hveijum
tíma. Hrifmynd fallandi marglitra
laufa í mold, eða sem feykjast til
og frá í golunni, hvar sem er í
náttúrunni. Laufin sem feykjast
fyrir tilverknað þess sem eftir er
af sumargolunni, gerir þetta hug-
þekka stef að þeirri óskastund sem
gerir suma hópa opnari og betri en
þeir voru fyrir. Reyndar er sagt að
haustið, já, sérhver árstíð hafi sinn
sjarma eða þokka sem gerir hvern
árstíma ógleymanlegan og skilur
eftir óræða neista í hug og hjarta
þeirra er elska líf og listir, móður
náttúru, og verður þeim hvatning.
Haustmyndin eins og hún kemur
fyrir í sínum ferskleik og heild
hveiju sinni, vekur andagift öðru
hvoru meðal skálda og rithöfunda.
Stöku listmálari fer út í náttúruna
til að festa dýrð haustsins á léreftið,
sem í fyllingu verks segir ákveðna
sögu er vekur ómótstæðileg haust
hughrif hjá þeim er síðar fá notið.
Þetta vekur spurningu um hvað býr
að baki slíkri lífslist er hrærir hug
og hjarta löngu seinna í fallegu ljóði
eða vel gerðri smásögu þeirra er
njóta þess að vera til og elska lífið.
Eirihvern tíma sagði gamall þulur
í niðurlagi hugþekks ljóðs. Nú er
komið hrímkalt haust, horfin sum-
arblíða. Og enda þótt það eigi
kannski ekki alveg við nú er allt
kemur til alls, og enn þá votti fyrir
hlýindum frá liðnu sumri, þá getur
téð ljóð átt við engu að síður í ná-
inni framtíð. Hin óbreytanlega
hringrás móður náttúru, þegar vor-
svölur hverfa til suðurlanda að
loknu sumri sem mjúk óminnishönd
hausts hefur hreyft við. Enda þótt
haustmyndin í heild sinni sé ómót-
stæðileg þrá allir sumarið aftur eft-
ir að vetur konungur hefur minnt
á sig í bili með oft á tíðum mismun-
andi hugþekkum gjörðum. En hug-
þekk og ómótstæðileg árstíðamynd
móður náttúru hrífur, gleður, bætir
og glæðir þá er lærst hefur að taka
lífið þeim listrænu tökum, verður
einsk konar hamingjuvaki með ár-
vissri og oft á tíðum dýrðlegri
haustmyndinni.
Gunnar Sverrisson
Yíkverji skrifar
HÖGNI HREKKVlSI
rettán ára kunningjakona
Víkveija fékk heldur óskemmti-
lega reynslu af fyrstu vinnunni hjá
vandalausum. Þetta er framtakssöm
stúlka og í vor auglýsti hún eftir
bami til að passa í sumar. Hún fékk
íjölda tilboða og tók síðan að sér að
passa hjá ungri konu sem býr í ná-
grenninu og henni leist vel á. Tók
hún boði konunnar um laun og vinn-
utíma og annað sem varðaði pössun-
ina. Hún var þó ekki búin að vinna
lengi þegar aðstæður breyttust eitt-
hvað hjá konunni, hún hætti með
fyrirtæki eða eitthvað þess háttar,
og því vat' komið inn hjá stúlkunni
að hennar væri ekki þörf. Síðar var
gengið frá því með samkomulagi að
hún hætti. Ekki fékk hún útborgað
þegar hún hætti og þá var farið að
tala um annað og lægra tímakaup
en talað hafði verið um í upphafi.
Hún er búin að hafa oft samband
við þennan fyrrum vinnuveitanda
sinn í sumar og haust til að ganga
eftir peningúm sínum og fengið ein-
hveija slumpa en ekki að fúllu upp-
gert — og fær sjálfsagt aldrei. Að
mati Víkveija er þessi framkoma
fólksins við unglinginn ekki til fyrir-
myndar. Þetta er í fyrsta skipti sem
stúlkan ræður sig í vinnu hjá vanda-
lausum og á í slíkum viðskiptum og
verður svona framkoma fullorðins
fólks gagnvart viðkvæmum unglingi
áreiðanlega ekki til að auka traust
hans á heiðarleika í viðskiptum.
xxx
Yíkveiji ferðaðist nýlega um
Norðausturland, þar á meðal
„gleymda landshomið" sem kunningi
hans á Raufarhöfn kallar svæðið frá
Tjörnesi að Vopnafírði. Ekið var frá
Egilsstöðum yfir Möðradalsöræfi og
til Vopnafjarðar og þaðan þrædd öll
ströndin allt til Akureyrar. Víkveiji
trúði varla sínum eigin augum þegar
hann leit á kílómetrateljarann í
bílnum að leiðarlokum, hann sýndi
yfir 900 km. Það var helmingi hærri
tala en þann hafði skotið á fyrirfram
og ótrúlega mikil vegalengd þegar
litið er til þess að ht'ingvegurinn allur
er aðeins um 1.400 km.
xxx
AÞórshöfn var fullyrt í eyru
•Víkvetja að mörg dæmi væra
um það að fólk flyttist í burtu vegna
öryggisleysis í heilsugæslu. A staðn-
um er ný heilsugæslustöð ætluð fyrir
tvo lækna en læknar fást ekki í hét'-
aðið. Það hefur lengi gengið þannig
að læknar hafa komið í stuttan tíma
og svo er læknislaust á milli, meðal
annars hefur landlæknir sjálfur verið
þama um tíma til að leysa málin.
Nú þjóna læknamir á Vopnaftrði íbú-
um svæðisins, hafa til dæmis ákveðna
viðtalstíma á Þórshöfn. Sjötíu kíló-
metrar era frá Vopnaftrði til Þórs-
hafnar og yftr Sandvíkurheiði og
Brekknaheiði að fara auk annama
erfiðra vegarkafla. Umdæmið nær
norður á Melrakkasléttu þannig að
fólkið sem býr vestast í Þórshafnar-
læknishéraði er um 120 km frá lækni
sínunt á Vopnafirði. Er þetta svipuð
aðstaða og ef Borgnesingar þyrftu
að fara til Reykjavíkut' til héraðs-
læknis síns eða Reykvíkingar til
Borgarness. Er ótti fólks því skiljan-
legur því veður og færð á þessu svæði
er með þeim hætti að ekki er öraggt
að læknir komist á milli og sjúkraflug
ekki heldur alltaf mögulegt. Víkvetji
dagsins hefur ekki lausnir á þessu
vandamáli á takteinum. Það hlýtur
að þurfa að gera þetta hérað áhuga-
verðara fyrir lækna eða gera ein-
hvetjar skipulagsbreytingar þannig
að fólkið geti notið þessarar sjálf-
sögðu þjónustu og þurfi ekki að lifa
í stöðugum ótta.