Morgunblaðið - 06.10.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.10.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C 227. tbl. 77. árg. FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Friðarverðlaun Nóbels: Kínverjar mótmæla valinu á Dalai Lama Ósló. Reuter, Daily Telegraph. DALAI Lama, hinn útlægi trúarleiðtogi Tíbeta, hlaut lriðarverðlaun Nóbels í gær fyrir friðsamlega baráttu fyrir frelsi þjóðar sinnar. Talsmaður kínverska sendiráðsins í Ósló sakaði norsku Nóbelsverð- launanefiidina um íhlutun í innanríkismálefhi Kínvetja, sem hernámu Tíbet árið 1950. Kínverskur sendiráðunautur í Ósló, Wang Guisheng, sagði við fréttamann norsku fréttastofunnar NTB að val nefndarinnar skaðaði kínversku þjóðina. „Málefni Tíbets varða eingöngu Kínverja. Dalai Lama er ekki aðeins andlegur leið- Eistland: Kosningarétt- ur aðfluttra ekki skertur Moskvu. Reuter. ÞING Sovétlýðveldisins Eistlands ákvað í gær að fella burt ákvæði í nýrri kosningalöggjöf sem orðið hefðu til þess að takmarka kosn- ingarétt tugþúsunda aðfluttra Rússa og fleiri þjóðabrota. Mikil spenna hefúr ríkt í Eistlandi'vegna breytinga þessara og stjórnvöld í Moskvu höfðu lýst þær ólöglegar. Utvarpað var frá umræðum í þmg- inu og varð niðurstaðan sú að allir þeir sem hefðu fast aðsetur í Eist- landi hefðu rétt til að kjósa í kosning- um sem fram fara 10. desember. í ágústmánuði samþykktu þing- menn að framvegis hefðu einungis þeir sem búið hefðu í lýðveldinu í tvö ár eða lengur rétt á að greiða at- kvæði í kosningum þar. Þetta vakti mikla reiði í röðum aðfluttra Rússa en þeir eru tæþur helmingur íbú- anna. Skipulögðu þeir víðtæk verk- föll til að leggja áherslu á þá kröfu sína að fallið yrði frá breytingum þessum. Forsætisnefnd Æðsta ráðs Sovétríkjanna, sem hefur aðsetur í Moskvu, lagðist einnig gegn nýju kosningalöggjöfinni á þeim forsend- um að hún væri brot gegn stjórnar- skrá Sovétríkjanna. togi heldur einnig stjórnmálamaður, sem stefnir að því að grafa undan einingu kínversku þjóðarinnar,“ sagði Wang. Egil Aarvik, formaður Nóbels- verðlaunanefndarinnar í Ósló, sagði að þróunin í Asíu að undanförnu, einkum í Kína, hefði orðið til þess að Dalai Lama varð fyrir valinu. Hann vísaði því hins vegar á bug að með valinu hefði verðlauna- nefndin viljað koma höggi á kínversk stjórnvöld. Dalai Lama sakaði kínversk stjórnvöld um að hafa reynt á skipu- legan hátt að uppræta þjóðarein- kenni Tíbeta. „Sá möguleiki blasir við Tíbetum nútímans að þeim verði útrýmt sem þjóð,“ sagði hann. Sjá: „Hafnar ofbeldi . . .“ á bls. 18. Tíbetar í flóttamannabúðum í Nýju-Delhí, höfuðborg Indlands, halda á mynd af Dalai Lama er þeir fagna því að hann hlaut friðarverðlaun Nóbels í ár. Rúmlega 7.000 austur-þýskir flóttamenn fluttir frá Tékkóslóvakíu: Oeirðasveitum sigað á þúsundir A-Þjóðveija Uppþotin þau mestu frá 1953 og spenna í landinu magnast stöðugt Hof, Austur-Berlín, Bonn, Washington. Reuter, dpa, The Daily Telegraph. RUMLEGA 7.000 Austur-Þjóð- verjar kvöddu í gær heimaland sitt er járnbrautarlestir sem fluttu þá frá Prag, höfúðborg Tékkósló- vakíu, námu staðar í Hof í Vestur- Þýskalandi. Að kröfú stjórnvalda í Austur-Berlín lá leið þeirra um Olíukreppa í kjölfar aukinnar eftirspumar? London. Reuter. EFTIRSPURN eftir olíu hefúr aukist svo mikið að undanlornu, að veruleg hætta er talin á, að ný olíukreppa sé í aðsigi. Að vísu er ekki búist við, að sagan frá 1973 endurtaki sig, þegar olíuverðið fjórfaldaðist og fór upp í 40 dollara fatið, en margir eru á því, að Fahd, konungur Saudi-Arabíu, hafi haft lög að mæla þegar hann sagði nýlega, að olían stefndi í 25 dollara hvert fat. Heimsmarkaðs- verðið er nú 17 dollarar. Sérfróðir menn um olíumarkað- inn benda á, að fyrri olíukreppur hafi yfirleitt komið í kjölfar mikill- ar eftirspurnaraukningar í Banda- ríkjunum og það er einmitt það, sem nú er að gerast. Fyrir fjórum árum keyptu Bandaríkjamenn 5,1 milljón fata daglega en nú eru kaupin komin upp í 8,2 milljónir. Olíunotkun í heiminum utan kommúnistaríkjanna er talin verða 52,1 milljón föt daglega á þessu ári en á Vesturlöndum eru til birgðir, sem svara til 92 daga notkunar. Ýmislegt getur þó haft áhrif á olíunotkunina á næstu árum og ekki víst, að eftirspurnin aukist jafn mikið og að undan- förnu. Minni hagvöxtur en verið hefur síðastliðin átta ár mun vafa- laust draga úr henni og einnig verði gripið til róttækra ráðstaf- ana á sviði umhverfis- og meng- unarmála. austur-þýskt landsvæði til þess að formlega væri unnt að reka flótta- fólkið úr landi. í Dresden börðust sveitir óeirðalögreglu við þúsund- ir manna sem safnast höfðu saman við helstu brautarstöð borgarinn- ar, sumir í þeirri von að komast um borð í lestirnar, aðrir til að lýsa vandlætingu sinni á stefnu valdhafa. Heimildum ber saman um að spenna fari ört vaxandi í landinu eftir að stjórnvöld lokuðu flóttaleiðinni í gegnum Tékkósló- vakíu á þriðjudag. Oeirðirnar í Dresden eru þær fyrstu sem bijótast út í Austur- Þýskalandi frá árinu 1953 er verka- menn risu upp. Þær hófust aðfara- nótt fimmtudags er óeirðalögregla beitti kröftugum vatnsdælum og kylfum til að halda aftur af um 10.000 manns sem komið höfðu sam- an á brautarstöðinni. Nafn Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga heyrðist hrópað en á endanum tókst lögreglu- sveitunum að loka brautarstöðvun- um. Máttu viðstaddir því gera sér að góðu að horfa á járnbrautar- lestirnar leggja af stað á leið vestur eftir að landamæraverðir höfðu kannað skilríki flóttafólksins. Flóttamennirnir hrópuðu „frelsi, frelsi" er járnbrautarlestirnar námu staðar í Hof þar sem fjöldi manns var saman kominn til að bjóða Aust- Reuter Mikill Qöldi fólks var saman kominn í gær á aðalbrautarstöðinni í landamærabænum Hof til að fagna rúmlega 7.000 austur-þýskum flóttamönnum sem komu til bæjarins frá Tékkóslóvakíu. ur-Þjóðveijana velkomna. Erfiðlega gekk að opna dyrnar því þær höfðu verið innsiglaðar í Prag til að koma í veg fyrir að fleiri bættust við á leiðinni í gegnum Austur-Þýskaland. í gærkvöldi voru 7.600 flóttamenn komnir til Hof og von var á rúmlega 600 til viðbótar frá Varsjá. Þar með hafa um 45.000 Austur-Þjóðveijar flúið vestur á tæpum mánuði. 250 Vestur-Þjóðveijum var í gær meinað að fara í dagsferð yfir til Austur-Þýskalands. Miklar tafir urðu við „Checkpoint Charlie" en í gegn- um þá eftirlitsstöð fara þeir útlend- ingar sem hug hafa á því að kynna sér lífið austan Berlínarmúrsins. Þekktir austur-þýskir flóttamenn kváðust óttast að stjórnvöld myndu beita valdi færi svo að alþýða manna risi upp gegn stjórn kommúnista í landinu. Þannig sagði Hermann von Berg, fyrrum ráðgjafi ráðamanna í Austur-Þýskalandi, að hann óttaðist harkaleg viðbrögð stjórnvalda og jafnvel blóðsúthellingar færi svo að efnt yrði til mótmæla um næstu helgi en þá halda austur-þýskir kommún- istar hátíðlegt 40 ára afmæli al- þýðulýðveldisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.