Morgunblaðið - 06.10.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.10.1989, Blaðsíða 12
12 tylQRGUy^LADIÐ; lX)STUl)AGi:i;l,(S. QKTQBEB. f9tj? Sigfús Bjamason sjómaður — Minning Fæddur3. júní 1904 Dáinn 29. september 1989 Eg hafði ekki verið lengi á skipum héðan frá Reykjavík ungur að árum, en oft veitt því athygli þá menn sátu í messanum og ræddu um kaup og kjör, Sjómannafélagið og þá um leið Sigfús Bjarnason, fyri-verandi starfs- mann félagsins. Mér var nokkuð hugleikið hver hann væri þessi maður sem svo mjög voru skiptar skoðanir um og tengdist Sjómannafélaginu með svo sterkum hætti, hugleiddi það þó ekki frekar því mér fannst þá umræðan öll vera mér óviðkomandi. 1960 iágu leiðir okkar Sigfúsar saman, ég var að hjálpa æskufélaga mínum við að\bera fötin sín um borð I m.s. Tröllaföss þar sem skipið lá við Miðbakkann í Reykjavíkurhöfn, en hann var að halda á hafið í sína fyrstu ferð. Sjóferð félaga míns var ekki löng í þetta sinn því rétt fyrir bröttför kom Sigfús Bjarnason um borð, kallaði alla hásetana saman og kvað Sjómannafélagið vera á önd- verðum meiði við útgerð hvað varð- aði réttmæti brottrekstrar þess skip- veija er félagi minn var nú kominn í skipspláss fyrir. Ég minnist þess hve við félagarnir voru ósáttir við Sigfús og Sjómannafélagið, horfandi á eftir Tröllafossi sigla út úr mynni Reykjavíkurhafnar á björtu og fögru vorkvöldi. Um félagslega hlið málsins. var ekki hugsað en mér þótti að fé- lagi minn hefði verið beittur miklu ranglæti. í næstu ferð fór hann þó um borð í Tröllafoss, en mörgum árum síðar vissi ég að Sigfús hafið átt þar hlut að máii. Sigfús Bjarnason fæddist 3. júní 1904 að Mýrarhúsum í Eyrarsveit, Snæfellsnesi. Foreldrar voru Bjarni Tjörfason bóndi og Ingibjörg María Jónsdóttir. Á unglingsárum stundaði Sigfús sjóróðra á opnum bátum, síðar á skútum. Vorið 1927 réðst Sigfús á bv. Baldur, síðar á bv. Helgafell, en kemur til starfa hjá Sjómannafé- lagi Reykjavíkur 1948 eftir 27 ára starf á sjó. f stjórn félagsins var > Hárgreiðslustofa Til sölu vel staðsett hárgreiðslustofa, verð aðeins kr. 1,0 millj. Fallegar innréttingar, 6 stólar og öll tæki. Aðstaða fyrir 3 starfsmenn. Selst á kostnaðarverði. Sanngjörn húsaleiga. Fyrirtækjasalan, Suðurveri, símar 82040 og 84755, Reynir Þorgrímsson. 7 Sigfús kjörinn 1949, hann gegndi stöðum gjaldkera, ritara og vara- formanns auk fjölmargra annarra trúnaðarstarfa, m.a. í milliþinga: nefnd um togaravökulögin 1948. í miðstjórn ASÍ og á þingum Sjó- mannasambandsins. Sigfús kvæntist Olínu Sveinborgu Lárusdóttur frá Hvammi í Dýrafirði 7. júní 1935 og eignuðust þau þijá syni sem upp- komnir eru. í árslok 1979 hætti Sigfús sem starfsmaður Sjómannafélagsins eftir 31 árs farsælt starf. Þeim fækkar nú óðum íslendingunum sem þekktu til veiða á áraskipum, skútum og gufutogurum, en ég hugsa að marg- ir hinna yngri manna sem leituðu til Sigfúsar síðari starfsár hans hjá SR hafi ekki séð þá mynd sjómenns- kunnar að baki hans sem fram kem- ur í sérstöku viðtali sem Jónas heit- inn Guðmundsson rithöfundur átti við Sigfús 1984, en þar segir Sigfús m.a. um sjómennskuna: „Auðvitað var sjómennskan öði-uvísi á vélskipi. Járnskip með vél höfðu aðra eigin- leika en skútan, sem var eiginlega partur af himni og hafi og laut lög- málum náttúruaflanna í einu og öllu. Hún var háð vindi og straumi og ljúf- um byr, var hún undursamlegt skip, sem aðeins skáld geta lýst á verðug- an máta. Og þeir sjómenn, sem aldr- ei hafa verið á seglskipi, hafa líklega að sumu leyti aldrei upplifað hafið rétt. — Andstæðan var svo járnskip- ið, sem muldi sig gegnum hafið með hvæsi og krafti elds og gufu. Togvindunnar tannhjól bruddu með járnöxlum svera víra og skipin skulfu undan átökunum, því þá var öllu misboðið, skipum, vélum og mönnum. Enginn og ekkert var und- anskilið. Fiskað var af kröftum, afl- inn var oft mikill, það var víraslag- ur, rifrildi í neti og menn vöktu stundum sólarhringum saman, því engin vökulög eða skipulagður hvíldartími var í hinni gufukyntu veröld togaramannsins, haldið var áfram þar til eitthvað brotnaði, þrek- ið eða maskínan, eða þegar stormur- inn hindraði veiðar. Þetta voru mikil skip, sem gátu ekki einu sinni sokkið, að talið var, fyrr en Halaveðrið var gengið yfir og öll sú sorg, sem því fylgdi. Skúturnar voru mannskæðar. Mikill fjöldi sjómanna fórst á skútum, bæði. í strandi og þegar þær fórust í hafi, og togarar strönduðu og lífinu skolaði fyrir borð, ýmist í sandi og stórbrimi, ellegar í beinbrotnum urð- um og klettum. Ég stundaði sjómennsku í 27 ár, alltaf á dekki. Og þótt það hljómi einkennilega, þá voru þeir tímar á íslandi á þeirri tíð, að pláss á togara taldist til vissra forréttinda, mitt í allri eymdinni og atvinnuleysinu. Og þótt togarinn væri þrælakista öðrum þræði, þá áttum við einnig góða daga og gátum séð okkur farborða þótt eigi væri allt með sældinni tekið.“ 1972 liggja leiðir okkar Sigfúsar saman aftur, þá sem samstarfsmenn á skrifstofu Sjómannafélagsins. Það var gott að eiga hann að við fyrstu spor á vandrötuðum vegi túlkunar og framkvæmda vegna kjarasamn- inga sjómanna. Það var ekki alltaf dans á rósum og margar hliðar á hveiju máli sem oft gat valdið deilum þeirra í milli er aðeins eina átt litu. Sigfús var léttur í lund og á mörgum vökunóttum í kjaradeilum var slegið á létta strengi með vísum og sögu- sögnum. Fyrir stuðninginn og gagn- kvæmt traust vil ég þakka. Sigfús Bjarnason var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálka- orðu 1. janúar 1974, ennfremur heiðraður fyrir störf sín í þágu sjó- mannastéttarinnar af Sjómanna- dagsráði á sjómannadaginn 1974 og kjörinn heiðursfélagi Sjómannafé- lags Reykjavíkur 1980. Um leið og ég fyrir hönd stjórnar og trúnaðarmannaráðs Sjómannafé- lags Reykjavíkur þakka Sigfúsi fyrir störf hans í þágu íslenskrar sjó- mannastéttar og Sjómannafélagsins, sendi ég eiginkonu hans, sonum og öðrum ástvinum samúðarkveðjur. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Okkur systkinin langar að segja nokkur kveðjuorð um afa okkar. Sem litlar stelpur fórum við syst- urnar oft með afa og ömmu að Laug- arvatni. Þessar ferðir voru alltaf hápunktur sumarsins þar sem fátt er skemmtilegra en þeysa um í afabíl og sofa í tjaldi. Þá lék afi við hvern sinn fingur og lét kímnigáfuna ós- part njóta sín en hún var einmitt áberandi þáttur í fari afa alla tíð. Afi kunni mikinn ljölda af gamanvísum sem hann kastaði fram við hvert tækifæri og nafni hans lærði af honum. Frá því að við systkinin munum eftir 'okkur hefur heimilið á Sjafnar- götu 10 verið sá staður sem samein- að hefur fjölskylduna. Afmælisboð ömmu á Þorláksmessukvöld var allt- af merki þess að jólin voru í nánd. Litla jólatréð stóð skreytt í stofunni, kakóilmur barst um húsið og í dyrun- um stóðu afi og amma með útbreidd- an faðminn. Við kaffiborðið sagði afi gjarnan sögur frá liðinni tíð og fræddi okkur yngra fólkið um gamla lífshætti og verklag bæði á sjó og landi. Við vorum svo lánsöm að eiga skemmtilegan afa, afa sem engum duldist að bjó yfir mikilli visku. Elsku amma, góður guð styrki þig í sorginni. Sveinborg Lára, Guðfinna Björk og Sigfús Kristjánsbörn. HELGARUPPSKRIFT Laugardagur til lukku kl. 12.00 kl. 12.30 kl. 13.30 kl. 15.00 kl. 17.30 kl. 19.00 kl. 21.00 Haidið í HVERAGERÐI Herbergi á HÓTEL ÖRK Heilnœmur hádegisverður Sauna og sundsprettur Hænublundur á herbergi Kvöldverður í kyrrð Kók í klaka á kránni Hljómsveitin MANNAKORN með Pálma og Magnúsi Eiríks krydda síðan lukkurétt þennan. M ANN AKORNið er síðan látið sjóða í u.þ.b. 5 tíma eða til kl. 3.00 — allt eftir smekk. Að lokum er gesti kvöldsins Karli Sighvatssyni, boðið að smakka. Hráefniskostnaður Gisting: kr. 2.475 pr. mann á 2ja m.herb. Dansleikur kr. 900 — kr. 600 fyrir hótelgesti HÓTELÖÐK Sími 98-34700 Lokað Skrifstofa læknafélaganna verður lokuð eftir hádegi föstudaginn 6. október, vegna jarðarfarar FRIÐRIKS KARLSSONAR, framkvæmdastjóra Domus Medica. Læknafélag íslands, Læknafélag Reykjavíkur. Lokað Verslanir í Domus Medica, Egilsgötu 3 verða lok- aðar í dag frá kl. 14.00 til 17.00, föstudaginn 6. október, vegna jarðarfarar FRIÐRIKS KARLSSON- AR, framkvæmdastjóra. Skóverslun Steinars Waage, Blómabúðin Stör, Rafbúðin. GARÐASTÁL r A þök og veggi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.