Morgunblaðið - 06.10.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.10.1989, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR l giOMMVTTOflO'/ 6. OKTÓBER 1989 íuémR -FOLK ■ AJAX frá Amsterdam var í gær dæmt í tveggja ára keppnis- bann í Evrópukeppni, af UEFA, Knattspymusambandi Evrópu. Fé- lagið varð að að gjalda þess að stuðningsmenn þess voru með ólæti í leik gegn Austría Vín í UEFA -bikarkeppninni á dögunum. Dóm- ari leiksins flautaði hann af áður en leiktími var útrunninn. Forráða- menn Ajax tilkynntu strax í gær að þeir myndu áfrýja þessum úr- skurði til aganefndar UEFA. ■ HOLLENSKI landsliðsmaður- inn Gerald Vanenburg, sem leikur með Eindhoven, meiddist á hné á æfingu í vikunni. Reiknað er með að hann verði sex vikur frá keppni. Þetta er blóðtaka fyrir hollenska landsliðið, sem leikur gegn Wales í næstu viku í HM. Fyrir eru meidd- ir leikmenn eins og Ruud Gullit og Erwin Koeman. ■ ÞA er óvíst hvort landi þeirra, Marco Van Basten, verði með í landsleiknum. Hann lék að vísu í gær með AC Mílanó, æfingaleik gegn þriðjudeildarliðinu Pro Patr- ia, aðeins mánuði eftir að hann fór í uppskurð vegna meiðsla á hné. Stórliðið sigraði 6:0 og gerði þessi ótrúlega markheppni Hollending- ur sér lítið fyrir og skoraði „hat trick“ — þijú mörk, öll í fyrri hálf- leik. Hann lék allar 90 mínúturnar og verður því örugglega með í deild- arleiknum um næstu helgi. i I { ITOLSK V I K A í KRINGLUNNI 28. sept. - 7. okt. ítalskar vörurlfTískusýningar Tónlist O Kaffihús O ítalskur matur O Ferðakynningar O ÖGetraun, vinningur: ferð fyrir tvo til Ítalíu O KNATTSPYRNA / V-ÞYSKALAND Stuttgart er heppið að hafa Ásgeir - segir í grein um Stuttgart í hinu víðlesna blaði Kicker „ASGEIR er sannur drengur. Hann hefur ávallt lagt sig fram fyrir liðið,“ segir v-þýski lands- liðsmaðurinn Guido Buchwald, fyrirliði Stuttgart, í viðtali við blaðið Kickerí gær. í blaðinu var grein um Stuttgart og er greinin næreingöngu um „Töframanninn" Ásgeir Sigur- vinsson, fyrrum leikstjórnanda Stuttgart, sem þarf nú að sætta sig við það að verma varamannabekkinn. ÆT Asgeir, sem var maðurinn á bak við að Stuttgart varð Frálóni Halldóri Garðarssyni ÍV-Þýskalandi V-Þýskalandsmeistari 1984, hefui; komið inn á sem varamaður að undanförnu pg farið á kostum. í grein- inni segir Arie Haan, þjálfari Stuttgart, að hann hafi sagt við Asgeir fyrir keppn- istímabilið, að hann ætlaði að yngja upp lið sitt og hefði hug á að nota Gaudino og Argentínumanninn Basualdo á miðjunni. „Það mættu margir taka Ásgeir til fyrirmynda. Hann hefur ekki verið með nein læti þó að hann hafi verið settur út,“ sagði Haan. Blaðið segir að Ásgeir hafi staðið sig það vel að undanförnu og hann ætti með sanni rétýá fastri stöðu í Stuttgart-liðinu. „Ég hef ákveðið að vera ekki með neinar yfirlýsing- ar sem geta skapað óróa hjá liðinu. Okkur hefur gengið vel að undan- förnu. Þannig að ég sé ekki ástæðu til að vera að breyta liðinu breyting- anna vegna,“ sagði Ásgeir, sem verður á bekknum gegn St. Pauli um helgina. „Ég hef æft mjög vel og er í mjög góðri æfingu. Ef eitthvað kemur upp á þá er ég alltaf tilbú- inn. Ég ætla ekki að troða mér HANDKNATTLEIKUR Sjónvarpsíþrótt? 1. DEILDARKEPPIMIN íhand- knattleik karla hefst á laugar- daginn. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að leikin verð- ur heil umferð á laugardögum í vetur - kl. 16.30. Deilt hefur verið á þennan leiktíma. Menn hafa bent á að leikirnir fari fram á svipuðum tima og sjónvarpið sýnir beint knatt- spyrnuleiki frá Englandi og V-Þýskalandi, en beinar knattspyrnuútsendingar frá þessum löndum eru mjög vin- sælar. Þessi leiktími er eflaust ekki sá besti. Hætta er á að marg- ir íþróttaunnendur fari ekki að rífa sig upp frá spennandi leik í AF sjónvarpi. Þar fyr- INNLENDUM ir utan verður sýnt VETTVANGI beint frá tveimur ieikjum í 1. deild- arkeppninni handknattleik strax á eftir knatt- spyrnuútsending- unum. Sýnt verður beint frá seinni hálfleik í Sjón- varpinu og Stöð 2. Þær útsending- ar koma eflaust einnig til með að draga úr aðsókn. „Við gerum okkur grein fyrir þessum vanda. Við rennum blint í sjóinn með þessu nýja fyrirkomu- lagi. Það getur vel verið að við séum að grafa okkar eigin gröf,“ SigmundurÓ. Steinarsson skrifar sagði Þórður Sigurðsson, formað- ur handknattleiksdeildar Vals og formaður félags fyrstu deildarlið- anna. „Við sjáum það fijótlega hvort að þetta fyrirkomulag gangi upp. Ef ekki, breytum við leiktím- um eftir áramót. Færurn ieiki til,“ sagði Þórður. Of langt á milli leikja? Margir, þ.á m. Bogdan, lands- iiðsþjálfari, hafa bent á að það komi til með að skaða handknatt- leikinn á íslandi að leika aðeins einu sinni í viku. Telja þeir að það sé of langt á milli leikja. Það sé ekki nægilegt fyrir leikmenn að leika aðeins einn leik í viku. Bogd- an benti á að þetta fyrirkomulag væri í V-Þýskalandi og Danmörku og hafi komið niður á landsliðum þessara landa. Það er mikið rétt hjá Bogdan, að óneitanlega er iangt á milli leikja hjá liðum. Tvö leikkvöld, eins og hafa verið hér á landi fram til þessa, halda leik- mönnum og áhorfendum við efnið - og skapa meiri umræðu um handknattleik. Hvort að eitt leik- kvöld skaði handknattieikinn, ætla ég ekki að fara að ræða um hér. Því má þó ekki gleyma að V-Þjóðverjar urðu heimsmeistarar í Danmörku 1974 léku v-þýsk félagslið einn ieik í viku, eins og þau gera í dag. Aðalatriðið er, að ekki má gera íþróttaunnehdur fullsadda af íþrótt um á einum og sama degin- um. V-Þjóðveijar, Danir og fleiri þjóðir miða ieiktíma sína við að ekki sé Ieikið á sama tíma og knaltspymuieikir fara fram. A það bæði við leiktíma á knatt- spymuvöllunum og sýningar í sjónvarpi. Það eigum við einnig að gera. T.d. leikur Essen heima- leiki sína alltaf kl. 17 ásunnudög- um, vegna nálægðar við mörg knattspyrnufélög sem leika á laugardögum, og Gummersbach leikur á laugardagskvöldum. Knattspyrna er ekki leikin á ís- landi yfir vetramánuðina, en aftur á móti er sýnt beint frá leikjum í Englandi og V-Þýskalandi á rétt á undan sem leikið er eða sýnt bein frá leikjum í 1. deildarkeppn- inni. Reiknudu ekki með tíma- breytingu Forráðamenn innan handknatt- leikshreyfingarinnar hafa viður- kennt að þeir hafi gert ein mistök þegar leiktíminn (16.30) var ákveðinn á ársþingi HSÍ í Vest- mannaeyjum. Þá gleymdist að taka það með í dæmið að Englend- ingar breyttu tíma sínum á vet- urnar. Leiktíminn er of nálægt þeim tíma sem beinar knatt- spyrnuútsendigar eru. Tímamismunur í Evrópu getur því orðið 1. deildarkeppninni dýr. Verður íslenskur handknattleikur sjónvarpsíþrótt með þessum nýja leiktíma á laugardögum? Asgeir Sigruvinsson. fram,“ sagði Ásgeir. I greininni er sagt að Stuttgart sé heppið að hafa Ásgeir. Hann sé leikmaður sem öil félög óski sér að hafa í herbúðum sínum. Maður liðs- andans. toöm FOLK ■ JOHN Barnes, leikmaðurinn snjalli hjá Liverpool á við meiðsli í hásin að stríða og er enn óvíst hvort að hann geti leikið með Eng- landi gegn Póllandi í næstu viku. Fimm aðrir leikmenn Englands eru á sjúkralista þessa dagana. Tony Adams, Arsenal og Steve McMa- hon, Liverpool, eru meiddir á ökkla, Paul Gascoigne, Totten- ham, er meiddur á kálfa. Félagi hans Gary Lineker á hné og Gary Stevens, Glasgow Rangers, á hálsi. England þarf jafntefli til að tryggja sér farseðilinn til Italíu. ■ OLAF Thon, landsliðsmaður V-Þýskalands og leikmaður Bay- ern Miinchen, verður frá keppni í nokkrar vikur. Tvö liðbönd í fæti hans slitnuðu á landsliðsæfingu í vikunni. Áður hafði félagi hans Jiirgen Kohler meitt sig á landsliðsæfingu og er hann frá keppni. ■ HIÐ unga lið Gummersbach kom skemmtilega á óvart og gerði jafntefli, 19:19, við Essen á mið- vikudagskvöldið í 1. deildarkeppn- inni í handknattleik. Fraatz skoraði jöfnunarmark Essen sjö sek. fyrir leikslok. Andreas Dörhöfer lék vel með Gummersbach og skoraði níu mörk. Norðmaðurinn Rune Erland skoraði fjögur. I STUTTGART mun leika fyrri leik sinn í UEFA-keppninni gegn Leningrad í Sovétríkjunum. FráJóni Halldóri Garöarssyni ÍV-Þýskalandi KH KRAFTUR 06 TÆKNI PETTER Tll SJÓS 06 LANDS LISTER PETTER díselvélarnar eru hannaöar og framleiddar til aö mæta mismunandi kröfum um kraft og tæknilega uppbyggingu. Þú getur treyst á að LISTER PETTER skilar hlutverki sínu hvort sem er til sjós eöa lands. Taktu ekki áhættu - veldu LISTER PETTER. LASALAN H.F. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122 KNATTSPYRNA / ENGLAND Þriðja umferð deildarbikarsins: Arsenal fær Liver- pool í heimsókn ENGLANDSMEISTARAR Ars- enal leika gegn bikarmeistur- um Liverpool íþriðju umferð ensku deildarbikarkeppninnar. Leikurinn fer fram á Highbury í London 25. október. Dregið var í keppninni í London í gær. Deildarbikarmeistarar Nottingham Forest leika á útivelli gegn Crystai Palace. Þá verður stórleikur á Old Traf- ford í Manchester, þar sem Manchester United og Tottenham eigast við. Forráðamenn Scarboro- ugh, sem sló Chelsea út, fengu þá ósk sína, að fá leik gegn 1. deildar- liði á heimavelli, ekki uppfyllta. Félagið leikur gegn Oldham á úti- velli. Annars var drátturinn þannig: Tranmere - Millwall, Everton - Luton, Aston Villa - West Ham, Middiesbrough - Wimbledon, Sund- erland - Bournemouth, Crystal Palace - Nottingham Forest, Manc- hester United - Tottenham, New- castle - West Bromwich, Southamp- ton - Charlton, Manchester City - Norwich, Derby - Sheffield Wednes- day, Exeter - Blackpool, Arsenal - Liverpool, Swindon - Bolton, QPR - Coventry, Oldham - Scarborough.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.