Morgunblaðið - 06.10.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.10.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1989 15 borinn maður með frelsið og framtíðina í fangið. Hann var bæði duglegur og hagsýnn og baslið varð honum aldrei fjötur um fót. Snemma varð hann efnalega sjálfstæður og síðar góðum efnum búinn. Friðrik eignaðist frábæra eiginkonu, Guðrúnu Pétursdóttur, ættaða vestan úr Dýrafirði, og með henni mannvænleg börn. Hjónaband þeirra var sérlega far- sælt, byggt á gagnkvæmu trausti í garð hvors annars. Heimili þeirra stórglæsilegt, snyrtimennska, smekkvísi og myndarskapur á öll- um sviðum og handaverk húsmóð- urinnar til fyrirmyndar. Fáa eigin- menn hefi ég heyrt tala jafn fagur- lega um eiginkonu sína en Friðrik Karlsson. Astúð, virðing og þakk- læti til hennar var bergmál frá hans eigin brjósti. Á þeirra heim- ili var gestrisni í hávegum höfð og nutum við hjónin þess margoft að sitja hjá þeim dýrindis veislur bæði í heimahúsum og annars staðar, síðast á sjötíu ára afmæli Friðriks fyrir ári. Friðrik var mikill bóndi í eðli sínu og eignaðist jörðina Hrísa í Fitjárdal. Þótt hann byggi þar ekki sjálfur lagði hann þar í mikl- ar framkvæmdir og átti alltaf sauðfé og hross. Skammt frá Hrísabænum byggði hann sumar- hús fyrir sig og sína fjölskyldu sem hann nefndi Hrísakot. Dvöldu þau hjónin í húsinu á sumrin þegar þau gátu komið því við. í kringum húsið hafa þau ræktað töluverðan skógarlund og allt ber vitni um góða umgengni. Friðrik var mikill spilamaður og spilaði bæði lomber og bridge. Eg kynntist honum töluvert sem bridgespilara hjá Bridgedeild Hún- vetningafélagsins en þar var hann með okkar bestu spilamönnum. Hann var mikill keppnismaður, kappsamur og metnaðargjarn og gerði kröfur til þeirra sem töldu sig geta mikið, en var sanngjarn í garð þeirra sem minna máttu sín. Þá var hann mikill laxveiði- maður enda kynntist hann frá barnæsku hinum víðfrægu lax- veiðiám Víðidalsá og Fitjá. Seint í júlímánuði sl. lá leið okkar hjóna norður í Svínadal, æskudalinn minn, þar sem við eig- um góða aðstöðu og dveljum þar mikið á hveiju sumri. Við höfðum frétt að Friðrik og Guðrún væru þá í sínu sumarhúsi, og ákváðum að koma þar við um leið. Að vanda var okkur vel tekið og áttum við þar dijúga dvöl og þáðum góðar veitingar. Veðrið var gott, logn og bjart veður en þurrk lítið. Okk- ur var skrafdijúgt við þessa vini okkar. Það leyndi sér ekki að sjúk- dómurinn var búinn að ná alvar- legum tökum á Friðrik, en harkan og viljastyrkurinn lét ekki bugast. Að síðustu ókum við íjögur saman í bílnum mínum að fremsta bæ í Fitjárdal og var Friðrik sjálfkjör- inn fararstjóri og sat fram í hjá mér. Fitjárdalur er grösugur og lágir hálsar til beggja handa, áin liðast eftir dalnum fögur og veiðileg og hafði Friðrik gaman af að skýra frá bestu veiðistöðunum. Grösugar eyrar og gott haglendi er meðfram ánni og var þar margt fé á beit. Nú fékk bóndinn í okkur báðum ánægjulegt umræðuefni. Vænleiki dilkanna, liturinn á lömbunum, hvað skyldi setja á og hveiju slátra þegar rekið yrði til rétta. Ræktun og uppbygging á bæjunum, kal í túnum og hvernig yrði nú hey- skapurinn að liðnu sumri, því vo- rið var kalt og sumarið kom seint. Að lokinni þessari stuttu en skemmtilegu ferð, sem við hjónin gleymum ekki, skildu leiðir, þau voru boðin í kvöldverð að Valdar- ási en við héldum áfram norður. Kyrrð og friður umvafði okkur öll, við kvöddum góða vini sem aldrei hafa brugðist okkur og Frið- rik Karlsson í hinsta sinn. Við ókum úr hlaði þögul og hljóð, hug- urinn talaði sínu máli, orð voru óþörf. Megi algóður guð veita eigin- konu, bömum og fjölskyldum þeirra huggun og styrk í þungri raun. Þökk fyrir ianga og góða sam- fylgd. Jakob Þorsteinsson Friðrik vinur minn er allur. Kynni okkar Friðriks hófust, er ég var ráðinn framkvæmdastjóri læknafélaganna fyrir tæpum 18 árum og þrátt fyrir talsverðan ald- ursmun tókst með okkur traust vin- átta, sem ég er þakklátur fyrir. Friðrik hafði ráðist til sjálfseign- arstofnunarinnar Domus Medica, þegar bygging samnefnds húss var ákveðin. Að húsinu byggðu, gerðist hann framkvæmdastjóri fyrir Dom- us Medica, þar sem m.a. fór fram umfangsmikill veitingarekstur. Jafnframt var hann framkvæmda- stjóri sameiginlegs .rekstrar allra læknastofanna í húsinu. Frá upp- hafi hafði Friðrik að leiðarljosi það markmið sjálfseignarstofnunarinn- ar að stuðla að bættri fræðslu og féiagsstarfsemi lækna. Var hann alltaf með hugann við það, hvernig mætti breyta húsakynnunum og stækka þau, þannig að þessu mark- miði yrði náð. Friðrik var maður athafna. Hann undi sér þá best, er hann stóð fyrir verklegum framkvæmdum. Funda- höld til ákvarðana fundust honum oft á tíðum óþörf og aðeins til að tefja mál, sem sjálfsögð voru. Með áræði, hagsýni og ósérhlífni stóð hann þannig að öllum málum, að sómi var að og skilaði eigendum husinu skuldlausu nokkrum árum áður en hann féll frá. Friðrik var þéttur fyrir og lét ekki auðveldlega af skoðunum sínum. Hann var vinmargur og vinafastur. íslenskir læknar mátu Friðrik mikils, og á aðalfundi Læknafélags íslands í síðasta mán- uði var hann einróma kjörinn heið- ursfélagi þess fyrir áratugastörf í þágu Domus Medica og íslenskra lækna. Hefur ekki annar ólæknis- lærður verið heiðraður á þann hátt. Eiginkona Friðriks, Guðrún Pét- ursdóttir, og fjölskylda hans öll stóð þétt við bak hans í öllum málefnum Domus Medica. Ófáar stundir hafa þau einnig átt við eftirlit á því, hvort allt væri í lagi í húsinu á stór- hátíðum og öðrum tímum, þegar starfsemí þar lá niðri. Samskipti okkar Friðriks voru mikil og alla tíð eins og best verður á kosið. Samverustundir okkar hjóna með þeim hjónum báðum voru margar og ánægjulegar og kynni okkar af fjölskyldu þeirra voru einnig með ágætum. Fyrir allt þetta viljum við þakka. Elsku Guðrún og ijölskylda, ég færi ykkur okkar innilegustu sam- úðarkveðjur á þessari stundu. Fyrir hönd stjórna og starfsfólks læknafélaganna flyt ég einnig bestu kveðjur og þakkir fyrir áralanga vináttu og samvinnu. Blessuð veri minning Friðriks Karlssonar. Páll Þórðarson Þegar við í dag kveðjum Friðrik Karlsson, framkvæmdastjóra Dom- us Medica, er okkur þakklæti efst í huga. Þakkir til okkar ágæta hús- bónda fyrir margar ógleymanlegar samverustundir í áraraðir. Friðrik var elskulegur gestgjafi, sem naut þess að gleðja starfsfólkið sitt, sem flest hafði unnið hjá honum í ára- raðir. Lýsir'það honum hvað best. Friðrik vildi hag Domus Medica sem mestan og hugur hans var einatt hjá okkur í fjarveru vegna veikinda hans. Fyrir ári samglöddumst við honum í afmælishófi í tilefni 70 ára afmælis hans. Þó Friðrik gengi ekki heill til skógar þá, grunaði okkur ekki að aðeins ári seinna væri komið að kveðjustundinni. Góður drengur er genginn. Við munum minnast hans lengi, hann vildi okkur öllum svo vel, að launum fékk hann virðingu okkar og þökk. Við sendum ástvinum Friðriks innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Starfsstúlkur í Domus Medica Fleiri greinar um Friðrik Karlsson munu birtast í blaðinu næstu daga. Bergþóra Einars- dóttir — Minning’ Fædd 27. apríl 1908 Dáin 1. október 1989 Sunnudaginn 1. október lést á Borgarspítalanum, á níræðisaldri, Bergþóra Einarsdóttir frá Garð- húsum í Grindavík. Þegar við Einar sonur hennar bundumst vináttubönd- um fyrir um það bil tveim áratugum var hún komin eitthvað á sjötugsald- urinn og hélt þá heimili með Einari syni sínum á Hagamel 45 hér í Reykjavík. Foreldrar Bergþóru Einarsdóttur voru Einar Guðjón Einarsson, kaup- maður og útvegsbóndi í Garðhúsum í Grindavík og kona hans, Ólafía Ásbjarnardóttir frá Innri-Njarðvík. í Grindavík ólst Bergþóra upp í stórum systkinahópi. Að Bergþóru stóðu sterkir stofnar gáfu- og dugnaðar- manna og úr foreldrahúsum hélt hún út í lífið með gott veganesti. Giftist árið 1928 Þórhalli Þorgilssyni, mag- ister frá Knarrarhöfn í Hvammssveit í Dalasýslu. Þegar þau hófu búskap var Þórhallur við nám í rómönskum málum og bókmenntum við Sor- bonne-háskóla í París þar sem þau dvöldu um nokkurra ára skeið á miklum umbrotatímum í sögu Evr- ópu og kynntust þá snemma heims- menningunni og bókmenntir og listir að öllum líkindum snemma verið eitt helsta umræðuefnið á þeirra heimili. Bergþóra las alla tíð óvenjumikið af margs konar fróðleik og einkum minnist ég þess hvað hún var ljóð- elsk. Hún kunni utan að ljóð höfuð- skálda aldarinnar eins og Einars Benediktssonár, Davíðs Stefánsson- ar og Tómasar Guðmundssonar. Hún fylgdist með helstu listastefnum og hafði einnig áhuga á því sem hinir yngri í hópi skálda voru að aðhafast hveiju sinni og þá einkum því sem horfði til framfara og hafði mann- bætandi áhrif. Bergþóru var kunnugt um að ég var eitthvað að fást við skáldskap. Ef til vill álitið mig vera leitandi sál, ungan mann með stórar hugsjónir og líklega hefur Ormsson- nafnið hljómað kunnuglega í eyrum, enda minntist Bergþóra ósjaldan er við spjölluðum saman á afabræður mína, þá Ormssonbræður sem lögðu rafmagnið í Garðhúsum í Grindavík, á þeim árum þegar slíkt var ekki venjulegt, einhvern tímann seint á þriðja áratug aldarinnar. Nú að leiðarlokum þegar Bergþóra Einarsdóttir hefur kvatt þetta til- verustig, koma upp í hugann leiftur frá liðinni tíð. Ég var þá gestur á heimili þeirra Bergþóru og Einars. Aldrei kom ég þar öðru vísi en að mér fyndist ég vera þar hjartanlega velkominn. Bergþóra tók vinum Ein- ars með nánast heimspekilegri ró- semi og skilningi þó stundum væri ef til vili ástæða til að segja nokkur vel valin orð, þegar lifað var hátt og ungir menn kunnu sér ekki læti í fögnuði yfir því að hafa uppgötvað heiminn með dulin fyrirheit. Það var boðið til stofu. Kaffi og bakkelsi á boðstólum, stundum þykk- ar tertur, gómsætar og yfir kræsing- um spjallað um lífið og tilveruna, list- ir og bókmenntir. Við Einar vorum þá báðir og erum reyndar enn ein- hleypir og af því hafði Bergþóra alln- okkrar áhyggjur og vildi helst leysa það vandamál með skjótum hætti og hafði þá í huga hvort ekki mætti einhvers staðar finna góðar stúlkur sem vildu létta okkur lífsbaráttuna. Bergþóra heitin lét sér annt um vini Einars og vildi veg þeirra sem mest- an. Einar í Garðhúsum, faðir Berg- þóru, var lengi dugmikill athafna- maður og hafði forystu fyrir um- fangsmiklum atvinnurekstri. Sjálf- sagt hafa áhrif frá bernskuárum Bergþóru í Grindavík stuðlað að því að Bergþóra var ávallt hlynnt frelsi einstaklingsins til dáða og athafna. Hún fylgdist af áhuga með dugandi einstaklingum sem brutust áfram af eigin rammleik og var hlynnt frelsi mannsins til allra góðra verka. Hún hafði þannig hjartalag að þeir sem á einhvern hátt fóru halloka í lífsbaráttunni áttu í henni sannan vin. Það var góðvild sem ég tel að hafi ráðið hennar gjörðum. Börnum Bergþóru og öðrum ástvinum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Bergþóru Einars- dóttur. Olafúr Ormsson Heimilistæki hf Sælúni8SÍMI6915 15 . Knnglunm SÍMI 69 15 20 samtLKfyutto CF57B Rúmmál 560 lítrar. Tvær grindur. Stilling til að spara orku. Ljós í loki. Leiðbeiningar um geymsluþol ólikra matvæla. Lykillæsing á loki. Skúffa til að taka vatn við afþýðingu framan á. Hjól til að færa kistuna til. Mál: Breidd 162.5, Hæð 88, Dýpt 66 cm. CF48B Rúmmál 468 lítrar. Ein grind. Stilling til að spara orku. Leiðbeiningar um geymsluþol ólikra matvæla. Læsing loki sem fellur ekki niður með bakinu. Skúffa til að taka vatn við afýðingu framan á. Hjól til að færa kistuna til. Mál: Breidd 134.5, Hæð 88, Dýpt 66 cm. CF32B Rúmmál 315 lítrar. Ein grind. Stilling til að spara orku. Skúffa til að taka vatn við afþýðingu framan á. Situr á hjólum. Mál: Breidd 95, Hæð 88, Dýpt 66 cm. CF25B Rúmmál 245 lítrar. Ein grind. Stilling til að spara orku. Skúffa til að taká vatn við afþýðingu framan á. Mál: Breidd 81, Hæð 86. Dýpt 66"cm. CF17B Rúmmál 165 lítrar. Lykillæsing. Aðvörunarljós fyrir frystikerfi. Mál: Breidd 60, Hæð 86, Dýpt 66 cm. i'þfcp* ÍTÖLSK V I K A í KRINGLUNNI 28. sept. - 7. okt. ítalskar vöairffTískusýningar Tónlist ff Kaffihús BB ítalskur matur ff Ferðakynningar ff ff Getraun, vinningur: ferö fyrir tvo til Ítalíu ff

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.