Morgunblaðið - 06.10.1989, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 06.10.1989, Qupperneq 28
28 €g«-r sKæao’Fxo .8- jnioAcrjraöí ffKSjyfcr/uosoM MORGUNBLAÐIÐ' FÖSTUDAGUR 6/ OKTÓBER'1989 Bjargey Guðjóns- dóttir - Minning Fædd 4. apríl 1907 Dáin 27. september 1989 Ég vil með þessum fáu línum kveðja elskulega. tengdamóður , mína, Bjargeyju Guðjónsdóttur. Bjargey fæddist að Velli í Grindavík, en foreldrar hennar voru • María Ólöf Geirmundsdóttir og Guðjón Einarsson útgerðarmaður. Þau hjón reistu sér hús í nágrenni við Velli og nefndu Hlið og voru þau jafnan kennd við Hliðsnafnið. Bjargey ólst upp í stórum systkina- hóp og átti margar bjártar minning- ar frá æskuárunum að Hliði, sem hlýjaði henni á seinni árum. Það var svo 26. nóvember 1927 sem Bjargey gekk að eiga eftirlifandi eiginmann sinn, Magnús Guðjóns- son bifvélavirkja, og fluttist þá til Reykjavíkur. Þau byggðu sér hús á Nönnugötu 7 í félagi við foreldra Magnúsar, og þar hófu þau sinn búskap. Síðar fluttu þau heimili sitt á Hverfisgötu 101 og bjuggu þar í 13 ár. Eg var ungur að árum þegar ég kynntist tengdaforeldrum mínum fyrst, á þeirra myndar- heimili við Hverfisgötuna. Éflaust hefðu þau kosið að fá að hafa dótt- urina ungu í friði einhver ár í við- bót, en þá og ætíð síðar fann ég ekki fyrir öðru en hlýju og góðvild frá þessum elskulegu hjónum og er fram liðu stundir urðu þau mér sem aðrir foreldrar. Tengdamóðir mín var kjölfestan á heimilinu, róleg og yfirveguð í meðlæti og mótlæti og skipti aldrei skapi svo ég vissi til, þótt oft væri erill á heimilinu, þrír lífsglaðír ungl- ingar og oft velkomnir gestir frá æskustöðvunum í Grindavík, sem höfðu viðdvöl í lengri eða skemmri tíma. Þau hjón, Bjargey og Magnús, reistu sér hús á Langholtsvegi 71 í Reykjavík og fluttu í það 1948 og hafa búið þar síðan. Við Mar- gret, eista dóttirin gengum í hjóna- band 1949 og þáðum við boð tengdaforeldra minna, að búa á heimili þeirra einhvern tíma. Ekki hafði þessi einstaka kona áhyggjur af því, þótt hún yrði að þrengja að sér og sinni fjölskyldu og lifa í daglegu sambýli við okkur hjónin. Eflaust hefur stundum reynt á þolinmæði hennar þó aldrei yrði ég þess var, en ég sé vel þegar ég lít yfir farinn veg, að stundum hefði hún haft ástæðu til að gefa okkur unglingunum góða áminningu þótt ekki sé meira sagt. Sorgum og gleði á lífsleiðinni tók Bjargey ætíð með jafnaðargeði og sýndi það sig best í veikindum Magnúsar, sem hann átti oft við að stríða, þá var hún kletturinn sem aldrei bifaðist. Hún hjúkraði honum og hlynnti að, þegar hann var sjúk- ur heima og heimsótti hann daglega ef hann var á sjúkrahúsi. Hún helg- aði Iíf sitt eiginmanni og bömunum þrem, þeim Margreti, Guðjóni Vil- berg og Maríu Ólöfu og veit ég að öll hafa þau metið að verðleikum daglega umhyggju hennar og hjartahlýju, sem þau hafa notið og munu njóta í minningunni allt sitt líf. Barnabörn þeirra Bjargeyjar og Magnúsar eru orðin 12 og barna- barnabörnin 15. Þetta er stór hópur en hvert og eitt átti rúm í ástríku hjarta tengdamóður minnar og glöðustu stundir þeirra hjóna voru þegar fjölskyldunnar komu í heim- sókn á Langó, sér eða allar saman á tyllidögum. Þangað þótti öllum gott að koma. Eitt af mörgu sem ég dáði í fari Bjargeyjar var, að hún þoldi ekki að talað væri illa um nokkurn mann eða honum hallmælt í sín eyru, án þess að mótmæla eða bera í bæti- fláka fyrir viðkomandi. Við hjónin, börn okkar og bama- böm kveðjum elsku tengdamóður mína með sárum söknuði en inni- Iegu þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvistanna við hana þetta lengi. Það er huggun í sorg okkar að vita, að hún hefur gengið þann veg gegnum lífið, sem Guði er þókn- anlegur og að hann hefur tekið hana í sinn náðarfaðm og fundið henni stað. Með þakklæti og söknuði biðjum við Guð að blessa hana og veita manni hennar og öðmm í fjölskyld- unni styrk í sorg þeirra. Guðm. Sigurþórsson Amma á Langó er dáin! Sem barn telur maður sér stund- um trú um að nánustu ættingjar og þeir sem manni fínnst vænst um muni verða eilífir hér í jarðlífinu. Eitthvað sérstakt hljóti að gilda um þá því þeir séu svo einstakir. Eftir því sem árin líða verður manni þó smám saman ljóst, að öllu lífi fylgir óhjákvæmilega dauði. Bamslegar væntingar víkja fyrir raunvemleikanum. Amma Bjargey og afi Magnús eða amma og afi á Langó eins og við barnabörnin köllum þau oftast eru líklega meðal þess fólks sem einna næst mér hefur staðið um ævina. Kemur þar líklega hvort- tveggja til, að ég bjó hjá þeim um tíma og hitt að þau hafa verið ein- stakir mannvinir. Hafa þau laðað að sér fólk, ekki síst börnin. Gestrisni var ömmu minni í blóð borin og betri húsmóður og ömmu var vart hægt að hugsa sér. Var þar enda oft margt um manninn. Ég minnist þess að þegar ég fór einu sinni sem oftar með skólafé- laga til ömmu og afa, að einn þeirra sagðist öfunda mig af þeim. Sagði hann þau vera eins og eftir upp- skrift úr bók svo vel leyst honum á þau. Þótti mér vænt um þessi orð og hef oft minnst þeirra síðan. Amma var gamansöm og oft kom það fyrir að hún felldi tár af dill- andi hlátri. Aldrei heyrði ég hana baktala fólk en oft reyna að draga úr slíku tali hjá öðrum. Með ömmu minni er gengin dá- samlega kona og vinur sem á eftir að hafa áhrif á mig og ijölskyldu mína um ókomin ár. Við erum Guði þakklát fyrir líf hennar og biðjum hann að blessa hana í þeirri full- vissu að hjá honum á hún góða heimkomu. Jafnframt biðjum við Guð að veita afa styrk í sorginni. Reynir Bjargey vinkona mín frá fyrstu tíð hefur kvatt okkur um tíma. Hún hafði allt það sem vinkonu mátti prýða. Hún var svo jafnlynd að aldr- ei sá ég hana skipta skapi og aldr- ei stóð svo illa á á hennar heimili að ekki væri tekið á móti gestum og gangandi með hlýju og bros á vör. Aldrei var svo þröngt í koti hennar að ekki væri meðlæti á borð- um hversu gestkvæmt sem hafði verið um daginn, en oft kom mikill ijöldi daglega á heimili hennar og Magnúsar móðurbróður míns. Mér varð að orði einn daginn fyrir um það bil fjórum árum að ég hefði alltaf álitið að ég hefði verið sér- stakur heiðursgestur á heimili þeirra frá því að ég myndi eftir mér og þegar ég þáði veitingar var eins og ég væri að gera þeim greiða með komu minni og löngun í að fá þeirra meðlæti. Ég hafði svo upp- götvað að allir sem komu á heimili þeirra ungir sem aldnir fengu sömu móttökur og báru líklega sömu til- finningar í bijósti um að vera sér- stakur heiðursgestur á heimilinu. Ég hafði einnig á orði að þegar ég hefði horft á allsnægtaheimili í kringum mig þar sem börn væru jafnvel talinn vera fyrir og naumur tími væri til að sinna þeim oft á tíðum, hefðu opnast augu mín fyrir hversu dýrmætur þessi arfur frá mínu fólki hefði verið mér á upp- vaxtarárum minum og skín þá minning mín um komur mínar til Bjargeyjar og Magnúsar skært. Þegar ég nefndi þetta við þau hjón- in og sagði jafnframt að oft hlytu þau að hafa verið þreytt á komum mínum sem barn, þá kom glampi í t Útför systur okkar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR JÓSEFSDÓTTUR frá Hámundarstöðum, fer fram að Hofi í Vopnafirði laugardaginn 7. október nk. kl. 14.00. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu láti líknarstofnanir njóta þess. Systkini, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÖGMUNDUR JÓNSSON, Hringbraut 32, Hafnarfirði, frá Vorsabæ, Ölfusi, verður jarðsunginn frá Kotstrandarkirkju, Ölfusi, laugardaginn 7. október kl. 15.00. Guðbjörg Ögmundsdóttir, Jón Finnur Ögmundsson, Kristfn Valsdóttir og barnabörn. t Útför móður okkar, fósturmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR HREIÐARSDÓTTUR frá Presthúsum, Garði, fer frarn frá Útskálakirkju laugardaginn 7. október kl. 14.00. Július Oddsson, Margrét Jónsdóttir, Sigrún Oddsdóttir, Sóley Oddsdóttir, Björn Kjartansson, Ingimar Oddsson, Anna Stína Oddsson, Eyjólfur Gfslason, Helga T ryggvadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður og tengdaföður, PÁLS JÓHANNSSONAR SNÆFELD, . Mávahlfð 22. Guðlaug Bjarnadóttir, Ólafur B. Th. Pálsson, Ragnhildur Pálsdóttir, Vilhelm Ingimundarson, Bjarni Pálsson, Jóhanna Elfsabet Pálsdóttir, Diljá Sjöfn Pálsdóttir, Sturla Guðbjarnason, Björn Haukur Pálsson, Guðrún Sigursteinsdóttir. t Eiginkona mín, móðirokkar, tengdamóðir, amma og langamma, LÍSBET TRYGGVADÓTTIR, áður til heimilis á Reynivöllum 2, I Akureyri, sem andaðist 28. september í dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, verður jarðsungin mánudaginn 9. október frá Akureyrarkirkju kl. lá.30. Blóm og kransar afbeðnir en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Dvalarheimilið Hlíð, Akureyri. Gestur Jóhannesson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og jarðarför eiginmanns mcns, föður okkar, sonar, bróður og mágs, INGA FRIÐRIKS AXELSSONAR, Akurgerði 7. Irmgard Axelsson, Gundula Axelsson, Christiane Axelsson, Jenný Ásmundsdóttir, Anna Lára Axelsdóttir, Guðmundur Þórðarson, Ómar Axelsson, augu þeirra af kátínu og mér var sagt að hver heimsókn hefði verið þeim heiður og gleði. Hve mörg hafa fengið sömu hjartahlýjuna og sömu móttökur? Ég man ekki lengra en þegar þau bjuggu á Hverfisgötu 101 í Reykjavík og amma dg afi og tveir yngstu móðurbræður mínir voru í skjóli Dúu móðursystur minnar og manns hennar, Jóns Steingrímsson- ar, á Hverfisgötu 100. Það var dá- samlegt að fá að alast upp í skjóli þessara ættmenna minna á 100 og 101 eins og ég kallaði það. Ibúð þeirra Bjargeyjar og Magn- úsar var ekki stór eða aðeins tvö herbergi og eldhús en þar gistu oft ættmenni Bjargeyjar frá Grindavík og aldrei man ég eftir að virtist vanta pláss þó að fjölskyldan sem fyrir var væru fimm talsins. Þegar ég horfi á þjóðfélagshætti okkar í dag spyr ég oft: Hvernig glataðist þessi dýrmæti arfur svo víða á ís- landi nútímans? Það er að segja að hugsa og framkvæma eins og Bjargey og Magnús hafa gert, eftir máltækinu góða: „Þar sem hjarta- rými er, þar er gistirými." Þau hjónin reistu svo húsið sitt á Langholtsvegi 71. Það sjá allir hversu mikill stórhugur hefur fylgt þeirri byggingu. Húsið sem síðan hefur verið heimili þeirra hefur ver- ið skjól svo ótalmargra bæði í lengri og skemmri tíma. A lóð þeirra og í húsi þeirra hafa niðjar þeirra í þijá ættliði fengið inni í mismun- andi langan tíma. Alltaf var sama hlýjan, sama viðmótið og sama veganestið sem börnin fengu með sér út í lífið frá Bjargeyju, því að þrátt fyrir sár veikindi síðustu ára var brosið alltaf á vörum hennar og hlýjan streymdi frá hjarta henn- ar. Veikindi hennar síðustu árin voru okkur sem fylgdust með þeim afar sár. Vegir Guðs eru oft óskilj- anlegir og skil ég ekki að svo yndis- leg manneskja eins og Bjargey var þyrfti að gangast undir þann kross að bera þann sjúkdóm sem hún varð fýrir. Endalok lífs hennar komu mjög á óvart og þurfti hún ekki að þjást á þeim tímamótum og er ég mjög þakklát fyrir það. Við söknum hennar mikið sem eftir stöndum en gerum okkur grein fyrir að Bjargey mun lifa og skína í minningum okkar og sögur um tilvist hennar munu halda áfram að lýsa niðjum hennar um ókomna tíð. Bjargey var sannkallað Grinda- víkurbarn. Hún fæddist 14. apríl 1907 á Velli í Grindavík. Móðir hennar var María Ólöf Geirmunds- dóttir og faðir hennar var Guðjón Einarsson. Þau voru bæði frá Gjá- húsum í Grindavík. María Ólöf og Guðjón byggðu Hlið í Grindavík og bjuggu þar lengstan tíma búskapar síns og voru börn þeirra kennd við þann stað. Börn þeirra urðu níu en aðeins fimm þeirra komust til full- orðinsára. Nú eru aðeins tvö eftir, Guðbjörg María og Sigurgeir. Bjargey kvæntist Magnúsi Guð- jónssyni frá Bakkagerðí við Stokks- eyri 26. nóvember 1927. Þau eign- uðust þijú börn, Margréti, Guðjón Vilberg og Maríu Ólöfu. Margrét á tvö börn og þijú barnabörn. Guðjón Vilberg á fimm syni og fimm barna- börn. María Ólöf’á fimm börn og sjö barnabörn. Afkomendur Bjarg- eyjar og Magnúsar eru þijátíu tals- ins. Þau bera söknuð í bijósti í dag en arfur þeirra er mikill og minning- amar um svo yndislega móður, tengdamóður, ömmu og langömmu mun lýsa þeim um ókomna framtíð. Magnús móðurbróðir minn er sá sem mest er lagt á nú. Hann sér á eftir ástvinu og félaga sem hefur staðið við hlið hans í sextíu og tvö ár. Ást þeirra hvors til annars hefur verið undursamleg. Samheldni þeirra er okkur hinum lærdómsrík og vona ég að við getum fetað í fótspor þeirra um ókomna framtíð. Elsku Magnús frændi minn. Guð blessi þig, styrki og hjálpi J)ér til að standast þennan missk Ég veit að böm þíh, tengdabörn, barnaböm og bamabarnaböm ásamt Öðram ættingjum og vinum munu umvefja þig ástúð sinni og reyna að styðja þig eftir bestu getu. Ég þakka Bjargeyju fyrir allt og allt og bið Guð að blessa hana. Selma Júlíusdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.