Morgunblaðið - 06.10.1989, Page 4

Morgunblaðið - 06.10.1989, Page 4
4 • *---------- MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1989 Stöð 2: Myndbirtmgar frétta- stofunnar út í hött - segir Jón Öttar Ragnarsson „ÉG bókaði á þessum fundi framkvæmdastjóra Stöðvar 2 að mér fyndust myndbirtingar í tengslum við fréttir af áfengiskaupum ut- anríkisráðherra út í hött og ég held að margir geti tekið undir það,“ sagði Jón Ottar Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Páll Magnús- son fréttastjóri segir myndbirtinguna hafa verið réttlætanlega, en strangt til tekið óþarfa. Á fundi framkvæmdastjóra Stöðvar 2 síðastliðinn þriðjudag sló í brýnu milli Jóns Óttars og Páls. Deilur þeirra snerust fyrst og fremst um myndbirtingar úr af- mæli eiginkonu utanríkisráðherra, í tengslum við fréttir af kaupum ráðherra á áfengi á kostnaðarverði, sem veitt var í veislu á afmæli rit- stjóra Alþýðublaðsins. Þá gagn- rýndi stjónvarpsstjórinn fréttir af skoðanakönnun Stöðvar 2, þar sem meðal annars var fjallað um sið- ferði stjórnmálamanna, og sagði þær hlutlægar. „Ágreiningur hér innanhúss er bara hluti af okkar lýðræði," sagði Jón Óttar. „Öll mál sem snérta Stöð 2 eru rædd á þessum fundum og ég lét bóka að mér fyndust þessar myndbirtingar út í hött. Það var ekki gert neitt samkomulag á fund- inum um myndbirtingar í framtíð- inni, annað en það að ég held að það sé ljóst að myndbirtingar af þessu tagi verði ekki ástundaðar hér. Páll Magnússon var sjálfur sammála um að þær væru óþarfar. Fréttastofan lýtur hins vegar stjórn Páls og yfirstjórn Stöðvar 2 ber eftir sem áður fyllsta traust til hans og fréttastofunnar. Ég lít svo á að þetta mál sé úr sögunni.“ Páll Magnússon sagði, að hann hafi taíið þessa umdeildu mynd- birtingu réttlætanlega, .en strangt til tekið óþarfa. Hann tók fram, að framkvæmdastjórafundir Stöðvar 2 væru ekki ritstjórnarfundir og ekki hægt að bera fréttastjórann at- kvæðum í málum sem snerti hans svið. „Fréttastofan lýtur stjórn fréttastjóra og yfirstjórn Stöðvar 2 hefur ekkert með fréttastefnuna að gera,“ sagði hann. „Hvað varðar ásökun Jóns Óttars um að við höf- um verið hlutlægir í umfjöllun um niðurstöður skoðanakönnunarinnar er það eitt að segja, að það er hans skoðun og ég er henni gjörsamlega ósammála. Þetta mál er hins vegar leyst og engar deilur okkar á milli nú.“ VEÐURHORFUR í DAG, 6. OKTÓBER: YFIRLIT í GÆR: Austan- og suðaustan gola eða kaldi með lítils- háttar rigningu suðvestan- og vestanlands, en breytileg átt — 5-6 vindstig með rigningu austanlands en að mestu þurrt, í öðrum landshlutum. Hiti 2-7 stig. SPÁ: Vestan og norðvestan-átt, stinningskaldi eða allhvasst um austanvert landið, en gola eða kaldi vestanlands. Víða léttskýjað á Suður- og Suðausturlandi, en skýjað að mestu í öðrum lands- hlutum. Slydduél norðanlands, en smáskúrir á annesjum vestan- lands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Suðvestanátt og hlýtt í veðri. Súld eða rigning vestanlands og austur með suðurströndinni, en annars úrkomulítið. HORFUR Á SUNNUDAG: Vestan og norðvestanátt og kólnandi. Skúrir á Suðvestur- og Vesturlandi, en líklega slydduél norðan- lands. Þurrt og bjart veður á Austfjörðum og á Suðausturlandi. TÁKN: a Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- 10 Hftastig: 10 gráður á Celsíus Heiðskírt y stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. V Skúrir V éi Léttskýjað / / / / / / / Rigning V = Þoka Hálfskýjaö / / / * / * = Þokumóða ’, ’ Súld ^^Skýjað / * / * Slydda / * / OO Mistur —Skafrenningur ! Alskýjað * * * * Snjókoma # # # Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 8 léttskýjað Reykjavík 6 skýjað Bergen 12 skýjað Helsinkl 8 léttskýjað Kaupmannah. 13 léttskýjað Narssarssuaq 0 skýjað Nuuk 0 léttskýjað Osló 12 skýjað Stokkhólmur 13 léttskýjað Þórshöfn 8 skýjað Algarve 26 léttskýjað Amsterdam 17 léttskýjað Barcelona 23 skýjað Berlin 16 léttskýjað Chicago 10 léttskýjað Feneyjar 16 heiðsklrt Frankfurt léttskýjað Qlasgow vantar Hamborg vantar Las Palmas alskýjað London 20 skýjað Los Angeles 16 heiðsklrt Lúxemborg vantar Madríd 24 mistur Malaga 24 skýjað Mallorca 26 skýjað Montreal 3 léttskýjað New York 10 heiðsklrt Orlando 22 þokumóða Parls 20 heiðskírt Róm 20 léttskýjað Vln 13 léttskýjáð Washington 9 léttskýjað Winnipeg 6 alskýjað Brottf luttir af landinu 1986-89 Tímabmð juií tnsept íslenskir ríkisborgarar sem fluttu 1.132 utan, lögheimili sitt til útlanda. Þar a*: Jan.-sept. 312 til Danmerkur 118 til Noregs 112 til annarra Evrópulanda 1986 1987 1988 1989 72 tilBandaríkjanna Yfír 2.000 flylja af landi brott á árinu YFIR tvö þúsund íslendingar hafa flutt af landi brott það sem af er árinu. Þar af hafa 1.132 íslendingar yfirgefið landið síðustu þijá mánuð- ina, í júlí, ágúst og september. Á sama tíma hafa aðeins 715 Islending- ar flutt til landsins það sem af er árinu, samkvæmt skráningu Hag- stofu íslands. Á síðustu þremur mánuðum hafa flestir leitað til Svíþjóðar, eða 498 manns. Til Danmerkur fóru 312 ís- lendingar. Til Noregs fóru 118 ís- lendingar og til annarra Evrópulanda fóru 112 manns. Til Bandaríkjanna fóru 72 og til annarra landa fóru 20 Islendingar. Það sem af er árinu hafa 1.407 íslenskir ríkisborgarar flutt til lands- ins. íslendingamir, sem flutt hafa úr landi á fyrstu níu mánuðum árs- ins, eru því 680 fleiri, en þeir sem komu heim. Bæði árin 1988 og 1987 fluttu fleiri íslendingar heim en til útlanda. Árið 1988 fluttu út 1.898, en heim komu 3.846 íslendingar. Árið 1987 er það sama upp á tengingnum. Út fluttu 1.953 og heim komu 3.306 íslenskir ríkisborgarar. Árið 1986 komu aftur á móti 1.996 íslendingar heim á ný, en 2.515 fluttu af landi brott. Vífílfell kærir Sanitas til Verðlagsstofíiunar VERKSMIÐ.JAN Vífilfell hf. hefur svarað bréfi Verðlagsstofpunar þar sem greint var frá kæru Sanitas hf. á hendur Vífilfelli hf. vegna afslatt- artilboða til kaupmanna. Vífilfell vísar í svari sínu til Verðlagsstofnun- ar algjörlega á bug ásökunum Sanitas hf. um ólögmæta viðskipta- hætti. Jafnframt lagði Vífilfell hf. í gær fram kæru á hendur Sanitas fyrir margvísleg brot á lögum um verðlag, samkeppnishömlur og órétt- mæta viðskiptahætti. í bréfi Vífilfells til Verðlagsstofn- unar kemur m.a. fram að í tilboði fyrirtækisins til kaupmanna hafi fa- list verulegur afsláttur af heildsölu- verði til þeirra jafnframt því sem til þess hafi verið mælst að afslátturinn skilaði sér í vöruverði til neytenda og að vörunni yrði stillt upp í hlut- falli við sölu. Þá segir ennfremur að Vífilfell hafi ekki beitt neinum þving- unum gagnvart kaupmönnum. Fyrir- tækið hafi heldur ekki skipt sér af öðrum gosdrykkjum í verslunum, umfram það sem felist í framan- greindu og kaupmönnum hafi verið í sjálfsvald sett hvort þeir gengju að tilboðinu. í öðru bréfi Vífilfells til Verðlags- stofnunar er lögð fram formleg kæra á hendur Sanitas fyrir að hafa brot- ið gróflega gegn tilteknum ákvæðum laga um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Þar segir m.a. að sölumenn Vífilfells hafi orðið varir við að Sanitas bjóði kaupmönnum aukinn afslátt gegn því að Pepsi-Cola sé stillt upp í hillur og kæliskápa sem séu í eigu Vífil- fells hf. Þá er frá því greint að undan- farið hafi birst í fjölmiðlum að und- anförnu auglýsingar sem feli í sér ósanngjaman samanburð og einnig hæsta stigs auglýsingar. Forsvars- menn Sanitas hafi ennfremur boðið kaupmönnum í laxveiði gegn því að fá aukið hillupláss undir framleiðslu- vörur fyrirtækisins í verslunum á kostnað keppinauta þess. Loks er á það bent að Sanitas bjóði veitinga- mönnum á bjórkrám verulega af- slætti og ókeypis gosdrykki gegn því að þeir selji aðeins framleiðsluvörur Sanitas á viðkomandi stöðum. Með því séu vemdartollar sem fyrirtækið njóti við framleiðslu á bjór misnotað- ir gegn öðrum innlendum gosdrykkj- arframleiðendum. Þess er krafist að viðskiptahættir þessi verði rannsak- aðir og stöðvaðir þegar í stað. Arnarflug vill fá fleiri áætlunarstaði innanlands ARNARFLUG hefur sótt um að fá að hefja áætlunarflug til a.m.k. fjögurra staða innanlands, sem Flugleiðir fljúga nú til. Þessir staðir eru Húsavík, Höfn, Patreks- Qörður og Vestmannaeyjar. Frestur flugfélaga til að leggja inn umsóknir um sérleyfi rann út um síðustu mánaðamót. Arnarflug flýg- ur nú til átta staða innanlands, sem eru Rif, Stykkishólmur, Bíldudalur, Flateyri, Hólmavík, Gjögur, Blöndu- ós og Siglufjörður. Kristinn Sig- tryggsson, framkvæmdastjóri Arnar- flugs, segir að þessir átta staðir hafi gefið félaginu um 20 þúsund farþega á ári, en til samanburðar mætti nefna, að Flugleiðir flyttu um 100 þúsund farþega til og frá Akureyri árlega. „Það er í raun með ólíkindum að Amarflugi hafi tekist að þjóna þessum litlu stöðum í öll þessi ár án nokkurra styrkja," sagði hann. „Við höfum borgað tugi milljóna með þessu flugi og á síðasta ári versnaði ástandið enn, þegar lögð voru á lend- ingargjöld, sem setti innanlands- flugið í bullandi tap.“ Kristinn sagði að Amarflug hefði ekki sótt um að fljúga á stærstu stað- ina, svo sem Akureyri, Egilsstaði og ísafjörð. „Við erum raunsæir í um- sókn okkar og þessir staðir henta betur stærri vélum eins og Fokker- vélum Flugleiða. Minni staðir eru hins vegar óhentugir fyrir þær vélar, eins og forráðamenn Flugleiða hafa sjálfir talað um. Ég á von á að sam- gönguráðherra skipti stöðum nú rétt- látlega milli flugfélaganna."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.