Morgunblaðið - 06.10.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.10.1989, Blaðsíða 31
fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1989 ---H--H—)-)-’■> >—i >;1 ) I'í-ch—H—i ii;',—tttt 31 ■ SÉRSTÆÐ SAKAMÁL „ Sj ónvar[)sengilliiin“ breyski bíður dóms VELVILD Milljón krónu klukka ^Jparisjóður Hafnarfjarðar hefur sýnt þá rausn að gefa forláta klukku í íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði. Var hún tekin í notk- un er Haukar og Njarðvíkingar áttust við í fyrsta leik íslandsmóts körfuknattleiksmanna sl. laugardag. Klukkuna afhentu þeir Matthías Á. Mathiesen, formaður stjórnar Sparisjóðsins, og Þór Gunnarsson, sparisjóðsstjóri. Meðfylgj- andi mynd var tekin er Matthías flutti af- hendingarræðu sína en næstur honum stendur Þór og lengst til hægri Ólafur Magnússon, for- maður körfuknattleiksdeildar Hauka. I ræðu Matthíasar kom fram að klukkan kostaði tæpa milljón krónur uppsett. Með tilkomu hennar geta áhorfendur á kappleikjum fylgst betur með gangi mála en áður því á henni birtast ýmsar upplýsingar, m.a. á hvern síðastá villa var dæmd, villufjöldi hvers leikmanns fyrir sig, en númer þeirra eru sýnd í tveimur dálkum á klukkutöflunni. Klukkan er frönsk og af gerð- inni Bodet. FUGLAGÆSLA Á eyðiey í Norðursjó Réttarhöldum er nú lokið í máli bandaríska sjónvarpspredikarans Jim Bakkers. „Fallni sjónvarpsengillinn" en svo nefna andskotar Bakkers vestra hann iðulega, á yfir höfði sér 120 ára vist innan fangelsismúra og sekt sem nemur um 300 milljónum ísl. kr. verði hann fundinn sekur um svik og fjárdrátt. Bakker er ákærður fyrir að hafa svikið 158 milljónir Bandaríkjadala (um 9.500 milljónir króna) út úr fylgismönnum sínum er hann rak fyrirtækið „Vegsamið almættið“ (Praise The Lord) á sínum tíma. Voru aðdáendur predikarans ákaft hvattir til að styrkja hann til að honum mætti auðnast að uppfylla köllunarverk sitt og ljúka við gerð „kristilegs hvíldarheimilis" í Charlotte í Norður-Karólínu-ríki. Heimili þetta var aldrei tekið í notkun og grunur leikur á um að tæpar fjórar milljónir Bandaríkjadala (um 240 milljónir ísl. kr.) hafi rannið í vasa Bakkers. Þykir þar komin líkleg skýring á lífsstíl „sjónvarpsengilsins“ og hinnar stríðsmáluðu eiginkonu hans, Tammy Faye, sem þótti ekki beint einkennast af hófstillingu, nægjusemi og auðmýkt. I réttarhöldunum þótti ennfremur við hæfi að rifja upp játningar predikarans frá árinu 1987 er hann gekkst við því að hafa tekið konu eina frillutaki. Reyndist þetta upphaf ógæfunnar og við tók löng ganga iðrunar og písla. Bakker kom grátklökkur fram fyrir sjónvarpsvélarnar og játaði syndir sinar en allt kom fyrir ekki og skömmu síðar féll fyrirtæki hans í hendur óvina hans og hatursmanna. Þau hjónin hafa tekið upp þráðinn á ný og sýna nokkrar sjónvaipsstöðvar predikanir Bakkers en honum hefur ekki tekist að höfða til guðsótta áhorfenda með sama sannfæringarkrafti og áður. Veldi hjónanna er hranið og líklegt þykir að Bakker verði klæddur þverröndóttum búningi sakamannsins verði predikunum hans áfram varpað beint og milliliðalaust inn á heimili manna í Bandaríkjunum en sviðsmyndin verði rimlar, haganlegagjörðir úr járni. Bakker, sem er 49 ára, hefur þráfaldlega lýst sig saklausan og veijandi hans fullyrðir að réttarreglur hafi ítrekað verið brotnar á þeim sex vikum sem réttarhöldin stóðu yfir. Bakker var t.a.m. gert að gangast undir geðrannsókn á ríkissjúkrahúsi er aðstoðarmaður veijandans bar fyrir rétti áð predikarinn hefði fengið taugaáfall á skrifstofu hans. Niðurstaða þeirrar rannsoknar var sú að Bakker væri öldungis heill á geðsmunum og því sakhæfur. Maike Lange sem er 25 ára er að sögn vestur-þýsku fréttastofunnar dpa sú kona í Vest- ur-Þýskalandi sem býr við mesta einsemd. Rökin fyrir fullyrðingunni eru þau, að hún dvelst ein á lítilli eyju í Norðursjó undan strönd Slesvíkur-Holtsetalands. Enginn fær að stíga fæti á eyjuna nema með sérstöku leyfi, en þar er griða- staður fyrir fuglategundur sem eiga á hættu að verða útrýmt. Maike Lange er fuglavörður á vegum Jord- sand sjávarfugla-verndarfélagsins. Hún hefur unnið á lögfræðiskrif- stofu í borginni Bremen en tók því Maike Lange brýnir ljáinn sinn á eyðieyjunni í Norðursjó. ANSHllSlfl pMGLÆSIBÆ FÖSTUDAGUR: Hljómsveit Hilmars Sverrissonar og Anna Vilhjálms leika fyrir dansi í kvöld og laugardagskvöld. Þeir, sem mæta fyrir kl. 24.00, fá hanastélið ráðherrabrugg. Opiðfrá kl. 22.00 til 03.00. Rúllugjald kr. 750,-. DAGSKRÁ í OKTÓBER OG NÓVEMBER: 13. og 14. okt. Hljómsv. HilmarsSverrissonarog Anna. 20. og 21. okt. Hallbjörn Hjartarson, hljómsv. Hilmars og Anna. 27. og 28. okt. Hljómsveit Hilmars og Anna Vilhjálms. 3. og 4. nóv. Finnur Eydal og hljómsveit. (Bítlavinir gamlárskvöld). fegins hendi, þegar henni bauðst að dveljast í nokkra mánuði í ein- angrun á eyjunni með öllum fuglun- um og þremur kindum. Hafði hún þó aldrei áður kynnst því að búa við þennan kost án rennandi vatns og rafmagns. Dvelst hún í sex mánuði við gæslustörfin á þessari litlu flötu eyju skammt undan strönd Slesvíkur-Holtsetalands. Eina samband hennar við umheim- inn er í gegnum útvarp og talstöð og fyrir milligöngu póstbátsins sem heimsækir eyjuna tvisvar í viku. Það eru fjórir kílómetrar frá eyj- unni til fastalandsins og þangað er unnt að ganga í stórstraumsfjöru og tekur ferðin um klukkustund. Aðeins einu sinni hefur Maike geng- ið í land, hana langaði svo mikið í nýja köku hjá bakaranum í þorpinu á ströndinni. Hún hefur haft nóg að gera úti í eyju við að fylgjast með sjófuglum og telja þá. Einnig fellur það í henn- ar hlut að sjá um að allt sé hirðu- samt á eyjunni og fylla upp í skörð sem sjórinn myndar í hana. Þá þarf að slá grasbletti og hirða. Hún tek- ur daglega sundsprett í sjónum hvernig sem viðrar. Dvölinni lýkur nú í októberlok og þá lokar hún gæslumannkofanum yfir veturinn og snýr aftur til borgarlífsins. Oömlu (damarinir Reuter Jim Bakker og eiginkona hans, Tammy Faye, ræða við aðdáendur sína er vitnaleiðslum lauk i máli ríkisvaldsins gegn sjónvarpspredik- aranum. Sonur þeirra, Jamie, fylgist með. Svo kann að fara að faðir hans eyði næstu 120 árum ævi sinnar innan fangelsismúra verði hann fundinn sekur um svik og fjárdrátt. í kvöld frá kl. 21.00-03.00 Hljómsveitin NÝJA-BANDIÐ leikur ásamt hinum góðkunna harmonikuleikara Jóni Sigurðssyni. Dansstuðið er í Ártúni VEmNQAHUS % Vagnhöfða 11, Reykjavík, sími 685090. & DAISHUSIfl Félagasamtök og fyrirtæki Nú er rétti tíminn til að panta sal fyrir árshátíðina ívetur. Pantanir óskast staðfestar fyrir 1. nóvember. Ailar upplýsingar hjá veitingastjóra í síma 686220-. Danshúsið í Glæsibæ, Álfheimum 74.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.