Morgunblaðið - 06.10.1989, Síða 20

Morgunblaðið - 06.10.1989, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1989 MORGUNBLADIÐ FÖS'I'UDAGUR 6. OKTQBER lp8g JHtrgiwiMalíii Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Flóttinn frá Austur-Þýskalandi > • Asíðari tímum höfum við Evrópubúar ekki orðið vitni að jafn miklum ákafa við að flýja ættland sitt eins og Austur-Þjóðveijar sýna nú eft- ir að glufur fóru að myndast í jámtjaldið. Tugþúsundum saman streyma þeir til ná- grannalandanna í suðri, Ung- veijalands og Tékkólóvakíu, í von um að komast þaðan vest- ur á bóginn til frænda sinna í Vestur-ÞýskalanÖi, þar sem þeim er tekið með kostum og kynjum. Neyðarástand hefur hvað eftir annað skapast í sendiráði Vestur-Þýskalands í Prag vegna þess að þúsundir Aust- ur-Þjóðveija leita þar hælis. í lok síðustu viku tókst Hans- Dietrich Genscher, utanríkis- ráðherra Vestur-Þyskalands, að fá tékknesk stjórnvöld til að samþykkja, að flóttamenn- irnir í sendiráðinu færu þaðan vestur fyrir járntjald. Fyrstu lestirnar komu til Hof í Bæj- aralandi í fyrrinótt en tafir urðu á brottflutningnum frá Prag vegna þess að þúsundir manna höfðu safnast við braut- arteina í Austur-Þýskalandi í von um að flóttamannalestim- ar færu þar um og þeir gætu hoppað um borð. Atti austur- þýska lögreglan fullt í fangi með að halda aftur af fólki á lestarstöðvum eða við teinana og á lestarvagnana voru setti sérstakir lásar til að ekki gætu aðrir en opinberir verðir opnað þá. Austur-þýsk stjórnvöld hafa lokað landamæmnum til Tékkóslóvakíu, þannig að þjóð- in er nú innilokuð í landinu. Þessi stutta lýsing á þeim sögulegu atburðum sem nú eru að gerast í Austur-Þýskalandi gefur góða hugmynd um andúð fólksins þar á stjórnkerfi kommúnista. Þess verður ein- mitt minnst á morgun, að 40 ár eru liðin frá valdatöku þeirra í Austur-Þyskalandi. Afmælis- veisla valdahafanna, þar sem Míkhaíl Gorbatsjov Sovétfor- seti er æðstur gesta, verður haldin í skugga þess að öllum heimi er ljóst, að þeim hefur gjörsamlega misheppnast að skapa þjóðfélag, þar sem fólk unir glatt við sitt. Hið versta fyrir þjóðina er, að valdastéttin veit, að hætti hún að fram- fylgja vitlausri -stefnu sinni í anda Marx og Leníns hrynur grundvöllurinn undan ríkinu. Þýska Alþýðulýðveldið er þannig eitt ömurlegasta tákn úreltra stjórnarhátta sósíalismans. Sautján milljónir Austur- Þjóðveija leggja ekki allir land undir fót til að mótmæla of- stjórn og óstjórn. Þeir eiga hins vegar kröfu á því að fá að búa við sjálfsögð mannréttindi eins og ferðafrelsi og rétt til að láta skoðanir sínar í ljós og stofna til þess samtök. I tilefni af 40 ára afmæli Alþýðulýðveldisins Þyskalands er ástæða til þess fyrir alla fijálshuga menn að mótmæla harðræði og kúgun í landinu. Ríkisstjórn íslands ætti að sjá sóma sinn í því að senda orðsendingu þess efnis til Austur-Berlínar í tilefni af afmælinu. Yerkfóll bönnuð í Sovét Sú var tíðin að þeir menn voru dæmdir til vistar á geðveikrahælum í Sovétríkjun- um, sem efndu þar til verk- faíta. Var það talið til erfiðari sjúkdóma að láta sér til hugar koma að efna til verkfalls í ríki sem stofnað var af verkalýðn- um og stjórnað var af fulltrú- um hans. Á liðnu sumri kom hins vegar í ljós, að svo marg- ir töldu ástæðu að efna til verk- falla, að við þau var ekki ráðið nema með því að fallast á kröf- ur verkfallsmanna. Enn í dag eru verkföll í Sovétríkjunum og nægir þar að vísa til deilna Azera og Armena. Fyrr í vikunni lagði Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti það til við sovéska þingið, að það legði blátt bann við verkföllum næstu fimmtán mánuði. Voru rök hans þau að verkföll gætu leitt til glundroða í landinu og ógnað umbótastefnu hans. Þetta eitt er merkilegt og kann að vera tákn þess að sovéska forystusveitin ætli að grípa til meiri hörku við stjórn landsins. Hitt er þó ekki síður merki- legt, að sovéska þingið féllst ekki á tillögu Gorbatsjovs held- ur þrengdi bannið við verkföll- um. Erum við að sjá vísi að þingræði í Sovétríkjunum um leið og takmarkaður réttur til verkfalla er viðurkenndur? 21 Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: Sjálfstæðismenn standa fast og einarðlega að framförum Setningarræða á 28. landsfiindi Sjálfstæðisflokksins Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið birtir hér fyrri hluta ræðu formanns Sjálfstæð- isflokksins við setningu lands- íundar flokksins í gær. Síðari hlutinn birtist í blaðinu á morg- un. Mörg eru dags augu. Þess verð- um við sjálfstæðismenn glöggt áskynja um þessar mundir. Menn líta gagnrýnum augum á vettvang stjórnmálanna. En umfram allt vilja Islendingar horfa fram á veginn til nýrra verkefna og viðfangsefna og þær spurningar vakna eðlilega, hveijum er best treystandi til að fara fyrir og varða veginn. Upplausn í stjórnmálum Um langan tíma hafa íslendingar ekki staðið frammi fyrir þvílíkri upplausn og sundurlyndi í stjórn- málum eins og um þessar mundir. Líkja má þjóðfélaginu við rótlaust þangið í fjöruborðinu sem velkist undan öldunni. Agaleysi, skortur á sjálfsvirðingu, valdhroki, og skiln- ingsleysi á lögum og reglum ein- kenna nú stjórnarfarið öðru fremur. Uppistaðan í málflutningi æðstu ráðamanna þjóðarinnar eru sögur í anda Gróu á Leiti og marklitlar upphrópanir þar sem eitt er sagt í dag og annað á morgun. Trú- mennska og sannsögli víkja nú um of fyrir hrossakaupum og spillingu. Allt veldur þetta ótta og óvissu um framtíðina. Almenningur leitar að leiðum út úr ógöngunum. Það er þörf á festu og öryggi; þörf á traustum en um leið hávaðalausum málflutningi. Menn svipast um eftir skjóli þar sem finna má réttsýni, fijálslyndi og umburðarlyndi. Það eru ekki aðeins átökin milli stjórnlyndra manna annars vegar og fijálslyndra hins vegar sem vekja menn til umhugsunar og athafna um þessar mundir. Ögrun við mann- gildi, rótgrónar íslenskar siðvenjur og lög og rétt vekja óhjákvæmilega upp spurningar um það hvert íslenskt þjóðfélag stefnir. Glæsileg saga Sjálfstæðisflokksins A þessu ári höfum við minnst þess með margvíslegum hætti að 60 ár eru liðin síðan íhaldsmenn og fijálslyndir sameinuðust í Sjálf- stæðisflokknum til sóknar og varn- ar fyrir fijálslynda og víðsýna um- bótastefnu, einstaklingsfrelsi og athafnafrelsi með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Við getum horft stoltir til baka. Barátta sjálfstæðismanna í þessa áratugi fyrir hugsjónum sínum og ábyrgð þeirra á stjórn landsins hef- ur átt hvað mestan þátt í efnalegum framförum, varðveislu þjóðlegrar menningar, uppbyggingu velferðar- þjóðfélags og varðstöðu um lands- réttindi í viðsjárverðum og síbreyti- legum heimi. Á þessum tímamótum eru þakkir okkar miklar til foringjanna, bar- áttumannanna, brautryðjendanna og alls þess ónafngreinda fjölda sem gerði hugsjónina að veruleika og hefur látið drauminn um fijálsa íslenska þjóð rætast. Við höfum þjónað þeirri hugsjón sem Ólafur Thors lýsti við Iýðveldisstofnun að hér búi um aila framtíð fijáls og öllum óháð menningarþjóð, andlega og efnalega frjálsir og hamingju- samir menn. Þau eru mörg dagsaugun sem lýna í þessa sögu. En þau eru miklu fleiri sem spyija Sjálfstæðisflokkinn spurninga um framtíðina. Flestir sjá lítið annað en ráðleysi og niður- lægingu í störfum núverandi ríkis- stjórnar. Það er kalláð eftir svari Sjálfstæðisflokksins um það hvort hann er reiðubúinn að hafa forystu um að leiða þjóðina út úr óvissunni og sameina hana til nýrra verka í heimi meiri breytinga en við höfum áður orðið vitni að. Ábyrgð sjálfstæðismanna Það eru þvílíkar spurningar sem við þurfum að svara íslensku þjóð- inni á þessum fundi. Á þessu sex- tugasta ári í starfi Sjálfstæðis- flokksins erum við að byija að móta framtíð íslendinga á nýrri öld. Það er þangað sem augu dagsins horfa. Þangað viljum við beina sjón- um okkar. Þar bíður framtíð ís- lands. Við verðum nú sem fyrr, sjálf- stæðismenn, að skynja þá ábyrgð sem á okkur hvílir, ekki síst í ljósu þess hvernig núverandi ríkisstjórn hefur í raun réttri misboðið fólkinu í landinu. Við slíkar aðstæður reyn- ir á víðsýni, þrek og samheldni sjálf- stæðismanna. Frá því síðasti lands- fundur var haldinn höfum við geng- ið í gegnum meiri innri erfiðleika en nokkru sinni fyrr í sögu flokks- ins. Þeim mun meiri styrk þurfum við að sýna á þeim fundi sem við höfum hér safnast saman til. Kosningarnar 1987 og afleiðingar þeirra Við upphaf síðasta landsfundar minnti ég sjálfstæðismenn á að það myndi ráða úrslitum um stöðu okk- ar að kosningum loknum hvert afl okkar yrði á Alþingi. Alþýðuflokk- urinn talaði þá fjálglega um vilja til samstarfs við sjálfstæðismenn. Af þessu tilefni minnti ég menn á að tap Sjálfstæðisflokksins og veik staða inni á Alþingi að kosningum loknum hlyti að verða ávísun á nýja vinstri stjórn hvað sem slíku tali liði. Við áttum þá í nokkurri vök að veijast þrátt fyrir góðan árangur í ríkisstjórn vegna þungrar umræðu um mál sem þá voru í brennidepli opinberrar umræðu. En engan grunaði að nokkru síðar myndi flokkurinn klofna með svo afdráttarlausum og afdrifaríkum hætti sem raun varð á. Ég ætla ekki á þessum fundi að rifya þá sögu upp í einstökum atrið- um. Það gerði ég á flokksráðsfundi haustið 1987. Og til þess að gera kjörorð flokksins um víðsýni og umburðarlyndi að lifandi veruleika bauð ég þá öllum þeim sættir sem sættast vildu. Persónuleg samtöl þeirra sem helst áttu hlut að máli leiddu svo til þess að á síðastliðnu vori gátum við með sanni sagt að eining væri á ný á meðal sjálfstæðismanna. Sjálfstæðisflokkurinn er nú aftur heill og óklofinn, aðeins tveimur árum eftir þetta mikla áfall. Hafi þeir allir þökk beggja megin átaka- línunnar sem stuðluðu að því að svo mætti verða. Orslit þingkosninganna vorið 1987 urðu okkur mikið áfall og áhyggjuefni. Staða okkar var veik- ari en nokkru sinni fyrr á Alþingi. Úrslitin höfðu fært vinstri flokkun- um á Alþingi úrslitavöld, þó að -þeir gætu ekki við svo búið komið sér saman um myndun vinstri stjórnar. Aflinu hafði verið deilt svo á Alþingi eftir kosningarnar að flest- um var ljóst að mjög örðugt yrði um vik, ef ekki útilokað, að mynda sterka starfhæfa ríkisstjórn. Augljóst var að það gat oltið á afstöðu okkar sjálfstæðismanna hvort gengið yrði til kosninga að nýju á haustdögum 1987. Flest beint til þess að kosningar með svo skömmu millibili hefðu ekki leitt til umtalsverðra breytinga á Alþingi og óvissan hefði því að öllum líkind- um orðið sú sama. Það var ekki síst með þetta í huga að sjálfstæðis- menn afréðu að taka fullan þátt í viðræðum um myndun ríkisstjórnar þrátt fyrir mikið áfall í kosningum. Ríkisstjórnin 1987—1988 Eftir sem áður var Sjálfstæðis- flokkurinn stærsti flokkur þingsins og hafði skyldum að gegna í sam- ræmi við það. Slík stjórnarmyndun hlaut þó að verða mjög örðug og torsótt í ljósi þess að vinstri flokk- arnir höfðu skýran meirihluta í þinginu. Langvarandi samningaþóf sýndi að það var örðugt fyrir flokkana að ná saman um málefni. Jafnframt var ljóst að persónuleg togstreita var Þrándur í Götu stjórnarmynd- unar. Ég tók því á einu stigi við- ræðnanna af skarið um það að Sjálfstæðisflokkurinn gerði ekki kröfu um að vera í forystu fyrir slíkri ríkisstjórn. Niðurstaðan varð éigi að síður sú að við urðum að taka forystuhlutverkið á okkar herðar þó að bæði mér og öðrum hafi verið það ljóst á þeim tíma að það væri miklum vandkvæðum bundið miðað við styrk flokksins á Alþingi. Fjörutíu árum áður hafði Sjálf- stæðisflokkurinn tekið þátt í þriggja flokka samstarfi með Framsóknar- flokki og Alþýðuflokki. Sú stjórn varð fræg að endemum fyrir skömmtunarstjórn og höft af ýmsu tagi. Togstreitan milli einkarekstrar og samvinnurekstrar gerði það stjórnarsamstarf snúið og engar heimildir eru um, að sjálfstæðis- menn hafi harmað endalok þeirrar stjórnar. Þegar á herti kom í ljós að sagan átti eftir að endurtaka sig um margt. Fyrsti stóri áreksturinn í ríkisstjórninni varð þegar Samband íslenskra samvinnufélaga ætlaði að gleypa Útvegsbankann sem nýbúið var að breyta í hlutafélag. Þannig átti að koma í veg fyrir að einka- bankarnir gætu fundið farveg til sameiningar og samstarfs með kaupum á þeim banka ásamt með útvegsmönnum í landinu sem var okkar ætlan með frumkvæði að þessum breytingum. Um þetta bundust Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn traustum böndum. Við stóðum hins vegar fast við okkar markmið og komum í veg fyrir þessi áform. Vera má að þarna hafi legið upphafið að endalokum stjórnarsamstarfsins ári síðar. Erfiðleikar í stjórnarsamstarfi Þegar ríkisstjórnin tók við völd- um var farið að gæta ofþenslu í hagkerfinu. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hafði ekki brugðist nógu skjótt við nýjum verðbólgutil- hneigingum og vaxandi viðskipta- halla á síðari hluta ársins 1986 óg í byijun árs 1987. Fyrstu aðgerðir nýrrar stjórnar miðuðu að því að koma á jafnvægi. Árangurinn af því starfi var kom- inn í ljós á haustdögum 1988. Gríðarleg umframeftirspurn eftir vinnuafli var þá komin í eðlilegt horf. Verðbólgan var byijuð að lækka aftur og vextir sem óhjá- kvæmilega urðu að vera háir meðan ráðist var til atlögu við ofþensluna voru að byija að fara niður. Hvarvetna þar sem ráðast þarf til atlögu við vaxandi verðbólgu og viðskiptahalla reynist óhjákvæmi- legt að beita vöxtum í þeim til- gangi að stuðla að jafnvægi. Auð- vitað reynir slíkt á stjórnvöld því það er ekki til stundarvinsælda fall- ið. Það olli okkur hins vegar von- brigðum að framsóknarmenn skorti dug og úthald til þess að fylgja þessari stefnu eftir. í opinberum málflutningi urðu þeir fljótt aðal andstæðingar stjórnarstefnunnar sem þó leiddi með ótvíræðum hætti til verulegs árangurs þegar á haust- dögum 1988. I vetrarbyijun 1987 byijuðu að- stæður sjávarútvegsins að versna til muna. Fyrst með falli Banda- ríkjadals, sem smám 'saman var að lækka í verði alveg fram á haust- daga 1988. Og í ársbyijun 1988 byijuðu afurðir okkar á erlendum mörkuðum að lækka í verði og stóð það verðfall stöðugt fram á haust- daga. Þegar þessi þróun hófst stóðu atvinnuvegirnir frammi fyrir því að endurnýja kjarasamninga við launafólk. Það varð að ráði eftir samráð ríkisstjórnarinnar við helstu for- ystumenn fiskvinnslunnar og reyndar einnig við ýmsa af forystu- mönnum launafólks að tengja sam- an niðurstöður kjarasamninga og fyrstu aðgerðir af hálfu stjórnvalda til þess að treysta á ný undirstöður sjávarútvegsins í kjölfar ytri áfalla. Því miður drógust kjarasamning- ar á langinn og aðgerðir hófust því ekki fyrr en í febrúarmánuði 1988. En Framsóknarflokkurinn, sem í upphafi tók þátt í að ákveða þessa málsmeðferð, hafði þá skömmu áð- ur látið undan þrýstingi og byrjað að gagnrýna stjórnarstefnuna fyrir að tengja þessar ákvarðanir saman. Forsendur breyttust svo hratt. Bandaríkjadalur hélt áfram að falla, verðið að lækkka á erlendum mörk- uðum og endanlegar launahækkan- ir urðu mun meiri en í upphafi var ráðgert. Á ný þurfti því að grípa til ráðstafana í maí. Þar kristallað- ist höfuðágreiningurinn við Al- þýðuflokkinn. Þrátt fyrir fögur orð í kosninga- baráttunni um endurnýjun viðreisn- arstefnunnar kom fljótlega á daginn að höfuðáhugamál Alþýðuflokksins voru skattahækkanir og fram- kvæmd efnahagsstefnu sem hélt útflutningsframleiðslunni í spenni- treyju viðvarandi tapreksturs. Al- þýðuflokkurinn var þá þegar farinn að sigla frá viðreisnarstefnu í at- vinnumálum að Alþýðubandalags- stefnu. Og þess gætti þegar í maí 1988 að sumir forystumanna Framsókn- arflokksins vildu af pólitískum ástæðum standa sem næst Al- þýðuflokknum í þessum átökum. Þegar þeir við þessar aðstæður settu fram kenninguna um gengis- breytingu sem afgangsstærð eftir skipulagsbreytingar í sjávarútvegi var fyrsti vegvísir að endurnýjaðri forsjár- og skömmtunarstefnu þess- ara flokka settur niður. Við mátum það svo að á haust- dögum 1988 yrðum við komin niður í öldudalinn. Og þá væru skilyrði til þess að taka iokaákvarðanir um viðbrögð stjórnvalda til þess að rétta við stöðu útflutningsfram- leiðslunnar eftir hin miklu ytri áföll. Við gerðum samstarfsflokk- um okkar grein fyrir þessari af- stöðu. Tilraun til málamiðlunar Þegar dró að því að ákvarðanir þurfti að taka gerðum við fjölmarg- ar tilraunir til málamiðlunar. Við lögðum fram hveija hugmyndina á fætur annarri sem jafnan var hafn- að. Og þegar lokatillögurnar voru lagðar fram taldi ég að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði gengið feti framar en réttlætanlegt var í átt til mála- miðlunar í þeim tilgangi að freista þess að halda stjórnarsamstarfinu saman. En allt kom fyrir ekki. Alþýðuflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn vildu steypa sér á bóla- kaf ríkisforsjár með millifærslu, gengisfölsun og skattastefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki með nokkru móti fallist á. Endalokin voru því óumflýjanleg. Við hefðum gjarnan viljað að þau' hefðu borið að með öðrum hætti en raun varð á. En við höfum ekkert um reisn og sjálfsvirðingu samstarfsmanna okkar eða andstæðinga að segja. Það fór sem fór og þeir munu standa þjóðinni reikningsskap fyrir því í næstu kosningum. Menn spyija, hvers vegna þing- rofsvaldi var ekki beitt. Því er til að svara að um það hafði verið samið að það yrði ekki gert nema með samkomulagi við alla. Þrátt fyrir brigð þeirra kaus ég að halda það samkomulag. Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur tefldu málúm sínum í fang- ið á Alþýðubandalaginu. Það reynd- ist því forystumönnum þess nokkuð auðvelt að ná töglum og högldum í hinni nýju vinstri stjórn sem mynd- uð var og situr enn að völdum rúin öllu trausti eftir því sem skoðana- kannanir sýna. Áttu sjálfstæðismenn að færa fleiri fórnir málamiðlana til þess að kaupa sér áframhaldandi setu á ráðherrastólum? Var það þess virði til þess að losna við tímabundinn sársauka stjórnarslita og myndun vinstri stjórnar á þingi þar sem vinstri flokkarnir hafa stærri meiri- hluta en nokkru sinni áður? Mín skoðun var þá og er enn óbreytt, að það hefði verið óverjandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að gefa meira eftir. Að víkja sér undan ábyrgð Auðvitað verður forystuflokkur í ríkisstjórn og ekki síst stærsti flokkur þjóðarinnar jafnan að vera reiðubúinn til þess að miðla málum og láta eftir samstarfsflokkum í þeim tilgangi að stuðla að stöðug- leika og festu í stjórnarfarinu. En fyrir því eru takmörk hversu langt er hægt að ganga. Að mínum dómi sýnir reynslan að það hefði verið óveijandi út frá hagsmunum íslensku þjóðarinnar og Sjálfstæðis- flokksins að ganga lengra til mála- miðlunar fyrir ári en gert var. Við komumst einfaldlega ekki lengra með því takmarkaða afli á Alþingi sem kjósendur færðu okkur í kosningunum vorið 1987. Þess vegna var það farsælast bæði fyrir flokkinn og þjóðina að taka upp baráttu fyrir því að fijálslynd öfl fengju stærri hlut á Alþingi þannig að að loknum næstu kosningum mætti hefja hér nýtt framfaraskeið. Auðvitað hefur á ýmsu gengið þann tíma sem við höfum setið í ríkisstjórn eftir 1983. Því fer ijarri að við höfum náð öllum markmiðum okkar og að allir hlutir hafi gengið eftir svo sem best hefði verið á kosið. Þar á berum við fulla ábyrgð og munum ekki og megum ekki skjóta okkur undan henni þó að það geti á stundum verið freistandi. Það myndi aðeins draga úr tiltrú og trausti fólksins á Sjálfstæðisflokkn- um í þeirri baráttu sem framundan er ef við ætluðum að ástunda vinnu- brögð af því tagi. Því meiri undrun vekur að fyrr- verandi samstarfsflokkar okkar bæði Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn láta sem við einir berurn ábyrgð á því sem úrskeiðis hefur farið á undanförnum árum. Þetta er að vísu ekki nýlunda. í áratuga sögu samskipta okkar við Framsóknarflokkinn hefur þetta ávallt verið rauði þráðurinn og segja má að forystumenn Sjálfstæðis- flokksins byggi á langri reynslu við að veijast þeim spjótalögum. Lítum í þessu sambandi sem snöggvast á umræðuna um vaxta- og peningamál. Verðtrygging spari- fjár var ákveðin í stjórnartíð Olafs Jóhannessonar. Undir forsæti nú- verandi formanns Framsóknar- flokksins í ríkisstjórn beitti Sjálf- stæðisflokkurinn sér svo fyrir því að sett var nútímaleg löggjöf um Seðlabanka og viðskiptabanka þar sem leikreglur voru ákveðnar með svipuðum og sambærilegum hætti og gengur og gerist á Norðurlönd- um og annarsstaðar í Vestur-Evr- ópu. Þegar á móti blæs kemur sá sem í forsæti ríkisstjórnar sat við þessar breytingar og segir að þær hafi tendrað bál Rómar, vakið upp ófreskjur og lagt lamandi hönd á framleiðsluatvinnuvegi lands- manna. Það er lítil reisn yfir mál- flutningi af þessu tagi. Markmið og árangur frá 1983 Síðustu ár hafa verið tímar mik- illa breytinga. Við áttum aðild að tveimur ríkisstjórnum samfellt frá 1983 og fram að haustdögum 1988. í samstarfi bæði við Framsóknar- flokk og Alþýðuflokk auðnaðist okkur að koma fram ýmsum mikil- vægum breytingum og gömlum áformum og stefnumiðum. Allt eru það atriði sem mynda traustar und- irstöður í baráttu okkar fyrir nýjum hugmyndum og framtíðarverkefni. Höfuðviðfangsefnið fyrir rúmum sex árum var að ráðast til atlögu við þá óðaverðbólgu sem hér hafði grafið um sig og meira en tvöfald- aði verðlag á einu ári. Með mark- vissum ákvörðunum náðist verð- bólgan niður á viðráðanlegra stig þó að fáir hafi í reynd trúað að það tækist. En hitt vitum við að meira þarf til í þeim efnum. Undir okkar forystu í fjármála- ráðuneytinu náðust fram umtals- verðar breytingar í skattamálum. Þar rís hæst einföldun og lækkun tekjuskatta með staðgreiðslulög- gjöfinni sem samþykkt var vorið 1987. Þar var gömlu baráttumáli komið í höfn og það markaði sann- arlega tímamót. í þessu sambandi er einnig hægt að nefna umfangsmiklar breytingar til einföldunar og lækkunar á tollum og vörugjöldum. Loks er þess að geta að við hófum undirbúning að því að taka upp virðisaukaskatt í stað söluskatts í því skyni að sam- ræma og bæta samkeppnisstöðu íslenskra atvinnuvega. Sú skipan var endanlega lögfest undir okkar stjórnarforystu vorið 1988. I viðskiptamálum voru stigin stór skref með því að sett var ný banka- iöggjöf í samræmi við það sem al- mennt tíðkast á Vesturlöndum. Löggjöf þessi fól í sér meira sjálf- stæði banka og peningastofnana og varð þannig mikilvæg forsenda fyrir því að auka sparnað í þjóð- félaginu á nýjan leik og vinna gegn erlendri skuldasöfnun og viðskipta- halla. Hún varðar einnig veg að auknu alþjóðlegu samstarfi, sem í vændum er. Við hófum að selja fyrirtæki og eignarhluta ríkisins í einstökum fyrirtækjum og stigum það stóra skref að breyta einum ríkisbanka í hlutafélag og leggja með því grund- völlinn að þeim samruna einka- bankanna sem nú er að verða að veruleika. Sókn á mörgum sviðum í menningarmálum var hafin ný sókn og varðstaða um íslenska tungu efld. Á marga lund má segja að ný vakning fyrir þjóðlegum menningararfi hafi orðið á þessu tímabili. Samhliða beittum við okk- ur fyrir því að einokun ríkisins á útvarpsfjölmiðlun var afnumin. Þó að nýgræðingar á því sviði hafi ekki endanlega fest rætur er engum vafa undirorpið að þeir verða traustir og eiga eftir að styrkja allt það sem íslenskt er í vaxandi al- þjóðlegri samkeppni á sviði fjölmiðl- unar þegar fram í sækir. 1 velferðarmálum voru stigin stærri skref til þess að tryggja þeim sem á þurfa að halda betri afkomu en áður hafði þekkst. Ný sókn var hafin í lagningu bundins slitlags um þjóðvegi Iandsins og hafist handa um framkvæmd áætlunar um uppbyggingu flugvalla í þeirri sannfæringu að með framkvæmd- um í samgöngumálum væri best stuðlað að jöfnun aðstöðu og búsetu í landinu. Hafist var handa á ný um upp- byggingu stóriðju og var það ærið átak eftir áralanga skemmdarstarf- semi Alþýðubandalagsins á því sviði meðan sá flokkur sat í ríkisstjórn. Árangur þess endurreisnarstarfs fer nú senn að koma í ljós. Og við megum vænta þess af þeim sökum að geta hafið á ný virkjun fallvátna og beislun þeirrar miklu orku sem í fallvötnunum býr til hagsældar fyrir allan almenning. í öryggis- og varnarmálum var brotið blað með því að auka mjög hlut íslands í þekkingaröflun og þátttöku í ákvörðunum á alþjóðleg- um vettvangi. Og áður en afvopnun- arkapphlaupið hófst í kjölfar leið- togafundarins í Reykjavík hafði Geir Hallgrímsson vakið athygli á mikilvægi þess fyrir ísland að koma í veg fyrir kjarnorkuslys í höfunum. Þannig mætti lengi telja. En þessar fáu stiklur sýna að stjórnar- þátttaka sjálfstæðismanna skilaði allmiklum árangri og leiddi af sér umfangsmiklar og þýðingarmiklar breytingar í íslensku þjóðlífi og samskiptum okkar við aðrar þjóðir. Og nú er það verkefni okkar að endurheimta fyrri styrk ti! þess að geta haldið áfram á sömu braut og tekist á við ný verkefni og leitt þjóð- ina enn fram á við í sókn hennar fyrir bættum lífskjörum. Af þessu má ráða að þó að Sjálf- stæðisflokkurinn gangi í gegnum erfiðleika og þolraunir þá stendur hann fast og einarðlega að umbót- um og framförum með hagsmuni allra stétta og allra byggða fyrir augum. Vinstri stjórn Steingríms Hermannssonar Ég ætla ekki á þessum vettvangi að fara mörgum orðum um störf og stefnu núverandi ríkisstjórnar. Afleiðingar stjórnarstefnunnar og stjórnarathafnanna tala sínu máli hvarvetna í þjóðfélaginu. Og við- brögð fólksins í landinu eru líka skýr. Óhætt er að fullyrða að núver- andi vinstri stjórn hefur gengið lengra til vinstri en aðrar slíkar stjórnir undanfarna áratugi og lengra til fortíðar en nokkurn mann gat órað fyrir. I stuttu máli má segja að megin þunginn í efnahagsstefnunni felist í orðum forsætisráðherra þegar hann fyrir ári lýsti því yfir að það væri meginmarkmið þessarar stjórnar að hverfa frá almennt við- urkenndum vestrænum aðferðum við stjórn efnahagsmála. Þessi lýs- ing var eins og meitluð út úr stefnu- skrá Alþýðubandalagsins sem bsetti um betur með því að lýsa stjórnar- stefnunni á þann veg að hún fælist í því að þeir sem ferðinni réðu ættu að ákveða hvaða fýrirtæki í landinu myndu lifa og hver þeirra deyja. Við myndun vinstri stjórnarinnar var ekki gripið til almennra raun- hæfra aðgerða til þess að treysta rekstur útflutningsframleiðslunnar svo sem við lögðum til. Þess í stað var byggt upp nýtt, viðamikið og flókið sjóðakerfi til þess að mis- muna atvinnugreinum og atvinnu- fyrirtækjum og gamlir sjóðir notað- ir til hefðbundinanr gengisfölsunar þar sem erlend lán eru látin standa undir verðbótum til fiskvinnslunnar. Menn fengu sig fullsadda fyrir daga Viðreisnar af slíkum efnahagsúr- ræðum. Til þess að tryggja framgang þessara mála á Alþingi var bak við tjöldin efnt til víðtækari hrossa- kaupa en menn hafa orðið vitni að í íslenskum stjórnmálum áratugum saman og eru ýmsar staðreyndir þeirra viðskipta smám saman að koma upp á yfirborðið, en aðrar munu sjálfsagt hvorki sjá né þola dagsins ljós. Til viðbótar miðstýringar- og skömmtunarstefnu beitti ríkis- stjórnin sér fyrir glæfralegri skatta- hækkunum en dæmi eru um. Með sjá síðu 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.