Morgunblaðið - 06.10.1989, Síða 29

Morgunblaðið - 06.10.1989, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1989 29 ------------------------------------------r—i-t Minning: Sigurður Sigurbjöms- son, kaupmaður Fæddur 11. nóvember 1903 Dáinn 27. september 1989 í dag verður til moldar borinn tengdafaðir minn, Sigurður Sigur- björnsson. Sigurður var á áttugasta og sjötta aldursári er hann lést á Vífilsstaðaspítala eftir langa sjúkra- legu. Dauðinn var honum kærkomin hvíld frá sjúkdómum sem smám sam- an drógu úr honum starfskraftana og með þeim lífsgleðina. Þó það sé lífsins gangur að kraft- ar gamals fólks þverri þá er það samt þungbært að horfa upp á hvern- ig elli og sjúkdómar leika lífsglatt og þrautseigt fólk eins og Sigurð tengdapabba. Þáð átti annað meira við hann en að missa sjónar á dags- verkinu. Eg kynntist Sigurði fyrir rúmum tuttugu árum þegar ég var að gera hosur mínar grænar fyrir yngstu dóttur hans, Siggu, sem mér blessun- arlega tókst að krækja í. Mér fannst hann skelfilegur maður, svo þungur á bránina, orðfár og stór. Einhvern veginn fannst mér við ekki geta átt skap saman svo ólíkir sem við vorum, ég renglulegur og hokinn, hann stór og þrekinn og einn, ég stöðugt með álit uppi á öllum málum, hann þög- ull, ég nítján, hann sextíu og fimm. Það var svo sannarlega á okkur sjón- armunur og heil mannsævi skildi okkur að. En spilin eru ólík í stokkn- um og svo má stokka þau að kapali- inn gangi upp. Mér lærðist að meta Sigurð og bera fyrir honum virðingu. Því þessi „skelfilegi maður“ reyndist vera hinn mesti öðlingur og okkur ómetanleg hjálparhella. Og þegar allt kom til alls var grunnt á glettn- inni, jafnvel stríðni. Sigurður var dulur maður sem sjaldan flíkaði tilfinningum sínum, en þeir sem þekktu Sigurð vel vissu gjörla hvað klukkan sló um skoðanir hans. Þær komu fyrst og fremst fram í gerðum hans fremur en orðum en segði hann skoðun sína fór hún held- ur ekki á milli mála. Þessi lund gerði það að verkum að langan tíma gat tekið að kynnast honum. Hins vegar fór það ekki fram hjá neinum hvers konar maður hann var því verkin töluðu sínu máli. Fáir menn lifa lífinu jafn sjálfum sér samkvæmir og Sig- urður gerði. Hann var sístarfandi meðan hann hélt mætti til og raunar lengur því síðustu árin misbauð hann sér oft með vinnu. Heilsa hans var alla tíð veil öll þau ár sem ég þekkti til hans og oft hélt maður að næsta sjúkrahúslega yrði hans síðasta, en alltaf reif hann sig upp úr veikindun- um og var kominn út að puða eitt- hvað áður en varði. Vinnan virtist honum nautn. Hann gat helst ekki verið rólegur nema hann stæði í ein- hveijum stórræðum. 10 hús byggði hann um ævina, flest og stærst á Minning: Jóna S. Sigurjóns- dóttir Neskaupstað Fædd 13. maí 1951 Dáin 27. september 1989 í dag er kvödd hinstu kveðju frá Norðfjarðarkirkju Jóna Sigurborg Siguijónsdóttir. Jóna fæddist í Neskaupstað 13. maí 1951. Hún var þriðja barn for- eldra sinna, hjónanna Sigrúnar Jóns- dóttur og Siguijóns Einarssonar verkamanns þar í bæ. Eldri eru þau Sigurbjörg húsfreyja í Mosfellsbæ og Sæmundur sjómaður í Neskaup- stað en yngri þeir Einar fiskeldis- fræðingur sem býr á Kjalarnesi og Árni sem búsettur er í Ástralíu. Jóna Sigurborg bar nöfn móðurforeldra sinna, Jóns Markússonar og Sigur- borgar Sæmundsdóttur, sem bjuggu að Bjargi við Reyðarfjörð. Að loknu skyldunámi vann Jóna ýmis störf á heimaslóðum en tæplega tvítug hélt hún til Kaupmannahafn- ar. Þar dvaldi hún um tveggja ára skeið en flutti svo á heimaslóðir og bjó í Neskaupstað eftir það. Þar átti hún sitt heimili með drengjunum sínum tveimur, Siguijóni sem nú er sautján ára og Helga sem er fimm- tán ára. Fyrir hartnær áratug veiktist Jóna af þeim sjúkdómi sem nú hefur lagt hana að velli. Þessi ár dvaldi hún langdvölum á sjúkrahúsum, ýmist hér syðra eða í heimabyggð, og löng- um var hún sárþjáð. En Jóna gafst ekki upp heldur barðist hún á sinn hljóðláta hátt án þess að kvarta. Hún bar harm sinn í hljóði enda dul kona og fáskiptin. Við Jóna vorum jafnöldrur og þre- menningar að skyldleika. Kunnings- skapur okkar var þó aldrei mikill enda þótt við vissum alltaf vel hvor af annarri og raunar má segja að við höfum lítt þekkst fyrr en á seinni árum þegar veikindin voru farin að heija á hana. Og með sanni get ég sagt að þau kynni hafi orðið mér umhugsunarverð og lærdómsrík. Þau gerðu mér ljósara en ég hafði áður reynt hve lán heimsins er í raun fall- valt og hversu margt það er sem við fáum ekki við ráðið. Flest, og meðal annars það sem okkur er dýrmæt- ast, höfum við aðeins að láni, og jafnvel aðeins um skamma hríð. Þarna fór ung kona sem barðist sem hetja fyrir lífi sínu, kjarkmikil og þolgóð. Framar öllu var henni um- hugað um foreldra sína og drengina tvo sem hún þráði svo heitt að sjá vaxa upp. Hún vildi létta af þeim áhyggjum þeim sem veikindum henn- ar fylgdu og sem óhjákvæmilega settu mark sitt á þau. En að lokum varð hún að gefast upp. Hún lést að morgni 27. september, aðeins þijátíu og átta ára að aldri. Á vísum stað segir að öllu sé af- mörkuð stund og sérhver hlutur hafi sinn tíma. Að fæðast hafi sinn tíma og að deyja hafi sinn tíma. En þeim sem unnu Jónu Siguijónsdóttur finnst fráfall hennar svo ungrar svo innilega sárt og ótímabært. Og við því fást engin svör að svona fór. Öllum ástvinum Jónu votta ég mina dýpstu samúð. Drengjunum hennar vil ég segja að þeir áttu að móður mikla hetju sem ekki lét bug- ast. Megi það verða þeim nokkur huggun og fordæmi í þeirra lífi. Margrét Jónsdóttir Jóna var dóttir hjónanna Sigrúnar Jónsdóttur frá Bjargi í Reyðarfirði og Siguijóns Einarssonar frá Djúpa- vogi. Hún var þriðja í röðinni af fimm systkinum. Oft var þröngt á þingi, þeim árum sem véltækni var bág- borin til þess arna og það ellefta byggði hann áttræður — tvöfaldan bílskúr — fyrstur upp á morgnana, síðastur heim á kvöldin. Vissi Sigurð- ur af ógerðum hlut var hann kominn þar til að kýla á framkvæmdirnar. Mikið var þá gott að eiga hann að, en mikið ósköp var erfitt að fylgja honum-eftir. Væri eitthvað að gerast var hann kominn til að fylgjast með framvindu mála. Sjaldan þurfti að biðja hann nokkurs — hann var löngu búinn að sjá þörfina fyrir og jafnvel búinn að búa svo um hnúta að málið var leyst fyrr en mann sjálfan óraði fyrir. Já, Sigurður er gott dæmi um það að menn eiga að fá að ráða sinni starfsævi sjálfir. Ef líf er hinum megin í líkingu við það sem er hér er ég viss um að Sigurður er þegar farinn að munda hamarinn. þegar börnin voru að alast upp, enda voru húsakynnin lítil. Við ólumst báðar upp fyrir austan, í Neskaupstað. Við lékum okkur stundúm saman ásamt öðrum börn-’ um. Á vorin fórum við í boltaleiki og á veturna renndum við okkur á sleð- um í brekkunum. Ég kynntist Jónu nánar þegar við vorum báðar að vinna í Kaupmanna- höfn árið 1970. Ungar stúlkur, fullar af eftirvæntingu, sigldum við þangað með ms. Gullfossi. Við leigðum her- bergi á Fredriksberg, eyddum þar samán jólum og áramótunum. í frítímanum var mikið talað saman, hlegið og skemmt sér. Vináttan hef- ur haldist, þrátt fyrir að ég hafi flust suður. Hún eignaðist tvo myndardrengi, Siguijón Mikkael, sem er 17 ára, og Helga, sem er 15 ára. Þeim bjó hún fallegt heimili. Hun var þrifin, natin kona og vildi hafa fallegt í kringum sig. _ Hun starfaði í nokkur ár sem starfsstúlka á Fjórðungssjúkrahús- inu og dagheimilinu í bænum og bar hag barna og unglinga ætíð fyrir bijósti. Einnig vann hún við fiskverk- un um tíma. Jóna var að eðlisfari mjög skapgóð og þolinmóð. Þeir eiginleikar komu að góðum notum í veikindum henn- ar. Sjö ár eru nú liðin frá því að hún fór fyrst að finna fyrir sjúkdómi sínum. Með fjölskylduna við hlið sér stóð hún sig allan tímann sem hetja. Við sendum Sigurjóni, Helga, for- eldrum og systkinum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Ég á margar góðar og skemmti- legar minningar um Jónu, takk fyrir þær. Við kveðjum hana með sökn- uði, en í þeiiTÍ trú að hún hafi það betra á nýja staðnum. Þórdís Kristinsdóttir og fjölskylda ■ ■ i,---------------------------- Sigurður fæddist 11. nóvember 1903 að Fagrabæ í Grýtubakka- hreppi í- Eyjafirði. Hann var þriðji yngstur sjö systkina. Foreldrar hans voni Sigurbjörn Kristjánsson bóndi og Jakobína Ragnheiður Baldvins- dóttir. Sigurður ólst upp í foreldra- húsum. Nítján ára gamall yfirgaf hann föðurleifðina og fór til sjós. Sjómennsku stundaði hann meira og minna fram undir fimmtugt ýmist á fiskibátum, togurum eða millilanda- skipum. Matreiðslu lærði hann á Hótel Skjaldbreið í kring um 1930 og var hann því matsveinn á flestum þeim skipum sem hann var á. Árið 1940 kynntist Sigurður eftirlifandi konu sinni, Maríu Finnbogadóttur, og gengu þau í hjónaband í árslok það sama ár. Þau eignuðust þijú börn: Hákon 1942, Björgu 1943 og Sigríði 1950. Árið 1942 hóf Sigurður störf í landi og setti þá á stofn matsölu í húsi sem hann byggði á Rauðar- árstíg 26 og rak hana nokkur ár eða til 1946. Sigurður fór þá aftur til sjós en gaf sér þó tíma til að reisa eitt stórhýsið í viðbót í Blönduhlíð 24. Árið 1951 varð Sigurður fyrir því óhappi að fótbrotna. Fótbrotið dró dilk á eftir sér því það greri illa sem leiddi af sér að Sigurður átti í því í þijú ár og raunar lengur því hann var ætíð haltur upp frá því. Fótbrotið átti sinn þátt í því að Sig- urður hætti alfarið sjómennsku. Um 1955 fær Sigurður heimild til að reka verslun í Kópavogi og ákváðu þau hjónin þá að flytja suður í Kópa- vog. Þar reisti Sigurður enn eitt íbúð- arhúsið í Melgerði 13 en jafnframt verslunarhúsnæði sitt, Biðskýlið á Kópavogsbraut 115, sem hann rak til ársins 1972. Gert var ráð fyrir að í Biðskýlinu yrði rekin sjoppa á íslenska vísu en aðstæður voru þann- ig á nýbyggðu nesinu að sjoppan þróaðist í matvöruverslun þar sem hægt var að kaupa flestar nauðsynj- ar. Við þessa sjoppu kenndu Kópa- vogsbúar Sigurð og kölluðu hann Sigga í sjoppunni. Á næstu árum byggði Sigurður tvö einbýlishús til viðbótar í Kópa- vogi, Kópavogsbraut 106 og 113 svona í hjáverkum rétt eins og hin. Það var ekki fyrr en elli kerling var farin að taka sinn toll af heilsu Sig- urðar að hann lét sér nægja að kaupa tilbúið húsnæði yfir sig og ijölskyldu sína í Hvassaleiti 16 i Reykjavík, þá sestur í helgan stein. Eins og fram hefur komið voru starfskraftar og vinnugleði Sigurðar með ólíkindum og gekk hann því oft nærri heilsu sinni. Hann átti margar sjúkrahúslegur og sumar langar. Oftast lá hann á Vífilsstaðaspítala. Hann mat starfsfólkið þar mikils og víst er að helst vildi hann hvergi annars staðar vera í veikindum sínum. Læknar, hjúkrunarfólk og annað starfsfólk á Vífilsstöðum á ‘skilið mikið lof og þakkir fyrir þá hlýju og umönnun sem Sigurður fékk þar. Það veit ég að hann hefði viljað að kæmi fram hér. Fari kær tengdapabbi í friði. Maríu tengdamömmu, Konna, Björgu, Siggu og öllum afabörnunum votta ég innilega samúð mína. Haukur t Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVÖVU BJARNADÓTTUR, Hábæ 40. Ágúst Filipusson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, SESSELJU SIGURÐARDÓTTUR, Hamarsgerði 2. Jóhann Valdimarsson, Örn Jóhannsson, Björg Kristjánsdóttir, Sigurður Jóhannsson, Bryndís Arnfinnsdóttir, Valdimar Jóhannsson, Ingibjörg Ragnarsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR B. NÓADÓTTUR, Bjarnarstíg 9. Jóel Jónsson, Jón Jóelsson, Þórdís Elín Jóelsdóttir, Gunnar Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, EINARS JÓHANNSSONAR frá Skálum á Langanesi, til heimilis að Öldugötu 46, Hafnarfirði. Sólveig Þ. Helgadóttir, Marinó Einarsson, Rögnvaldur G. Einarsson, Elísabet Jónasdóttir, Sonja Rut Rögnvaldsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR PÁLSDÓTTUR PENSEL. Michael Pensel, Edward Pensel, Deborah Pensel, Kelly Páll Pensel, Christopher Pensel, Guðrún Gisladóttir, Gísli Páll Pálsson, Þórður Björn Pálsson, Halldór Gunnar Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.