Morgunblaðið - 06.10.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.10.1989, Blaðsíða 5
MQRQUNBLAÐIE) ji'ÖSTUDAGUR fr.QKTOBEfi-j!9þ8 Ævisaga yngstu dóttur Einars Benediktssonar væntanleg VÆNTANLEG er á jólamarkað í ár bókin, Dúfa töframannsins, eftir Gylfa Gröndal, en það er ævisaga Katrínar Hrefiiu, Landsfundur Sjálfstæðisflokksins: Flokksstarfið og framtíðin LANDSFUNDI Sjálfstæðisflokks- ins verður framhaldið í dag klukk- an 9 árdegis. Þá verður starfsemi Sjálfstæðisflokkins meginvið- fangsefnið, en um það flytur fram- kvæmdastjóri flokksins, Kjartan Gunnarsson, skýrslu. Að skýrslu hans fluttri verða lagðar fram til- lögur til breytinga á flokksreglum og umræður um þær. Fyrir hádegið verður ennfremur framsaga um stjómmálaályktun og umræður um hana. Til hádegis verð- ur samræmingarnefnd með viðtals- tíma í andyri Laugardalshallarinnar. Þar verður tekið við breytingatillög- um við fyrirliggjandi drög að álykt- unum. Að loknum málsverði gerir Davíð Oddsson, borgarstjóri, grein fyrir áliti nefndar, sem fjallað hefur um stefnumörkun til framtíðar. Að lokn- um umræðum um álit nefndarinnar taka starfshópa til starfa. Vaxtamálin: Niðurstaða ámánudag? ENGIN endanleg niðurstaða varð af fundi bankastjóra Seðlabanka Islands með bankastjórum cinka- bankana vegna vaxtahækkunar þeirrar síðarnefndu á síðasta vaxtabreytingardegi um mánaða- mótin. Annar fundur verður á mánudaginn kemur og er þá búist við að niðurstaða fáist í málið, að sögn Jóhannesar Nordal, banka- stjóra Seðlabankans. „Það varð engin endanleg niður- staða á þessum fundi, en við héldum áfram að ræða um verðlagsmat og ákvarðanatöku á þessu sviði,“ sagði Jóhannes í samtali við Morgunblaðið. Aðspurður hversu mikla vaxta- lækkun væri verið að ræða um við einkabankana, sagði Jóhannes að miðað væri við svipað vaxtastig og væri nú í ríkisbönkunum. yngstu dóttur Einars Benedikts- sonar skálds. Katrín Hrefna er fædd í Kaup- mannahöfn, en ólst upp í Eng- landi, Danmörku og á íslandi. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskó- lanum í Reykjavík 1927, en var síðan búsett erlendis í Suður- Ameríku og Bandaríkjunum. Á áttunda áratugnum kom hún oft hingað og stóð í málaferlum vegna útgáfuréttar á verkum föð- ur sín&, sem lyktaði með sigri hennar og annarra erfingja Einars Benediktssonar. Nú er hún loksins komin heim til að eyða hér ellidög- unum 81 árs gömul. í bókinni lýsir Hrefna ítarlega lífi föður síns, ágæti hans og yfir- burðum, en einnig veikleika hans og vanmætti eins og bókarhöfund- ur Gylfi Gröndal komast að orði við Morgunblaðið. Katrín Hrefna varpar nýju ijósi á hið stórbrotna skáld og mikla framkvæmdamann, sem var langt á undan sinni samtíð. Einnig segir hún frá eigin ævi, sem hefur verið óvenju viðburðarík, svo að fremur líkist skáldsögu en veruleika. Dúfa töframannsins er fjór- tánda ævisaga Gylfa Gröndal og það er Forlagið sem gefur hana út. Gylfi Gröndal og Katrín Hrefiia. Minnihlutinn í borgarstjórn: Hugmyndir um samstarf í kosningum Alþýðubandalagið í Reykjavík gekkst á miðvikudagskvöld fyrir fundi, þar sem fulltrúar minnihlut- ans í borgarstjórn ræddu meðal annars hugmyndir um sameigin- legt framboð til næstu borgar- stjórnarkosninga. Stefanía Traustadóttir, formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík, sagði að ýmsar hugmyndir væru uppi um einhvers konar samstarf í komandi kosningum. Ein hugmyndin væri sú, að fulltrúar minnihlutans mynduðu einhvers konar hreyfingu, sem væri ekki beint í nafni stjórn- málaflokkanna, þó þeir lýstu yfir stuðningi við hana. Vaxtarsjóðurinn hefur slitið bamsskónum Vaxtarsjóður Útvegsbanka íslands hf., sem er rúmlega ársgamall, hefur vaxið jafnt og þétt og eru nú tæpar 500 milljónir króna í sjóðnum. Síðustu þrjá mánuði hafa Vaxtar- bréfin borið 9,4% vexti umfram hækkun lánskj ara vísitölu. Eignir sjóðsins eru bundnar í Verðbréfum frá bönkum 50% og ríki Fasteigna- 25% tryggðum bréfum Oðrum 25% tryggum bréfum Vaxtarbréfin eru ávallt laus til innlausnar gegn 1% innlausnargjaldi. Athugið! 2. og 3. hvers mánaðar er ekkert inn- lausnargjald. yaxtarbréfin fást á öllum afgreiðslustöðum Útvegsbankans. VERÐBREFAMARKAÐUR ÚTVEGSBANKANS SÍÐUMÚLA 23, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 68 80 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.