Morgunblaðið - 06.10.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.10.1989, Blaðsíða 37
MQRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6j OKTpBER 1939 37 Þessir hringdu .. Góð þjónusta R.K. hringdi: „Þannig var að dóttir mín, eins árs gömul, var með hálsbólgu og þurfti á lyfjum að halda. Það er margt hægt að gera í nútímaþjóð- félagi og menn deyja ekki ráðala- usir ef þeir eru færir um að bjarga sér á annað borð. Og hver var besti úrkosturinn fyrir mig þann dag. Jú, Laugavegs Apótek er með heimsendingar þjónustu. Eg hringdi þangað um kl. 10 að morgni, komið var heim um kl. 11 og lyfseðillinn sóttur. Um kl. 5 voru lyfin komin ofaní dóttur mína. Kann ég Laugavegs Apó- teki bestu þakkir fyrir þessa þjón- ustu sem gæti með tíð og tíma orðið enn betri þegar fleiri fara að notfæra sér hana. Ég komst að því fyrir tilviljun að boðið væri uppá þessa þjónustu. Tel ég að það mætti auglýsa þjónustu sem þessa betur. Hver veit nema að svona þjónusta kæmi sér vel fyrir t.d. aldraða einstaklinga sem enga eiga að bara ef þeir vissu af henni.“ Skólataska Brún leðurskólataska tapaðist í Kringlunni 29. september. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 671587. Armband Armband fannst við Hótel Sel- foss fyrir skömmu. Upplýsingar í síma 651307. Taska Mótorhjólstaska'tapaðist á leið frá Húsafelli að Baulu. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 13964. Fundarlaun. Köttur Átta vikna gamall högni, gulbröndóttur með bláa hálsól, týndist frá Holtagerði 42 fyrir rúmlega hálfum mánuði. Vinsam- legst hringið í síma 42189 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. Gleraugu Gleraugu töpuðust við Háaleit- isbraut. Finnandi vinsamlegast hringi í Skúla í síma 681973. Skúla. Ráðist að eldri borgurum Til Velvakanda. Það má með sanni segja, að „stór- vesírar" þjóðfélags okkar hafi verið fundvísir á leiðir til þess, að lækka útgjöld ríkissjóðs, sem þeir líta á sem einkaeign sína, ekki sameign þjóðar- innar allrar. Alltaf skal ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Nýjasta hug- mynd þeirra og sú ófyrirleitnasta er að ráðast á eldri borgara lands okk- ar. Nú skal svipta okkur ellilífeyri, néma þeim sem tóra til sjötugsald- urs'. Margur sem vinnur fram að 67 ára aldri gerir það af illri nauðsyn, það ganga ekki allir heilir til skóg- ar, sem skila sínu dagsverki. Það eru stórhuga og hjartahlýir stjórnendur sem vaka yfir velferð okkar. Er verið að kippa íslensku velferðarþjóðfélagi aftur í miðaldir? Það er engu líkara en að „stjóm- endur“ lands vors séu endurvakinn landeigendaaðall fyrri alda. Er það lýðræði, sem við búum við, aðeins fólgið í því, að krota á atkvæðaseðil? Er nokkum tíma hlustað á oft réttmætar aðfinnslur og kvartanir okkar, óbreyttra atkvæða? Mikil umræða er meðal fólks um það skynsemdarráð að fækka þing- liði um helming, 30—40 stykki. Þetta yrði sú hagræðing sem efnahagsspekingar allra ríkisstjórna ættu að hafa komið auga á, fyrir löngu. Engin frekari húsakaup til handa aðdáendum Parkinssons- lögmálsins. En hvernig er hægt að koma slíku í framkvæmd. Með þjóðaratkvæða- greiðslu. Alþingi verður að sinna slíkri ósk um þjóðaratkvæðagreiðslu. Svissneska kerfið. Ekki trúi ég því, að Alþingi samþykki þessa tillögu heilbrigðisráðherra. í það minnsta ætlast maður til þess, að „idealist- arnir" á þingi taki ekki þátt í slíku ofbeldisverki. Eyja Hnignandi siðferði Til Velvakanda. Fólk er hætt að kippá sér upp við það, þótt það heyri á ölaum ljósvak- ans, að ráðherrar haldi flokksbræð- rum sínum fertugum veislur sem þeir svo láti ríkissjóð borga upp á tugi þúsunda. Þetta er einn liður í sparnaði af þeirra hálfu á meðan þeir hinir sömu hafa talið sig kjöma til að auka velferð alþýðunnar, en geta svo aldrei lagt daglaunamann- inum lið, því þegar bæta á hag hans eru engir peningar til. Og enn þurfa þeir sem vinna verðmæti landsins að hugga sig við 40-50 þúsund kr. laun á mánuði fyrir það að standa í fiskvinnslu allan daginn til að auka verðmæti afurðanna. Það bjargar nú ríkissjóði að Al- þýðuflokkurinn er dvínandi flokkur undir dvínandi stjórn, trausti rúinn og þess vegna færri veislur í þessum dúr. Og ekki skyldi mig undra að næsta skref þessara manna verði að semja kennslubók í siðfræði fyrir framhaldsskóla með nýju sniði eftir þeim tíðaranda sem þeir eru að skapa í þjóðlífinu._ Ámi Helgason Týndur köttur Rúmlega árs gamall gulbröndótt- ur högni fór að heiman frá sér að Gunnarsbraut 30, Reykjavík sl. föstudag. Hann er með hvíta bringu og hvítar loppur. Hann er án hálsól- ar en með eyrnamarkið T-9052. Þeir sem veit geta upplýsingar vin- samlegast hafi samband við Helgu í síma 42266. WCIMfP Víst verðurðu að hjálpa mér, en ekki með þessu áhaldi. Víkverji skrifar Einn af forystumönnum golf- íþróttarinnar sagði í fyrrahaust að vaxandi áhuga fyrir golfi mætti líkja við sprengingu. Enn hefur áhugi fólks fyrir þessari íþróttagrein aukist á þessu ári og er gróskan með ólíkind- um. Það er ekki aðeins að krakkar komi sér upp „golfvöllum“ úti um alla borg og slái á milli kústskafta heldur er um allt land verið að stofna golfklúbba og gera golfvelli. í því sambandi má nefna golfvelli í Garðabæ og í landi Oddfellowa við Urriðakot skammt frá Hafnarfirði, en á þessum stöðum heíjast fram- kvæmdir væntanlega í haust. Vest- manneyingar og Skagamenn vilja stækka velli sína og nýlega var stofn- aður golfklúbbur í Mývatnssveit, en skammt frá Skútustöðum hefur golf- boltinn verið sleginn á litlum velli í nokkur sumur. A Dalvík er búið að stofna golfklúbb, golfvöllur hefur verið gerður á túni skammt frá Kirkjubæjarklaustri og fyrir nokkru kom hópur manna saman á Laugar- vatni og stofnaði golfklúbb. Ætlunin mun vera að gera golfvöll skammt frá menntaskólanum. Knattspyrnufélagið Fram hefur viðrað þá hugmynd að gera golfvöll ofan við byggðina í Grafarvogi og mun hugmyndin vera að tengja golf- iðkun annarri starfsemi þessa sterka íþróttafélags og þannig geti félagið boðið upp á íþróttastarf fyrir eldri Framara. í Mosfellsbæ er verið að undirbúa stækkun golfvallarins, Golf- klúbbur Reykjavíkur hyggst gera nýjan golfvöll í Gufunesi þegar ösku- haugar verða aflagðir þar, verið er að stækka völlinn á Seltjamaniesi og nefna má að rætt hefur verið um golfvöll í landi Álfsness á Kjalamesi. XXX Ekki alls fyrir löngu sýndi ríkis- sjónvarpið beint frá keppni sveita Evrópu og Bandaríkjanna. Eftir þann þátt hefur Víkveiji heyrt fólk sem áður hefur ekki sýnt golfi mikinn áhuga tala um að þetta sé nú ábyggilega skemmtilegt og að það hafi setið við skjáinn þá tvo daga sem sýnt var frá keppninni. Það hefur margt breyst frá árunum undir 1970 er Atli Steinarsson og fleiri góðir menn hófu að segja reglulega frá golfmótum i Morgunblaðinu og öðr- um blöðum og þeir sem iðka íþróttina nú skipta þúsundum. xxx Lagasetning er vafalaust vanda- söm vinna, sem hlýtur að byggja á mikilli þekkingu. Að vísu virðist æði oft þurfa að túlka lög á íslandi og getur þá útkoman orðið. margvís- leg. Svo langt gengur stundum að lagatúlkun þarf að bera undir sér- staka lögspekinga og jafnvel fella um hana dóm á hæstu dómstigum. í lögum um Seðlabankann og heim- ild hans til afskipta af vaxtaákvörð- unum innlánsstofnana segir meðal annars: „... til að tryggja að raun- vextir útlána innlánsstofnana verði hóflegir ...“ og.til að draga úr óhæfilegum vaxtamun...“ Víkverji er ekki lögfróður, en leyfir sér að draga í efa að til sé opinber mæli- kvarði á vexti og vaxtamun, þar sem skýrt er kveðið á um hve mikið „hóf- legir“ og „óhæfilegir" sé. Það skyldi þó aldrei verða að „túlkamir" yrðu ekki allir sömu skoðunar. HÖGNI HREKKVlSI jj ú .vþárrÁ ER eftirlættisstcSu- högna *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.