Morgunblaðið - 06.10.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.10.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 6. OKTOBER 1989 St)öri5.u- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Heilsa Steingeitar I dag er það umfjöllun um Steingeitina (22.-desember — 20. janúar) útfrá heilsufars- legu sjónarmiði. Fjallað er um hið dæmigerða merki og lesendur minntir á að hver maður á sér nokkur stjörnu- merki sem öli hafa sitt að segja hvað varðar heilsufar. Veik hné Steingeitin stjórnar hnjánum og beinabyggingu líkamans. Hún þjáist því oft af bein- verkjum, gigt, liðabólgu og veikum hnjám. Alvörugefni Það sem getur háð Steingeit- inni og á rætur að rekja til sálrænna þátta er tilhneiging hennar til að vera of alvöru- gefin í viðhorfum. Steingeit- inni hættir til að hafa áhyggj- ur af öllu mögulegu og ómögulegu. Annað sem háir henni er að hún á til að hafa of sterka ábyrgðarkennd sem leiðir iðulega til þess að hún vanrækir eigin þarfir. Stífni Steingeitin á til að vera stíf, ekki einungis í viðhorfum, heldur einnig stirð líkamlega. Það má oft þekkja Steingeit á því hversú stífir vöðvarnir eru í andliti og því hver'su líkamlegar hreyfingar eru stirðbusalegir og fastar í skorðum, eða svo notað sé jákvæðara orðalag, yfirveg- aðar og settlegar. Afneitun Steingeitinni hættir til að afneita eigin löngunum og þrám, oft vegna vinnu, fjöl- skylduábyrgðar eða metnað- ar. Hún safnar fyrir vikið upp innri óánægju og ófullnægð- um löngunum sem geta leitt til sjúkdóma eða þyngsla og þunglyndis. Steingeitin þarf að læra að hún er ekki ómiss- andi, að aðrir geta axlað eig- in ábyrgð og séð um sig sjálf- ir. Vinnan bjargast þó hún verði frá í nokkra daga. Hún þarf að læra að slaka á og kunna að taka sér frí og vera eilítið kærulaus á stundum. Tilfinningaleg bœling Það er ekki síst á tilfinninga- sviðinu sem Steingeitin þarf að gæta sín. Hún á til að byrgja tilfinningar sínar inni, sem getur aftur leitt til síðari taugaveiklunar og sjúkdóma sem hindra hreyfingu. Til að viðhalda góðri heilsu þarf hún að temja sér að láta til- fínningar frá sér, jafnóðum og eftir því sem við á í hvert sinn. Öryggi Til að Steingeit líði vel þarf hún öryggi. Æskilegt er að hún fáist við jarðbundin og uppbyggileg málefni, að hún geti bent á afrek sín og sagt: „Sjáðu, þetta gerði ég.“ Nudd Gott er fyrir Steingeitina að stunda mýkjandi íþróttaiðk- un. Sund, heit böð og nudd eiga t.d. vel við, eða allt sem mýkir og kemur í veg fyrir stífni og stirðleika. Hœg blóðrás Tennur eru einnig viðkvæm- ar hjá Steingeit, eða öll beinabygging. Húðin á til að vera viðkvæm og blóðrásin er stundum hæg. Steingeitin á til að safna upp toxínum eða eiturefnum, sem leiða m.a. til þess að hún verður ljót. Sérstaklega er því mælt með meðferð sem hrcinsar burt eiturefni úr líkamanum. GRETTIR BRENDA STARR FERDINAND © PIB copenhagen y — 1 —" J SMÁFÓLK I JUST 60T BACK FROM CAMP AWSELF, CMARLE5. |T UUASM'T MUCH FUN AFTER YOU LEFT... F 5HE 5 FROM THE KEP CR055; A5K MER ABOUT THOSE MEPICAL 5UPPLIES UUE ORPEREP.. Cg var einmitt að koma tiLbaka ir sumarbúðunum, Kalli. Það var ítið gaman þar eftir að þú varst arinn. Var hundurinn þinn ánægður að sjá þig þegar þú komst heim? Ef hún er frá Rauða krossinum spurðu hana þá um lyfin sem við pöntuðum. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Veik grandopnun (12—14 punkta) er beitt vopn í tvímenn- ingum. Kosturinn er margþætt- ur: tíðnin er mikil, makker er vel í sveit settur til að meta slag- kraftinn og andstæðingarnir eiga erfitt um vik að skipta sér af sögnum með miðlungs góð spil. í þessu spili höfðu þó mót- heijarnir betur. Vestur gefur; NS á hættu: Vestur ♦ Á1094 ♦ G9764 ♦ D6 ♦ D5 Norður ♦ KD V D85 ♦ K87543 + 43 Austur ♦ 6532 ♦ K3 ♦ G109 ♦ Á1076 Suður ♦ G87 ♦ Á102 ♦ Á2 ♦ KG982 Vestur Noröur Austur Suður Pass Pass Pass 1 grand Dobl 3 tíglar 3 spaðar Pass Pass 3 grönd Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Utspil: Hjartasex. Margir nota þá aðferð að dobl á grandi sýni háiitina eftir upp- haflegt pass. Sú sagnvenja gaf AV færi á að blanda sér í mál- in. Doblið á þremur gröndum var hins vegar dæmigerð tvímenningsörvænting, enda ljóst að fá pör myndu reyna þann samning og doblið því varla auka tap AV mikið þótt spilið stæði. Útkoma í spaða jarðar samn- inginn á augabrágði, því þá glat- ast strax innkoma á tígullitinn. En hjartaútspilið gaf sagnhafa von. Hann fangaði kóng austurs með ás og lagði niður tígulás. En vestur náði sér á strik eftir slæma byijun með því að henda drottningunni í ásinn. Þannig tryggði hann makker sínum inn- komu á tígul, sem hann notaði til að sækja hjartað áfram. Ef vestur sparar drottning- una, fær hann að eiga næsta tígulslag og getur þá hvergi gert sagnhafa skráveifu. Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti stórmeistarasam- bandsins í Moskvu í vor köm þéssi staða upp í viðureign stórmeistar- anna Joszefs Klingcrs, Aust- urríki, sem hafði hvítt og átti leik, og Igors Zaitsevs, Sovétríkjun- um. Svartur sem hafði haft yfir- höndina næstum alla skákina lék síðast 49. — Rd6-e4? og setti á hvítu drottninguna. 50. Hb8! — Rd6 (Það er nöturlegt að þurfa að fara til baka, en eftir 50. - Rxc3 51. Hxc8+ - Kh7 52. Hh8+ - Kxh8 53. c8=D+ - Kh7 54. Dxc3 er hvítur manni yfir og ætti að vinna) 51. Da3 og svartur gafst upp, því hann getur ekki valdað riddarann á d6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.