Morgunblaðið - 06.10.1989, Page 39

Morgunblaðið - 06.10.1989, Page 39
39 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1989 KNATTSPYRNA FH tapaði í Hollandi FH-ingar léku í gær vináttuleik gegn hollenska úrvalsdeildar- liðinu Volendam í Hollandi, og töpuðu 1:3. Staðan í leikhléi var 1:1. Hol- lenska liðið tók forystu, en Pálmi Jónsson jafnaði. „Þetta var góður leikur og dýrmæt reynsla fyrir strákana að leika hér við þess- ar góðu aðstæður," sagði Þórir Jónsson, formaður knattspyrnu- deildar FH, í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Volendam er nú í níunda sæti úrvalsdeildinnar. FH varð sem kunnugt er í öðru sæti 1. deildar í sumar, og tekur því þátt í Evrópu- keppni næsta sumar, í fyrsta skipti í sögu félagsins. ÚRSLIT Ameríski hafnaboltinn Undanúrslit: Oakland Athletis - Toronto Blue Jays..6:3 Oakland er yfir, 2:0, í undanúrslitunum. San Francisco Giants - Chicago Cubs 11:3 San Francisco Giants er yfir, 1:0. Körfuknattleikur 1. deild karla: UMFL- Víkveiji.......................frestað ÍS - Léttir..........................75:35 ÍÞRÚmR FOLK ■ HARALDUR Júlíusson, fyrr- um knattspymukempa úr Eyjum, oft kallaður gullskalli, hefur forystu eftir fyrri keppnisdag í keppni án forgjafar í sérstæðu golfmóti sem hófst á Mallorca í gær. Um er að ræða opna klp mótið, sem ferða- skrifstofan Samvinnuferðir Land- sýn stendur fyrir í tilefni 50 ára afmælis Kjartans L. Pálssonar, kylfings og fararstjóra hjá SL. Um 70 manns taka þátt í mótinu, sem lýkur í dag, á Bendinat vellinum á Mallorca. H HARALDUR lék á 71 höggi, Árni Sveinsson fyrrum landsliðs- maður í knattspyrnu af Skaganum og nú leikmaður Sljörnunnar er annar á 75 höggum og-í þriðja til fjórða sæti Siguijón R. Gíslason, fyrrum knattspymumaður úr Val KR-ingurinn Jóhann Reynisson á 76. ■ í KEPPNJ með forgjöf em eft- ir og jafnir Vilhjálmur Skarphéð- insson GS og Sigurður Sigurðs- son NK á 66 höggum nettó. I flokki kylfinga með hærri forgjöf er efstur Jens Oskarsson GR á 89 og annar Björgvin Elíasson GK á 93. í kvennaflokki er efst Sjöfn Guð- jónsdóttir GV á 79 höggum. ■ SPÆNSKA félagið Lagisa er nú að leita eftir öflugri skyttu. Fé- lagið spurðist fyrir um Héðin Gils- son, en hafði ekki samband við ggm hann þegar fréttist FráAtla að félagsskipti væru Hilmarssyni ekki leyfð á íslandi áSpáni þegar keppnistíma- bil þar stæði yfir. ■ TENERIFE, liðið sem Hans Guðmundsson leikur með í 1. deild- arkeppninni á Spáni, er talið sigur- stranglegasta liðið í deildinni. ■ OSKAR Helgason, fyrmm leikmaður FH, leikur með Puerto Sagunto í sömu deild. ■ DÓMARAR þeir sem dæma í spönsku úrvalsdeildinni hafa farið fram á 40% launahækkun frá því sl. keppnististímabil. Þeir hafa hót- að að fara í vekfall ef ekki verði gengið. að kröfum þeirra. Fundir um málið standa yfir og ef ekki semst fyrir helgi getur svo farið að ekki verði leikið. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Þorgils Óttar þjálfar lið FH í vetur auk þess að leika með því. Þorgils Óttari og lærisveinum hansíFHspáð meistaratign FYRSTA deild karla í handknattleik hefst með tveimur leikjum á morgun, laugardag. Á blaðamannafundi í gær, þar sem keppni vetrarins var kynnt, var birt niðurstaða úr spá leikmanna deildarinnar um gang mála í vetur og kom í Ijós að FH-ingum er spáð meistaratign. Tvö lið skáru sig nokkuð ur, FH og Stjarnan, og var Stjörnunni spáð öðru sæti. Síðan kom Valur í þriðja sæti, þá Víkingur, KR, Grótta, KA, ÍBV og nýliðunum tveimur var spáð falli — ÍR lenti í 9. sæti í þessari spá og IIK í því tíunda. Þess ber að geta að það voru leikmenn sjö liða sem spáðu í spilin, en ekki gafst tækifæri á að ná til leikmanna þriggja þeirra. Alls tóku 122 leikmenn þátt í könnuninni. Keppni 1. deildar í ár nefnist Vís-keppnin, en styrktaraðili keppninnar er Vís, Vátryggingarfé- lag íslands. Samningur fyrirtækisins og samtaka fyrstudeildarfélaga felur í sér samstarf þessara aðila um kynningu og auglýsingar á mótinu og inn í samninginn tengist einnig þátttaka beggja sjónvarpsstöðvanns, RÚV og Stöðvar 2, en þær verða báðar með beinar útsendingar frá mótinu vel flesta laugardaga. Leiktíminn er einmitt nýst- árlegur að þessu sinni — allar umferðirnar að tveimur undanskHdum fara fram á laugardögum kl. 16.30. Verði um frestanir að ræða fara þeir leikir fram á miðvikudagskvöidi. ÍÞRÚntR FOLK - ■ ATLI Eðvaldsson mun leika sinn fyrsta leik með Genclerbirlig í tyrknesku 1. deildarkeppninni um. helgina. Genc- lerbirlig, sem er í fjórða sæti, leikur þá gegn Bursaspor. ■ RAGNAR Margeirsson, landsliðsmaður úr Fram, er far- inn til Aust- urríkis. Þar verður hann hjá 1. deildarliðinu Sturm Graz um tíma. Umboðs- maður hafði samband við Ragnar og kannaði hvort að hann vari tilbú- inn að vera hjá félaginu fram að jólum. Ragnar sló til. Hann leikur sennilega fyrsta leikinn með Sturm Graz á morgun. ■ SIEGFRIED Held, fyrrum landsliðsþjálfari Islands, er að festa sig í sessi hjá Galatasary í Tyrkl- andi, eftir slæma byijun liðsins. Galatasary vann, 1:0, An- haragucu á útivelli um sl. helgi. Félagið er nú í tíunda sæti me'ð sex stig, en Trabzonspor er efst með tíu stig. KÖRFUBOLTI / EVRÓPUKEPPNI MEISTARALIÐA Keflvflcingar úr leik Töpuðu iýrirensku meisturunum með 15 stiga mun í seinni leiknum KEFLVÍKINGAR náðu á köflum að sýna ágætan leik gegn ensku meisturunum Bracknell Tigers í Evrópukeppni meist- araliða í Keflavík í gærkvöldi, en það dugði ekki til sigurs og ensku meistararnir sem mættu með 8 menn í leikinn sigruðu með 15 stiga mun, 106:91. í hálfleik var staðan 56:39 fyrir enska liðið. Fyrri leik liðanna í London lauk einnig með ensk- um sigri, 144:105 og þar með eru Keflvíkingar úr leik. Leikurinn í gærkvöldi bauð ekki uppá mikla spennu, því ensku meistararnir náðu fljótlega afger- andi forystu sem þeir síðan héldu allt til leiksloka. Björn Keflvíkingar hófu Blöndal þó leikinn með mikl- skrifar um hamagangi og komust í 16:8, en þá kom afieitur leikkafli og Tigers skoruðu 16 stig í röð án þess að Keflvíkingum tækist að svara og breyttu stöðinni í 16:24. í hálfleik var munurinn orðinn 17 stig, 39:56 og flestir áttu von á að enska liðið myndi auka enn for- skot sitt í síðari hálfleik, Raunin varð þó önnur, því Keflvíkingar gáfust aldrei upp og um tíma tókst þeim að minka muninn í 9 stig - 89:98, en ensku meistaramir áttu lokaorðið og tryggðu sér öruggan sigur með góðum endaspretti. Keflvíkingar létu alla leikmenn sína spreyta sig að þessu sinni og gekk liðinu síst verr þótt „stóru nöfnin" sætu á bekknum. Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 17, Falur Harðarson 16, John Vergas- son 16, Kristinn Friðriksson 11, Sigurður Ingimundarson 10, Albert Óskarsson 7, Magnús Guðfinnsson 4, Ingólfur Haraldsson 4, Nökkvi M. Jónsson 4, Einar Einarsson 2. Flest stig Tigers skomðu þeir Tom Seaman og Tony Baloggun 28 hvor. Dómarar voru Peter George frá V-Þýskalandi og Geir Matthiasen'*' frá Noregi og dæmdu vel. Áhorf- endur voru um 200. HANDKNATTLEIKUR / SPÁNN Alfreð og Wenta besta útlendingaparíð FJÓRIR íslenskir landsliðs- menn í handknattleik verða með í baráttunni um Spánar- meistaratitilinn. Það eru Kristj- án Arason, Teka Santender, Alfreð Gíslason, Bidasoa og Geir Sveinsson og Atli Hilmars- son, sem leika báðir með Gran- ollers. Meistarakeppnin hefst nú um helgina og hafa liðin undir- búið sig af kappi fyrir keppnina. Breytingar hafa verið gerðar á úr- valsdeildinni. FráAtla Sextán lið eru í Hilmarssyni deildinni og leika áSpáni allir við alla, en í fyrra var liðunum skipt í tvo riðla og síðan léku átta lið til úrslita. Talið er ar slagurinn standi á milli meistara Barcelona, bikar- meistara Caja Madrid, Teka og Atletico Madrid. Önnur lið sem eiga að geta blandað sér í baráttuna eru Valencia, Bidasoa og Granollers. Margir útlendingar Spánn hefur nú tekið við af V-Þýskalandi sem aðalbækistöð „útlendinga“ í Evrópu. Alls leika 25 landsliðsmenn frá íslandi, Dan- mörku, Noregi, Rúmeníu, Júgó- slaviu, Svíþjóð, Ungverjalandi og Póllandi í spönsku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir þennan fjölda eru allir þjálfarar deildarinnar spænskir. Talsverðar breytingar hafa orðið hjá Barcelona. Félagið hefur fengið fjóra spænska landsliðsmenn og þá mun Júgóslavinn Veselin Vujovic Ieika stórt hlutverk hjá liðinu. Eftir HM í Tékkóslóvakíu kemur landi hans Zlatko Portner til liðs við lið- ið, en fram að þeim tíma mun Milan Kalina frá Júgóslavíu leika. Lið Teka sterkt Teka hefur fengið góðan liðs- styrk og verða t.d. tveir landsliðs- menn að horfa á leik liðsins frá varamannabekknum. Hinn hávaxni línumaður Puig hefur gengið til liðs við Teka, en hann lék með Granoll- ers. Varnarlína félagsins er því hávaxin - fjórir leikmenn yfir 1,93 m eru í miðjum varnarveggnum. Fyrir aftan þennan varnarvegg stendur sænski landsliðsmarkvörð- urinn Mats Olsson. Besta útlendingaparíð Bidasoa hefur yngt upp lið sitt frá sl. keppnistímabili. Allt spil liðs- ins snýst í kringum Alfreð Gíslason og Pólverjann Bogdan Wenta, en þeir eru taldir vera besta útlend- ingaparið á Spáni. Valencia hefur fengið geysilega öflugan liðsstyrk. Rúmensku kapp- arnir Stinga og Voinea eru byrjaðir að leika með liðinu. Granollers er með lang yngsta lið deildarinnar. Með liðinu leika nú fimm leikmenn sem léku með 21 árs landsliði Spánar í HM á Alfreð Gíslason. dögunum. Það raskaði undirbúningi liðsins að þessir leikmenn voru frá í tyær vikur. í fyrstu umferð leikur Teka á heimavelli gegn Valladolid, Bidasoa fær Valencia í heimsókn, Barcelona tekur á móti Lagisa og Granollers leika á útivelii gegn Caja Madrid.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.