Morgunblaðið - 06.10.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.10.1989, Blaðsíða 40
SJOVAQoALMENNAR FÍIAG FÓLKSINS EINKAREIKNINGUR ÞINN í LANDSBANKANUM m _________________Mk FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Seyðisijörður: 73 skráðir án atvinnu Á Seyðisfirði voru 73 skráðir atvinnulausir í gær, fimmtudag, en það er um 11% af vinnuafli á staðnum. Að sögn Jóhanns Sveinbjömssonar á bæjarskrifstofu Seyðisijarðar voru rúmlega 100 manns skráðir atvinnu- lausir á Seyðisfirði í byijun septem- ber, eftir að fiskvinnslan Norðursíld var tekin til gjaldþrotaskipta. Út- gerðarfélagið Gullberg hf. tók eignir þrotabúsins á leigu um miðjan sept- ember, og að sögn Jóhanns eru hjól atvinnulífsins nú tekin að snúast á ný- Helmingur les liggjandi 53,7% Islendinga lesa bækur liggjandi, ef marka má könnun sem gerð var fyrir Almenna bókaféiagið samkvæmt úrtaki úr félagaskrá Bókaklúbbs AB. 36,8% lásu sitjandi í hæginda- stól en 10,5% sitjandi við skrif- borð. Um helmingur þátttakenda sagðist lesa jafn mikið allan árs- ins hring en lestur annarra skipt- ist með eftirfarandi hætti eftir árstíðum: 68% sögðust lesa bæk- ur á vetuma, 17% á haustin, 11% á sumrin og aðeins 4% að vorlagi. Fram kom að þátttakendur keyptu að meðaltali 8 bækur á ári en 21% keypti 10 bækur eða fleiri á ári. 7,4% þátttakenda, sem voru eins og fyrr sagði félagar í bókaklúbbi, höfðu enga bók keypt. Góð kynning hafði mest að segja um það hvort menn keyptu bók, því næst frægð höf- undar, verð, umfjöllun fjölmiðla kom þar á eftir og þá heiti bók- ar. Einnig þótti frásögn vina og kunningja skipta máli og útlit bókarinnar. Sjá frétt af bókaþingi á bls. 16, „Eindregin andstaða gegn virðisaukaskatti". Um 1500 manns voru viðstaddir setningarathöfii landsfúndar Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll í gær. Morgunblaðið/RAX Þorsteinn Pálsson í setningarræðu á landsfimdi Sjálfstæðisflokksins: Afiiemum millifærslu- og spillingarsjóði stjómarimiar UM FIMMTÁN hundruð manns voru viðstaddir setningu 28. lands- fúndar Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöllinni í gær. Formaður flokksins, Þorsteinn Pálsson, fiutti setningarræðuna, en í henni kom meðal annars fram vilji hans til breytingar á skipan Alþingis og kjördæmum landsins. „Breytingar á þessu sviði mættu gjarnan leiða til einhverrar fækkunar þingmanna og hugsanlega til þess að þing- menn yrðu annars vegar kjörnir í kjördæmum og hins vegar af Iands- lista,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Hann sagðist einnig vera fylgjandi því að Alþingi starfaði í framtíðinni í einni málstofu, en það gæti auk annars hagræðis orðið til að lækka kostnað við rekstur þing- haldsins. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom víða við í setningarræðu sinni. Hann rakti setu hans í tveimur síðustu ríkis- stjórnum og gang mála hjá þeirri ríkisstjórn, sem nú situr. Hann deildi á miðstýringar- og skömmt- unarstefnu ríkisstjórnarinnar og sagði hana auk þess hafa beitt sér fyrir glæfralegri skattahækkunum, en dæmi væru um. „Mesta ósvinnan er þó án nokkurs efa stórhækkun eignarskattanna. Manna á meðal hefur sú skattheimta fengið nafnið „ekknaskatturinn". Það verður fyrsta verk sjálfstæðismanna að afnema það óréttlæti sem komið hefur sem níðingshögg í garð fjölda fólks, ekki síst aldraðra," sagði Þorsteinn. Stóðu verkfallsvörð við hús útvarps og sjónvarps SÁTTAFUNDUR verður haldinn í dag hjá ríkissáttasemjara í kjara- deilu rafiðnaðarmanna og stjórn- valda. Lítil bjartsýni virðist þó ríkja um niðurstöðuna. Verkfall Rafiðnaðarsambandsins hefur . staðið síðan á miðnætti á miðviku- dag í síðustu viku og rafiðnaðar- menn hjá sjónvarpi og útvarpi stóðu verkfallsvörð þar í gær vegna meintra verkfallsbrota RUV, en margir rafiðnaðarmenn hjáþessum stofnunum eru í Starfs- mannafélögum útvarps og sjón- varps og ekki í verkfalli. Verk- fallsverðir utan við hljóðstofu Rás- ar eitt við Efstaleiti hugðust koma í veg fyrir að tæknimaður yrði leystur af, en fundað var með út- varpsstjóra í gærkvöld um undan- þágu fyrir rafiðnaðarmenn hjá útvarpinu. Klukkan 22 hófst fundur í sjón- varpinu og var fundum ekki lokið er Morgunblaðið hafði síðast spurnir af. Hús Sjónvarpsins við Laugaveg var læst í gær og rafiðnaðarmenn stóðu fyrir utan og hleyptu engum Magnús Geirsson, formaður RSÍ, sagði að við verkfallsvörsluna væri reynt að ná hlustum þeirra manna sem þeir teldu að væru í verkfalls- brotum og bægja þeim frá. Hins vegar væru hús útvarps og sjónvarps læst, eins og þar færi fram eitthvað sem ekki þyldi dagsins ljós. „Maður er alveg bit á allt þetta lögfræðingalið hjá ríkinu að haga sér svona og að það skuli vera ráðherrar Alþýðubandalagsins sem standa þarna fremstir í flokki. Þessi mál falla öll undir ráðherra Alþýðubanda- lagsins, menntamála-, ijármála- og samgönguráðuneyti, en undir það falla flugmál og sími. Þeir verða bara að fá að sýna hug sinn gagn- Morgunbladið/Ámi Sæberg Verkfallsverðir komu í veg fyrir að fólk kæmist út úr húsum út- varps og sjónvarps í gær. vart launþegum þessir höfðingjar," sagði Magnús. Hann sagði að það hafi önnur stjórn verið við völd í verkfallinu 1987 og þá hafi hlutirnir gengið eðlilega fyrir sig. „Þetta eru allt öðru vísi vinnubrögð en við þekkjum. Við þekkjum vinnubrögð Vinnuveitenda- sambandsins og höfum gert í ára- tugi. Þeir eru alltaf tiibúnir til þess að ræða málin og vilja ekkert frekar draga þau ef kostur er á einhveiju öðru,“ sagði Magnús ennfremur. Margeir Jónasson var í hópi þeirra sem stóðu vörð utan við útvarps- húsið í gær. Hann sagði að boð raf- iðnaðarmanna frá því á þriðjudag, um undanþágu fyrir rafiðnaðarmenn hjá útvarpinu, hefði verið rætt á fundi með útvarpsstjóra í gærkvöldi. Tilboðinu, sem byggðist á“að send væri út tónlist, fréttir, veðurfregnir og dánartilkynningar, var hafnað fyri' í vikunni, en það hafði nokkuð verið rýmkað í gær. Þó var það áfram með því fororði að falla mætti frá undanþágunni með þriggja tíma fyr- irvara. Um Alþýðuflokkinn sagði hann, að stefna hans virtist vera sú að ganga í faðm Alþýðubandalagsins. Því nær sem hann færðist því, þeim mun minni keppinautur yrði hann Sjálfstæðisflokknum um fylgi fijálslynda fólksins í landinu. Um framtíðarverkefni Sjálfstæð- isflokksins sagði Þorsteinn enn- fremur að ætlun hans væri að af- nema millifærslu- og spillingarsjóði ríkisstjórnarinnar svo og gengis- fölsunarsjóð hennar. Sjálfstæðis- menn vildu að útflutningsfram- leiðslan fengi aukna ábyrgð og sjálfstæði. „Þá höfum við einsett okkur að halda áfram þar sem frá var horfið að breyta ríkisbönkunum í hlutafélög.“ í landbúnaðarmálum ságði Þor- steinn menn sammála um að ríkis- sjóður gæti ekki til langframa stað- ið undir meginhluta framleiðslu- kostnaðar þeirrar vöru sem vegna offramleiðslu hefði verið seld á er- lenda markaði. Þorsteinn ræddi síðan um stöðu sjávarútvegsins og sagði að óhjá- kvæmilegt væri að marka sjávarút- vegsstefnu til lengri framtíðar: „Við sjálfstæðismenn hljótum að leggja höfuðáherslu á það að varðveita'' fiskistofnana vegna framtíðarhags- muna íslendinga. í annan stað að tryggja sem mesta hagkvæmni í veiðum. Og í þriðja lagi að tryggja sem mest athafnafrelsi þeirra sem sjávarútveg stunda í ljósi þeirra takmarkana sem auðlindin óhjá- kvæmilega setur.“ Hann sagði að við mættum ekki hleypa erlendum aðilum inn í íslenska útgerð, um það hlytum við að standa vörð svo og fiskveiðilögsöguna sjálfa. Um Evrópusamstarfið sagði formaður- inn, að það orkaði ekki tvímælis að við yrðum að tengjast þeirri hreyfingu sem nú ætti sér stað í Evrópu. Við gætum þó aðeins tekið þátt í þeirri þróun sem fullvalda og sjálfstæð þjóð, að við tvíefldum varðstöðu okkar um íslenska menn- ingu og íslenska tungu. Sjá fyrrihluta setningarræðu Þorsteins Pálssonar í miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.