Morgunblaðið - 06.10.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.10.1989, Blaðsíða 14
14 -I MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1989 Minninff: Friðrik Karlsson framkvæmdasijóri Fæddur 28. september 1918 Dáinn 28. september 1989 Kveðjustund er komin, Friðrik Karlsson, framkvæmdastjóri Dom- us Medica, lést 28. september sl. eftir skamma sjúkrahúslegu, en nokkurra ára heilsubrest. Hann vissi vel að hveiju stefndi, en lét það lítt hefta sín störf, að undan- skildum síðasta mánuði, þegar hann þurfti öðru hverju að dveljast á sjúkrahúsi. Þetta var í samræmi við skapfestu hans, kraft og kjark, sem einkenndi lífsstíl hans allatíð. Kynnum okkar Friðriks bar fyrst saman fyrir rúmum 25 árum, þegar læknasamtökin voru að setja á fót sjálfseignarstofnunina Domus Medica og undirbúa byggingu húss með sama nafni. Þar skyldi vera félagsheimili lækna, skrifstofur l.æknafélaganna og læknastöð, þar sem sérfræðingar í mörgum grein- um störfuðu ásamt heimilislæknum. Fyrsti formaður sjálfseignar- stofnunarinnar Domus Medica var Bjami Bjamason læknir. Fyrsta verkefnið var að byggja hús fyrir starfsemina. Bjami þekkti vel af eigin reynslu og afspurn hæfileika, mannkosti og dugnað, sem Friðrik hafði sýnt við stjórnun bygginga- framkvæmda og félagslega skipu- lagningu. Það var mikið lán fyrir læknasamtökin að Bjarna tókst að fá Friðrik til að stjórna byggingu Domus Medica, verða fram- kvæmdastjóra stofnunarinnar og annast rekstur félagsheimilisins frá upphafi. Hér var um að ræða erfitt starf, á fárra færi að leysa. Stofnfé var mjög af skornum skammti og byggingarskuldir urðu því miklar. Félagsheimili lækna í Domus Medica var öðmm þræði rekið sem veitingastaður þar til í maí 1988. Þessi rekstur skilaði alltaf hagnaði, einnig þau ár þegar margir, jafnvel flestir, veitingastaðir í Reykjavík voru reknir með tapi. Svo óskeikul var hagsýni og stjómsemi Friðriks að taprekstur var óþekktur, enda allar skuldir greiddar fyrir áram síðan. Slíkir menn era allt of fáir í okkar þjóðfélagi og nú hefur þeim fækkað um einn. Friðrik var samferðamaður margra iækna á sviði félagsmála og í önnum daglegra starfa í Dom- us Medica, þeirri stofnun, sem hann hafði reist og stjórnað um aldar- fjórðung. Þama efldist félagsstarf lækna og fagleg þjónusta við sjúkl- inga. I Domus Medica hafa ýmsir þættir heilbrigðismála mótast. Má þar t.d. nefna undirbúning að heil- brigðislöggjöfinni frá 1974. An Friðriks hefði Domus Medica sennilega aldrei orðið til í núver- andi mynd. Fyrir þetta mikilsverða starf var Friðrik kjörinn heiðurs- félagi Læknafélags íslands á aðal- fundi þess. Nafn Friðriks verður um alla tíð tengt Domus Medica sem þó er aðeins hluti af ævistarfi hans. Friðrik var „ekta“ Húnvetn- ingur og hafði ungur hugsað sér að verða bóndi og varð það með nokkram hætti. Það var ætíð sérlega ánægjulegt að koma í heimsókn í sumarbústað Friðriks og konu hans, Guðrúnar Pétursdóttur, að Hrísum, jörð þeirra í V-Húnavatnssýslu. Gestrisni þeirra var sérstök. Við Sigþrúður eigum margar ágætar minningar frá Hrísum. Þær metum við og þökkum. Þarna komst Friðrik í snertingu við áhugamál æskuár- anna, Svo sem silungsveiði í vötn- um, laxveiði í ám, hestamennsku, hrossarækt o.fl. Alltaf lagði Friðrik jafna áherslu á að nýta og varð- veita gæði landsins. Eftir 18 ára samstarf með Frið- rik í stjórn Domus Medica hef ég margs að minnast, allt með slíkum ágætum að þar bar engan skugga á. Stjóm Domus Medica flytur frú Guðrúnu og fjölskyldunni allri inni- legar þakkir og samúðarkveðjur. Arinbjörn Kolbeinsson í dag fer fram frá Dómkirkj- unni útför Friðriks Karlssonar, framkvæmdastjóra Domus Medica. Svo mjög hefur hann tengst störfum lækna og lækna- samtökum síðustu 25 árin, að ég vil minnast þessa merkilega tíma- bils í ævi hans. Það var íslenskum læknum mik- ið lán, að Bjarni Bjarnason, lækn- ir frá Geitabergi, og Friðrik Karls- son, ungur og duglegur húsasmið- ur bjuggu á tímabili við sömu götu. Bjarni var þá að reisa sér heimili, en það gekk bæði seint og illa vegna vinnusvika og mikils kostnaðar. Friðriki ofbauð þetta og fór til Bjama og sýndi honum fram á að verið væri að féfletta hann og að lokum tók Friðrik að sér að ljúka húsbyggingunni, sem hann gerði á skömmum tíma og sparaði Bjama stórfé með hagsýni sinni og dugnaði. Þetta var upphaf vináttu þeirra sem entist ævilangt. Nokkrum árum síðar var 5 manna hópur lækna hér í Reykjavík að leita úrræða við að koma upp félagsheimili lækna. Þessi hugmynd hafði verið lengi á döfinni og ekkert gerst, en nú voru menn bjartsýnni og eftir miklar vangaveltur var ákveðið að hefjast handa. Þetta yrði sjálfs- eignarstofnun, sem héti Domus Medica og var skipulagsskrá henn- ar staðfest af forseta íslands 26. apríl 1960 og fengin lóð við Egils- götu ári síðar. Fimm manna stjóm var kjörin af læknafélögunum til þess að hrinda þessu máli af stað og var Bjarni Bjarnason, formaður henn- ar, fullur af bjartsýni, þó að marg- ir spáðu illa fyrir þessari hug- mynd, því peningar voru engir fyrir hendi. Húsið var þó teiknað og nú var eftir að fá bygginga- meistara og Bjarni var ekki í vafa um hver hann ætti að vera, auðvit- að Friðrik Karlsson, vinur hans, og á vordögum 1963 var Friðrik ráðinn byggingameistari og síðar framkvæmdastjóri til æviloka. Það var ekki létt starf, sem Friðrik tók að sér. í fyrstu átti aðeins að reisa félagsheimili, en fljótlega kom í ljós að á því vora ýmsir annmarkar og var farið að ræða um viðbótarbyggingu, sem í yrðu læknastofur, er læknar ættu sjálfír og kostuðu að öllu leyti. Þegar húsinu var lokið og flutt inn á haustdögum 1966, var komin 5 hæða viðbygging fyrir læknastof- ur ásamt félagsheimilinu og versl- unarhúsnæði sem því fylgdi. Þá hefst aðalstarf Friðriks sem fram- kvæmdastjóri hússins og var það ærið starf og erilsamt, því hann rak veitingasölu fyrir Domus Medica, þangað til að hann gat skilað félagsheimilinu skuldlausu fyrir 2 árum. Friðrik sá líka um þijár stækkanir á húsinu og þar eru nú skrifstofur læknafélaganna og aukahæð fyrir læknastofur, en þar starfa nú rúmlega 60 læknar. Þetta hefur hann gert af sínum alkunna dugnaði og hagsýni. Ekki var alltaf auðvelt að vera húsbóndi, þar sem 60 læknar voru starfandi. Ýmis ágreiningsmál komu upp, sem fljótt þurfti að greiða úr, en Friðrik óx að vin- sældum með starfi sínu. Læknar fundu að hann vildi gera hlut þeirra sem mestan og bestan og sýndu það í verki með því að gera hann að heiðursfélaga Læknafé- lags íslands. Ég undirritaður starfaði með Friðrik frá upphafi og er einn af þeim, sem voru í fyrstu stjórn Domus Medica. Á samstarf okkar og vináttu féll aldrei skuggi. Hann reyndist hagsýnn og góður samn- ingamaður og bar Domus Medica mjög fyrir bijósti og kom þessari stofnun til góðs þroska. Síðustu árin háði hann harða baráttu við ólæknandi sjúkdóm og andaðist snögglega aðfaranótt af- mælis síns 28. september sl. Við hjónin sendum hans góðu konu, frú Guðrúnu Pétursdóttur, og börnum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Hann á góða heimvon. Eggert Steinþórsson Það átti ekki að þurfa að koma manni neitt á óvart að frétta andl- át Friðriks Karlssonar, en samt er það svo að manni bregður alltaf þegar maður fréttir andlát vinar, eða svo fór fyrir mér er Sigríður dóttir hans hringdi að morgni 28. sept. sl. og tilkynnti mér andlát föður síns. Mig langar að minnast hans lítillega og þakka fyrir þann langa tíma er leiðir okkar hafa legið saman. Ég minnist hans fyrst sem unglingur norður í Víðidal, þá var hann farinn í vinnu burt úr sveit- inni í brúarvinnu hjá föður, sínum Karli Friðrikssyni brúarsmið. Kornungur varð hann að fara að vinna fyrir sér þar sem foreldrar hans höfðu slitið samvistum og honum komið fyrir hjá vandalaus- um. yíst er að það hafði mikil áhrif á líf hans og mótaði lífsskoð- un hans varanlega. Ég mun ekki rekja ættir hans, né fara nákvæm- lega út í starfsferil hans, en þekkt- astur er hann fyrir starf sitt í Domus Medica, fyrst er hann tók að sér byggingu hússins og síðan framkvæmdastjórn þess. En áður hafði hann unnið við smíðar, séð um byggingar húsa, rekið plast- pokagerð, var með þeim fyrstu er í þann atvinnurekstur fóru. Ég minnist með mikilli ánægju er við tókum að okkur byggingu fjárréttar norður í Víðidal á heima- slóðum okkar, það var ógleyman- legt sumar. Uppúr því hafa leiðir okkar oft legið saman, ég fékk að starfa með honum í Húnvetn- ingafélaginu en þar var hann aðal- driffjöður árum saman, og var gerður heiðursfélagi þar. Hann var einn af stofnendum Krumma- klúbbsins og var þar Stórkrummi árum saman, einnig þar auðnaðist mér að fá að starfa með honum, nú síðustu árin sem „makker“ hans í brids, ég vil þakka honum fyrir alla þolinmæðina er hann sýndi mér þá. Ekki get ég lokið þessum fátæklegu orðum án þess að minnast á heimili hans og konu hans Guðrúnu Pétursdóttur, en það tel ég áð hafi verið mesta gæfa hans, lífs er þau rugluðu saman reytum, heimili þeirra var einstakt, þau voru ákaflega sam- hent að gera það hlýlegt og vist- legt og nú hin síðari ár mjög list- rænt, með ijölda málverka eftir marga okkar betri málara. Hus þeirra var eins og góðbýli í sveit, ætíð i þjóðbraut. Þau hjón eignuð- ust tvö mannvænleg börn, Sigríði jarðfræðikennara, gift Bjama Ás- geirssyni lögmanni, og Karl hag- fræðing, giftur Herdísi Rúnars- dóttur hjúkrunarfræðingi, bama- börnin era þijú. Ég held að draumur Friðriks hafi verið að verða bóndi í sveit og þá bóndi á forna vísu, að búa stórt og myndarlega, hefja sveitina uppúr einyrkjabúskap síðari ára nýbýlastefnu kotbænda þar sem bóndinn hefur orðið sjálfs sín þræll og aldrei getað litið upp úr brauðstritinu. En það átti ekki fyrir honum að liggja í þessu lífi. Að lokum vil ég þakka Friðrik fyrir allt og allt, nú kemur hann ekki lengur út til mín þar sem við leystum vandamálin eða deildum um hver á landið. Heldur fer ég ekki út í kaffi til hans og hlýði á hann gefa læknunum góð ráð. Að lokum vil ég senda ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur, ég veit að minningin um góðan eigin- mann, föður og afa verður styrkur í sorginni hjá ástvinum hans. Guð blessi góðan dreng. Gunnar Guðmundsson Fagra haust þá fold ég kveð faðmi vef mig þínum, bleikra laufa láttu beð að legstað verða mínum. (Stgr.Th.) Haustið hefur tekið völdin. Móð- ir jörð er ekki lengur íklædd sum- arskrúða og veturinn er á næstu grösum. Bliknuð lauf leika lausum hala um freðinn svörð. Hæstu fjallabrúnir skauta hvítum faldi. Björkin svignar undan átökum stormsins en hún réttir sig við þegar veðri slotar. Inn í litadýrð haustsins sveif andi og sál Friðriks Karlssonar á sjötugasta og fyrsta afmælisdegi hans eftir hörð átök við skaðræðis- sjúkdóm. Fyrir fjörutíu áram gengum við hjónin í Húnvetninga- félagið hér í Reykjavik en upp frá því hófust kynni okkar Friðriks. Hann var einn af stofnendum þess fyrir nær fimmtíu og tveim áram. Friðrik var mjög sterkur hlekkur í starfsemi félagsins, og gegndi þar forystu hlutverki lengur en nokkur annar. Félagið á honum meira að þakka en flestum öðram sem þar hafa komið við sögu. Hann var stjórnsamur foringi og athafnasamur að hverju sem hann gekk og mun félagið njóta verka hans um ókomin ár. Við áttum mikið samstarf innan félagsins og af því skapaðist vinátta sem hald- ist hefur. Það leyndi sér aldrei að honum hentaði betur að stjórna en láta aðra segja sér fyrir verk- um, en þó var hann lipur í sam- starfi og laginn að laða að sér góða starfskrafta og mun það hafa komið sér vel eftir að hann varð framkvæmdastjóri fyrir Do- mus Medica. Fátækur var hann fermdur frá Víðidalstungukirkju, en hann var auðugur af trú á lífið og tilver- una, ætlaði sér að verða fijáls- PHILIPS FRYSTISKÁPAR og kistur FALLEG GÆÐAVARA AFB716 Rúmmál 140 litrar. Þrjár hillur meö loki að framan og frystibúnaði. Ein skuffa. Mál: Breidd 55, Hæö 85, Dýpt 60 cm. AFB 717 Rúmmái 220 litrar. Fjórar hillur meö loki að framan og frysti- búnaði. Ein skúffá. Sérstök hraöfrysting. Mál: Breidd 59, Hæö 120, Dýpt 60 cm. AFB718 Rúmmál 290 lítrar. Fjórar hillur meö loki aö framan og frystibúnaði. Ein skúffa. Sérstök hraöfrysting. Mál: Breidd 59, Hæö 140, Dýpt 60 cm. Rúmmál 330 lítrar. Sex hillur meö loki aö framan og frystibúnaöi. Ein skúffa. Hjól til aö færa skápinn. Mál: Breidd 59, Hæö 160, Dýpt60cm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.