Morgunblaðið - 06.10.1989, Page 17

Morgunblaðið - 06.10.1989, Page 17
MORGUN'IiLAÐÍÐ FÖSÝÚÖMlÍR 6. ÓK'rÓÍIER 1980 á7 Viö höfum fengiö nýja sendingu af hágæöamyndbandstækjunum frá PHILIPS sem slógu svo eftirminnilega í gegn í vetur. - Enn bjóöum viö þessi einstaklega góöu tæki á frábæru veröi vegna hagstæðra samninga. • HQkerfitryggirfullkominmyndgæði • Mjög góð kyrrmynd • Hægur hraði • Leitarhnappur • Fullkomin sjálfvirkni I gangsetningu, endurspólun og útkasti snældu • Sjálfvirk endurstilling á teljara • Fjarstýring á upptökuminni • 365 daga upptökuminni • Upptökuskráning i minni samtimis fyrir8dagskrárliði • Sextán stöðva geymslurými • 20mínútnaöryggisminni • Ótal fleiri möguleikar sem aðeins Philips kann tökin á • Verðið kemur þór á óvart. árá óvart. HeimilistæKi hf Veriö orugg meö tvær stöövar - TREYSTIÐ PHILIPS. Kringlunm SÍMI: 69 15 20 Sætum 8 SÍMI: 69 15 00 /d &IÁUH, swx^atéegc'i í sawuttífim Svæðisþing Zontakvenna: Samtökin vilja stuðla að starfeframa kvenna Skrifstofutækni T ölvufræðslunnar Svæðisþing Zonta, alþjóðasam- taka kvenna, verður haldið í Reykjavík í dag og á morgun, laugardag. í alþjóðasamtökunum Zonta eru 35 þúsund fulltrúar hinna ýmsu stétta í yfir 50 lönd- um. Svæðisþing samtakanna eru annað hvert ár en á 13. svæði eru auk íslands, Danmörk og Noregur og munu 100 fúlltrúar sækja þingið, þar af 70 frá Nor- egi og Danmörku. í tengslum við svæðisþingið verður fimmti Zonta-klúbburinn á íslandi, Em- bla í Reykjavík formlega stofnað- ur. I tilefni þessa er hér á landi stödd Ruth F. Walker, forseti allþjóðasamtaka Zonta. „Samtökin hafa það að leiðarljósi að efla starfsframa kvenna og rétta stöðu þeirra í nútímasamfélagi," sagði Walker í samtali við Morgun- blaðið. „Samtökin starfa á þann hátt að hver félagi greiðir ákveðið árgjald til síns Zontaklúbbs og rennur það beint til alþjóðasamtak- anna sem hafa höfuðstöðvar í Buff- alo í New York-ríki. Auk þess stend- ur hvert félag fyrir fjáröflun og rennur söfnunarféð til líknarmála og til eigin reksturs. Alþjóðasam- tökin starfa í tengslum við Samein- uðu þjóðirnar, m.a. að líknarmálum í þróunarlöndunum, einkum í Afríku, og eiga þau fulltrúa í stofn- unum SÞ í New York, Genf, París og Vín. Auk þess eiga samtökin áheyrnarfulltrúa á allsheijarþingi SÞ.“ Walker sagði að alþjóðasamtök Zonta hefðu heitið því að safna einni miljón bandaríkjadollara á fjórum árum og á upphæðin renna til kvenna hvarvetna í heiminum og gera þeim kleift að auka þekkingu sína og menntun. Til marks um starfsemi samtak- anna á Islandi má geta þess að fyrsti Zontaklúbburinn í Reykjavík styrkti Heyrnleysingjaskólann fjár- hagslega. Félögin á Akureyri, sem eru tvö, hafa meðal annars rekið Nonnahús og styrkt hjúkrunardeild fyrir aldraða á sjúkrahúsinu þar. Á Selfossi hafa Zontakonur einnig styrkt sjúkrahúsið. Zontaklúbbur- inn Embla í Reykjavík, sem starfað hefur í eitt ár, hefur ákveðið að styrkja Indlandsverkefni Þóru Ein- arsdóttur með 100.000 kr. fram- lagi. Þóra hefur unnið að líknar- störfum á meðal holdsveikra á Ind- landi. Ruth F. Walker, forseti samtaka Zonta. Mbl/RAX alþjóða- Haftiarfiörður: Astrid og Bjarni sýna í Hafharborg TVÆR sýningar verða opnaðar í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, á morgun, laugardag. Astrid Ell- ingsen, prjónahönnuður, sýnir handprjónaða kjóla og Bjarni Jónsson, listmálari, sýnir ýmsar myndir. Sýningin verður opin klukkan 14-19 alla daga nema þriðjudaga, 7.-22. október. Astrid var um árabil hönnuður fyrir Álafoss og uppskriftir eftir hana hafa birst í innlendum og er- lendum blöðum og tímaritum. Hún hefur sýnt handprjónaða kjóla sína víða á undanförnum árum, en auk þeirra verða á þessari sýningu í fyrsta sinn skírnarkjólar úr bómull- argarni. Bjarni Jónsson sýnir olíumálverk, vatnslitamyndir, acrylmyndir og nokkrar teikningar. Myndefni er sem fyrr oft sótt í íslenska þjóð- hætti til sjós og lands. Hann sýnir nú einnig í fyrsta sinn í langan tíma óhlutlæg verk sín opinberlega. Bjarni hefur haldið fjölda sýninga Eitt verka Bjarna Jónssonar. hér á landi og tekið þátt í samsýn- ingum erlendis. Auk þess hefur hann teiknað í bækur, blöð og tima- rit. Má þar nefna myndskreytingar hans í verkinu íslenskir sjávar- hættir. Sem fyrr segir er sýningin opin alla daga nema þriðjudaga frá klukkan 14-19. Sunnudagana 8., 15. og 22. október verða tískusýn- ingar, klukkan 15-16, þar sem stúlkur sýna prjónakjólana. Þú stendur betur að vígi að loknu hagnýtu námi Með námi í skrifstofutækni nærð þú góðum tökum á tölvum og notkun þeirra. Þú kynuist bókfærslu, stjórnun og fleiri viðskiptagreinum, rifjar upp ýmislegt í íslensku og færð góða innsýn í viðskiptaensku. Námið tekur 3-4 mánuði og að því loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknir. Þú getur valið um morgun-, eftirmiðdags- eða kvöldtíma. Við bjóðum upp á afar hagstæð greiðslukjör. Innritun er þegar hafin. Hringdu strax í síma 687590 og við sendum þér bækling um hæl. n Tölvufræðslan Borgartúni 24, sími 687590 PHILIPS VR-6448 MYNDBANDSTÆKIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.