Morgunblaðið - 06.10.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.10.1989, Blaðsíða 18
MORGUNBLÁDIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1989 'Í8 Pólland: Lech Walesa varar við borgarastyrj öld - segi ríkisstjórnin ekki sannleikann um ástandið í efhahagsmálum Varsjá. Reuter. LECH Walesa, leiðtogi Sam- stöðu, sagði í gær, að hætta væri á borgara- styrjöld í Póll- andi ef ríkis- stjórninni tækist ekki að skýra út íyrir almenningi og afla sér stuðning hans við róttækar eina- hagsumbætur. Er þetta í annað sinn, sem Walesa lætur þessi varnaðarorð falla. Walesa sagði á blaðamanna- fundi, að landið væri eins og púður- tunna, sem gæti sprungið fyrirvara- laust. „Almenningur er að gefast upp og ég endurtek, að hér getur komið til borgarastyijaldar eins og raunar alls staðar í Austur-Evr- ópu.“ Pólska stjómin hefur kynnt efna- hagsáætlanir sínar fyrir ríkisstjórn- um á Vesturlöndum og forsvars- mönnum ýmissa lánastofnana en þær hafa hins vegar ekki verið birt- ar Pólveijum sjálfum. Walesa sagði, að fólk yrði að fá að vita sannleik- ann, hve ill sem tíðindin væru, því að hann einn gæti sætt það við að axla byrðamar. Embættismenn á Vesturlöndum segja, að efnahagsáætlanir pólsku stjórnarinnar hafi vakið með þeim í senn hrifningu og ótta við, að þær yrðu allt of þungbærar pólsku þjóð- inni. Pólskir embættismenn segja til dæmis við kollega sína á Vestur- löndum, að þeir búist við allt að 1.000% verðbólgu um áramótin samfara því, að stórlega verði dreg- ið úr niðurgreiðslum, og stjómin hefur einnig á pijónunum að af- nema vísitölubindingu launa um næstu áramót. Vísitölubindingin var raunar tekin upp á þessu ári að kröfu Samstöðu en Marek Dabrowski, aðstoðarfjármálaráð- herra, kveðst munu segja af sér verði hún ekki afnumin. Dalai Lama, trúarleiðtogi Tíbeta. Reuter Reuter Mótmæli gegn Disney í Frakklandi Um 100 franskir kommúnistar efndu til mótmæla er hlutabréf í Disneylandi í Evrópu, sem stendur til að hleypa af stokkunum í Frakklandi, voru boðin til kaups í kauphöllinni í París. Mótmælend- urnir köstuðu eggjum og tómatsósu á mann í gerfi Mikka mús er hann birtist á þrepum kauphallarinnar og hrópuðu: „Mikki farðu heim“. Michael Eisner, stjórnarformaður Walt Disney-félags- ins, sem var í París til að kynna hlutabréfasöluna, sagði að mótmæl- in væru í engum tengslum við Disneyland. „Hver gæti haft illan bifur á Öskubusku og Mjallhvíti," sagði Frank Fitzpatrick, yfirmað- ur Disney í Evrópu. Hann sagði að Evró-Disneyland myndi skapa 12.000 ný störf í Frakklandi. Á myndinni er kommúnisti í þann mund að fleygja eggi að yfirmönnum Walt Disney-fyrirtækisins. N0TAÐAR VÉLAR Á SÖLUSKRÁ Beltagröfur 225B LC ’88 OK-RH-12 ’77 IH Yumbo ’84 T raktorsgröf ur: CAT428 ’88 CAT428 ’87 MF-50b ’82 Case 580F ’82 Jarðýtur: D7Q ’81 D7E ’68 D7E '64 D8H ’69 D4H ’88 i ÍLLJR UPPLÍSIH9JR HJÁ SitLUMINNI Dalai Lama hlýtur friðarverðlaun Nóbels: Hafiiar ofbeldí í barátt- unni fyrir frelsi Tíbets Dharmsala í Indlandi. Reuter. DALAI Lama, trúar- og veraldlegur leiðtogi búddatrúarmanna í Tíbet, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels i ár, hefúr verið í útlegð í Indlandi í þijá áratugi. Þar hefur hann barist fyrir ft-elsi Tíbets og hefur barátta hans notið vaxandi samúðar víða um heim. Egil Aar- vik, formaður nefhdarinnar sem valdi friðarverlaunahafann, sagði að nefhdin legði áherslu á að Dalai Lama hefði staðfastlega hafhað því að beitt yrði ofbeldi í baráttunni fyrir frelsi Tíbets. ’Hann berst fyrir friðsamlegum lausnum sem byggjast á umburðarlyndi og gagn- kvæmri virðingu til að viðhalda sögu- og menningarlegri arfleifð þjóðar sinnar," sagði Aarvik. Tenzin Gyatso, hinn fjórtándi Dalai Lama búddatrúarmanna í Tíbet, fæddist 6. júlí 1935. Búdda- múnkar báru kennsl á hann sem hinn ijórtánda „persónugerving samúðar Búdda" er þeir áttu leið um fæðingarbæ hans, Lhamo Dhondrub, þegar hann var tveggja og hálfs árs. Hann var vígður Dalai Lama í Lhasa 22. febrúar árið 1940. Hernám Kínverja Kommúnistar komust til valda í Kína árið 1949 og í október 1950 sendu þeir hersveitir yfir landamær- in til Tíbets, sem þeir sögðu kínverskt landsvæði. Tíbetar vísuðu því á bug að Kínveijar ættu tilkall til Tíbets og bentu á að Dalai Lama, sá þrettándi í röðinni, hefði slitið öll tengsl við Kína árið 1912. Þegar Kínveijar hemámu Tíbet flúði Dalai Lama til Himalaja-fjalla en sneri aftur til Lhasa samkvæmt sáttmála sem Tíbetar gerðu við Kínveija árið 1951. Hann reyndi eftir mætti að vernda trú og menningu*Tíbetatfyr- ir sívaxandi yfirgangi Kínveija. Hann fór til að mynda til Peking árið 1954 til að tala um fyrir Maó formanni og var þar í heilt ár. Þeg- ar hann kom aftur til Tíbets var ástandið orðið enn verra og sættu búddamunkar æ meiri ofsóknum. Dalai Lama og fylgismenn hans riftu sáttmálanum við Kínveija árið 1959 og lýstu yfir sjálfstæði Tíbets. Uppreisnin mistókst og hann flúði ásamt 80 fylgismönnum til Ind- lapds. Þar hefur hann lengst af verið í útlegð í smábænum Dharm- sala og barist fyrir frelsi Tíbets. Ekki vongóður um lausn deilunnar Svo virtist sem lausn á deilu Kínveija og Dalai Lama væri í sjón- máli í fyrra er hann féll frá kröfum um algjört sjálfstæði Tíbets í ræðu sem hann hélt í Strassborg. Hann lagði til að Tíbet fengi takmarkað sjálfræði og Kínveijar færu áfram með varnar- og utanríkismál lands- ins. Sáttaumleitanir báru þó ekki árangur og þeim var hætt þegar kínverski herinn kvað niður mót- mæli Tíbeta með mikilli hörku á þessu ári. Tíbetar efndu til fjölmargra mót- mælagangna í Lhasa frá september 1987 til að krefjast sjálfstæðis Tíbets. Kínverski herinn brást við þeim af mikilli hörku og talið er að 600 Tíbetar hafi beðið bana í átök- um við herinn á tveimur árum. Mótmælin náðu hámarki í mars síðastliðnum og settu kínversk stjórnvöld herlög í Lhasa og vísuðu öllum útlendingum úr landi. Dalai Lama segist ekki vongóður um að hægt verði að semja við harðlínumennina, sem eru við völd í Kína. Ungir og róttækir Tíbetar hafa krafist þess að hann falli frá friðsamlegum baráttuaðferðum sínum og hvatt til þess að gripið verði til vopna gegn Kínveijum. „Ég er fylgjandi baráttu án ofbeldis," segir Dalai Lama. „Ekki aðeins vegna trúarskoðana minna, heldur einnig vegna þess að líkja má því að beita ofbeldi við sjálfsmorð.“ Seðlabankar lækka vexti Frankfurt. Reuter. SEÐLABANKI Vestur-Þýska- lands hækkaði vexti í gær og hafði sú ákvörðun vart verið tekin er seðlabankar Frakklands, Bret- lands og Sviss gripu til sömu ráð- stöfunar. í öllum tilvikum voru forvextir hækkaðir um 1%. Ákvað þýski bankinn vextina til þess að koma í veg fyrir verðbólgu og treysta stöðu þýska marksins. Verðbólga er 3% í Vestur-Þýska- landi en aukinn hagvöxtur og vöxtur í iðnaði hafa aukið hættu á þenslu. Óvæntbanka- sameining í Noregi Osló. Reuter. NORSKU bankamir Bergen Bank og Den norske Creditbank (DnC) tilkynntu óvænt í gær að þeir myndu sameinast 1. janúar næst- komandi. Ákveðið hefur verið að hinn nýi banki eigi að heita Den Norske Bank og verður hann stærsta ijármálastofnun landsins. Bankamir tveir hafa átt við mik- inn taprekstur að stríða síðustu árin. Sjóliði dæmdur fyrir njósnir Washington. Reuter. HERDÓMSTÓLL hefur dæmt 21 árs sjóliða af bandaríska flugmóð- urskipinu Midway í 35 ára fang- elsi fyrir tilraunir til njósna í þágu Sovétríkjanna. Reyndi hann að selja sovéskum leyniþjónustu- mönnum með aðsetur í Japan hemaðarleyndarmál. Að sögn talsmanns bandaríska sjóhersins átti sjóliðinn samverkamenn og bíða þeir úrskurðar herdómstóls. Páfi vill lögleiða kirkjuna Vatikaninu. Reuter. JÓHANNES Páll páfi annar krafðist þess í gær að starfsemi kaþólsku kirkjunnar í Úkraínu yrði leyfð með lögum. Ef ekki yrði fallist á það væri umbóta- stefna Moskvustjómarinnar inn- antóm orð. Páfi mun taka málefni kaþólsku kirkjunnar í Sovétlýð- veldinu Úkrafnu upp á fyrirhuguð- um fundi þeirra Míkhaíls Gor- batsjovs, Sovétleiðtoga, í nóvem- ber. Jósef Stalín, fyrrum einræðis- herra, sameinaði kirkjuna rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjunni 1945 með valdboði. Talið er að fjórar milljónir kaþólikka iðki trú sína á laun í Úkraínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.